Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. nóvember 1990 Tíminn 3 Ekki víst að jólakjötið til viria og ættingja erlendis komist til skila: Heilbrigðisvott- orð skal fylgja Nú þegar jólin nálgast er algengt að fólk sendi ættingjum og vinum kjöt, t.d. hangikjöt og læri í jólamatinn. Margir íslendingar sem búa erlendis finnst íslenska kjötið vera aiveg ómissandi til að skapa jóla- stemmninguna. En erfitt getur verið að senda kjöt til ýmissa landa vegna hafta sem er á innflutningi á matvörum. Þó er í flestum tilfellum nægjanlegt að heilbrigðisvottorð fylgi sending- unni. Kjötinnflutningur til Noregs er t.d. alveg bannaður og ef reynt er að senda þangað kjöt, þá er það yfirleitt endursent jafnvel mörgum vikum seinna og kemur því dragúldið til baka. Því er skynsamlegast að leita sér upplýsinga um þessi mál áður en Breyting á út í slíkar póstsendingar er farið. Samkvæmt upplýsingum frá böggladeild Pósts og síma hefur endursent kjöt einungis komið frá Noregi undanfarin ár, af þeim lönd- um sem algengast er að sent sé til. En t.d. í Kanada er kjötið brennt um leið og vitað er að það er innihald pakkans sem sendur er. En í flestum öðrum tilfellum er nóg að heilbrigð- isvottorð fylgi kjötinu. Heilbrigðisvottorð er hægt að fá hjá dýralækni, svo og í nokkrum kjötverslunum sem sumar jafnvel bjóðast til að sjá um sendinguna á kjötinu fyrir fólk. Þau hjá böggla- deildinni vildu þó benda á að best væri að kynna sér fyrst hvaða reglur gilda um kjötinnflutning í hverju landi, áður en hafist er handa um sendingar. —GEÓ Þá hló bii allur „Þá hló þingheimur allur“ heitir ný bók eftir þá Ama Johnsen og Sig- mund, sem Hörpuútgáfan gefur út. Um er að ræða gamanmál sem Ámi hefur safnað saman eftir þingmenn og um þá og vinnustað þeirra á Alþingi. „Hér er á ferðinni bók, sem er engri annarri Ifk og lu- mar á ýmsu af baksviði stjómmálanna, sem ætti að geta komið mörgum skemmtilega á óvart. í bókinní eru skopsögur, vísur og gamanbragir um þingmenn, eftir þá og tengda þeim á ýmsa vegu. A annað hundrað teíkningar eftir Sigmund eru sannkallað krydd í þessa tilveru," segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Líklegt er talið að verð á búvörum breytist lítils háttar 1. desember næstkomandi. Óvíst er hvað hækk- unin verður mikil, en fullvíst er tal- ið að hún verði innan við 2%. Verð á landbúnaðarvörum hefur ekki breyst síðan 1. desember árið 1989. Sexmannanefnd kemur saman um helgina til að ganga frá nýju búvöru- verði. Ræddar hafa verið ýmsar leið- ir til að draga úr væntanlegri hækk- un, m.a. að lækka verð á aðföngum til framleiðslunnar og að lækka kjarnfóðurgjald. -EÓ Olíuleiðslur rannsakaðar í umhverfisráðuneytinu er nú ver- ið að vinna að reglugerð þar sem m.a. er gerð krafa um að neðansjáv- ar olíuleiðslur við landið verði rann- sakaðar einu sinni á ári. Þetta kom fram í svari Júlíusar Sólnes um- hverfisráðherra við fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, alþingis- manns Kvennalista, um neyðaráætl- uni vegna olíuleka. í svari ráðherra kom ennfremur fram að mengunarvarnabúnaður í flestum smærri höfnum landsins er ófullnægjandi. Aðeins í Reykjavík, Heiguvík og Hvalfirði er búnaður til að takast á við stærri olíuslys. Júlíus lýsti stuðningi við þá hugmynd að allri olíu sem flutt er til landsins verði skipað á land í Helguvík, en þar er nú til staðar nýjasti og besti búnaðurinn til slíkra nota. -EÓ Alþýðubandalagið: Forval í Reykjavík Á félagsfundi Alþýðubandalagsins 21. þ.m. var ákveðið að efnt skyldi til forvals um skipan framboðslista flokksins í Reykjavík í Alþingiskosn- ingum 1991. Einnig var ákveðið að forvalið skuli fara fram eigi síðar en 19. janúar 1991, en kjörnefnd mun gera tillögur um tilhögun þess á fé- lagsfundi í byrjun desember n.k. Á fundinum voru eftirtaldir kjörnir í kjörnefnd: Auður Sveinsdóttir, Guð- rún Kr. Óladóttir, Gunnlaugur Júlí- usson, Hallur Páll Jónsson, Páll Valdimarsson, Sigurbjörg Gísladótt- ir og Sigvarður Ari Huldarsson. Á félagsfundinum var fallið frá til- lögu um opið prófkjör, en lagt á það áherslu að reynt yrði að tryggja í forvalsreglum að allir flokksmenn geti tekið þátt í forvalinu. —GEÓ Súkkulaðiterta með koníaki Notið FLÓRIJ smjörlíki og baksturinn bregst ekki! Botnar: Hrærið 200 g sykur, 200 g Flóru smjörlíki og 3 egg. Sigtið 200 g hveiti, 3 msk. kakó og lh tsk. lyftiduft og hrærið allt saman. Bakist í tveimur formum við 200 gráður C í 8-11 mínútur. Krem: Þeytið saman 200 g flórsykur og 200 g Flóru smjörlíki. Bætið í V2 stk. af ljósum súkkulaðihjúp og 2 msk. af koníaki. Skreyting: Rifið súkkulaði og marsípan. Verði ykkur að góðu! /300 SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.