Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 4
‘i(ynf 4 Tíminn 000w 'í-í'írncj'.-'jri.vV i'> i r..... Laugardagur 24. nóvember 1990 Óvenjulegt mál á Vesturgötu í Reykjavík: Tímamynd: Ami Bjama frá því hann kaupir húsið að eigandi steinhúsins ætti lóðina. En síðan þá hafa komið upp efasemdir um hvor á lóðina í raun og veru. —GEÓ Þurfa íbúarnir að og taka húsið með Á Vesturgötu 28 stendur lítið, fallegt timburhús á gatnamótum Vesturgötu og Ægisgötu sem var byggt árið 1881. Fast við hlið þess er þriggja hæða steinhús sem stendur á lóð sem einnig tilheyrir Vesturgötu nr. 28. Húsin eru í raun samföst, en eru í eigu sitthvors aðilans. Það sem ekki liggur ljóst fyrir er hvor aðilinn á lóðina sem húsin standa á. Undanfarið hefur staðið yfir mál sem fjaliar um einmitt þetta. Eig- andi steinhússins nr. 28 segir að lóð- in sé hans eign og fer því fram á að timburhúsið verði rifið eða fjarlægt. En í þessu húsi búa eldri hjón, Sig- urður Gissursson og Ragnheiður Árnadóttir sem hafa búið þar síðan á fimmta áratugnum. Húsið er einnig eitt af eldri húsum borgarinnar og því er eflaust vilji fyrir því að það standi áfram á sínum stað. íbúar við Vesturgötu tóku sig sam- an fyrir skemmstu og söfnuðu und- irskriftum til að mótmæla því að húsið yrði fjarlægt eða rifið. Bryndís Schram stóð fyrir þessari undir- skrift ásamt Ragnheiði Árnadóttur: „Ég bað Bryndísi að hjálpa mér og það gekk nú alveg ljómandi að safna undirrskriftum, ég hefði getað feng- ið fleiri ef ég hefði verið duglegri, ég var bara nokkuð þreytt og svo var fólk í vinnu. En við urðum að drífa þetta af til að þetta næði á borgar- ráðsfund", sagði Ragnheiður í sam- tali við Tímann. „Við ráðum ekkert við að flytja, erum orðin það fullorð- in“, sagði Ragnheiður einnig. Eigandi steinhússins á lóðinni, Jón Ingi Ragnarsson keypti það hús í október 1989, mun hafa í huga að byggja við steinhúsið. í kaupsamn- ingi Jóns Inga kemur fram að samið sé um kaup á „fasteigninni að Vest- urgötu 28, Rvk. (steinhús) ásamt til- heyrandi lóðaréttindum", þannig að ekki kemur fram að þetta sé hans eignalóð, né að hann eigi rétt á lóð- inni við hliðina eða lóðinni undir timburhúsinu, tjáði lögfræðingur hjónanna Sigurðar og Ragnheiðar, Sigurður A. Þóroddson hjá Lög- fræðistofunni s.f. Tímanum í gær. Jón Ingi mun hins vegar hafa staðið í þeirri trú að hann hafi keypt alla lóðina. Einnig kom fram í máli lögfræð- ingsins að Húsafriðunarnefnd hafi mælt með því að það yrði keypt lóð undir þetta hús og þá var farið þess á leit við Jón Inga að hann seldi lóð- ina. Hann mun hafa farið fram á svo hátt verð að fallið var frá kaupunum í því tilfelli. Sigurður lögfræðingur sagði einnig að það væru um 40 ár síðan Sigurður Gissurason keypti húsið að Vesturgötu, eða árið 1951, og hann hafi keypt það af Sigurgeiri Einarssyni kaupmanni til flutnings og fengið úthlutað lóð í Skipasundi fyrir húsið. En þá kom í ljós að hús- ið er ekki hæft til flutnings því það er hlaðið að einhverju leyti. Þá mun hafa farið fram dómur í málinu um að húsið fái að standa þarna áfram og Sigurður Gissurason segir að honum hafi verið tjáð á þeim tíma að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu máli framar. „Við settum því fram mótmæli til Borgarráðs um að þeir samþykktu byggingu á lóð- inni þar sem ekki væri vafalaust að Jón Ingi ætti þennan rétt til bygg- inga og að hagsmunir þeirra skör- uðust. Annars vegar hagsmunir Sig- urðar á því að hafa húsið þarna og hins vegar meintur réttur Jóns Inga til þess að byggja á lóðinni", sagði Sigurður lögfræðingur að lokum í samtali sínu við Tímann. Samkvæmt upplýsingum frá full- trúanum í Borgarráði er hjá þeim Ijós áhugi á því að kaupa þessa lóð sem timburhúsið stendur á og þá aðallega til þess að tryggja að þetta hús verði þarna áfram því þetta er eitt af elstu húsunum á þessu svæði. Vesturgata 28 Reykjavík. En ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um kaup. Þó munu standa yfir viðræður og athuganir á þessu máli og lokaákvörðun verður líklega tekin á næstunni. Einnig kom fram í máli borgar- ráðsfulltrúa að fyrst þegar þetta mál kom til umfjöllunar hjá þeim, hafi það verið sett fram þannig að eig- andi timburhússins hefði vitað allt fara sér? KAIRÓ - Bush Bandaríkjaforseti fór í gær frá Eg- yptalandi áleiðis til Genfar þar sem tíma- mótafundur hans og Hafez al-Assad leið- toga Sýrlands stóð fyrir dyrum. Þetta er fyrsti fundurforystumanna þessara ríkja i mörg ár. Á meðan á dvöl Bandaríkjafor- seta í Egyptalandi ræddi hann við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta um ástand- ið við Persaflóa. Á blaðamannafundi að loknum þeim viðræðum sagði Bush að (r- akar yrðu að gera sér grein fyrir því að þjóðir heims væru að missa þolinmæðina vegna neitunar (raka um að yfirgefa Kú- væt. Hann sagi jafnframt að stríð við (r- aka þyrfti að vera trúverðugur kostur í stöðunni þó svo að heimsbyggðin óskaði sér helst (rakar yfirgæfu Kúvæt án þess að til vopnaviðskipta kæmi. BRUSSEL - Samkvæmt upplýsingum frá embættis- mönnum hjá NATO hafa Bandaríkja- menn óskað eftir því við bandamenn sína í Evrópu, aö þeir leggi til flugvélar og skip til að flytja viðbótarherafla þann sem Bandarikjamenn eru nú að senda til Persafióa. BAGDAÐ - Opinbera írakska fréttastofan tilkynnti I gær að nú, tæpum fjórum mánuðum eftir innrásina í Kúvæt, væri útgöngubanni á svæðinu aflétt vegna þess að eðlilegt ástand hafi skapast og lífið gengi þar sinn vanagang. MOSKVA - Æðsta ráðið í Sovétríkjunum, sovéska þingið, veitti Mikhail Gorbatsjov tveggja vikna frest til að útfæra betur og skýra til- lögu sína um að valdsvið forsetans yrði aukið. Gorbatsjov segir að tillögur sínar, sem auka verulega valdsvið hans og gera honum kleift að grípa inn í efna- hagslífið með skjótum hætti, séu nauð- synlegar til þess að afstýra efnahags- hruni og endurheimta festu í stjórnarhátt- um. Ryskov forsætisráðherra hefur lýst sig andvígan tillögunum og hótað að segja af sér verði valdsviö hans skert. BEIRUT áætlun um að koma á friði í Kambódfu. ( skýrslu sem unnin var í Bankok kemur fram að ríkisstjórnin sem studd er af Víet- nömum og Sovétmönnum hafi lýst því yf- ir að ekki sé hægt að treysta á yfirlýsing- ar Rauðu khmeranna og því ættu fylking- ar andstæðar þeim ekki að leggja niður vopn fyrr en að afloknum kosningum i landinu sem framkvæmdar yrðu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. MABANE - Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðar- ráðsins sagði á fundi með leiðtogum ann- ara Afríkuríkja f gær að í næstu viku myndu hann og F.W. de Klerk ræða sam- an um myndun bráðabirgðaríkisstjórnar í Suður-Afríku LONDON - Stjórnvöld í Líbanon, sem studd eru af Sýrlandi, gerðu í gær tilraun til að ná málamiölunarsamkomulagi við vopnuð samtök kristinna manna og fá þá til að yf- irgefa síðasta virki sitt í Beirút. PARÍS - Fastafulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hittust í gær til þess að bjarga sögn Thatchers, hefur (haldsflokkurinn þó nokkru meira fýlgi en Verkamanna- flokkurinn. SOFIA - Þjóðþingið f Búlgaríu kom saman í gær til að ræða og greiða atkvæði um van- traust á ríkisstjórn Andrei Lukanov sem er stjórn fyrrverandi kommúnista. Ekki var búist við að sú tillaga hlyti meirihluta á þinginu. GENF - I gær fór af stað kröftug kosningabar- átta milli frambjóðendanna þriggja til for- mennsku í (haldsflokknum breska, eftir að menn höfðu náð áttum eftir óvænta afsögn Margrétar Thatcher í fyrradag. Baráttan um formannsembættið er talin verða til þess að tvístra (haldsflokknum enn frekar en orðið er en almennar þing- kosningar verða í Bretlandi eftir hálft ann- að ár. Samkvæmt skoðanakönnun í dag- blaðinu Times f gær, þeirri fyrstu eftir af- - Fulltrúar sem eru að reyna að bræða saman tillögur í landbúnaðarmálum f Ur- ugay-umferð GATT-viðræðnanna segjast vonlitlir um að geta fundið samkomulags- flöt um niðurskurð á styrkjum en mikið ber á milli EB og Bandaríkjamanna í því efni. í gær töldu þeir eina möguleikann í stöðunni að fá ráðherrafund um málið þar sem þess yrði freistaö að ná sam- komulagi. BELFAST - Árás (rska lýðveldishersins á breskar hersveitir í gær mistókst, þegar einhver öflugasta sprengja sem enn hefur verið notuð af IRA til þessa sprakk ekki eins og til stóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.