Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. nóvember 1990 Tíminn 5 Um 75-80% aldraðra sækja um leigu- og þjónustuíbúðir vegna öryggisleysis en fáir vegna skorts á þjónustu: Af hverju stafar svo mikið öryggisleysi? í víðtækri athugun á umsóknum um íbúðir fyrir aldraða hjá Reykja- víkurborg vakti það sérstaka athygli að 75% umsækjenda nefndi eigið öryggisleysi, sem meginástæðu umsókna sinna, en aðeins óverulegt hlutfall, eða um 5% umsækjenda, nefndi skort á þjónustu sem höfuðástæðu, sem ekki sýnist síður athyglivert Þetta mikla ör- yggisleysi var ekkert minna meðal þess meirihluta umsækjenda (tæp 60%) sem búa í eigin húsnæði (sem að að stærstum hluta er f ágætu ástandi) heldur en þá sem leigja á almennum markaði. Þessi athugun var gerð af öldrun- arþjónustudeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur fyrr á þessu ári á þeim 665 umsóknum, sem þar lágu fyrir um síðustu áramót, um íbúðir fýrir aldraða. Þar af voru um 420 umsóknir í forgangsflokkum. í ljós kom að rúmlega fjórðungur þeirra umsækjenda höfðu fengið aðra úr- lausn. Einmana aldraðar ekkjur... En nákvæmari athugun var gerð á 307 umsóknum, með því að haft var símasamband við viðkomandi eða nánustu ættingja þeirra. Yfir- gnæfandi meirihluti þessara um- sækjenda, 70%, eru konur sem búa einar, 18% eru karlar og aðeins 12% umsóknanna eru frá hjónum. Um helmingur þessa fólks er 80 ára eða eldra. Niðurstöður þessarar at- hugunar byggjast á samtölum við umsækjendur og þeirra eigin mati m.a. á húsnæðisaðstæðum sínum. í umfjöllun um niðurstöður þess- arar athugunar segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir yfirmaður öldrun- arþjónustudeildar þær óhjákvæmi- lega vekja margar spumingar og jafnframt að freistandi sé að draga af þeim nokkrar ályktanir. Eru önnur úrræði? „Hvað er það nákvæmlega sem veldur hinu mikla öryggisleysi meðal aldraðra er leiðir til þess að stærsti hluti umsækjenda um íbúðir fyrir aldraða sækir um af þeim sökum?" spyr Sigurbjörg. Margir kvíöi framtíðinni og vilji eiga umsókn til öryggis. „Er hægt að mæta slfku öryggisleysi með öðrum hætti, öðrum úrræðum sem ekki þurfa að hafa svo afdrifa- ríka ákvörðun sem búferlaflutning í för með sér?“ Sigurbjörg bendir á að af svörum umsækjenda verði ekki annað ráð- ið heldur en að húsnæði aldraðra Reykvíkinga sé almennt gott. Mik- ill minnihluti umsækjenda hafi tal- ið húsnæði sitt óhentugt og aðeins óverulegur hluti umsókna um íbúðir aldraðra sé af þeim sökum. Réttu viðfangsefnin...? Að mati Sigurbjargar mættu nið- urstöðurnar „gjaman koma af stað umræðu um það hvort við séum að fást við hinn eiginlega vanda aldr- aðra“. Og hún spyr áfram: „Erum við að taka á réttu við- fangsefnunum? Erum við e.t.v. að einblína á eina tegund lausnar? Er hún e.t.v. dýru verði keypt fyr- ir þann sem henni er ætlað að þjóna? Hafa aldraðir sjálfir eitthvert val? Höfúm við einhverjar aðrar og raunhæfar lausnir sem þjónað gætu öldruðum einstaklingum sem búa í viðunandi eigin hús- næði, en kvíða framtíðinni og lifa við daglegt öryggisleysi. Hér þyrfti að skoða vel hvort um raunverulegt öryggisleysi sé að ræða eða skort á öryggistilfinn- ingu. Á þessu tvennu getur verið talsverður munur", segir yfirmað- ur öldmnarþjónustudeildar. Hvergi fleiri á stofnunum en hér Upplýsingar Ólafs Ólafssonar landlæknis í Morgunblaðinu í gær gera svör við þessum spumingum ennþá forvitnilegri. En þar leiðir hann m.a. í Ijós, að aldraðir vist- menn á elli- og hjúkmnarheimil- um hér á landi em hlutfallslega miklu fleiri heldur en á nokkm hinna Norðurlandanna. Af 65 ára og eldri em nær 10% á slíkum stofnunum hér á íslandi. Það er meira en þrisvar sinnum fleiri en í Svíþjóð og 40-85% fleiri en á hin- um Norðurlöndunum. Þótt þeir, sem búa í þjónustuíbúðum, séu reiknaðir með er hlutfallið ennþá langhæst á íslandi, eða alls 12,8% fólks 65 ára og eldra. Þetta er nær tvöfalt hærra hlutfall en í Dan- mörku og um 50% hærra en hjá Svíum, sem komast þó næst okkur. Ólafur leiðir á hinn bóginn í ljós að aldraðir, sem njóta heimahjúkr- unar, em frá tvöfalt til þrefalt fleiri á hinum Norðurlöndunum heldur en á íslandi. Niðurstaða hans er sú að heima- hjúkmn og heimahjálp sé hér ekki sinnt nægilega vel og af því leiði að fleiri vistist á ummönnunarstofn- unum. „Stefna okkar í elliheimilismálum hefur verið röng. Fólk er gert óvirkt um aldur fram. Kostnaður, sem af þessu hlýst, er vemlegur og vegur þungt í kostnaði við heil- brigðis- og tryggingaþjónustuna". Kemst ég út í búð...? Gunnar Klængur Gunnarsson fé- lagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur sagðist sammála Ólafi um skort á heimaþjónustu fyrir aldraða, að hluta til vegna þess að ávalt séu erfiðleikar á að fá fólk til þessara starfa, sem bæði geta verið erfið og auk þess illa launuð. En allt þetta öryggisleysi? Bendir áðurnefnd könnun kannski til þess fólk skorti ekki svo mjög þjónustu eins og er, en kvíði því hins vegar stórlega að fá hana ekki þegar að því kemur að það þarfnast hennar? „Það er þó nokkuð um það, en þetta er flókið og margþætt ör- yggisleysið fellst t.d. líka í því kom- ast ekki út í búð þegar veður er eins og í dag. Lítil samgangur við ætt- ingja. „Gallinn er sá að við getum ekki boðið upp á þá þjónustu sem gæti veitt fólki aukið ömggi. Að það kæmi einhver, í það minnsta öðm hverju, eða liti inn. Það er heldur ekki til nein ferðaþjónusta fyrir aldraða. Af þeim sökum situr fjöldi af einmana fólki hér úti í borgar- hverfunum og kemst ekki, eða treystir sér ekki til að fara í þjón- ustumiðstöðvarnar og njóta þess sem þar stendur til boða. Þegar svona hlutir safnast saman skapa þeir öryggisleysi. Fjöldi fólks einn svo dögum skiptir „Við ráðum þó ekki bót á þessu með því að byggja og byggja þjón- ustuíbúðir. Að mínu viti er það ekki lausnin. Heldur miklu frekar að auka þá heimaþjónustu, sem nú er veitt, heimsendingu á mat og ferðaþjónustu svo fólk komist á milli og geti notfært sé þá þjónustu sem nú stendur til boða í þjónustu- miðstöðvum". Gunnar segir margt einmana fólk í Reykjavík, ekki síð- ur en í öðmm borgum. Fjöldi fólk sitji eitt í sínum íbúðum og heyri ekki frá ættingjum eða öðmm svo dögum og jafnvel vikum skiptir. Væntingarnar stundum um of... En gera þeir sem sækja um þjón- ustuíbúðir af þvílíkum ástæðum t.d. sér ávalt grein fyrir því hvaða þjónustu það fær þar, og/eða fær kannski ekki? Em væntingarnar kannski ekki stundum of miklar? Jú, það er það. Við reynum að upplýsa fólk um þetta með því að senda bæklinga um þjónustuna á hverjum stað. En óneitanlega er það rétt, að það em margir sem halda að þetta sé miklu meira og merkilegra heldur en raun er á“. Gunnar sagði að sumir hafi t.d. haldið að með því að komast í þjón- ustuíbúðir í grennd eða tengslum við vistheimili þá öðluðust þeir meiri rétt á því heimili. „En það er ekki svo. T.d. á fólk í almennum þjónustu- og söluíbúðum aldraðra á engan frekari rétt inni á vist- heimili heldur en sá sem býr heima hjá sér í Hlíðunum eða annars staðar", sagði Gunnar. - HEI SKÁTAR BÚAST TIL AÐ HJÁLPA Á HELLISHEIÐI Kunnugt er, að oft þurfa ferðamenn á hjálp að halda á Hellisheiði eða í Þrengslum á vetuma, þegar veður gerast válynd. Nú hafa skátar í Hvera- gerði ákveðið að gera sitt til að leysa úr þörfum ferðamanna í vandræðum á þessum vegum austur yfir fjalla. Þeir hafa fest kaup á snjósleða frá B&L og hyggjast nota hann í leið- öngmm til að huga að fólki í erfið- leikum vegna vondrar færðar. Skátamir í Hveragerði fengu sleð- ann afhentan í gær, föstudag og hafa hugsað sér að bera hann austur fyrir heiði. Þeir lögðu af stað í ferðina um kl.15 síðdegis. Sleðinn er 212 kíló og bera átta skátar hann í einu, en þrír hópar em til skiptanna. Það er því alls 24 manna hópur sem flytur sleð- ann yfir. Þessi ferð skátanna yfir Hellisheiði er farin í fjáröflunarskyni. Hægt er að hringja og tilkynna fjárframlög í síma 98- 34555 og 98-34955 í Hveragerði á meðan á göngunni stendur, og einnig í bílasíma, sem er með í förinni. Bfla- síminn: 985-22458. Sleðinn kostar hátt í sjö hundmð þúsund krónur. Að auki vilja skátamir í Hveragerði safna fyrir talstöð og lóran-tæki. Skátamir leggja af stað með sleðann frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum í Reykjavík síödegis í gær. Tímamynd: Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.