Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 24. nóvember 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fall Margrétar Ekki ætlar að verða skortur á fréttnæmum heims- viðburðum í þessari viku. Lok kalda stríðsins voru innsigluð af hálfu aðildarþjóða Ráðstefnu um öryggi og frið í Evrópu við hátíðlega athöfn í París og Versöl- um fyrrihluta vikunnar. Það þótti eðlilega mikill við- burður, en ekki er annað að sjá en að ákvörðun Margrétar Thatchers á fimmtudaginn um að láta af embætti forsætisráðherra og sækjast ekki eftir áframhaldandi leiðtogahlutverki í breska íhalds- flokknum veki ekki síður fjölmiðlaathygli en sjálf endalok kalda stríðsins. Vegna langrar setu í stóli forsætisráðherra og stöðu pólitísks leiðtoga flokks síns hefur Margrét Thatcher öðlast sérstakan sess meðal stjórnmálamanna og það því fremur að hún er fyrsta kona sem gegnt hefur slíkum embættum í Bretlandi frá upphafi vega. Vafa- laust er það rétt að hún hefur skapað sér sinn eigin stíl sem pólitískur foringi. En fyrst og fremst hefur hún haft lag á því að láta samtíðina vinna með sér. Með samblandi af lagni og heppni hefur hún unnið það sér til ágætis að sitja lengur á forsætisráðherra- stóli samfleytt en dæmi eru til á þessari öld, eða 11 ár. Margrét Thatcher varð leiðtogi íhaldsflokksins árið 1975 eftir Edward Heath, sem tapað hafði fyrir Verka- mannaflokknum í kosningum 1974. Undir hennar stjórn komst íhaldsflokkurinn aftur í valdaaðstöðu 1979. Efnahagsástandið í lok stjórnarferils kratanna var bágt, verðbólga og atvinnuleysi og léleg afkoma í þjóðnýttum atvinnurekstri. Við þessu ástandi tók Margrét Thatcher og ákvað að gera skörp skil milli efnahagsstefnu íhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins, afnema þjóðnýtingu hvar sem því yrði við komið og taka upp einkavæðingu í staðinn, jafnvel á sviði félagsmála og heilsugæslu og breyta þannig því velferðarkerfi sem Verkamannaflokkurinn hafði haft forystu um að koma á og íhaldsmenn höfðu fram að þessu látið gott heita. Þannig varð Thatcherisminn til sem eitt afbrigði markaðshyggjunnar. Hitt er annað að Margrét Thatcher varð síður en svo vinsæl af efnahagsstefnu sinni í upphafi, hvað þá af framkomunni, enda í algerri lægð á vinsældalistan- um, þegar Falklandseyjastríðið bjargaði heiðri henn- ar í apríl 1982. Á því hefur hún lifað fram á síðustu mánuði og fengið af því þetta orð um staðfestu og einbeitni sem við hana er tengt. Hið góða og sérstæða við frú Thatcher sem mann- eskju og stjórnmálaforingja er gamaldags bresk þjóð- rækni og trú á fornar þinghefðir. Fastheldni hennar á því sviði hefur þó öðru fremur orðið henni að falli, eftir að íhaldsmenn hafa gerst óforbetranlegir áhang- endur hugmyndarinnar um Bandaríki Evrópu og sjá ekkert annað en að keyra það mál í gegn með fullum hraða. Thatcher hefur staðið gegn þessu bráðlæti. Við brottför hennar gerist það helst að draga mun úr andófi gegn öfgum Evrópuhyggjunnar og líklegast að það hverfi með öllu áður en langt um líður. E.t.v. verður Margrétar Thatchers minnst fyrir það að vera síðasti fulltrúi breskrar þjóðrækni. Thatcherisminn sem efnahagsstefna er a.m.k. ekki til langlífis. Hann hefur ekki læknað þau mein sem honum var ætlað. EIR SEM VILJA veg ís- lenskrar tungu sem mestan eru ljósberar á skuggalegri tíð. Engu breytir, þótt við sem þurfum að klæmast á tungunni frá degi til dags í atvinnuskyni teljum á stundum, að þessir góðu ljósber- ar séu of afskiptasamir. En það hefur ásannast á síðustu áratug- um, að afskiptasemin hefur hvergi dugað til. Lengi vel snérist baráttan um að hreinsa dönsk áhrif úr tungunni. Þau dönsku tökuorð, sem hafa ekki þegar unnið sér einskonar þegnrétt, eru horfin úr daglegri málnotk- un, en í staðinn er komin eins- konar hæ og bæ-mállýska, sem unnið hefur mikla sigra og er Iík- leg til enn stærri landvinninga. Hér á landi eru hafðar uppi marg- víslegar varnir við hugsanlegu smiti í búfjárstofnum. Þær eru sprottnar af sárri reynslu og miklu ijárhagslegu tapi, sem varð vegna fjárkláða og mæðiveiki svo dæmi séu nefnd. En enginn grætur ísienskuna. Hennar galli er sá, á tímum velferðar og pen- ingahyggju, að hún er ekki bú- fénaður. Ambögur handa ómálga bömum III meðferð tungunnar og notk- un á útlendum slettum er virð- ingarleysi fyrir ætt og uppruna og öllu því sem hér hefur áunnist á liðnum öldum til eflingar sjálf- stæðu Iífi þjóðarinnar. Annað hvort taia menn ákveðið mál, eða þeir tala það ekki. Það er ekki hægt með sæmilegu móti að tala tvö tungumál í einu þannig, að annað hvort orð sé t.d. á ensku. Samt tíðkast þetta á fslandi, eink- um í tækjum, þar sem áhrifanna gætir mest, svo sem í nær tug út- varpa. Tungumál, sem nær al- mannaeyrum og er ekki sæmi- lega fram sett og hreint, af- skræmir málvitund almennings. Mikið er eftir ólært hjá hátt í tug útvarpsstöðva hvað snertir með- ferð tungunnar. Þar valda mestu þau efnisföng, sem stuðst er við að miklum meirihluta. Erlend dægurlög og lítt heyranlegir ís- lenskir textar og ambögulegir kremja málið og saxa orðin í búta, og því borið við að svona þurfi þetta að vera af listrænni nauðsyn. Þetta gerði ekki mikið til ef áheyrendur og njótendur þessa flutnings væru fullorðið fólk, sem hefði þegar lært að tala og skrifa, eins og ætla verður á miklum menntunartímum. Verra er þegar amböguleg dag- skráin dynur á börnum allt frá því að þau eru ómálga í vöggu, og fylgir þeim síðan fram eftir þroskaaldrinum. Verður þjóðtungan málagrautur? Væru dagblöðin full með texta á degi hverjum, sambærilegum við tungumálagrautinn hjá útvarps- stöðvum, yrði margur hneykslað- ur. Lítið af slíkum blaðaskrifum yrði fyrirgefið. Aftur á móti finnst engum neitt til um, þótt íslensk- an sé á stóru undanhaldi í út- varpsstöðvum. Málagrauturinn þar þykir viðeigandi. Um leið er fólk óbeint að halda því fram að málagrautur úti í þjóðfélaginu sé líka viðeigandi. Þess vegna er það staðreynd, að baráttuna fýrir gengi íslenskrar tungu á ekki að heyja sem leiðréttingarbaráttu eftir að slysin hafa gerst. Það á að stöðva afflutning íslenskunnar við uppspretturnar sjálfar. Það á að þrengja með öllum ráðum flaum enskunnar og annarra er- lendra mála inn á málsvæði ís- lenskunnar. í stað þess að setja einhverjar hömlur á innstreymi erlendra tungumála, gengur rík- isvaldið sjálft fram og heimilar óheftan flutning á erlendu efni, eins og dægurlögum, vegna þess að ekki fáist við þenna flaum ráð- ið. Vel má vera að ekki sé hægt að breyta neinu um sungin dægur- lög á erlendum málum. En það er hins vegar út í hött, að þeir sem kynna þessi lög noti erlend og óþýdd heiti þeirra og eyði ótak- mörkuðum tíma í flutning þeirra. Strax með því að tak- marka hlutfall erlends efnis af þessu tagi, væri hægt að draga úr holskeflunni, og sýna í verki, að okkur er alvara þegar við tölum um málvernd. I máli eins og þessu getur óskhyggja mistækra aðila, sem fyrst og fremst eru að hugsa um gróðann sinn, á sama hátt og þeir sem fluttu inn kláða- hrúta og mæðiveikihrúta til að bæta fjárstofninn, orðið til að þess að einskonar málagrautur verði þjóðtunga íslendinga. Eigi að viðhalda tungunni til fram- búðar, eigum við engra kosta völ annan en þann að stöðva aðförina að svo miklu leyti sem það er unnt. Tungumálið puttað inn Kvikmyndir og sjónvarp eru sér á parti hvað máláhrif snert- ir. Þar hefur afskræming er- lendra tungna lengi leikið laus- um hala, og fengið óáreitt að sækja inn á málsvið okkar. Sinnuleysið um þessa öfugþró- un hefur verið algjört, kannski mest vegna þess að um var að ræða langtímamál, sem ekki aðrir en vinir íslenskunnar skildu. Hér var ekki um að ræða útlenda kláðahrúta eða mæði- veikihrúta, sem voru augljóst upphaf ófarnaðar. Hér var á ferð viðtekin regla um málflutning á erlendum tungum, sem ekki mátti hrófla við. Skömmu áður en íslenska sjónvarpið kom til sögunnar var byrjað á því að texta myndir í kvikmyndahús- um. Ekki var þó hirt um textun á lélegum og ódýrum myndum. íslenska sjónvarpið sá hins veg- ar til þess að textaðar voru allar myndir og þættir við hin erfið- ustu skilyrði, en fólk var fengið til að þýða myndir og þætti og mátti fylgja sýningunum eftir. I rauninni var aðferðin ósköp einföld, en um leið óþægileg. Textinn var puttaður inn jafn- óðum og gekk á ýmsu. Textun á myndum hefur síðan verið svo til einráð og má segja að það hafi verið Iausn. Samt er alveg ljóst að enskan hefur staðið í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.