Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. nóvember 1990 m > i ** ft) „jsi stórum landvinningum þrátt fyrir textun, enda glymur talið öll kvöld á öllum íslenskum heimilum. Þegar of seint er _________að iðrast__________ Þráfaldlega hefur verið bent á, að engin lausn finnst á þessu vandamáli fyrr en tekin verður upp talsetning á kvikmyndum og þáttum sem sýndir eru í sjón- varpi og í kvikmyndahúsum. Það er eina manneskjulega lausnin, sem að nokkru leyti getur létt af okkur ásókn erlendra tungna. Slík aðferð er í samræmi við það, sem frjálsar og fullvalda þjóðir gera. Uppi hafa verið allskonar andmæli gegn talsetningu, sem flest eru léttvæg nema kostnað- arhliðin. Kemur þá að því rétt einu sinni, hvað við erum fá og smá. Talsetning á erlendu efni er dýr. Hún er þó í eðli sínu mesta menningarátak sem hér yrði gert. Slíkt menningarátak gæti orðið okkur til bjargar í óvæntri og ágengri kreppu smáþjóðar í stórum heimi, sem hefur hvolfst yfir með undraverðum hraða og ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þótt þjóðir í Evrópu eigi ekkert tungumál, eins og Belgar, verður engu spáð um mannabyggð hér norður í hafmu missum við tunguna að meira eða minna leyti, og fómum henni á altari einhverrar alþjóðahyggju og skemmtanalífs, sem nú er mjög í tísku. Við emm sjálfstæð þjóð vegna menningarlegrar sér- stöðu. Og tungan er hluti af því sjálfstæði. Of seint er að stíga fram og segja: Nú skulum við endurreisa tunguna, þegar hún er horfin okkur. Þess vegna eru varnir aldrei of snemma teknar upp, en alltaf of seint að iðrast. Böm og ösku- buskumál Tálsetning á erlendu efni í áhrifamiklum fjölmiðlum er lífs- nauðsyn, sem fúll ástæða er að styrkja myndarlega, sé hún of kostnaðarsöm til að ráðið verði við hana af þeim sem reka þessa fjölmiðla. Hiklaust á að hækka afnotagjöld og miðaverð til að auðvelda að standa undir kostn- aði við talsetningu. Öll langtíma- markmið til vemdar tungunni eru af því góða. Andóf gegn þess- ari vernd, sem byggir á því, að engin hætta sé á ferðum, er rangt. Það hefur þegar sýnt sig að talsetning á bamaefni Stöðvar 2 og Sjónvarpsins hefur heppnast vel. I rauninni er þar um stór- fenglegan áfanga að ræða, þótt ekki sé nema um lítinn hluta af dagskrárefni að ræða. Númer eitt er að allt barnaefni í sjónvarpi verði talsett. Þar eru mál við- kvæmust hvað tunguna snertir. Einnig er Ijóst að börn horfa mikið á auglýsingar. Þess vegna er vert að athuga, að skylda aug- lýsendur, þ.e. umbjóðendur er- lends varnings, til að talsetja auglýsingar þar sem því verður mögulega við komið. Með þeim hætti mótast hugur barnsins á jákvæðan hátt til íslenskunnar. En töluverður skortur er á slíkri mótun, þegar börn horfa á sjón- varp. Vert er að hafa í huga að er- lent bamaefni er oftast vandað og ber fínheitin með sér ekki síður en Mjallhvít Disneys gerði í gamla daga. Tungumálið sem fylgir þessum fínu þáttum hefúr þar af leiðandi fólgna í sér yfir- burði. Börnunum þykir það fínt mál. Hætta er á því við stöðuga notkun t.d. ensku með barna- efhi, að íslenskan þyki einskonar öskubuskumál. Brando og Wayne Þeir sem taka talsetningu á kvik- myndum og sjónvarpsþáttum illa hafa m.a. lýst því yfir að þeir kunni ekki við að horfa á Marlon Brando eða John Wayne tala ís- lensku. Tugmilljónir fólks í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi horfa á þessa leikara tala þýsku eða frönsku og finnst það bara sjálfsagt. Rök eins og þau að óviðkunnanlegt sé að sjá amer- ískan leikara tala íslensku benda einungis til þess, að talsetning komi of seint til sögunnar. Hér hafi þegar verið unnin þau hermdarverk á íslenskunni, að fólki finnist ekki taka því lengur að breyta til. ísland þarfnast tal- setningar í þúsund sinnum ríkari mæli en Marlon Brando að tala ensku í kvikmynd á íslandi. Sé Marlon Brando sama ætti ein- staka íslendingi að vera sama á meðan efnið berst honum kór- rétt í þýðingu. Þá hefur komið fyrir að leikstjórar kvikmynda hafa bannað að sýna kvikmynd með texta af því textalínur trufli myndflötinn. Þetta hefur við rök að styðjast. Og þá er ljóst að ekki er horft á myndina á meðan text- inn er lesinn. Hér hefúr ekki ver- ið minnst á myndbönd, en auð- vitað gildir hið sama um þau. Myndbönd þarf að talsetja eins og kvikmyndimar. Ljóst er að tal- setningar-byltingin kostar mikið fé. Það fé verður öðmm þræði að fást með hærri leigugjöldum. Vera kann að almannasjóðir yrðu að hlaupa undir bagga. Tálsetn- ing á erlendu efhi er brýnni en al- mennt mun álitið. Þeir sem lifa í svo sterkri aðdáun á erlendum leikumm, að þeir þola ekki að hlusta á þá tala íslensku, fara vill- ir vegar. Þeir geta þó huggað sig við að með aukinni notkun efnis frá gervitunglum, sem hægt er að taka um skerm beint inn í stofu, og ekki verður hægt að tal- setja að svo stöddu, geta hlustað á sinn gervitungla-Brando og gervitungla-Wayne, fyrst íslensk- an bögglast svo fyrir brjósti þeirra að ekki reynist unnt að hlusta á þá tala mál Gunnars á Hlíðarenda. En sú tíð kemur að við getum varið málhelgi okkar í myndmiðlum sem annars staðar. Við eigum enga aðra leið færa en taka upp talsetningu á erlendu efni og takmarka flutning er- lendra dægurlaga á dagskrá út- varps, þannig að hlutfall þeirra verði í einhverju hófi miðað við innlent efni. Með þeim hætti höf- um við snúist til vamar. Og ís- land þarfnast þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.