Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 24. nóvember 1990 Næturgali Þjóðleikhússins í skólum Þjóðleikhúsið er nú á fcrð um grunnskóla borgarinnar með leiksýninguna Næturgal- inn, sem lcikhópur hefur samið eftir hinu þckkta ævintýri H.C. Andersens. Markmið Þjóðleikhússins með sýning- unni er að kynna nemendum list leikhúss- ins, tengja starfsemi Þjóðleikhússins skólakerfmu og örva nemendur til fijórrar sköpunar í tcngslum við námsefhið á hvctjum tíma. Skólamenn og nemendur hafa tckið þcssu framtaki afar vel og vonast til að skólasýningar sem þessar verði árviss lið- ur í starfi Þjóðleikhússins. Leikritið um Næturgalann fjallar um fjölmarga þætti sem drcpið er á í námsefn- inu — um einlægni, sýndarmennsku, um Jólabasar Sjálfsbjargar 1990 Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra i Rcykjavík og nágrenni, verður haldinn laugardaginn 1. des. og sunnudaginn 2. dcscmber í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Rcykjavík, 1. hæð, og hcfst salan kl. 14.00 báða dagana. Inngangur að vcstan- vcrðu. Á basamum verður mikið úrval af mun- um á góðu verði, „tombóluprís", til dæm- is jólaskreytingar og margskonar aðrar jólavörur, útsaumur, pijónafatnaður, púð- ar, kökur og margt, margt fleira. Einnig verður glæsilegt happdrætti og kaffisala með hlaðborði. Fyrirlestur á vegum Stofnunar Siguröar Nordals Robcrt Cook, prófessor í ensku við Há- skóla íslands, flytur opinbcran fyrirlestur 1 boði Stofnunar Sigurðar Nordals, mið- vikudaginn 28. nóvember 1990, kl. 17:15 1 stofú 101 í Odda, hugvísindahúsi Há- skóla íslands. drambið, um fegurðina, um listina, um framandi heim. Þátttakendur í sýningunni eru leikaramir Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunnars- son, Kristbjörg Kjcld, Margrét Guð- mundsdóttir og Þórhallur Sigurðsson og flautuleikarinn Anna Kristín Einarsdóttir. Tónlistin er eftir Láms Grimsson og leik- muni gerði Jón Páll Bjömsson. Guð- mundur Steinsson var skrifari hópsins en hreyfingar og líkamsþjálfún annaðist Sylvia von Kospoth. Sýningunum í grunnskólum Reykjavíkur lýkur í lok nóvember og vcrða þær þá orðnar um 90 talsins, en síðan er ætlunin að sýna Næturgalann eins víða i grann- skólum landsins og kostur cr. Næstú sýningar eru: f Ölduselsskóla mánudag 26.11. í Hóla- brekkuskóla þriðjudag 27.11. f Scljaskóla miðvikudag 28.11. Fyrirlesturinn nefnist „Men and Women in Laxdæla saga“ og vcrður fluttur á ensku. Robert Cook hcfúr skrifað mikið um ís- lenskar fombókmenntir og vinnur nú m.a. að rannsóknum á íslcndingasögum. Foreldrafundur hjá Styrktarfélagi vangefinna Stjóm Styrktarfélags vangefinna boðar til sameiginlegs fúndar með foreldram/for- ráðamönnum og starfsmönnum félagsins í Bjarkarási mánudaginn 26. nóv. nk. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Magnús Kristinsson, formaður fé- lagsins, greinir ffá helstu verkcínum þess. 2. Sagt frá kynnisfcrð starfsfólks fé- lagsins til Norðurlanda. 3. Margrét Margcirsdóttir deildarstjóri greinir frá stjómskipulegri þróun á Norð- urlöndum í málefnum fatlaðra. 4. Kaffiveitingar. Basar KFUK KFUK hcldur árlcgan basar sinn í Kristni- boðssalnum að Háalcitisbraut 58-60, 3. hæð, laugardaginn 1. dcscmbcr og hefst hann kl. 14:00. Að vcnju verður þar margt cigulegra muna scm hcntugir era til jóla- gjafa. Heimabakaðar kökur, lukkupakkar o.fl. Á mcðan basarinn er opinn vcrður selt kaffi og meðlæti. Samkoma verður á sama stað sunnudaginn 2. desember kl. 20:30. Björgunarskóli LHS: Þúsundasti nemandinn á árinu Björgunarskóli Landssambands hjálpar- sveita skáta hcldur um 90 námskeið af ýmsu tagi á þessu ári. Áætlað er að nem- endur verði um 1.500 talsins. Fyrir nokkra var haldið 6 daga ffamhaldsnám- skeið í skyndihjálp á ísafirði. Þátttakend- ur vora 12 og mcðal þeirra var þúsundasti ncmandi Björgunarskólans á þessu ári. Myndin sýnir þúsundasta nemandann, Einar Snorra Magnússon, úr Hjálparsveit skáta á ísafirði, en hann fékk bók að gjöf ffá skólanum. Með honum á myndinni era aðalleiðbcinendur á námskeiðinu, þeir Snorri Hermannsson til vinstri og Thor B. Eggertsson til hægri. íslandsmeistarakeppni 10 dansa 1990 í fyrsta sinn á íslandi er haldin íslands- meistarakcppni 10 dansa. Keppnin fer ffam á Hótcl íslandi sunnudaginn 25. nóvember nk. kl. 20.00. 14 keppnispör, ffá 16 ára aldri, taka þátt í keppninni og era þeir ffá þremur dansskólum. Keppt verður í Latin- og Standard- döns- um, en þeir eru: Latin: Cha-cha, Samba, Rumba, Jive, Pasodoble. Standard: Enskur vals, Tango, Quickstep, Slow- Foxtrot, Vínarvals. Dómarar keppninnar verða þrír alþjóð- legir dómarar cr koma ffá Hollandi, Eng- landi og Danmörku. t dansiþróttinni blandast saman fegurð listarinnar og kcppni íþróttarinnar og óhætt cr að fúllyrða að hér er á ferðinni hin glæsilegasta sýning. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14:00. Miðvikudag 28. nóv.: Morgunandakt kl. 7:30. Kirkjan er opin 1 hádcginu mánudaga til fostudaga. Cecil Haraldsson. Félag eldri borgara Opið hús í Goðhcimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag kl. 14. Fijálst spil og tafl. Kl. 20: Dansað. Opið hús mánudag í Risinu, Hverfisgötu 105, ffá kl. 13:30. Einnig verður opið hús á þriðjudag 1 Ris- inu. Kl. 14 vcrður ferðakynning um vetr- arferðir til Kanarieyja. Kl. 15 hefst skáldakynning. Margrét Thoroddsen ffá Tryggingastofnun rikisins verður til við- tals nk. fimmtudag 29.11. ffá kl. 13 til 15. Þeir sem ætla að skrá sig f Lúxcmborgar- fcrðina 6. dcsember nk. vinsamlega hafi samband við skrifstofú félagsins. Alþýöubandalagiö Kópavogi Spilakvöld verður í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 26.11. kl. 20:30. Allir velkomnir. Stjómin. Útivist um helgina Sunnudagur 25. nóvember. Kl. 13,00: Álftanes. Létt strandganga á Álftanesi fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars verður Skansinn skoðaður. Ath.: Nú fer hver að verða síðastur að panta raiða i aðventuferðina, 30. nóv. til 2. des. Pantanir skulu sóttar fyrir 27. nóv., eftir þann tfma verða þær seldar öðram. Húnvetningafélagiö Spiluð verður félagsvist 1 Húnabúð, Skeifúnni 17, laugardaginn 24. nóvember kl. 14. Allir velkomnir. Málstofa í hjúkrunarfræöi Málstofa í hjúkrunarfræði vcrður haldin mánudaginn 26. nóvember nk. kl. 12:00 í setustofú á 1. hæð i Eirbergi. Sigríður Halldórsdóttir, lektor við H.Í., kynnir rannsóknina: Umhyggja og umhyggju- leysi háskólakennara: Upplifún fýrram hjúkranarffæðinema. Málstofan er öllum opin. Skaftfellingafélagið spilar félagsvist sunnudaginn 25. nóv- ember kl. 14 í Skaftfellingabúð Lauga- vegi 178. Nýtt Kjarvalskort Prentsmiðjan Litbrá hf. hefúr gefið út nýtt kort eftir málverkinu „Sýn og veraleiki“ eftir Jóhannes Kjarval. Málverkið er 1 cigu Kjarvalssafns. Þetta er 11. kortið sem Litbrá gefúr út eftir Kjarval. Einnig hefúr fyrirtækið gefið út 3 ný jólakort með klippmyndum eftir Sigrúnu Eldjám og 45 gerðir af jólakortum víðs- vegar ffá landinu eftir vetrarljósmyndum Rafns Hafnfjörð. Kortin eru mjög vönduð og mörg þeirta prentuð með gull- og silfúrfólíu. Þau era til sölu í flestum bóka- og gjafavöraversl- unum. KVIKMYNDIR Trúir þú á nornasögur? The Guardian * Aðalhlutverk: Jenny Seagrove, Dwler Brown, Carey Lowell Leikstjóri: William Friedkin Sýnd í Laugarásbíó Bönnuð innan 16 íra Öðru hverju gefst okkur íslend- ingum kostur á að sjá svokallaðar hryllingsmyndir í bíóhúsum landsins og eru þær æði misjafnar að gæðum. Kvikmyndin Fóstran sem sýnd er í Laugarásbíó er með þeim verri sem sýndar hafa verið í þessum flokki nú á árinu. Hún segir frá ungu pari sem tekur á það ráð að fá sér barnfóstru og fær í þeim til- gangi til sín konu nokkra sem að lokum reynist vera norn, svona rétt eins og í ævintýrunum. Hún á vingott við tré nokkurt og færir því fórnir í formi ungbarna sem hún tekur að sér að gæta. Tréð færir henni í staðinn vernd sína og eilíft líf. Nornin reynir statt og stöðugt að tæla unga pabbann í rúmið með sér, en hann stenst freistinguna og fer að gruna að ekki sé allt með felldu. Myndin þróast síðan út í tóma hringavit- leysu þar sem tréð og nornin eru í aðalhlutverkum. Myndin er eins óspennandi eins og mest getur orðið og gjörsamlega húmorslaus frá upphafi til enda. William Friedkin sér um leik- stjórn á þessari mynd en hann hafði áður gert garðinn frægan með leikstjórn Exorcist-myndar- innar sem verður nú að teljast mun sterkari mynd en þessi. Leik- ararnir sem hann velur í þessa mynd gera ekki stóra hluti og á það jafnt við um aðalleikara sem aðra í aukahlutverkum. Tæknilega hlið myndarinnar er það eina sem myndin á skilið hrós fyrir, og þá sérstaklega útfærslan á trénu sem er til fyrirmyndar. En eins og áður sagði þá er engan veginn hægt að mæla með henni. AHK. Demi Moore og Patrick Swayze í hlutverkum sínum í þessari hug- Ijúfu ástarsögu. ANDLEG ÁST GHOST*** Aðalhlutvcrk: Patrick Swayze (Roadhouse, Dirty Danclng), Demi Moore (St. Elmo's Fire), Whoopi Goldberg (Jumping Jack Flash, Colour Purple, Fathal Beauty) Sýnd {Háskólabíó. Bönnuð innan 14 ára. Ein af þeim betri afþreyingar- myndum sem sýndar eru í kvik- myndahúsum borgarinnar um þessar mundir er kvikmyndin Ghost, mynd sem segir frá ungum skrifstofumanni sem finnur stóra peningaupphæð inni á banka- reikningi óþekkts aðila og reynir að komast til botns í því máli. Mál- in snúast þannig að hann er drep- inn þegar hann er á kvöldgöngu með unnustu sinni, en þar sem hann var ekki tilbúinn að ljúka hlutverki sínu hér á jörð þá verður hann andi sem umgengst okkur hin án þess að við verðum þess vör. Myndin er fyrst og fremst hugljúf ástarsaga með ástarþríhyrningi, baráttu andans fyrir unnustu sinni á móti fyrrum starfsfélaga sínum og morðingja. Myndin er uppfull af skondnum atriðum, spennu og rómantík sem er sýnd frá öðru sjónarhorni en við eigum að venj- ast. Whoopi Goldberg sem miðill- inn gefur myndinni skemmtilegan blæ, þar sem skrifstofumaðurinn (Patrick Swayze) kemur að máli við hana og biður hana um hjálp, en hún sem starfað hefur sem fals- miðill trúir varla sínum eigin eyr- um að heyra í alvöru anda eftir öll þessi ár. Patrick Swayze er meir en miðlungs góður í þessari mynd og hefur löngu sannað að hann er ekki bara kyntákn, heldur er hann einnig hinn þokkalegasti leikari. Sama verður sagt um Demi Moore sem leikur unnustu Swayze og kemst ágætlega frá sínu. Myndin er sérstaklega vel útfærð tækni- lega séð og er það hennar sterkasti punktur, kvikmyndataka er í höndum Adams Greenberg og er hún öll hin besta og lítið út á að setja. Hver sem er ætti að geta ver- ið ánægður eftir að hafa séð þessa mynd. AHK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.