Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. nóvember 1990 Tíminn 27 IÞROTTIR ;ir heigarinnar: Landsleikir gegn Tékkum bera hæst Af íþróttaviðburöum helgarinnar eru merkastir landsleikimir gegn Tékkum i Laugardalshöll. í dag hefst leikur þjóðanna kL 17.00, en á morgun verður leikið kl. 20.00. Körfubottí Körfuknattlciksmenn verða á fullu gasi um hclgina. í dag lelka Njarðvikingar og Haukar i Njarð- vík kl. 16.00, en þessi leikur átti upphaflega að fara fram á morg- un. Leik lióanna í fyrstu umferö deildarinnar lauk með sigri Hauka og Njarðvíkingar hyggja því á hefndir. Á morgun eru þrir leikir á dag- skrá. KI. 17.00 leika Keflvíkingar og Þórsarar í Keflavík en kl. 20.00 leika Snæfell og KR í Stykldshólmi. StÓrieikur helgar- innar er leikur Grindvíkinga og Tindastólsmanna f Grindavík en sá leikur hefst kl. 20.00 á sunnu- dagskvöld. Á morgun leika f 1. deild karla Víkveiji og Reynir í Hagaskóla Id. 18.00 og i 1. deild kvenna leika UMFG ogfSÍ Grindavík kl, 18.00. Kraftlyftingar í dag kl. 12 hefst keppm á bikar- móti KRAFT, en mótið verður hald- ið í Víðistaðaskóla í Hafnarflröi. Skráðir keppendur eru um 30 talsins og fastlega má búast við þvi að íslandsmet falli á rnótinu. Þeir líklegustu til slíkra afreka ent Jón Gunnarsson, sem nú keppir í fyrsta sinn i 100 kg floldd, Guðni Siguijónsson í 110 kg flokki og Baldvin Skúlason mun reyna við íslandsmetið í bekkpressu, en hann lyfti nýlega 230 kg á æfingu, sem er 7,5 kg yflr gildandi meti. Keppni hefst kl. 12.00 í iéttari flokkunum, en í þeim þyngri Id. 14.00. BL Júdó: Bjarni, Halldór og Freyr Gauti glíma í Danmörku Um helgina verður opna skand- inavíska júdómótið haldið í smá- bænum Vejen í nágrenni Kolding í Danmörku, en mót þetta er haldið til skiptis á Norðurlöndun- um áriega. Þrír íslensldr júdómenn taka þátt í mótínu að þessu sínnl. Það er þeir Freyr Gauti Sigmundsson KA, sem keppir í -78 kg flokki, Halldór Hafstcinsson Annanni, sem keppir t - 86 kg flokki og Bjami Friðriksson Ármanni sem keppir í -95 kg flokki. BL Borðtennis: 330 tóku þátt í jólamóti ÍTR Nýlokið er jólaborðtennismóti ÍTR og var mótið haldiö í Laugar- dalshöll. Þátttakendur voru 330 talsins 0g keppt var í fjórum flokkum. Keppni fðr vel fram og* var jöfn og spennandi í flestum 1 flokkum. f verðlaunasætum lentu eftirtaldir skólar. 8.-10. bekkur stúlkur: 1. sæti ölduselsskóli 2. sæti Hlíðaskóii 3. sæti Seljaskóli 8.-10. bekkur drengin 1. sæti Seljaskóli 2. sæti Hlíðaskóli 3. sæti Breiðholtsskóli 5.-7. bekkur stúlkur: 1. sæti Seljaskóli 2. sæti Breiðagerðisskóli 3. sæti Hlíðaskóli 5.-7. bekkur drengir; 1. sæti Breiðagerðisskóli 2. sæti Breiðholtsskóli 3. sæti Hlíðaskóli Allir þessir skólar unnu sér rétt til þátttöku í landsmóti grunnskóla f.h. Reykjavfkur. Mótið verður hald- ið í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði helg- ina 4.-5. maí nk. Þar verða saman- komnir keppendur frá bestu borðt- ennisskólum landsins f hveiju kjör- dæmi og keppa um titiiinn „Besti borðtennisskóli Iandsins.“ Á síð- asta ári hlaut Grenivíkurskóli þann til og borðtennisborð að iaunum, V Sigurður Bjamason átti góðan leik í gær og hér sést hann í kröppum dansi í leiknum. Þorgils Óttar fýlgist með. Tímamynd Ámi Bjama Handknattleikur - Ísland-Tékkóslóvakía: Strákarnir stóðu vel fyrir sínu - ísland sigraði Tékkóslóvakíu, 26- 22, í slökum leik Það kom ekki kunnuglega fyrir sjónir íslenska landsliðið í hand- knattleik sem mætti Tékkum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nýir leikmenn í nánast hverri stöðu, en það kom ekki að sök, íslenska liðið sigraði með 26-22 mörkum í vægast sagt slökum leik. Tékk- neska liðið lék mjög illa í gær og virkaði ósamæft. Fyrri hálfleikur var jafn og liðin skiptust á um að leiða framan af, undir lok hálfleiksins náðu ís- lendingar 2 marka forystu og í leikhléi voru okkar menn yfir, 12- 10. Munurinn fór í 3 mörk 13-10 í upphafi síðari hálfleiks, en eftir að Tékkar hófu að taka Júlíus Jónas- son úr umferð, riðlaðist sóknar- leikur íslenska liðsins og Tékkar minnkuðu muninn í 13-12. Það tók íslenska liðið nokkrar sóknir að átti sig á varnarleik Tékkanna, en Sigurður Bjarnason fann svar- ið og skoraði næstu 5 mörk og staðan var þá orðin 19-13. En nú kom slæmur kafli hjá íslenska lið- inu og Tékkar minnkuðu muninn í 1 mark á ný 20-19. Næstu 10 mín. var Tékkum fyrirmunað að skora og á meðan bætti íslenska liðið við 5 mörkum. Þar með voru úrslitin ráðin og lokatölur voru 26- 22. Konráð Olavsson átti góðan leik í gær og sýndi mikið öryggi í víta- köstunum 7/6. Júlíus Jónasson átti einnig góðan leik ásamt Sig- urði Bjarnasyni. Patrekur Jó- hannesson og Einar Sigurðsson léku sinn fyrsta landsleik í gær- kvöld og léku þeir í vörninni. Báð- ir stóðu sig vel, en Einar var úti- lokaður frá leiknum eftir 3 brott- rekstra. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í íslenska markinu, varði alls 11 skot, flest í síðari hálfleik. Birgir Sigurðsson línumaður gat ekki leikið með í gær vegna meiðsla og hinn línumaðurinn, Geir Sveinsson komst ekki frá Spáni í leikina. í skarðið hljóp enginn annar en Þorgils Óttar Mathiesen. Ekki tókst honum að skora í leiknum þrátt fyrir nokkur dauðafæri. Leikurinn var mikill mistakaleik- ur hjá báðum liðum og geta bæði lið mun meira en þau sýndu í gær. Mörk íslendinga: Konráð 8/6, Sigurður 6, Júlíus 6, Guðjón 2, Bjarki 2 og Jakob 2. Hjá Tékkum skoraði Setlik 6, Becvar 5 og So- vadina 5, en aðrir minna. BL HM í keilu ísraelsmaðurinn féllúrkeppni ísraeismaðurinn Guy Meihavy féll úr kepppni í 16 manna úrsiit- um heimsmeistarakeppni áhuga- manna í keilu í gær, en nærvera hans í úrslitunum varð til þess að keppendur frá Bahrain, Qatar og Sanicinuðu arabísku furstadæm- unum, sem unnið höfðu sér keppnisrétt í úrslitunum, hættu keppni og héldu heim á lelð. Finnski meistarinn Tom Hahl hafði forustu í keppninni í gær, en fast á hæla hans fylgir banda- ríski meistarinn Adam Apo. BL HM i golfi: ísland í 26. sæti Úlfar Jónsson lék aftur á 73 höggum í annarri umferð heims- bikarkeppninnar í golfl sem fram fer í Oriando í Flórída þessa dag- ana. Siguijón Amarsson bætti sig um 5 högg frá því í íyrstu um- ferðinni og lék á 78 höggum. Eftir tvo keppnisdaga er íslenska sveitin því í 26. sæti, en alls taka 32 sveitir þátt í keppninni. Þriðju umferð heimsbikarkeppn- innar lauk í nótt sem leið. Urslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. BL íslensk knattspyma 1990: Tíunda bókin komin út Tíunda bókin um íslcnska knatt- spymu, árbók knattspymunnar í máli og myndum ér komin út Höfundur er Víðir Slgurðsson blaðamaður. Meðal efnis í bókinni er frásogn af öllnm leikjum í 1. deild karla, úrslit og markaskorarar í öllum leikjum í 2. og 3. deild karia og 1. deild kvenna, öll önnur úrslit á ís- landsmótinu, leikjafjöldi og mörk allra ieikmanna í öUum deildura karla og kvenna, bikarkeppni, landslcikimir, Evrópuleildr fé- lagsliða, atvinnumennimir. ís- lenska knattspyraa 1967-69 auk fíölda inynda. Þá eru vlðtöl vtð þá Ásgeir Sigurvinsson, Sævar Jóns- son og Steinar Guðgeirsson og sérstök umfjöllun um Eyjamenn. Útgefandi er Skjaldborg. BL V 1. Zetor 5011 2. Zetor 7211 3. Zetor 7011 4. Zetor 7245 4x4 5. IH 584 t. 6. Zetor 7745 4x4 7. Ursus 1014 4x4 8. Zetor 6945 4x4 m/ámoksturtækjum 9. Zetor 6945 4x4 m/ámoksturtækjum 10. Zetor 7745 4x4 með ámoksturstækjum 11. New Holland 935 heybindivél 12. Kemper 31 m3 fjölhnífavagn 2ja hásinga 13. New Holland 945 heybindivél 14. Welger Rp12 rúllubindivél 15. Vicon heyþyrla Vb. 5.1 m lyftutengd 16. NF 80 ámoksturstæki á MF 165-185 17. Strautmann 38 m3 fjölnotavagn m/tætara ekin 2600 vst. árg. 82 — 1350 vst. 87 — 1300 vst. — 84 — 900 vst. — 88 — 1400 vst. — 82 — 1100 vst. — 87 — 600 vst. — 85 — 79 — 79 — 1500 vst. — 89 — 85 — 87 — 87 — 89 — 89 89 GREIÐSLUKJÖR Gfobusi Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.