Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 SAMVINNUBANKINN L Í BYGGÐUMIANDSINS E3 NISSAIM RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR HotnorMusinu v Tryggvogolu. S 28822 ÍM s Réttur bíll á réttum stað. Ingvar | III Helgason hf. Sævartiöföa 2 Slmi 91-674000 * I íniinii LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER1990 Bankastjórn Seðlabankans mælir með að gerð verði tilraun með óverðtryggð lán til langs tíma. Gefist tilraunin vel er hugsanlegt að lánskjaravísitalan verði afnumin: ÓVERPTRYGGÐ SPARISKÍR- TEINIOG LANGTÍMALÁN Viöskiptabankamir og Seölabanki íslands mæla með að valfrelsi um lánskjör verði aukið og óverðtryggðum lánskjörum verði þannig gefið tækifæri til að sanna gildi sitt í raun. Bankastjóm Seðlabankans telur að fái fjármagnsmarkaöurinn traust á þessu lánsformi, geti verðtrygging íjarað út án lögþvingaðra boða og banna. Bankastjómin mælir einnig með að gerð verði tilraun með að gefa úr óverðtryggð spariskírteini. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur oft'lýst því yf- ir að afnema beri lánskjaravísitölu í áföngum. Andstaða við þessa stefnu er mikil, ekki síst innan bankakerfisins. í skýrslum við- skiptabankanna og Seðlabank- anna er lýst andstöðu við þá hug- mynd að afnema lánskjaravísitölu. í þeim segir að slík aðgerð muni rýra traust manna á sparnaði. Verðtrygging sparifjár var fyrst heimiluð með lögum árið 1979, en útgáfa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs nær allt aftur til ársins 1964. Eftir óðaverðbólgu áttunda áratugarins, m.a. vegna margföld- unar olíuverðs árin 1973/4 og 1979, var svo komið að innlán í bönkum og sparisjóðum höfðu rýrnað sem hlutfall af landsfram- leiðslu úr tæplega 40% árið 1962 í rúmlega 19% árið 1978. Þetta hlutfall er nú um 33%. Enginn vafi leikur á að verðtryggingin hef- ur átt mikinn þátt í að byggja upp sparnað að nýju. Það hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnt að ekki skuli mega hreyfa við láns- kjaravísitölu á meðan stöðugt er verið að breyta framfærsluvísitölu. Þetta var áberandi á fyrri hluta ní- unda áratugarins. Þá var hér mikil verðbólga, kaupmáttur sveiflaðist upp og niður, afkoma heimila og fyrirtækja var misgóð, en bank- arnir höfðu sitt á þurru. í skýrslu sinni til ríkisstjórnar- innar vara viðskiptabankarnir við því að verðtryggingu verði hætt. Þeir segjast hins vegar ætla að auka valfrelsi milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Nú eru í gildi lög sem kveða á um að lág- markslánstími verðtryggðra lána Á myndinni sjáum viö Ólaf Skúlason, biskup fslands, vígja nýtt hús í eigu Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Flugbjörgunarsvertin er 40 ára í dag en hún var stofnuð hinn 24. nóvember 1950. Fjöldi manns var viðstaddur vígsluna i gær og meðal gesta var Davíð Oddsson borgarstjórí, sem lagði homstein í húsið. Kærumál tekin fyrir í fulltrúaráði framsóknarmanna í Reykjavík: Unnið að tillögu Stjórn fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík fundaði í gær með Guðmundi G. Þórarinssyni vegna meintra svika við kosningu í prófkjöri um lista í Reykjavík. Guð- mundur hefur sagst hafa upplýsing- ar um að kosið hafi verið fýrir menn sem ekki komu á kjörstað og hefur krafist ógildingar prófkjörsins og að þess í stað verði efnt til opins próf- kjörs. Að sögn Helga S. Guðmunds- sonar, starfandi formanns fulltrúa- ráðsins, verður farið yfir þessi atriði með Guðmundi. Helgi sagði að mál- ið hafi ekki verið endanlega afgreitt á stjórnarfundinum í gær, en unnið væri að tillögu í málinu sem trúlega lægi fyrir eftir helgi. Hann bjóst við að boðað yrði til sameiginlegs fund- ar með stjórn fulltrúaráðsins og kjörnefnd á þriðjudag og þá yrði til- lagan lögð fýrir. Helgi vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. - BG skuli vera 2 ár og að innlán megi ekki verðtryggja til skemmri tíma en 6 mánaða. Bankarnir mæla með að Iántakendum verði boðið upp á óverðtryggð lán til lengri tíma, en fram að þessu hefur þeim ekki staðið þau til boða nema í litl- um mæli. Bankastjórn Seðlabankans mælir með að þessi leið verði farin. Reyndar segir hún nauðsynlegt að gera slíka tilraun til að sannreyna markaðshæfni óverðtryggðra lánskjara. Bankastjórnin segir að fái fjármagnsmarkaðurinn traust á þessu lánsformi, geti verðtrygg- ingin fjarað út án lögþvingaðra boða og banna. Bankastjórnin segir að þessi til- raun um aukið valfrelsi gefi tilefni til hliðstæðrar tilraunar með kjör á sparnaðarhlið og þá einkum á verðbréfaformi. Mælt er með að reynt verði að bjóða til sölu óverð- tryggð spariskírteini ríkissjóðs við hlið verðtryggðra skírteina. Þar með fengju kaupendur valkost og gætu móttökurnar gefið mikil- vægar vísbendingar um viðhorf þeirra til slíkra bréfa. Bankastjórn- in mælir með að óverðtryggðu bréfin verði með föstum vöxtum til að út úr tilrauninni komi skýr- ar vísbendingar um markaðshæfni þeirra. Bent er á að óverðtryggð spariskírteini með föstum vöxtum þyki hugsanlega ekki seljanleg um sinn og því mætti byrja með breytilega vexti. Mælt er með að binditími þessara bréfa verði stutt- ur, t.d. eitt og hálft til þrjú ár. -EÓ Ólympíuskákin: Island vann Filippseyjar Islenska skáksveitin vann sigur á þeirri fdippísku í gær með 2 1/2 vinningi gegn 1 1/2. Helgi Ólafsson tefldi á fyrsta borði gegn Torre. Helgi hafði svart og beitti franskri vörn. Þetta var mikil baráttuskák þar sem Helgi náði peði og knúði fram vinning í 55. leik. Á öðru borði tefldi Margeir (hvítt) við Antonio. Margeiri tókst ekki að vinna þrátt fyrir að hann hefði rýmra tafl og skákin endaði í jafntefli eftir 48 leiki. Jón L. hafði svart gegn Mascar- inas á þriðja borði og varðist með Sikileyjarvörn. Jón fékk fljótt miklu betra tafl og vann örugglega rétt fyr- ir tímamörk. Á fjórða borði hafði Jóhann Hjartar- son hvítt gegn Garma. Jóhann fór illa að ráði sínu og vanmat greini- lega andstæðinginn. Jóhann fór út í vafasamar aðgerðir, sem leiddu hann í ógöngur, þannig að hann tap- aði skákinni. Röð efstu liða á mótinu er þá sú, að Bandaríkin eru efst með 18 vinn- inga, Sovétríkin og Tékkóslóvakía með 17, Júgóslavía með 16 vinn- inga. ísland hefur alls hlotið 14 1/2 vinning á mótinu. Togari í vanda Norski rækjutogarinn Staltor var í gærkvöldi á Ieið til Akureyr- ar í fylgd togarans Harðbaks eft- ir að brot lenti á honum og skemmdi skipið mikið. Það var um kl. 14:30 í gærdag að norski togarinn sendi frá sér neyðarkall en hann hefði fengið á sig brot um 25 sjómflur norð- austur af Horni í slæmu veðri. Brotið hafði lentl á brú skipsins. Var kominn mikill sjór í brúna og kviknaði i siglingatækjum skipsins. Sldpveijum tókst að slökkva eldinn sjálflr. Fokker Gæslunnar var sendur til móts við skipið eftir að samband við það rofnaði um kl 16:00 en var svo snúið til baka þegar samband komst á að nýju. Togarinn Harð- bakur kom tfl móts við norska skipiö um kvöldmatarleytið í gær og fylgdi því til Akureyrar, en norska skipið gekk fyrir eigin vélarafli og handstýring þess virkaði. Ekki var í gær vitað til þess að neinn skipverja hafi sak- að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.