Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 1
r » 24.-25. nóvember 1990 Mynd tekin af Sauðárkróki áríð 1937, sama ár og Sögufélagið var stofnað. Dó Jón Halldórsson á Völlum, gamall klerkur » § • æðisgenginn Sögufélag Skagfirðinga var stofnað árið 1937 og er hið elsta af héraðs- sögufélögum sem starfað hefur óslit- ið síðan. í Skagafirði var þá gamal- gróin hefð fyrir söguáhuga og þjóð- legum fróðleik og má fara allt aftur til Björns á Skarðsá, sem ritaði m.a. hinn fræga Skarðsárannál á önd- verðri 17. öld. Skarðsárannáll er merk sagnfræðileg heimild og nær yfir árin 1400-1640. Við fræðastörf sín naut Björn styrks og hvatningar Þorláks Skúlasonar biskups á Hól- um. Hólabiskupar sumir höfðu sérstakan áhuga á þessum fræðum og hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í því að margir annálaritarar á 18. öld voru skagfirskir, eða ættaðir þaðan. Björn Þorleifsson Hólabiskup hélt t.d. Hall- dór Þorbergsson annálaritara á Seylu seinustu árin. Hann varð 88 ára gam- all og farinn að heilsu. Árin fyrir and- lát hans segir Björn biskup í bréfi til Árna Magnússonar að Halldór karl sé orðinn andarslitrandi og gamalær og sé ekkert að reiða sig á frásagnir hans frá fyrri tíð, en ávallt láti hann það samt eitthvað heita karlkindin. Til eru margar skemmtilegar sögur og athugasemdir um slíka menn. „Hall- dór eignaðist son kominn á áttræðis- aldur. Var sá skírður Jón og gerðist síðar prestur á Völlum í Svarfaðardal. Jón var harðger og mikillátur og varð gamall eins og faðir hans. Hann rugl- aðist að síðustu og við andlát hans var skrifað í annál: Dó Jón Halldórs- son á Völlum, gamall klerkur og æð- isgenginn. Svona rekst maður á Sögufélag Skagfirðinga hefur starfað frá árinu 1937. Félagið hefur gefið út mikið afbókum og ritum um skagfirskfrœði og markvisst hefurþað unnið að œttfræðirannsóknum iSkagafirði og œviskrárútgáfu. Formaður Sögufélagsins er Hjalti Pálsson, semjafnframt erforstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagflrðinga. Tíminn hitti Hjalta að máli í Safnahúsinu á Sauðárkróki til að frœðast um Sögufélagið og söguáhuga í Skagafirði. Rætt við Hjalta Pálsson á Sauðárkróki um fræðagrúsk í Skagafirði og söguáhuga þar í héraði frá fyrri tíð til okkar daga. spaugilega hluti í fræðagrúskinu og margar slíkar sögur og minningabrot hafa varðveist fyrir atbeina Sögufé- lagsins," segir Hjalti. „Mekka" sagnfræði og þjóðlegs fróðleiks „Á fyrri hluta nítjándu aldarinnar verður Skagafjörður Mekka sagn- fræði og þjóðlegs fróðleiks, þegar Jón Espólín sýslumaður kemur í héraðið. Hans fræðastarfsemi var með mikl- um eindæmum. Það kemur stund- um fram hjá honum, að hann var argur yfir því þegar hann var tafinn frá fræðastórfum við að sinna ein- hverju ómerkilegu embættissnatti, eltast við snærisþjófa frammi í Döl- um eða úti á Skaga. Merkilegasta af- rek hans á sviði fræðanna eru Árbæk- urnar, sem telja má grundvallarrit í íslandssögu og þó hann hefði ekki gert neitt annað, væri það nóg til að halda nafni hans á lofti. Annað stór- virki hans eru ættartölur Espólíns, sem við notum mikið í sambandi við æviskrárritun. Þær eru nokkur þús- und blaðsíður. Hann skrifaði einnig sögur flestra Evrópuþjóða, sumar voru doðrantar upp á 1500 til 2000 síður. Þar fyrir utan ritaði hann tölu- vert um guðfræði." Hjalti segir einn þekktasta lærisvein Jóns Espólín vera Gísla Konráðsson, sem skrifaði sjálfsagt meira en nokk- ur annar maður hefur gert á íslandi. Hann bjó í Skagafirði, en fluttist vestur í Breiðafjörð um miðja síð- ustu öld. Þar tóku ríkismenn í Flatey hann upp á sína arma og héldu hon- um uppi, sköffuðu honum lifibrauð og létu hann skrifa. „Hann var sjálf- sagt einn af þeim fyrstu sem gerðist atvinnurithöfundur á seinni öldum." Út frá þessum tveimur mönnum, Jóni Espólín og Gísla Konráðssyni, segir Hjalti að hafi kviknað mikið fræðastarf í héraðinu og margir kunnir menn lagt stund á fræðin. Minnisvarði um Gísla Konráðsson, sem reistur var í Glaumbæ áríð 1977 í tilefni 100 ára ártíðar hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.