Tíminn - 24.11.1990, Side 1

Tíminn - 24.11.1990, Side 1
» r T 24.-25. nóvember 1990 Mynd tekin af Sauöárkróki árið 1937, sama ár og Sögufélagið var stofnað. Dó Jón Halldórsson á Völlum, gamall klerkur n og æöisgenginn Söguféiag Skagfirðinga var stofnað árið 1937 og er hið elsta af héraðs- sögufélögum sem starfað hefur óslit- ið síðan. í Skagafirði var þá gamal- gróin hefð fyrir söguáhuga og þjóð- legum fróðleik og má fara aiit aftur til Björns á Skarðsá, sem ritaði m.a. hinn fræga Skarðsárannál á önd- verðri 17. öld. Skarðsárannáll er merk sagnfræðileg heimild og nær yfir árin 1400-1640. Við fræðastörf sín naut Björn styrks og hvatningar Þorláks Skúlasonar biskups á Hól- um. Hólabiskupar sumir höfðu sérstakan áhuga á þessum fræðum og hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í því að margir annálaritarar á 18. öld voru skagfirskir, eða ættaðir þaðan. Björn Þorleifsson Hólabiskup hélt t.d. Hall- dór Þorbergsson annálaritara á Seylu seinustu árin. Hann varð 88 ára gam- all og farinn að heilsu. Árin fyrir and- lát hans segir Björn biskup í bréfi til Árna Magnússonar að Halldór karl sé orðinn andarslitrandi og gamalær og sé ekkert að reiða sig á frásagnir hans frá fyrri tíð, en ávallt láti hann það samt eitthvað heita karlkindin. Til eru margar skemmtilegar sögur og athugasemdir um slíka menn. „Hall- dór eignaðist son kominn á áttræðis- aldur. Var sá skírður Jón og gerðist síðar prestur á Völlum í Svarfaðardal. Jón var harðger og mikillátur og varð gamall eins og faðir hans. Hann rugl- aðist að síðustu og við andlát hans var skrifað í annál: Dó Jón Halldórs- son á Völlum, gamall klerkur og æð- isgenginn. Svona rekst maður á Sögufélag Skagfirðinga hefur starfað frá árinu 1937. Félagið hefur gefið út mikið af bókum og ritum um skagfirsk frœði og markvisst hefur það unnið að ættfræðirannsóknum í Skagafirði og œviskrárútgáfu. Formaður Sögufélagsins er Hjalti Pálsson, sem jafnframt er forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Tíminn hitti Hjalta að máli í Safnahúsinu á Sauðárkróki til að fræðast um Sögufélagið og söguáhuga í Skagaflrði. Rætt við Hjalta Pálsson á Sauðárkróki um fræðagrúsk í Skagafirði og söguáhuga þar í héraði frá fyrri tíð til okkar daga. spaugilega hluti í fræðagrúskinu og margar slíkar sögur og minningabrot hafa varðveist fyrir atbeina Sögufé- lagsins," segir Hjalti. ,JMekka“ sagnfræði og þjóðlegs fróðleiks ,Á fyrri hluta nítjándu aldarinnar verður Skagafjörður Mekka sagn- fræði og þjóðlegs fróðleiks, þegar Jón Espólín sýslumaður kemur í héraðið. Hans fræðastarfsemi var með mikl- um eindæmum. Það kemur stund- um fram hjá honum, að hann var argur yfir því þegar hann var tafinn frá fræðastörfum við að sinna ein- hverju ómerkilegu embættissnatti, eltast við snærisþjófa frammi í Döl- um eða úti á Skaga. Merkilegasta af- rek hans á sviði fræðanna eru Árbæk- urnar, sem telja má grundvallarrit í íslandssögu og þó hann hefði ekki gert neitt annað, væri það nóg til að halda nafni hans á lofti. Annað stór- virki hans eru ættartölur Espólíns, sem við notum mikið í sambandi við æviskrárritun. Þær eru nokkur þús- und blaðsíður. Hann skrifaði einnig sögur flestra Evrópuþjóða, sumar voru doðrantar upp á 1500 til 2000 síður. Þar fyrir utan ritaði hann tölu- vert um guðfræði." Hjalti segir einn þekktasta lærisvein Jóns Espólín vera Gísla Konráðsson, sem skrifaði sjálfsagt meira en nokk- ur annar maður hefur gert á íslandi. Hann bjó í Skagafirði, en fluttist vestur í Breiðafjörð um miðja síð- ustu öld. Þar tóku ríkismenn í Flatey hann upp á sína arma og héldu hon- um uppi, sköffuðu honum lifibrauð og létu hann skrifa. „Hann var sjálf- sagt einn af þeim fyrstu sem gerðist atvinnurithöfundur á seinni öldum.“ Út frá þessum tveimur mönnum, Jóni Espólín og Gísla Konráðssyni, segir Hjalti að hafi kviknað mikið fræðastarf í héraðinu og margir kunnir menn lagt stund á fræðin. Minnisvarði um Gísla Konráðsson, sem reistur var í Glaumbæ árið 1977 í tilefni 100 ára ártíðar hans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.