Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 24. nóvember 1990 Sigurreifír íslenskir ostameistarar. UR FRÆGÐARFOR TIL DANMERKUR með 23 verðlaun íslensku ostameistaramir stóðu sig með glæsibrag í Heming í Danmörku þar sem fram fór mikil ostasýning í október sl. Hvorki fleiri né færri en 900 ostar voru teknir þar til mats af 40 dómumm og fengu aðeins 10 ostar hærri einkunn en þeir íslensku sem hæstir vom. íslenskir ostar fengu 12 gull og 11 silfur. Osta- og smjörsalan sf. Ostameistari Björgvin Guðmundsson. Gullverðlaun: Sveppaostur, Blaðlauksostur, Fondueostur með kúmeni, Napólímyrja, Hvítlauksostur, Fondueostur, og Hnetuostur. Silfurverðlaun: Beikonostur, Paprikuostur, Sveppaostur, Skinkumyrja og Léttostur. Mjólkursamlag Dalamanna Búðardal. Ostameistari Elísabet Svansdóttir. Gullverðlaun: Dalakollur. Silfurverðlaun: Dala-yrja. Mjólkurbú Flóamanna Selfossi. Ostameistari Gestur Traustason. Gullverðlaun: Rjómaostur m/kryddi. Silfurverðlaun: Rjómaostur, hreinn. Mjólkursamlag KEA Akureyri. Ostameistari Oddgeir Sigurjónsson. Gullverðlaun: Skólaostur 26% og Rjómamysuostur. Silfurverðlaun: Gráðaostur 30 og 45%. Mjólkursamlag KS Sauðárkróki. Ostameistari Haukur Pálsson. Gullverðlaun: Gouda 26%, sterkur. Silfurverðlaun: Maribo kúmenostur. Mjólkursamlag KÞ Húsavík. Ostameistari Hermann Jóhannsson. Silfurverðlaun: Búrí. ÞIÐ ERUÐ OKKAR MENN TIL HAMINGJU! MUNDU EFTIR OSTINUM -------------------------------------------------------. í Móðir okkar og tengdamóðir Guðrún Guðfinna Þorsteinsdóttir Króksstöðum MMHirði lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga þann 20. nóvember. Vigdís Þorsteinsdóttir Guðmundur Guðjónsson Ingibjörg Eggertsdóttir AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNGIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. viöhald og viögeröir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin —Sími 84110 Ég hef verið beðinn að rifla upp einhverjar endurminningar mín- ar frá starfinu í Framsóknarfélagi Reykjavíkur, en ég byrjaði að taka þátt í því haustið 1931, þá 17 ára. Þá var einnig starfandi félag ungra Framsóknarmanna og ég gerðist einnig félagi þar. Ýmsum okkar, sem voru áhugasamastir, nægði ekki minna en að vera í báðum félögunum. Ég held að ég bindi þessar endur- minningar mínar við íyrstu ár mín í F.R., enda eru það söguleg- ustu árin í sögu þess, ár hinna bæjarradikölu, eins og andstæð- ingamir nefndu þá. Framsóknarfélag Reykjavíkur var stofnað 1924. Starfsemi þess var strax þróttmikil, enda margt dugandi og áhugasamra manna í félaginu. Formaður þess, Hall- grímur Hallgrímsson bókavörður og sagnfræðingur, rækti for- mannsstarfið af mikilli samvisku- semi. Hallgrímur Hallgrímsson er mér minnisstæður vegna þess, að hann ritaði greinar í Tímann um erlend málefni og tel ég mig á vissan hátt eins konar lærisvein hans. Hann vakti hjá mér ungum áhugann á erlendum stjómmál- um. Ég man enn eftir því, þegar ég las 12 ára gamall ræðu, sem Hall- grímur Hallgrímsson flutti á fundi í Barnaskólaportinu í Reykjavík fyrir kosningarnar 1927. Framsóknarflokkurinn bauð þá ekki fram í Reykjavík, en Hallgrími fannst samt rétt af sér sem formanni F.R. að minna á Framsóknarflokkinn á fundinum, þótt hann fengi ekki nema ör- stuttan ræðutíma. Ræðu sína birti hann síðan í Tímanum. Hann sagði þannig ffá henni í Tímanum: „Ég skýrði í fáum orðum frá stefnuskrá Framsóknarflokksins. Ég talaði á þessa leið: Fyrsta atriðið á stefnuskrá okkar er að rækta landið. Vér trúum ekki á sjávarútveginn eingöngu, en viljum að bændur í sveit og hin foma íslenska bændamenning sé þungamiðja í menningarlífi ís- lendinga. Annað atriðið á stefnuskrá okkar er að bæta alþýðumenntun. Vér Framsóknarmenn viljum koma á fót góðum alþýðuskólum víðs vegar um land. Vér viljum mennta fólkið og treystum valdi þekkingar og lærdóms. Þá er aðalatriðið. Eftir 1940 get- ur Alþingi íslendinga og ríkisþing Dana heimtað að „nýi sáttmáli" sé endurskoðaður. Vér Framsóknar- menn munum sennilega allir, þegar þar að kemur, greiða at- kvæði með því, að við segjum að fúllu og öllu skilið við Dani. En fyrst munum við krefjast þess að vér séum andlega og efnalega fær- ir um að verða algerlega sjálfstæð þjóð. Stefnuskrá Framsóknarflokksins er í stuttu máli: • að gera landið betra og byggi- legra en það var áður, • að gera fólkið betra og mennt- aðra en það var áður, • að vernda allt sem er þjóðlegt og rammíslenskt. Vér viljum bæta landið og bæta fólkið. Vér erum Framsóknar- menn.“ Ég efast um að grundvallar- stefnu Framsóknarflokksins hafi verið betur lýst í fáum orðum en í þessari gagnorðu ræðu Hallgríms Hallgrímssonar. Geta má þess, að Hallgrímur var á þessum tíma eins konar forfalla- ritstjóri Tímans, en þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson voru þá í kosningaferðalögum ^íð^in^land^lallgrímu^lalL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.