Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 24. nóvember NÝJUNGAR á sviði læknisfræðinnar sæta ávallt tíð- indum og flestir meðal lesenda muna hverja athygli það vakti er fyrsta glasafrjóvgunar- barnið fæddist í Englandi fyrir rúmum áratug. Á sextíu ára afmæli Landspítalans hillir undir að þessi aðferð til lausnar ófrjósemi- vanda þúsunda og aftur þúsunda kvenna og raunar karla einnig verði tekin upp hér á landi. Er nú verið að innrétta hina nýju glasafrjóvgunardeild í húsakynnum Kvennadeildar Landspítalans, og mun Jón Hilmar Alfreðsson yfirlæknir veita henni forstöðu. Við föluðumst eftir viðtali við Jón Hilmar af þessu tilefni, sem varð góðfúslega við að segja okkur frá í hverju glasafrjóvgun- araðferðin felst, þróun hennar og möguleikum. Jón á að baki átján ára starf við Kvennadeildina og báðum við hann íyrst að minnast á nokkrar þær framfarir sem orðið hafa og honum eru minnisstæðastar á löngum ferli. Rætt viö Jón Hilmar Alfreðsson, yfiriækni á Kvennadeild Landspítalans, um þessa merku nýjung sem mikil eftirspum hefurveriðeftir hér á landi Jón Hiimar Alfreðsson, yflrlæknir. „Til að byija með mun glasafrjóvgun ekki fást nema innan hjónabands, eða þá að par hafl búið saman í nokku ár“. (Tímamynd Aml) .. lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Viö komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. ,270.80 / Jólatilboð: • ~ f smiorsryKKianna --1 r ' Laugardagur 24. nóvember 1990 HELGIN 15 IJÚ, það hafa orðið miklar framfarir í þessari grein og nýj- ungar komið til sögunnar, frá því er ég byrjaði hér,“ segir Jón Hilmar. „Ekki verður allt talið upp en ég vil samt nefna þá stórbættu aðstöðu sem skapaðist varðandi meðhöndlun á krabbameini kvenna, þegar nýja deiidin var opnuð 1975. Seinna hafa svo bæst við tæki til svonefndrar eftirtileðslu, sem gert hefur alla meðferð öruggari en var. Hér fyrir utan hafa átt sér stað verulegar ffamfarir í sambandi við fæðing- arhjálp. Árið 1977 fengum við fyrstu „monitorana" til þess j að fyigjast með hjartslætti fósturs. Einnig hafa orðið fram- j farir í tengslum við deyfingar við fæðingar og þar ber fyrst i að nefna lenda (epidural)-deyfinguna. Og ekki má gleyma því tæki sem valdið hefur einna mestri byltingu innan i veggja þessa húss, en það er „sónarinri' eða ómskoðunar- j tækið. Fyrsta tækið var einmitt sett upp í nýju byggingunni ! 1975 og síðan höfum við eignast fleiri tæki. „Sónarinn" hef- ur gjörbreytt allri greiningu á meðgöngu og raunar líka í auðveldað greiningu á ýmsum kvensjúkdómum. Já, ef við víkjum að frjósemismálunum, þá hafa verið tekn- ar upp nýjungar hér á því sviði. Það var árið 1980 að við ; byrjuðum að framkvæma svokallaða tæknisæðingu með j frystu sæði frá sæðisgjöfum. Þá komumst við í samband við ; sæðisbanka í Kaupmannahöfn, sem er nokkuð stór í snið- i unum á norræna vísu og þjónar Danmörku allri. Að þeim banka höfum við átt aðgang upp frá því. Þessari aðferð er i einkum beitt ef eiginmaður er gjörsamlega ófrjór og ekki ' unnt áð bæta úr því. Enn ein tímamót urðu svo með nýjum smásjártækjum, sem bættu mjög tækni við skurðaðgerðir tengdar ófrjósemi í konum. Slíkar aðgerðir eru fram- kvæmdar þegar laga þarf innri kynfærin, einkum eggjaleið- arana, og með smásjártækjunum urðum við vitni að betri árangri. Nú stefnum við að því að taka upp glasafrjóvganir. Þannig höfum við sífellt leitast við að fylgjast með á öllum sviðum og tileinka okkur nýjungar sem ffarn koma og sannað hafa ágæti sitt erlendis. Við getum að vísu ekki verið í farar- ; broddi í þróuninni meðan hún er að gerast, því það er of dýrt En við reynum að taka það hingað heim sem reynslan sýnir að líklegt er til að bæta árangur af starfinu." Hve langt er síðan glasafirjóvgunar- tæknin kom fram? ,d4ig minnir að það hafi verið um 1978 að fyrsta bamið fæddist í Englandi, sem getið var með glasafrjóvgun. Það voru tveir Bretar sem unnu saman að þessu í Cambridge, þeir Patrick Steptoe og Robert Edwards. Steptoe var læknir en Edwards lífeðlisfræðingur. Þeir höfðu þá auðvitað verið búnir að vinna að þessu árum saman, en þetta tókst í fyrsta skipti um 1978 eða 1979, en ekki man ég hvort árið bamið fæddist Síðan hefúr orðið mikil þróun á þessum vettvangi. FVrstu glasafrjóvganimarvoru gerðar með skurðaðgerð, en nú er þetta orðið miklu einfaldara. Það ber að þakka óm- skoðunartækjunum og nákvæmri tækni við hormónamæl- ingar, enda eru þær undirstaða þess að þetta er yfirleitt mögulegt Að vísu var glasafrjóvgunum tekið með nokkmm efasemd- um í byrjun og menn vom hikandi að taka þær upp fyrstu árin. Líklega hafa Ástralíumenn verið djarfastir við glasa- frjóvganir framan af og tóku fyrstir að stunda þær í stómm stíl. En sl. áratug hefur jretta breiðst hratt út og hafði fyrir Imiðjan áratuginn vakið stórathygii í læknaheiminum og var rætt á öllum ráðstefnum. Nú hefúr meðferðin verið við- urkennd og er búin að sanna ágæti sitt Það má segja að hún sé nú komin til að vera — að minnsta kosti þar til eitthvað enn betra kemur fram.“ Hvenær er glasafijóvgun helst beitt? „Glasafrjóvgun er einkum beitt þegar eggjaleiðarar kon- unnar em lokaðir og eggið kemst þannig ekki niður í þá og ; sæðið þangað upp. Slík skemmd í eggjaleiðumm er algeng orsök ófrjósemi og stafar af bólgum eða öðmm sjúkdóm- um. En notkunarsvið glasafrjóvgunar hefur verið víkkað, og að- ferðinni er beitt í fleiri tilvikum, svo sem við væga ófrjósemi hjá körlum. Einnig í þeim hópi þar sem um óútskýrða ófrjó- semi er að ræða — þ.e. þegar orsökin finnst ekki, þrátt fýr- irítarlega rannsókn. íslenskar konur hafa leitað í talsverðum mæli eftir glasa- frjóvgun, en í þrjú ár hefúr þeim verið gefinn kostur á að fara utan í slíka meðferð. TVyggingastofnun ríkisins gerði sérstakt samkomulag við stóra stofnun í Bretlandi, Boum- hall Clinic, um að hún tæki þetta að sér fyrir okkur. Ég álít að þar hafi verið um góðan og gagnlegan aðdraganda að ræða að því að hefja glasafrjóvganir hér heima. Þar með vor- um við farin að hagnýta þessa aðferðafræði, þótt við fram- kvæmdum frjóvganimar ekki sjálf. í tengslum við þetta höf- um við undirbúið tilfellin fyrir aðgerðina og fylgjumst með þeim er þau koma heim. Fyrir vikið ættum við líka að geta áttað bkkur betur á hver þörfin fyrir slíkar frjóvganir er hér- lendis, nú er við emm að fara í gang.“ Er ófijósemi algeng hér á landi? Já, það virðist sem ófrjósemi sé býsna algeng hér og óhætt að segja að tíunda hvert par fái eitthvað að kenna á henni í lengri eða skemmri tíma. Það lætur nærri að hundrað kon- ur hafi farið utan árlega þau þrjú ár sem þetta hefur staðið til boða. Tölumar fyrir árið sem er að líða hef ég ekki tiltæk- ar. En á grundvelli þessara upplýsinga höfum við byggt þá áætlun okkar að hér á Kvennadeildinni verði hægt að anna allt að 200 til 250 meðferðum á ári. Þannig teljum við okk- ur kleift að anna eftirspuminni, enda er erfitt að setja sam- an einingu sem er minni eða með minni afkastagetu. Um kostnað við að koma upp þessari deild er það að segja að hann er bæði mikill og ekki mikill. Ekki þarf mikið hús- næði, því engin þörf mun verða á að hafa inniliggjandi sjúk- Verið er að innrétta hina nýju deild um þessar mundir, enda ekld langur tími uns starfsem- in á að hefiast (Tfmamynd Ami). linga. Tækjakostur er og ekki svo ákaflega dýr, þótt það fari eftir við hvað er miðað. Ég gæti trúað að hann muni nema innan við tíu milljónum króna. En meðferðinni fylgir nákvæmt eftirlit og meðferð með dýrum lyfjum, sónarskoðunum og hormónamælingum. Þetta er auðvitað kostnaðarsamt og eru þá ótaldar aðgerðir við eggheimtu og ræktun á frumuvinnustofú, svo og aðgerð við að setja upp fósturvísa. Fósturvísi nefnum við þann litla kökk af frumum, sem myndast eftir frjóvgun. Sé á allt litið teljum við okkur því geta framkvæmt glasa- frjóvganir hér með svipuðum eða heldur minni kostnaði en við nú greiðum með því að senda konur erlendis. Að auki sparast svo ferðakostnaður, uppihald ytra og vinnutap, en meðferðin tekur allt að tvær til þrjár vikur. Með því að gera þetta hér erum við og að flytja inn þessa atvinnu og fá hana okkar eigin heilbrigðisstéttum. Þar með verður þetta að teljast hagkvæmt, takist okkur jafnvel og öðrum, en úr því mun reynsla skera. Þungamiðjan í undirbúningnum hefúr verið að velja og þjálfa hæft, ungt fólk til þessa verkefnis en starfið við þetta er tvíþætt Annars vegar er það læknir sem sinnir sjúklingnum, Varðan opnar viðskiptavinum Landsbankans leið inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. Varða er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans sem er sérsniðin fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Með Vörðunni vill Landsbankinn efla sérstaklega tengslin við þessa viðskiptavini sína, sem margir hverjir hafa skiptvið bankann áratugum saman, og veita þeim persónulegri bankaþjónustu sem er mun yfirgripsmeiri en áður hefur þekkst. Varðan er samsett úr mörgum þjónustu þáttum. Þar á meðal er að sjálfsögðu ávöxtun sparifjár, verðbréfaþjónusta, lánafyrirgreiðsla og greiðslukorta- viðskipti. En í Vörðunni er einnig veitt ráðgjöf og þjónusta á sviði trygginga- og skattamála, aðstoðað við gerð fjár- hagsáætlana og leiðbeint um útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, s.s. til Trygg ingastofnunar. Ennfremur er Vörðu- félögum veitt aðstoð vegna húsnæðis- skipta. Hafðu samband við Vörðu- þjónustufulltrúann á næsta afgreiðslustað bankans og fáðu nánari upplýsingar. Varðan er félagsskapur sem borgarsig að eiga aðild að. Landsbanki íslands 4® Bankl allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.