Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. nóvember 1990 HELGIN 17 Glasafrjóvgun heimtir eggin út með aðgerð og set- ur upp fósturvísa. Hins vegar er starfið á frumuvinnustofu, meðan kynfrumurnar eru utan líkamans og frjóvgunin á sér stað. Þá hlið annast fósturlíffræðingur. Teljum við okkur hafa verið heppna við að útvega gott starfsfólk." Hvemig miðar undir- búningi að öðru leyti? „Það er ráðgert að þetta verði tekið upp á næsta ári og það snemma árs. Stjórnarnefnd spítalans hefur ákveðið að fyrirmælum heilbrigðis- ráðherra að hraða undirbúningi. Við höfum getað komið þessari nýju glasafrjóvgun fyrir hér í húsakynn- um Kvennadeildarinnar með því að gera hér vissa hagræðingu. Reyndist hún möguleg m.a. vegna þess að við höfum endurheimt nokkuð hús- næði af Krabbameinslækningadeild, sem flutti út í nýju K-bygginguna fyrir tveimur árum. Er verið að inn- rétta þessa nýju aðstöðu nú.“ Nú hafa ýmsar siðfræðilegar og trú- arlegar spurningar vaknað víða um heim vegna glasafrjóvgana? „Já, og þær stafa af því að þarna opnast ýmsir möguleikar, enda margt hægt að gera ef þessi tækni er fyrir hendi á annað borð. Það er hægt að beita henni í svo mörgum tilgangi og með ýmsum hætti. Gæti sumt af því bæði brotið gegn siðferðishug- myndum manna og trúarskoðunum og gæti orkað tvímælis frá iögfræði- legu sjónarmiði. Þarna koma því upp vandamál sem þarf að ræða og ekki bara meðal lækna. Hliðar þeirra eru miklu fleiri og þetta þarf að kynna almenningi og ræða ítar- lega. Á þeirri kynningu og þeirri umræðu hljóta síðan að verða byggðar reglur er settar verða í þjóðfélaginu. Við munum fara mjög varlega af stað og til að byrja með a.m.k. mun glasafrjóvgun ekki fást nema innan hjónabands eða þá að par hafi verið í sambúð í nokkur ár. Fleiri reglur verða settar, sem takmarka munu aðgang að þessu og þá byggjum við á þeim fáu reglum sem til eru í land- inu núna. Þar er einkum um að ræða reglugerð frá árinu 1987, en í henni var heimildin til Trygginga- stofnunar varðandi það að greiða fyrir ferðum erlendis í þessu skyni. Svo mun verða byggt á þeim vinnu- reglum sem Tryggingastofnun sjálf hefur sett sér og vinnur samkvæmt, þegar hún samþykkir eða synjar umsóknum um glasafrjóvganir. Af þessu munum við hafa hliðsjón, uns annað verður ákveðið. Vítamín og heilsuefni frá Healthilife Heilsulff) Náttúrieg, Iffræn vftamfn og helsuefnl I samráöi vlð lækna og víslndamenn. Súper B-sterict B flölvftamlrt B-6 vitamln, bývax og LecHhln. C-vflamln - Bkiflu, SBica, appetslnubragö. Dolomtte-kalk og Magneslum. B-vltamin - Covttol - hreint E- vftawiln. EP. kvöldrösarolla - E-vltamln. Super soya Lecithln-1200 WBdseakelp-þaraföflur m/yfir 24 stelnefnl, slBca o A Ftest hjá: Vöruhúsl K.A. Sotf., Samkaupum og vsraluninnl Homlð, Ketlavfk, FJaröarkaupum og Hellsubúðlnnl, Hafnarf., Hollsuhomlnu, Akuroyri, Studk) Dsn, Isaflröl, verel. Fereka, Sauö- áritr., Hollsuvall, Graonu llnunnl, Blömavall o.fl. I ReykJavlk. Dreiflng: BlÓ-SELEN umb Sfmi 91-76610. Hin nýja tækni gerir læknum og sjúklingi kleift að sjá eggið á skermi við rannsókn, eins og á þesari mynd, sem tekin er á er- Íendu sjúkrahúsi. Þegar er búið að setja lög um þessa starfsemi alla erlendis, svo sem í Svíþjóð og í Noregi. Aftur á móti ekki í Danmörku, og í Bretlandi er lagasetning nú mjög til umræðu. Þar hefur þó verið sett bann við „leigumæðrum" (surrogacy) með skyndilögum en „leigumóðir" er kona sem býður sig til að ganga með og fæða barn fyrir aðra konu, oft gegn greiðslu. Þetta var að byrja að koma upp og oft voru milliliðir með í þessu. Þetta er dæmi um nokkuð sem ekki mun koma til greina hér hjá okkur." Við þökkum Jóni Hilmari þetta fróðlega viðtal og óskum honum og hinni nýju deild farsældar. Hún er án vafa ein stærsta gjöfin sem spítal- inn hlýtur á afmælinu, svo og þeir er þjónustu hans njóta. □ Dieselhreyfill/bensínhreyfill □ Eindrif/aldrif □ Burðargeta = 1200 kg H Flatarmál vörupalls = 2,8 - 3.4 m2 □ Innirými fyrir farangur Verð frá kr. 967.680 PALLBÍLL ÁRSINS ÍU.S.A. PICKÚPTRUCK <0F THE YEAR> mwjnmms 5 manna fólksbíll með vörupalli Tengjanlegt aldríf Verð kr. 1320.000 FOUR WHEELER MAGAZINE TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR MITSUBISHI MOTORS HEKLAHF Laugavegi 170-174 Slmi 695500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.