Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 24. nóvember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Myrti ófríska konu ogbam tilaðkoma sök á vinnufélaga 27. september 1989 var ósköp venjulegur dagur í lífi Lanmans nokkurs framkvæmdastjóra hjá bygginga- verktakafýrírtæki í Belleville í lllinois. Hann ók áleiðis heim til sín í úthverfinu Villa Medera. Konan hans ætl- aði að hafa kvöldverðinn til þar sem þau ætluðu til bænagerðar strax eftir matinn. Á leiðinni fór Lanman að hugsa um söluna á húsi þeirra. Hann hafði verið framkvæmdastjóri ákveðins verkefnis fyrirtækisins í þrjú ár en nú var því verkefni að ljúka og atvinnuleysi blasti við innan fárra vikna. Lanman var ættaður frá Decatur í Illinois og var viss um að fá vinnu ef hann sneri aftur þangað en það yrði erfitt. Jolaine kona hans var komin fjóra mánuði á leið og Kenneth sonur þeirra var þriggja ára. Það yrði ekkert áhlaupaverk að finna nýtt heimili, taka sig upp og ílytja en það yrði að gerast. Lanman ók upp heimreiðina að grábláa, einnar hæðar einbýlis- húsinu. Hundurinn hans Snuffy kom hlaupandi yfir flötina og fagnaði honum. Lanman gekk inn í húsið og kallaði: —Ég er kom- inn. Er maturinn til? Eg er ban- hungraður. Hann fékk ekkert svar. Þá fór hann fram í eldhúsið. Engir pottar voru á eldavélinni og ekki var búið að leggja á borðið. Honum datt í hug að kona hans hefði kannski veikst og flýtti sér inn í svefnherbergið. Jolaine virt- ist ekki vera þar heldur. Þá fór hann inn í herbergi drengsins en Kenneth var ekki þar. Hins vegar kom Lanman auga á eitthvað á gólfteppinu sem líkt- ist blóði. Drengurinn hlaut að hafa meitt sig og Jolaine farið með hann á sjúkrahús eða til læknis. Því hafði hún þá ekki hringt til hans í vinnuna eða skil- ið eftir miða? Lanman fór aftur inn í svefnherbergið til að leita einhverra vísbendinga um hvar kona hans og sonur gætu verið. Hann sá að rúmteppið hafði ver- ið dregið til á rúminu þannig að hluti af því var í hrúgu á gólfinu. Hann lyfti því upp í rúmið og rak þá augun í torkennilegt hrúgald á gólfinu. Jolaine og Kenneth voru undir rúminu, vafin í alblóðug rúmföt- in. Lanman reif í lökin og fletti þeim frá. Hann tók andköf af því sem við honum blasti. Hár konu hans og sonar og föt þeirra var gegndrepa af blóði þeirra sem gusast hafði úr gapandi skurðun- um nær eyrnanna milli á báðum. Lanman gat varla staðið á fótun- um þegar hann náði að símanum og hringdi í neyðarnúmerið. —Einhver myrti konu mína og son, sagði hann rámri röddu og átti erfitt um mál. —í Guðs bæn- um sendið einhvern. Skoðaði hús til söiu Umferðarlögreglumenn á eftir- litsferð í grenndinni komu nær strax á vettvang og á hæla þeim sjúkrabfll. Sjúkraliðið staðfesti strax verstu grunsemdir Lanmans: Jolaine og Kenny litli voru bæði látin. Húsið var girt af með gulum lög- regluborða og síðan var beðið eftir mönnum frá morðdeildinni. Justus lögreglustjóri kom sjálfur með þeim á vettvang og ræddi við Lanman. Hann taldi líklegt að kona sín hefði verið að skipta á rúminu þegar ráðist var á hana. Hann hafði ekki minnsta grun um hver gæti hafa framið verknaðinn eða hvers vegna. Justus bað sjúkraliðið að fara með Lanman á sjúkrahúsið til að- hlynningar og sendi lögreglu- mann með ef Lanman kynni að jafna sig nógu mikið fljótlega til að muna eftir einhverju sem að gagni gæti komið. Tæknilið kom fljótlega og tók að leita sönnunargagna í húsinu. Meðan á því stóð biðu lögreglu- menn úti fyrir. Þá kom kona úr ná- grenninu til Justusar lögreglu- stjóra og tjáði honum að hún hefði verið heima um tvöleytið þegar maður nokkur kom og bað um að fá að skoða hús hennar sem var á söluskrá, rétt eins og hús Lanman-hjónanna. —Ég sagði honum að hann yrði að ræða fyrst við fasteignasalann, sagði konan. —Maðurinn minn varaði mig við því að hleypa nokkrum inn sem ekki væri í fylgd með fulltrúa fasteignasalans. Maðurinn sagðist vera búinn að ræða við fasteignasalann. Sá hefði sagt að hann fengi að skoða húsið en þegar konan spurði um nafn fasteignasalans vissi maðurinn það ekki. Hún harðneitaði ^ð hleypa honum inn svo hann fór. mm'' Lík Jolaine Lanman og Kenneths sonar hennar fúndust vafin í lök undir hjónarúminu. Justus bað konuna um lýsingu á manninum. Konan sagði hann hafa verið lágvaxinn og þéttan á velli, um það bil fertugan, dökk- hærðan og með sólgleraugu. Hann hafði ekki sagt til nafns. Einkum hafði henni þótt hann tortryggilegur vegna stórrar tösku sem hann bar í ól um öxlina. Ekki kvaðst konan hafa séð neinn bfl en svo tók hún andköf. —Guð minn góður. Ef hann hefur myrt Jolaine og drenginn hefði hann kannski drepið mig ef ég hefði hleypt honum inn. Justus spurði hvort Lanman- hjónin hefðu húsið í sölu hjá fast- eignasala. Konan sagðist halda að svo væri ekki. Jolaine hefði ein- hverntíma sagt að þau ætluðu að reyna að selja milliliðalaust til að spara sölulaunin. Vísað til annars morðs Nú sagði lögreglustjóri mönnum sínum frá þessu og bað nokkra þeirra að ganga í hús og spyrja hvort fólk hefði séð ókunnan mann með pokatösku á ferðinni. Alls óvíst var að maðurinn væri sekur en framkoma hans við kon- una var að minnsta kosti nógu undarleg til að lögreglan vildí hafa tal af honum. Einn tæknimanna kom nú út og gaf bráðabirgðaskýrslu. Hann sagði að engin merki fýndust um að brotist hefði verið inn í húsið eða að leitað hefði verið í því. Frumrannsókn á líkunum sýndi að bæði fórnarlömbin höfðu verið barin í höfuðið. Spotti var um háls konunnar og bæði virtust hafa verið stungin með skærum, að minnsta kosti fundust blóðug skæri á gólfinu. Konan hefði látist nokkru á undan drengnum. Bæði líkin voru fullklædd. Nokkur fingraför höfðu fundist en auðsýnt þótti af blóðklessum víða að morðinginn hefði verið Maðurinn var haldinn sjúklegum áhuga á morðum og safnaði alls kyns aftökubúnaði. Loks ákvað hann að láta til skarar skriða og hefna sín rækilega á fyrrum vinnufélögum sem komið höfðu upp um misferli hans í starfi. með hanska. Annað sem fundist hafði þurfti nánari rannsókn á rannsóknarstofu. Tíminn var mikilvægur. Strax og líkin höfðu verið flutt burt til krufningar var hringt frá sjúkra- húsinu og sagt að Lanman hefði náð sér það vel af áfallinu að hann þyldi að fara á stöðina til frekari viðræðna. Rátt á eftir kom einn lögreglu- mannanna og með honum kona sem bjó í hverfínu. Hún sagði að húsið sitt væri einnig til sölu. Hún minntist þess að fyrir fjórum eða fimm dögum hafði maður komið og beðið um að fá að skoða húsið. Konan sagðist hafa orðið hálf- smeyk meðan hún sýndi honum herbergin, hann hefði verið svo einkennilegur í framkomu. Svo kom vinkona hennar í heimsókn og maðurinn fór. Justus bað þessa konu einnig um lýsingu á manninum og reyndist hún nánast eins og lýsing hinnar konunnar sem hafði hús í sölu. Hún hafði líka veitt athygli tösku- pokanumn. Auðvitað gerði hún ráð fyrir að maðurinn hefði verið á bfl en kvaðst ekki hafa séð bflinn. Maðurinn sagði ekki til nafns en lét þess getið að hann kæmi aftur. Nú kom lögreglumaður út úr Lanman-húsinu og sýndi Justusi miða sem fundist hafði á borði í svefnherberginu. Svo virtist sem fórnarlambið hefði skrifað þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.