Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.11.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. nóvember 1990 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Bíll Dales Anderson sást nálægt moröstaðnum og vegna féríls eigand- ans þótti ráðlegt að spyrja hann. stóð að tveir karlmenn og ein kona hefðu ráðist á hana. Þau hefðu nefnt morðið á Audrey Cardenas. Cardenas-málið hafði verið mjög umtalað ári áður í Belleville. Au- drey Cardenas var 24 ára nemi í fjölmiðlun við Texas-háskóla en sigraði í samkeppni þar sem verð- launin voru þau að starfa á blaði tiltekinn tíma. Hún lenti hjá Belleville News og hafði starfað þar í 11 daga þegar hún hvarf. Sök beint að öðrum Mikil leit var gerð að Audrey í hálfan mánuð en þá fannst loks lík hennar í lækjargili nokkru fyrir utan bæinn. Eftir miklar yfir- heyrslur beindist grunurinn að Rodney nokkrum Woidke 27 ára gömlum iðjuleysingja frá Bak- ersfield í Kaliforníu. Hann hafði hafst við í skógunum við Belleville um skeið. Eftir rannsóknir sál- fræðinga og mikil málaferli var Woidke sekur fundinn um morðið og dæmdur í 45 ára fangelsi. Dóm- urinn var kveðinn upp daginn áð- ur en Lanman-mæðginin voru myrt. Meðan rannsókn Cardenas-máls- ins stóð sem hæst, barst blaðinu sem Audrey hafði starfað á nafn- laust bréf frá stúlku sem sagðist hafa verið heima hjá Dale nokkr- um Anderson þegar Audrey kom til að spyrja hann um illdeilur hans við hið opinbera í bænum. Stúlkan kvaðst hafa heyrt Ander- son segja Audrey að einhverjir þremenningar í tiltekinni deild þess opinbera hefðu hótað að gera henni mein ef hún skrifaði eitt- hvað sem virtist Anderson í hag. Lögreglan hafði athugað sögu stúlkunnar en afskrifað þetta sem hvert annað gabb sem lögreglan er ótal sinnum beitt þegar verið er að rannsaka viðkvæm mál. Nú varð ekki betur séð en lögreglan stæði uppi með sönnun þess að þre- menningarnir tengdust ekki að- eins Cardenas-morðinu heldur einnig morðum Lanman-mæðg- inanna. Lögreglumenn töldu afar ólíklegt að morðingjar Jolaine Lanman hefðu gefið henni svigrúm til að skrifa þetta bréf. Samt sem áður var ákveðið að færa þremenning- ana sem þar var getið til yfir- heyrslu. Allt þótti nú benda til þess að morðinginn vildi helst koma sök- inni á hina þrjá opinberu starfs- menn, hver sem ástæðan var. Önnur kenning var sú að einhver hefði lent í rifrildi við Jolaine, slegið hana í höfuðið, stungið hana með skærunum en myrt síð- an drenginn til að láta líta svo út sem verknaðurinn væri framinn af óðum manni. Eftir því sem leið á rannsóknina virtist koma æ betur í ljós að Lan- man-mæðginin hefðu orðið fórn- arlömb hefndaraðgerðar sem varðaði þau ekki hið minnsta. Justus hringdi til lögreglu- mannsins sem farið hafði með Lanman á sjúkrahúsið og bað hann að spyrja hann hvort hann hefði nokkra hugmynd um hvort kona hans gæti á einhvern hátt verið viðriðin Cardenas-málið. Lögreglumaðurinn hringdi aftur og sagði að allt sem Lanman vissi um það mál væri úr fjölmiðlum, hann þekkti engan þremenning- anna sem nefndir voru á miðanum og hefði ekki hugmynd um hver eða hverjir hefðu myrt konu sína og son eða af hverju. Stúlka mundi bílnúmerið Menn voru í þann veginn að ljúka vettvangsrannsókn og ganga frá seint um kvöldið þegar maður kom á staðinn ásamt unglings- stúlku. Hann kvaðst ef til vill hafa upplýsingar varðandi málið. Þegar hann var spurður nánar, útskýrði hann fyrir Justusi að hann væri einn þeirra sem vökt- uðu nágrennið í sjálfboðavinnu til að hindra glæpi. Meðal þess sem það felur í sér er að nota athyglis- gáfuna og ef menn verða varir við eitthvað sérkennilegt, að skrifa það hjá sér, taka niður lýsingar á fólki sem hagar sér óvenjulega, bílnúmer og slíkt. Maðurinn sagði að dóttir sín hefði séð nýlegan Oldsmobile á stæði ekki langt frá Lanman-hús- inu laust eftir hádegið. Hún sá karlmann undir stýri og lagði á minnið númerið á bílnum. Nú var hringt á lögreglustöðina og símavörðurinn beðinn að hafa samband við bifreiðaeftirlitið og fá nafn bíleigandans. Þegar hann hringdi til baka voru lögreglu- menn ekkert óskaplega hissa þeg- ar þeir heyrðu að Dale Anderson ætti bílinn. Hann hafði starfað sem fanga- vörður í fjögur ár en verið vísað úr starfi 1980. Þá réðst hann til hins opinbera í deild sem sér um að hjálpa fjárhagslega illa stöddum borgurum. Hann var rekinn þaðan 1988 og sakaður um að falsa skýrslur sumra skjólstæðinga þannig að þeir fengu meiri pen- inga af almannafé en þeim bar. Fram kom að megnið af umfram- greiðslunum rann í vasa Ander- sons. Eftir brottreksturinn hafði And- erson höfðað mál og krafist miska- bóta. Hann hélt því fram að yfir- menn hans hefðu komið á hann sökinni saklausan. Meðan hann var fangavörður hafði honum samið illa við nokkra samstarfs- menn sína og iðulega kallað þá öllum illum nöfnum. Þá hafði Anderson verið handtek- inn fyrir að þykjast vera lögreglu- maður meðan á rannsókn Carden- as-málsins stóð. Talið var að hann hefði sem slíkur haft samband við náinn ættingja Woidkes og sagst hafa sannanir fyrir að Woidke hefði ekki myrt Audrey Cardenas, heldur lögreglumaður sem einnig hefði nauðgað henni og síðan reynt að hreinsa sig af glæpnum með því að kenna Woidke um. Nonn rannsóknarlögreglumaður, sem einmitt var nú að rannsaka Lanman-morðin, hafði tekið þátt í rannsókn máls Andersons á sínum tíma. Þá höfðu nágrannar Ander- sons sagt honum að maðurinn væri stórskrýtinn að mörgu leyti. Eitt sinn hefði hann slegið blett- inn hjá sér klæddur skotheldu vesti og með byssu við beltið. Hann hafði þá sagt öllum að hann væri CIA-maður og ynni einnig sem lausamaður hjá alríkislög- reglunni FBI. Hann óttaðist að leigumorðingi hefði verið settur sér til höfúðs. Tekinn með áhlaupi Því meiri upplýsingar sem feng- ust um Anderson, þeim mun sannfærðari var lögreglan um að hann væri morðingi Lanman- mæðginanna. Tveimur dögum eftir morðin voru lögreglumenn sendir til hafa eftirlit með húsi Andersons. Þeir veittu því athygli að fyrir öllum gluggum og gleri í hurðum var Ijósbrúnn bylgjupappi. Lögreglu- maður fór að húsinu og stúlka kom til dyra. Spurt var eftir And- erson en stúlkan sagði hann ekki heima og að hún vissi ekki hvenær hann kæmi. Lögreglumenn trúðu stúlkunni ekki. Þeir höfðu á tilfinningunni að hann væri inni í húsinu ásamt fleira fólki. Eftir stutta stund kom hins vegar maður með húsleitar- heimild. Kallað var á Anderson í gjallarhorn og hann beðinn að koma út en engin viðbrögð urðu. Nú var kyrrstaða í aðgerðum en lögregla og forvitnir vegfarendur stóðu úti fyrir og biðu átekta. Þetta var visst vandamál fyrir lög- reglustjórann. Hefði Anderson myrt Jolaine Lanman og son hennar með köldu blóði gæti hann verið hættulegur og væri að líkindum geðbilaður. Hann væri jafnvel vís til að myrða fólk í hús- inu og sjálfan sig líka eða að ráðast gegn lögreglunni. Sérsveit tíu manna í felubúning- um og vel vopnum búin beið þess að fá merki um að ráðast inn í húsið. Ættingi Andersons var sótt- ur og kallaði á hann í gjallarhorn- ið en engin svör bárust að heldur. Þegar hér var komið sögu fékk sérsveitin merki um að ráðast til inngöngu og koma fólki á óvart svo minni hætta væri á að til skot- bardaga kæmi. Framdyr og bakdyr voru brotnar upp samtímis. Nokkrum mínútum síðar komu lögreglumenn út með tvær stúlk- ur sem voru faldar umsjá ættingja sinna og loks kom Anderson. Far- ið var með hann á stöðina. Lögreglumenn voru inni í hús- inu alla nóttina og um morguninn komu þeir út með bílhlass af sönnunargögnum, þar á meðal kynstur af alls kyns vopnum. Þar fannst einnig pokataska eins og maður sá hafði verið með sem vildi fá að skoða hús til sölu. í þessari voru þunnir gúmmíhansk- ar, svert snæri, breitt límband og allþung kylfa. Valdi fómarlömb af handahófí Þegar Dale Anderson var spurð- ur um Lanman-morðin kvaðst hann ekkert vita um þau og ekki kannast við þetta fólk. Hann hefði líklega verið í bfiskúrnum að vinna við bfl sinn þegar morðin voru framin. Honum var tjáð að bfil með núm- eri hans hefði sést við húsið á morðdaginn en þá svaraði hann því til að númerunum hefði verið stolið viku áður. Komið var með vitni sem verið hafði heima hjá Anderson morð- daginn en hann hefði ekki komið heim fyrr en klukkan fimm síð- degis. Nú var Anderson ákærður fyrir tvo morð að yfirlögðu ráði og þar sem talið var að hann gæti orðið hættulegur áðurnefndum þremur opinberum starfsmönnum var ákveðið að setja ekki tryggingu heldur skyldi hann hafður í gæslu- varðhaldi. Réttarhöldin hófust 26. mars 1990 og í upphafsræðu sinni sagði saksóknari að Anderson hefði valið Jolaine Lanman og son hennar af handahófi og myrt þau til að koma sök á fyrrum yfirmenn sína hjá því opinbera. Það tók sækjanda þrjár vikur að leggja fram allar sannanir og And- erson talaði sjálfur sér til varnar. Hann harðneitaði að hafa myrt konuna og barnið og hélt fast við þá sögu að hafa verið heima í bíl- skúr á þeim tíma sem morðin voru framin. Vissulega hefði eng- inn séð sig því dyrnar voru lokað- ar. Hann rengdi þau vitni sem höfðu séð hann í grennd við morðstað- inn og spurt um hús til sölu og sagði enn sem fyrr að bflnúmer- unum hefði verið stolið. Þegar Anderson hafði talað í þrjá daga spurði sækjandi hann um sex skjalatöskur í eigu hans sem inni- héldu hnífa, skammbyssur, skot- færi, reipisbúta, gúmmíhanska og fleira slíkt. Hann kallaði töskurnar „aftökupakka". Anderson svaraði því til að slíkir hlutir væru ekki bannaðir með neinum lögum. Næst voru Anderson sýndar ljós- myndir sem teknar voru af lfkun- um á morðstaðnum og hann spurður hvað hann sæi. —Þetta er óhugnaður, sagði hann. —Ég skil ekki að nokkur maður geti gert svona lagað. Einn gegn dauðadómi Það tók kviðdóm tvær klukku- stundir þann 17. aprfl 1990 að úr- skurða Dale Anderson sekan um tvö morð að yfirlögðu ráði. Kvið- dómendur voru beðnir að sitja enn og eftir að hafa hlustað á lög- fræðingana tala drjúgan tíma til viðbótar drógu þeir sig aftur í hlé til að ákveða hvort Anderson skyldi halda lífi eða deyja fyrir glæpi sína. Talsmaður kviðdóms tilkynnti að atkvæði féllu 11 gegn einu um að Anderson skyldi tekinn af lífi. Einn kviðdómandi neitaði sem sagt að samþykkja líflátsdóm og þar með var lífi Andersons þyrmt. Haft var eftir saksóknara að þótt hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með dóminn hefði það eflaust sín áhrif á Anderson að dvelja meðal annarra ofbeldismanna alla ævi í stað þess að sleppa með dauðann núna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.