Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Tíminn 3 Aldraðir í brýnum forgangshópi bíða eftir helmingi allra vist- heimilisrýma og fjórðungi allra hjúkrunarrýma í Reykjavík: Um 620 á biðlista í brýnum forgangshópi Tæplega 176 aldraðir Reykvíkingar í „brýnum forgangshópi“ bíða nú eftir plássi á hjúkrunarheimili. Alls eru hjúkrunarrými í borg- inni talin 695 (á 9 stofnunum), þannig að brýn bið er eftir fjórðungi þeirra. Aðrir 215 í biýnum forgangshópi bíða eftir lými á vistheim- ili. Það svarar til þess að brýnn biðlisti sé eftir meira en helmingi allra þeirra 418 vistheimilisrýma sem nú eru í Reykjavík (á 5 stofnunum). í brýnum forgangshópum eru þeir einir sem öldrunarþjónusta Reykja- víkurborgar metur „í brýnni þörf fýr- ir úrlausn og getur ekki lengur búið við núverandi aðstæður þrátt fyrir umfangsmikla þjónustu, ellegar er í húsnæðishraki". Alls teljast 620 aldraðir borgarbúar í brýnni þörf fyrir úrlausn varðandi þjónustu og/eða húsnæði, hvar af 140 bættust við á fyrstu níu mánuð- um þessa árs. Til viðbótar þeim sem áður eru nefndir eru 73 umsækjend- ur um verndaðar þjónustuíbúðir og 153 umsækjendur um leigu- og þjónustuíbúðir, þ.e. samtals 226 íbúðir. Oft í góðu hósnæði, en... Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem bíða í brýnum forgangi eftir íbúðum eru einstaklingar, að stór- um meirihluta aldraðar konur. Langflestir þeirra sem þarfnast verndaðra þjónustuíbúða búa í eig- in, og oftast góðu, húsnæði en þarfnast mikillar þjónustu. Meiri- hluti þeirra sem vantar leigu- eða þjónustuíbúðir eru á hinn bóginn leigjendur á almennum markaði og hinir margir hverjir í gömlu, erfiðu, Iélegu og verðlitíu eigin húsnæði. Nokkrir búa hjá ættingjum eða í húsnæði félagasamtaka. Miðað við fjölda íbúða í eigu Reykjavíkurborgar er þarna um stóran hóp að ræða. Sérhannaðar leiguíbúðir aldraðra í eigu borgar- innar eru nú 265. Auk þess hefur borgin keypt 45 stakar íbúðir í ná- lægð þjónustumiðstöðva sem leigð- ar eru öldruðum. Þá búa og 118 aldraðir í öðru leiguhúsnæði borg- arinnar. Söluíbúðir aldraðra, sem flestar eru byggðar á vegum félagasamtaka, eru nú 440 talsins og 375 íbúðir í byggingu eða undirbúningi. Flokkað í forgangsröð... Þær tölur sem hér hafa verið raktar koma fram í svörum við fyrirspurn- um borgarfulltrúanna Sigrúnar Magnúsdóttur og Kristínar Ólafs- dóttur. Sigrún spurði um fjölda vist- rýma og íbúða aldraðra, Kristín um fyrirliggjandi umsóknir aldraðra eft- ir leigu- og þjónustuhúsnæði og hjúkrunarrými hjá öldrunarþjón- ustu Reykjavíkurborgar og hvernig þeir skiptust í flokka eftir forgangs- röð. Auk þeirra 620 sem eru í brýnum forgangshóp eru tæplega 240 um- sækjendur flokkaðir í forgangshóp. Þar er um að ræða aldraða sem eru í þörf fyrir þjónustu en geta áfram bú- ið á heimili sínu og notið þjónustu þar ellegar í þjónustumiðstöðvum. Aðrar umsóknir eru rúmlega 300, en þar er yfirleitt um að ræða fólk sem býr við góðar aðstæður en sækir um „til að tryggja sig í framtíöinni". Margir halda tveim plássum... Af greinargerð Gunnars Klængs Gunnarssonar félagsráðgjafa virðist ljóst að þörfin er hvað mest knýjandi fýrir fleiri hjúkrunarpláss. Enda verði vart hægt að leggja raunhæft mat á framtíðarþörf fýrir þjónustu- húsnæði eða leiguhúsnæði fýrir aldraða fýrr en hægt verði að tryggja öldruðum pláss á hjúkrunarheimil- um þegar þörf krefur. Gunnar bend- ir m.a. á að margir þeirra sem bíða eftir rými á vist- eða hjúkrunarheim- ilum taki nú í raun upp tvö pláss hver um sig: Þeir séu langlegusjúk- lingar á almennum sjúkradeildum spítalanna og samtímis Ieigjendur í húsnæði öldrunarþjónustudeildar borgarinnar. Meðalaldur þeirra sem nú búa í þjónustuhúsnæði deildar- innar er víðast hvar 83-84 ár, nema á Droplaugarstöðum þar sem meðal- aldurinn nálgast 87 ár. HEI Atvinnuleysisbætur um 9.000 krónur á hvern launþega í landinu: Á annan milljarö í atvinnuleysisbætur Greiddar bætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna atvinnuieysis hækkuðu í fyrra um rúmlega 150% frá árinu áður, sem er í kringum 130% hækkun að raungiidi. Bæturnar voru um 350 m.kr. árið 1988 en fóru í 880 milljónir á síðasta ári. Nú um miðjan nóvember var sjóðurinn búinn að greiðaáæplega 940 milljónir í bætur, svo ólíklegt er að upphæðin verði undir 1.070 milljónum króna í Iok ársins. Er ekki fjarri lagi að sú upphæð mundi svara til um 370 milljóna kr. mundi svara til um 9.000 kr. að meðaltali á hvern launþega í land- inu. Miðað við framangreinda upphæð lætur nærri að greiddar atvinnu- leysisbætur verði um þrefalt hærri að raungildi heldur en árið 1987. Það ár voru greiddar bætur rúmlega 230 milljónir kr. sem framreiknað í ár. Fyrir þann tíma höfðu greiddar atvinnuleysisbætur ekki breyst verulega að raungildi frá ári til árs um nokkurt skeið. Þessi þróun hefur leitt til þess að bæði árin 1988 og 1989 hafa útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verið meiri heldur en tekjurnar. Auk atvinnuleysisbóta greiðir At- vinnuleysistryggingarsjóður eftir- laun til aldraðra í stéttarfélögum. Upphæð þeirra var tæplega 310 milljónir kr. á s.l. ári. Heildareignir sjóðsins voru um 2.540 m.kr. í byrjun þessa árs, að langstærstum hluta í verðbréfum til langs tíma. Opinberir starfsmenn öðluðust einnig rétt til atvinnuleysisbóta árið 1980. Lengst af var þar um fremur lágar upphæðir að ræða. Á síðasta ári nær þrefölduðust hins vegar þessar bótagreiðslur, eða úr 4,5 milljónum kr. upp í 17,3 milljónir á milli ára. - HEI Heilbrigðisráðherra á ársfundi Ríkisspítalanna: Brýnt að Ijúka við K-byggingu Á ársfundi Ríkisspítalanna sl. laugardag var þess minnst að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að spítalinn tók til starfa. Af því tilefni afhjúpaði Vigdís Finnbogadóttir skjöld sem Kvenfélaga- samband íslands, Kvenréttindafélag íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík gáfu spítalanum til minningar um stuðning kvenna við spítalann í upphafi. Ríkisstjórn íslands færði spítalan- um að gjöf heimild til að kaupa segulómtæki sem gert er ráð fýrir að geti verið komið í gagnið snemma á næsta ári. Þá fékk Barnaspítali Hringsins 2ja milljóna kr. peningagjöf frá Kvenfé- lagi Hringsins og einnig peninga- gjöf frá leikaranum Paul Newman, en hann hefur áður styrkt spítalann með fjárframlagi. Fram kom hjá Davíð Á. Gunnars- syni, forstjóra Ríkisspítalanna, að húsnæðisskortur háir starfsemi sjúkrahússins og telur hann að úr þeim skorti þurfi að bæta á allra næstu árum. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra ávarpaði ársfundinn og sagði m.a. að stjórnvöldum væri ljós nauðsyn þess að ljúka við byggingu K-byggingar spítalans og að sæmi- legum framkvæmdahraða yrði hald- ið við aðrar fýrirhugaðar fram- kvæmdir spítalans. Ráðherra benti jafnframt á að útgjaldaaukning til heilbrigðisþjónustu hafi aukist sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á síðasta áratug úr 6,6% í 8,5% og sé nú svo komið að Svíar einir Norður- landaþjóða eru með hærra hlutfall. Guðmundur Bjarnason sagðist telja ólíklegt að unnt væri að hækka þetta hlutfall frá því sem nú er nema til komi verulega aukinn hagvöxtur, enda ekki horfur á að samstaða næðist um viðbótarskattheimtu. Því sagði ráðherrann brýnt að menn nýttu sem best þá fjármuni sem í dag renna til heiibrigðismála og skiptu verkefnum milli stofnana af sem mestri hagkvæmni. verðiækiam ÁLAMBA- MMM JJMMI til MANAÐA- ....... Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að raéða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið ■áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.