Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Tíminn 5 Forsætisráðherra segir góðar líkur á að öíl verðlagsmarkmið ríkisstjórnarinnar náist eftir að aðilar vinnumarkaðarins ákváðu að framlengja þjóðarsáttina: ÞJÓDARSÁTT VERÐUR NÆSTU NÍU MÁNUÐI Um helgina gengu aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við ríkis- stjómina frá samkomulagi sem tryggir að framhald verður á kjara- samningunum sem kenndir eru við þjóðarsátt. í samkomulaginu er gengið út frá því að verðbólga á næsta árí verði 7%, bensínverð haldist óbreytt á árínu og búvöruverð hækki minna en verðlag. Laun hækka um 2,83% um næstu mánaðamót og búvörur um u.þ.b. 1%. „Ég er mjög ánægður með þessa samninga og tel að góðar Iíkur séu á að þau verðlagsmarkmið, sem við höfúm sett okkur fram í september á næsta ári, náist. Það er mikilvægt að menn setjist fljótlega niður og setji sér markmið lengra fram í tím- ann,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Steingrímur hélt fund með aðilum vinnumarkaðarins fyrir rúmri viku þar sem farið var yfir þessi mál öll. Fjármálaráðherra ræddi ítarlega við þessa sömu aðila í lok síðustu viku og um helgina. Vinnuveitendur töldu brýnt að fá skýr svör hjá ríkis- stjórninni um áform hennar í skattamálum. Forsætisráðherra sagði ljóst að ríkissjóður yrði að gæta sín á öllum sviðum, ekki síst í skattamálum. Hann sagðist vona að það samstarf sem tekist hefur milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins tryggi að unnið verði af skynsemi að skattamálum. í fjárlagafrumvarpinu er miðað við að hækkanir á opinberri þjónustu sem ráðgerðar eru á árinu komi til framkvæmda í upphafi næsta árs. í samkomulaginu sem tókst um helg- ina er miðað við að þeim verði dreift yfir allt árið. Forsætisráðherra sagði ekkert nýtt að það þurfi að fresta hækkunum á opinberri þjónustu. Hann sagðist ekki telja að því fylgdu nein óleysanleg vandamál. Miðað er við að verð á bensíni verði óbreytt út árið. í kjölfarið á hækk- andi bensínverði í haust ákvað ríkis- sjóður að afsala sér til áramóta ákveðnum hluta af bensínverðs- hækkun. Steingrímur sagði að væntanlega yrði framhald á þessu þangað til verð á bensíni lækkar aft- Árni Gunnarsson fram á Suöurlandi Ámi Gunnarsson, alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra, ætl- ar að gefa kost á sér í efsta sæti lista Alþýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Tveir aðrir eru búnir að lýsa því yfir að þeir gefi kost á sér á lista flokksins á Suðurlandi, en það eru þeir Þorbjöm Pálsson og Guð- laugur TVyggvi Karlsson hagfræð- ingur. Að sögn Þorbjörns Pálssonar, for- mann kjördæmisráðs Alþýðuflokks- ins á Suðurlandi, verður kjördæmis- þing Alþýðuflokksins á Suðurlandi haldið 1. desember n.k. og verður þá tekin ákvörðun um hvernig tekið verður á framboðsmálum flokksins á Suðurlandi. Til greina kemur að halda prófkjör eða þá að kjördæmis- ráð komi sér saman um niðurröðun listans. Þorbjörn kvað það líklegt að fleiri myndu gefa kost á sér á listann nú um helgina eftir að kjördæmis- þing hefði verið auglýst. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra sé á leiðinni yfir í Alþýðuflokk- inn og muni þá líklega gefa kost á sér á Suðurlandi. khg. LEITUÐU LYFJA OG STÁLU BÍL Aðfaranótt laugardags stöðvaði lög- reglan á Akureyri bfi á Ólafsfjarðar- vegi rétt norðan Akureyrar vegna gmns um að „stútur væri undir stýri“. Ökumaður og farþegi hans reyndust báðir ölvaðir, og við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að þeir höfðu stolið bflnum. Við yfirheyrslur játuðu mennirnir tveir, sem eru Akureyringar, að fyrr um nóttina hefðu þeir brotist inn í togara við Akureyrarhöfn í þeim til- gangi að stela lyfjum. Mennirnir fundu þó ekki sjúkrakassann, og urðu frá að hverfa þegar vaktmaður kom um borð. Þá lá leiðin upp Eyr- ina, þar sem mennirnir stálu bfl og hugðust bregóa sér bæjarleið, en voru síðan gómaðir rétt utan bæjar- markanna. Málið er fullrannsakað, og hefur verið sent til saksóknara til umfjöll- unar. hiá-akureyri Hörður lætur af störfum Hörður Helgason, sendiherra í Kaupmannahöfn, lætur af störfum í utanrfldsþjónustunni að eigin ósk frá og með næstu áramótum, segir í fréttatilkynningu frá Utanríkis- ráðuneytinu. Ingvi S. Ingvason, sendiherra í Washington, tekur við störfum sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn og Tómas Á. Tómasson, sem gegnt hefur starfi sendiherra á af- vopnunarráðstefnunni í Vínarborg, tekur við störfum sendiherra íslands íWashington. —GEÓ ur. Hann sagðist telja að þessar og aðrar kvaðir sem ríkissjóður tók á sig um helgina séu ekki það stórar að gera verði miklar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt kjarasamningunum sem undirritaðir voru í febrúar síð- astliðnum var ákveðið að setja á stofn sérstakar launanefndir. Hlut- verk þeirra var m.a. að endurskoða meginförseridur samninganna fyrir síðari hluta samningstímans. End- ursKoðuninni átti að vera lokið fyrir 24. nóvember. Launanefndirnar náðu samkomulagi um helgina um að framlengja samningunum með breytingum í þremur liðum. Samkvæmt útreikningum kaup- gjaldsnefndar er framfærsluvísitala í nóvember 148,2 stig, en í kjara- samningunum var miðað við að hún yrði 147 stig. Þessi hækkun verður bætt. Laun opinberra starfsmanna hækka 1. desember um 2,55%, en laun fólks sem þiggur laun sam- kvæmt ASÍ-samningum hækka um 2,83%. Skýringin á þessum mismun er að við síðasta rauða strik hækk- uðu laun hjá BSRB strax um 0,27%, en ASÍ ákvað að láta hækkunina Níunda umferð Ólympíuskák- mótsins var tefld í gær. Á fyrsta borðl teíldi Helgi Óiafsson gegn Sokolov. Helgi, sem stýröi svörtu mönnunum, tapaði skákinni. Á öðru borði tefldi Margeir Pét- ursson við Velimirovic, sem stýrði svörtu mönnunum. Skák- in var mjög jöfn og hörð og fór í blð eftir 55 leiki. Á þriðja borði tefldu Jóhann Hjartarson og Ivanovic sem hafði hvítt. Skákin var í jafnvægi og lyktír urðu þær að skákmennirn- koma til framkvæmda nú. Laun áttu samkvæmt kjarasamningum að hækka um 2%. Gengið var út frá því í gildandi samningum að búvöruverð héldist óbreytt til 1. desember 1990. Þetta hefur gengið eftir. Reyndar hafa bú- vörur ekki hækkað síðan 1. desem- ber í fyrra sem þýðir verulega raun- lækkun. Búvörur munu um næstu helgi hækka um 1%. Gengið er út frá því að landbúnaðarvörur hækki minna en almennt verðlag á næsta ári. Til þess að þetta mætti takast hétu stjórnvöld því um helgina að haga niðurgreiðslum á þann veg að þær leiddu til lægra búvöruverðs og einnig að lækka kjarnfóðurgjald um helming frá næstu áramótum. Þessa dagana er verið að reikna út verðbreytingar á búvörum. Breyt- ingarnar verða mismiklar, en búist er við að þær verði innan við 1%. Lækkun kjarnfóðurgjalds ræður mestu um að hækkunin verður ekki meiri. Þrátt fyrir helmings lækkun á gjaldinu er tollur á kjarnfóðri ennþá 105%. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, sagði að gagnrýni formanns ir sömdu um jafntefll í 24. leik. Á sömu lund fór skák þeirra Björgvins Jónssonar og Lalic. Björgvin var talinn hafa heldur rýmra tafl. Hann þáði þó jafntefl- isboð í 24. leik. Eftir m'undu umferð er röðin þessi: 1. sæti Sovétrfldn, 2. sæti England, 3. sæti V-Þýskaland, 4.- 5. Tékkóslóvakía — Júgóslavía, 6. -9. BNA — Búlgaría — A- Þýskaland — Kúba, 10.-11. sæti ísland — Svíþjóð. félags fóðurbænda á þessari lækkun ætti því ekki við rök að styðjast. Inn- lend fóðurframleiðsla yrði áfram mikið vernduð. Hákon sagði að stefnt væri að því að lækka kjarnfóð- urgjaldið meira síðar á þessu ári. Þá gerðu launanefndirnar sérstaka bókun um viðskiptakjör. Þar segir að vegna þeirrar sérstöku óvissu um þróun viðskiptakjara sem er afleið- ing olíuverðshækkana, séu samn- ingsaðilar sammála um að taka við- skiptakjörin til sérstakrar skoðunar í febrúar og maí. Hafi þau batnað með marktækum hætti umfram for- sendur samninga, munu aðilar í sameiningu taka afstöðu til þess á hvern veg launafólki verði veitt hlutdeild í þeim viðskiptakjarabata sem verða kann umfram forsendur samninganna á síðari hluta samn- ingstímans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði mjög mikilvægt að fá fram opnun á hugsanlegan við- skiptakjarabata. Hins vegar væri miður að ekki hefðu fengist fleiri rauð strik. Hann sagði slík strik nauðsynleg, því að með þeim skap- aðist meira aðhald í verðlagsmálum. Samkvæmt kjarasamningunum er aðeins eitt rautt strik eftir, en það er í maí. Næsta launahækkun eftir þessa verður í mars, en þá hækka laun um 2,5%. „Við tókum þátt í því að skapa þessa þjóðarsátt og nú höfum við tekið ákvörðun um að ganga ekki frá því verki. Það þurfa allir að taka hönd- um saman um að keyra niður verð- lag, því að aðeins með því móti verð- ur kaupmátturinn treystur. Með því að neita okkur um fleiri rauð strik voru atvinnurekendur, riki og sveit- arfélög að taka ákvörðun um að axla meiri ábyrgð í verðlagsmálum en ella. Verðhækkun á vöru og þjón- ustu þýðir kaupmáttarrýrnun hjá al- mennu launafólki. Þess vegna er krafan núna: Ekkert bruðl á okkar kostnað," sagði Ögmundur Jónas- son. -EÓ Ólympíuskákmótiö: Tap, jafntefli og bið RÍKISSKATTSTJÓRI FLYTURAÐ LAUGAVEGI166 Frá og með miðvikudeginum 28. nóvemberverðuröll starfsemi embœttis ríkisskattsljóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifstofur embœttisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. I Nýtt símanúmer frá 28. nóvember verðun > X í 91-631100 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.