Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 28. nóvember 1990 LEYSIST PERSAFLOA- DEILAN í JANÚAR? Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna virðist vera að komast að niður- stöðu um að setja Saddam Hussein, forseta fraks, úrslitakosti. Úr- slitakostimir felast í því að annaðhvort fari Hussein með her sinn frá Kúvæt eða hervaldi verði beitt. Ekki hefur verið ákveðið hve langan frest írakar fái til að flytja herlið sitt frá Kúvæt. Bandaríkin hafa lagt til að miðað verði við 1. janúar, en Sovétríkin hafa mælt Breski sendiherrann David Hannay sagði að stjórn sín teldi að 1. janúar væri heppilegri kostur. „Það er nógu langur tími fyrir stjórnina (íraks- stjórn, innskot Tímans) til að átta sig á því að allur heimurinn er sam- einaður gegn þeirn," bætti Hannay við. Líklegt þykir samt að tillaga Sovétríkjanna um 15. janúar verði ofan á. Stjórnarerindrekar voru ekki vissir um hvort Kína mundi styðja tillög- una í Öryggisráðinu, en bjuggust heldur ekki við að Kína mundi beita neitunarvaldi sínu, frekar sætu þeir hjá. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur nú á síðast- liðnum 10 dögum átt viðræður við utanríkisráðherra allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og er jafnvel búist við að hann eigi viðræður í dag við ráðamenn Kúbu, sem er eina að- ilarríki Sameinuðu þjóðanna sem Bandaríkin hafa ekki stjórnmála- samband við. Tillagan sem liggur fyrir Öryggis- ráðinu mun ekki njóta stuðnings allra aðildarríkja Sþ. Sendiherra Je- mens sagði að hann teldi að gefa ætti friðsamlegum viðræðum lengri tíma en verið væri að ræða um. íraksstjórn hefur tilkynnt að hún muni ekki láta undan hótunum um beitingu hervalds. Haft var orðrétt eftir Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks: „írak, sem trúir á frið og rétt- læti, mun aldrei láta undan þrýst- ingi og mun halda áfram að berjast fyrir friði og réttlæti við Persaflóa." Aziz gagnrýndi Öryggisráð Sþ og áhrif Bandaríkjanna á ráðið. Aziz benti einnig á það, sem Saddam Hussein hafði sagt þann 12. ágúst, að hvers konar friðarviðræður um Kúvæt ættu að tengjast öðrum deiluefnum Mið- Austurlanda. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna virðist vera að komast að niðurstöðu Lech Walesa vill að Mazowiecki dragi afsögn sína til baka Um leið og Lech Walesa sagðist ætla að beijast til sigurs í seinni umferð forsetakosninganna lýsti hann yfir vilja sínum um að Tade- usz Mazowiecki dragi afsögn sína úr embætti forsætisráðherra til baka og ylli ekki meiri óróa í pólskri pólitík en fyrir væri. Walesa sagðist ætla að biðja Mazo- wiecki að vera við stjórnvölinn þangað til að þingkosningar færu fram. „Afsögn á þessum tíma er ekki við hæfi, vegna þess að órói í Póllandi er nú mjög mikill og hann ætti að sýna stillingu eins og hann lofaði að gera,“ sagði Walesa. „Ég mun hringja í Mazowiecki forsætisráð- herra í dag (þ.e. 27.11., innskot Tím- ans) og biðja hann að auka ekki á spennuna í landinu. Ég ætla beita mér fyrir því að við höldum til kosn- inga til þjóðþingsins með sem minnstum breytingum eða jafnvel án breytinga," bætti Walesa við. Walesa var afslappaður og sagði brandara. Hann sagðist ekki ætla að gera alvöru úr fyrri hótun sinni um að draga sig út úr forsetakosningun- um. „Pólland má ekki falla í hend- urnar á manni sem ekki er vitað hvar stendur, manni sem er sveipað- ur móðu og hefur engan á bak við sig.... Það sem gerðist er hættulegt og ég á engan kost nema að berjast áfram," sagði Walesa. Fimm ísraelskir hermenn drepnir Fimm ísraelskir hermenn voru drepnir og sex voru særðir af sjálfsmorðssveit arabískra skæru- liða í gær. Tveir Arabar létu lífið í árásinni. Atburðurinn átti sér stað á öryggissvæðunum rétt utan ísraelsku landamæranna. Þetta er í fjórða sinn á þremur dögum sem skerst í odda milli ísraela og skæruliða þannig að einhver dauðsföll verði. Ja, þessir Fransmenn: Nærbrækw til varnar eyðni Frönsk uppfinningakona að nafni Lu- lette Bechet kveðst hafa fundið upp nærbuxur sem verja bæði karla og konur eyðnismiti við þær aðstæður sem eyðni smitast helst við — samfar- ir. Nærbuxur þessar eru úr svonefndu la- tex-efni og segir hönnuður þeirra að þær séu mun öruggari heldur en smokkar eru nokkru sinni, enda hylji þær mun stærra svæði heldur en smokkurinn hylji. Að auki séu þær mun handhægari og því minni hætta á svipuðum vandræðagangi og stundum eigi sér stað í sambandi við smokkinn, þegar karlmenn þurfi skyndilega að fara að íklæðast honum rétt áður en samfarir hefjist. Menn geti nefnilega mætt til leiks fldæddir latexbuxunum góðu og allt þannig klárt. Nærbuxumar eru bæði fyrir karl- menn og konur og segir uppfinninga- konan að karlmannabuxumar hafi áfastan smokk. Það hafi líka kvenbux- umar. Á þeim sé smokkurinn hins veg- ar innhverfur. FRETTAYFIRLIT Katlehong, Suður-Afríku - Fimmtán menn voru skotnir til bana og að minnsta kosti þrjátíu særðust i bardögum sem brutust út að nýju milli Zúlumanna og Xhósa-Ibúa nærri Jóhannesar- borg. Morrterrey, Mexíkó - George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Carios Salinas de Gortari, fofseti Mexíkó, sögðu aö sögulegt tímabil væri að hefjast í samvinnu Banda- ríkjanna og Mexlkó, þegar þeir hófu tveggja daga viðræður um frl- verslunarsamning milli rfkjanna f gær. Toronto- Umhverfisfræðingarffá öllum heímshomum fúnda nú i Kanada um hvemig hægt sé að fýlgjast með breytingum á meðal- hita í heiminum, en eins og kunn- ugt er fer hann ört hækkandi m.a. vegna gróðurhúsáhrifa. Uppi em hugmyndir um að fylgjast með bráðnun heimskautaíssins með gervihnöttum. Lortdon - John Major, fjánnála- ráðhena Bretlands, er talinn sigur- stranglegasti frambióðandinn í for- mannskosningum Ihaldsflokksins, en hann nýturstuðnings Margrétar Thatcher. Singapore - Wee Kim Wee fbr- seti skipaði Goh Chok Tong til að mynda nýja rfldsstjóm eftir afsögn Lee Kuan Yew, en hann haföi ríkt í 31 ár. Moskva - Boris Jeltsin, forseti Rússlands, batt enda á ágreining sem verið hafði milli hans og Mik- hail Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, með því að lýsa yfir að helsta vandamál, sem blasti við leiötogum Sovétríkjanna, væri að brauöfæða þjóðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.