Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn milljónum þjóöarbúið Stóraukin flugumferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið krefst þess að farið verði út í miklar fjárfestingar til að bæta flugumsjón á svæðinu. Á síðustu fimm árum hefur flugum- ferð við ísland aukist um 62%. Verði ekki sköpuð aðstaða til að bregðast við þessari auknu umferð getur orðið nauðsynlegt að grípa til ráðstafana sem takmarka flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Flugmálastjórn íhugar nú nauðsyn þess að skipuleggja flæöisstjórn flugvéla á leið frá Evrópu til Ameríku. Tvær meginástæður liggja að baki: annars vegar stóraukin flug- umferð og hins vegar tilhneiging nágranna flugstjórnarmiðstöðva undanfarna mánuði að beina umframflugumferð sinni inn á ís- lenska flugstjórnarsvæðið. Flugumferð um allan heim hefur aukist mikið og þess vegna hefur flugumferð verið beint í átt til íslands. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt er að auka mikið flugumferð við ísland án þess að til vandræða horfi. Flugumferð aukist um 62% á fímm árum Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæð- ið hefur aukist gífurlega á síðustu árum, eða um 62% á síðustu fimm árum. Sem dæmi um flugumferðina má nefna að 26. og 27. október síðastliðinn fóru 340 og 353 flugvél- ar í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið og flestar á fimm klukkustunda tímabili síðdeg- is. 350 flugvélar svara til um 60% af með- aldegi allrar flugumferðar yfir Norður-Atl- antshafi. Guðmundur Matthíasson, framkvæmda- stjóri flugumferðarþjónustusviðs flugmála- stjórnar, sagði að flugumferðarstjórar hefðu búist við að úr þessari aukningu á flugumferð drægi, en það hefur ekki gerst ennþá. „Við héldum að það myndi eitthvað draga úr flug- umferð í tengslum við ófriðinn við Persaflóa og hækkun á olíuverði, en þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif,“ sagði Guðmundur. Nefnd á vegum Alþjóðaflugmálastofnunar- innar hefur um nokkurra ára skeið gert spár um flugumferð yfir N-Atlantshaf. Guðmund- ur sagði að á síðustu árum hefðu spárnar reynst miklu lægri heldur en umferðin hefði raunverulega orðið. Núna gerir nefndin ráð fyrir að flugumferð yfir N-Atlantshaf aukist um 5-6% á ári fram yfir aldamót. Flæðisstjóm flugvéla er neyðarúrræði í flæðisstjórn flugvéla felst að umferð yfir flugumferðarsvæðið er takmörkuð í þeim til- gangi að draga úr mestu umferðartoppunum. Flugvélum er þá haldið kyrrum á jörðu niðri meðan umferðin er í hámarki. Þetta fyrir- komulag er við lýði í Evrópu og víðar þar sem umferð er mikil. Hingað til hefur flugumferð ekki verið takmörkuð á N-Atlantshafi. Guð- mundur sagði að hér á landi vonuðu menn að ekki þyrfti að grípa til flæðisstjórnar flugvéla í bráð, en óhjákvæmilegt væri að undirbúa Flugumferðarstjórar að störfum. slíkt. Hann sagði að flugmálastjórn liti á það sem neyðarúrræði að grípa til flæðisstjórnar, þar sem hún hefði ætíð lagt metnað sinn í að flýta flugumferð og veita henni sem besta þjónustu. Guðmundur sagði að ef gripið yrði til flæðisstjórnar yrði það gert í náinni sam- vinnu við flæðisstjórnarstöðvar í Evrópu. Áætlanir um 500 milljóna fjárfestingar á tveimur árum Flugmálastjórn hefur þegar gert áætlanir Eftir Egil Ólafsson um hvernig bregðast skuli við þessari auknu flugumferð. Um er að ræða fjárfrekar fram- kvæmdir. Thlið er að þær kosti á næstu tveim- ur árum um 500 milljónir króna. Þar er efst á blaði bygging nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar. Búið er að hanna bygginguna, en fyrirhugað er að hún rísi skammt frá núverandi bygg- ingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugmálastjórn hefur hug á að hefja byggingarframkvæmdir sem allra fyrst, en beðið er eftir svari frá stjórnvöldum hér heima. Stór hluti af bygg- ingunni verður leigður undir starfsemi Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Guðmundur telur bráðnauðsynlegt að hefjast tafarlaust handa við byggingu nýrrar flugstjórnarmið- stöðvar. Samhliða er fyrirhugað að bæta verulega tækjakost. Nú er t.d. verið að undirbúa að koma upp sjálfvirknibúnaði flugumferðar- stjórnar, en ráðgert er að fyrsti áfangi hans verði tekinn í notkun í ársbyrjun 1992. Þar er um að ræða gífurlega dýran búnað sem vinn- ur úr upplýsingum um flugumferðina. Einn- ig er nauðsynlegt að koma upp fjarskipta- stjórnkerfi í nýju flugstjórnarmiðstöðina. Kerfið tengist hverri stjórnstöð og fjarskipta- stöðvum og öðrum aðilum sem nauðsynlegt er að hafa samband við. Þá þarf að tengja nýju ratsjárstöðvarnar fyrir norðan við nýju flug- stjórnarmiðstöðina. Ennfremur þarf nýjan stjórnbúnað, þ.e.a.s. húsgögn og annað til- heyrandi fyrir flugumferðarstjórana. Alþjóðaflugmálastofnunin hefur fjallað um tillögur flugmálastjórnar og hefur þegar gef- ið vísbendingar um jákvæða afgreiðslu. Miklar framfarir eiga sér stað í heiminum í tæknimálum á þessu sviði. Þróunin er öll í átt til meiri sjálfvirkni. Haukur Hauksson hjá flugmálastjórn sagði að við yrðum að fylgjast með þróuninni. „Við verðum að geta tengst erlendum flugumferðarsvæðum og byggt upp okkar búnað á sama hátt og þau. Þeir sem ekki fylgjast með verða bara skildir eftir og aðrir taka yfir þjónustuna," sagði Haukur. Tekjur af alþjóðlegu fíugi yfír íslandi eru um 400 milljónir íslendingar hafa verulegar tekjur af al- Timamynd: Aml Bjama þjóðlegri flugumferð yfir ísland. Þannig hefur það verið allt frá því að íslendingar tóku við þessari þjónustu af hernum eftir seinna strfðið. Á síðasta ári skilaði alþjóða- flugþjónustan til íslands um sjö milljónum bandaríkjadala eða um 400 milljónum ís- lenskra króna. Um 120 íslendingar hafa at- vinnu af þessari þjónustu. Allur rekstur og framkvæmdir vegna þjónustutíma er greiddur af erlendu fé. Þessar tekjur hafa aukist mikið á síðustu árum samhliða auk- inni flugumferð. . Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Flugumferð á íslenska flugumferðarsvæðinu hefur aukist um 62% á fimm árum Alþjóðleg flugumferð skilar Tíminn 9 BBl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.