Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Tíminn 13 HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í REYKJAVÍK Framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í Reykjavík Samstarfsráð heilsugæslustöðva í Reykjavík auglýsir lausa stöðu framkvæmdastjóra heilsu- gæslustöðva í Reykjavík. Umsækjandi hafi háskólamenntun og góða reynslu í stjórnunarstörfum, helst á sviði heil- brigðismála eða á sviði annarrar opinberrar þjón- ustu. Þekking og reynsla á sviði áætlanagerðar og fjárhagsáætlana er áskilin. Umsóknir verða metnar af nefnd sbr. 30. gr. laga nr. 75/1990 heilbrigðisþjónustu. Umsóknir ásamt skýrslu um menntun og fyrri störf sendist formanni Samstarfsráðs heilsu- gæslustöðva í Reykjavík, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, Reykjavík og gefur hann allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Auglýsing frá Hagstofu íslands Eruð þið rétt skráð í þjóðskrá? 1. Áríðandi er að heimilisföng séu rétt í þjóðskrá. 2. Skattkort, staðgreiðsluyfirlit, barnabætur, launa- seðlar og margt fleira er sent út eftir þjóðskrá. Skattframtöl eru send á lögheimili manna eins og þau eru skráð 1. desember ár hvert. Bent skal á að við alþingiskosningar eru menn teknir á kjörskrá í því sveitarfélagi er þeir áttu lögheimili í 1. desember næstum fyrir kjördag. 3. Aðsetursskipti skal tilkynna til skrifstofu viðkom- andi sveitarfélags, í Reykjavík til Hagstofunnar, Skuggasundi 3, Manntalsskrifstofunnar, Skúla- túni 2 eða lögregluvarðstofu. Hagstofan u HEILSUGÆSLUSTOÐVARIREYKJAVIK HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Starfsmannastjóri Auglýst er laus til umsóknar staða starfsmanna- stjóra fyrir heilsugæslustöðvar í Reykjavík og fyr- ir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Umsækjendur hafi góða reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47 og gefur hann allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöð- ina í Árbæ að Hraunbæ 102D og E er laus til um- sóknar frá 1. janúar 1991. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 671500. Umsóknum skal skila til skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Baróns- stíg 47 fyrir 29. desember nk. Stjóm heilsugæslu Austurbæjarumdæmis nyrðra. Sögur af landi og sögur af Bubba! . J5 as fjfálgMátk ÍÍBmí 1*» v*x« k*!4ur qg kyrrðso þi* þakn Hv«r iuu sá kka, líggur ekki fytir. koQulauua «* lum þixm ÍcmV kyndmaiM et vd gpymt. Kega'wr got«r og gijáaodi .«r*« Camli htoöuxúsn hciteknr sf'tnr gátu íácíks aukið þím ncyð, i feverri ihúð þar ex reimí. t»ú si« i v#pj>s vatagjsá* skugga Ftfckst þér i jspu og páa&r störum. wtejyi með hvi* »ug®aháxv pixSw augxrn, sijö og nui, «* frík mcð foignjcn «ug» beiÍ» þrnuœ vafSix i fjáfubfáxt fUuei feisaui tröð «r sefdi borotíxn *áx',. fannst tiivcran vem grí srnud. Já, hUxvaxtsr hxafmr i hjiiuisu búa JA, boxgm «fúM af dnugast. dreogur. hupja þcir ug kxunka Ugs , *-tm i tiimmum skotum oit þu s-jist. þvj s«i af oSSu vxJdu þcix vck.fa þcix töpuðu askunxú «g cfhxuti iíka vnund þóu um míd»» ofi:. esgt te»öi tkiliS ad þiást. Og skynjax t skrífmgu ísnm I íoyrkrinu »ugm þín }jtm skv'odilega vcrður úh þóa. isaköhi hman v*r hximgrá óssomo íiggur gata þrn graím þixuur rigm faugssmr tuida þíx föstum í þ*x scm þú Aðut hjótó.. og hbggva þig fúAur tiws frá,. Sjaldan hefur markaðinum verið boðinn stærri skammtur af Bubba Morthens. Tæplega 300 blaðsíðna vönduð bók um lífshlaup Bubba til þessa, ný músík á geisladiski, plötu og kassettu, þrjár eldri plötur á geisladiskum, fsbjarnarblús, Fingraför og Breyttir tímar með Egó sálugu. Þá má ekki heldur gleyma litlu ljóðabók- inni, sem er faiin inni í nýja geisladisknum. Bókin, sem er gefin út af Máli og menningu og skrifuð af Bubba sjálfum og Silju Aðal- steinsdóttur, heitir einfaldlega Bubbi, en músíkin og textarnir heita að þessu sinni Sögur af landi. Það sem fyrst vekur at- hygli við lestur bókarinnar er hversu mikið er í hana lagt og greinilegt að hún er ekki fyrst og fremst búin til til að seljast, ef til vill er hún frekar hugsuð sem heimild um hvernig popp- arinn Bubbi varð til. Silja skrif- ar örlítinn formála að bókinni, en eftir það er Bubbi látinn segja frá í fyrstu persónu. Hér er á ferðinni saga, þar sem ekk- ert er dregið undan. Saga sem byrjar á ósköp venjulegum dreng, sem er yngstur fjögurra bræðra og endar á kyntákni á fertugsaldri, sem leggur sig fram við að þroskast í rétta átt. Skemmtileg og einlæg frásögn, en á köflum hrottaleg. Kaflinn um rokkarann Bubba er magn- aður. Þar er skyggst á bak við framhliðina á íslenska popp- inu, fyrst í gegnum Utangarðs- menn og síðan Egó, dópið, kaldhæðnin og lýgin dregin fram í dagsljósið í gegnum stjórnleysingjann og dópistann Bubba Morthens. Þrátt fyrir al- vöruna undir niðri eru þessar sögur margar hverjar bráð- skemmtilegar, eins og til dæm- is sú sem hér fer á eftir og seg- ir frá atviki er gerðist á hljóm- leikaferðalagi með Egó: Einu sinni stoppuðum við fyr- ir prófessor frá Frakklandi og konunni hans sem var doktor í einhverjum steinafræðum. Við bárum allan farangurinn upp í rútuna fyrir þau og vorum af- skaplega elskulegir. Svo var lagt af stað og okkur fannst þau svo hippaleg að við blönduðum í risapípu og buðum þeim. En þau bönduðu frá sér og sögðust aldrei hafa smakkað svona lag- að. „Stopp!“ æptum við. Dyrnar opnuðust með lágu hvæsi og við bentum á þær: „Get the fuck out of here“. Svo hentum við farangrinum út á eftir þeim og brunuðum í burtu. Bubbi er bók sem á eftir að seljast grimmt. Bæði vilja ábyggilega margir skyggnast inn í líf frægasta poppara ís- landssögunnar og þar fyrir ut- an stendur þetta verk eitt og sér undir því að verða metsölu- bók. Frásagnargleði Bubba nýt- ur sín vel í bland við einfaldan og skemmtilegan stíl Silju og útkoman verður hreinskilin þroskasaga einstaklings krydd- uð ótal skemmtilegum við- burðum. Ljóðabók og músík Fyrir ári síðan kepptust gagn- rýnendur við að lofa Nóttina löngu í hástert og létu sumir hverjir þau orð falla að þar væri á ferðinni besta plata sem Bubbi Morthens hefði nokkurn tíma frá sér látið. Á því verður hver að hafa sína skoðun, en fyrir minn smekk var hún það ekki, langt því frá. Sú plata sem hann sendir frá sér fýrir þessi jól er gerólík Nóttinni löngu. Hér er á ferð- inni vönduð og melódísk plata í rólegri kantinum, sem er að mörgu leyti nokkurs konar rökrétt framhald af þeirri kú- vendingu sem Bubbi tók með Konuplötunni. Á geisladiskn- um eru alls þrettán lög. Þrett- ánda lagið er aukalag, sem ber það skrítna nafn Hann er lax- veiðisjúklingur en veit ekki af því, og er nokkurs konar barna- gæla um ráðherrann sem á óhrein börn og baðker fullt af laxaseiðum. Melódían er létt og grípandi, vel til þess fallin að syngja hana hvar sem er, bæði á barnaheimilum og í Stjórnar- ráðinu. Hin lögin eru í alvar- legri kantinum og jafnvel þung sum hver. Róleg þjóðlög, blátt lag um óhamingjusamt fólk, dæmisögur og myndir af óhamingjusömum einstakling- um, að ógleymdri ástarjátn- ingu til Brynju. Útsetningar og allur hljóðfæraleikur er mjög góður, enda hópur fagmanna sem stendur að plötunni. Þó að Bubbi hafí skapað sér sinn eig- in stíl í lagasmíð, má greina áhrif frá Dylan í sumum lögun- um og lagið Guli flamingóinn gæti eins átt heima í söngleik eftir Kurt Weill. Textarnir á Sögum af landi eru einir þeir vönduðustu sem sést hafa í íslensku poppi fyrr og síðar — miklu betri en margt af því sem gefið er út á bók undir merkjum skáldskapar. í raun má segja að textaheftið, sem fylgir geisladiskinum, sé lítil og falleg sextán síðna ljóðabók. Bubbi styðst við formið, yrkir með höfuðstöfum og rími og ferst það víðast hvar mjög vel úr hendi. Lagið Son- netta er trúlega fyrsta sonnett- an sem borin er fram í búningi dægurlags. Það eitt sér að lemja saman sonnettu, semja við hana lag og þrykkja á plast er afrek út af fyrir sig, þó text- arnir þurfi ekki að vera fast- reyrðir af ríminu til þess að standa undir sér óstuddir af tónlistinni. Textinn við lagið Síðasta örninn, sem ort er um Einar Benediktsson skáld, er til dæmis einn og sér listaverk: Hann situr við gluggann gamall maður genginn dagur hefur tímann stytt. Um huga hans flæðir fljót af orðum sem fmna ekki skáldið sitt. íhrauninu svipir hins liðna líða látnir vinir stoppa um stund og augu hans virðast vakna til lífsins þegar vofumar hverfa á hans fund.... Sögur af landi er heildstætt og eigulegt verk, og á án efa eftir að lifa sem sígild plata, líkt og Konuplatan á sínum tíma. Spurningunni um hvort jóla- skammturinn af Bubba sé of stór í ár verður ekki svarað að sinni, en ef það er rétt að magnið skipti ekki máli heldur gæðin, er svarið neitandi. Árni Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.