Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 30. nóvember 1990 Kosningarnar í Þýskalandi: Helmut Kohl og ríkisstjórn hans njóta trausts stuönings Helmut Kohl og rfldsstjórn hans, sem mynduð er af kristilegum og frjálslyndum demókrötum, er spáð öruggum sigri í kosningunum í Þýskalandi sem fram fara næsta sunnudag. Svo virðist sem Kohl njóti góðs af sameiningunni, en hún er eitt helsta vopn hans í kosn- ingabaráttunni. Samkvæmt seinustu skoðana- könnunum hlýtur flokkur Kohls, kristilegir demókratar, 45,2% at- kvæða, jafnaðarmenn 31,2%, og frjálslyndir demókratar 10%. Þegar spurt var hvort menn vildu Kohl sem kanslara eða jafnaðar- manninn Oskar Lafontaine, svöruðu 48% að þeir vildu Kohl en aðeins 29% vildu Lafontaine sem kanslara. Af þessum tölum má sjá að kristi- legir demókratar gætu náð meiri- hluta, en líklegast þykir samt að þeir nái því ekki og myndi áfram stjórn með frjálslyndum demókrötum. Kohl kanslari varaði við of mikilli bjartsýni og sagði að skoðanakann- anir væru ekki alltaf í samræmi við úrslit. Það er einkum þrennt sem styrkir ríkisstjórn kristilegra og frjálslyndra demókrata í sessi. Fyrst voru það kosningarnar í Austur- Þýskalandi í mars, síðan fundur Kohls og Mikhails Gorbatsjov í Sov- étríkjunum og seinast en ekki síst sameining Þýskalands þann 3. októ- ber síðastliðinn. Volker Rúhe, aðalrítarí kristilegra demókrata, að flytja stefnuræðu flokksins fyrír kosningamar. Kohl í bakgrunni. Nýtt af I í sænsk- um stjórnmálum Milljónamæringur og sérvitur iðnjöfur eru að vinna sér stuðning al- mennings í Svíþjóð með áætlun sem felur m.a. í sér lækkun skatta og afnám stöðumæla. Bent Karlsson og Ian Wachtmeister hafa stuggað við hinum rót- grónu stjómmálaöflum í Svíþjóð með vísi að stjóramálaflokki. í skoðanakönnun, sem hin virta stofnun SIFO stóð fyrir, kom fram að 23% kjósenda sögðust ætla að kjósa Karlsson og Wachtmeister sem hyggjast stofna stjórnmála- flokk í næsta mánuði. Þingkosn- ingar verða í Svíþjéjð í september 1991. f \ Mennirnir tveir vilja aukið ein- staklingsfrelsi, að aðstoð við Afr- íku og Asíu verði minnkuð en að- stoð við Austur-Evrópu aukin að sama skapi og bejta glæpamönn- um harðari refsingum. „Við höfum sett fram nokkrar tillögur um breytingar. Þær eru allar almenns eðlis," sagði Karlsson í sænska út- varpinu. Sten Andersson utanríkisráð- herra lagði hart að Svíum að láta ekki blekkjast af þessum tækifær- issinnum. Karlsson, sem er eig- andi fyrirtækis, og Wachtmeister, eigandi iðnaðarsamsteypu sem í daglegu tali er kölluð AB-stórveld- ið, eru frægir í Svíþjóð sem full- trúar einstaklingsframtaksins og hafa gagnrýnt sænska kerfið fyrir seinagang og of háa skatta. Hjá SIFO kom fram að 12% Svía vildu að Karlsson yrði næsti for- sætisráðherra. „Ég hef í rauninni engan tíma til að vera þingmaður. En ef fólkið vill það, mun ég verða við þeim óskum,“ sagði Karlsson. Lítið þokast í GATT-viðræðunum NJOSNARAR í NOREGI Tékkneska sendiráðið í Ósló vísaði í gær á bug öllum ásökunum um að Tékkar stunduðu njósnir í Noregi, og sagði að allri leyniþjónustustarf- semi hefði verið hætt í kjölfar hruns kommúnismans á seinasta ári. Aftenposten hafði eftir yfirmanni norsku leyniþjónustunnar, Svein Urdal, nú fyrr í vikunni að nokkrir starfsmenn tékkneska sendiráðsins í Ósló störfuðu fyrir tékknesku leyni- þjónustuna. í tilkynningunni frá tékkneska sendiráðinu er tekið skýrt fram að slík starfsemi hafi tíðkast, en nú hafi verið gefnar skipanir um að hætta allri starfsemi og kalla leyniþjón- ustumenn heim. Þetta hafi átt sér stað við fall harðlínukommúnista á síðasta ári. Urdal sagði ennfremur við Aften- posten að Sovétmenn væru iðnari en nokkru sinni fyrr við að koma sér upp njósnaneti í Noregi meðal stjórnmálamanna, fjármálamanna og blaðamanna. Það sama ætti við um Pólland. Bandaríkin og Evrópubandalagið þurfa á næstu dögum að komast að niðurstöðu í deilum sínum um styrki til landbúnaðaríns ef ekki á að koma til viðskiptastríðs á milli þeirra. Seinasti ráðherrafundurínn hefst á mánudaginn og lýkur þann 7. desember. Deilur Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins um landbúnaðarmálin hafa skyggt á önnur markmið í að koma frjálsum viðskiptum á. Þegar nokkrir dagar eru til GATT- fundarins eru stjórnarerindrekar mjög svartsýnir á samkomulag. „Við erum langt frá því að ná sam- komulagi í landbúnaðarmálunum — mjög langt," sagði Clayton Yeutt- er, landbúnaðarráðherra Bandaríkj- anna, áður en hann hélt til Brussel. Frans Andriessen, viðskiptamálaráð- herra EB, sagði að ef mönnum tæk- ist ekki að ná samkomulagi mjög bráðlega, væru allar viðræðurnar í hættu. „Deilurnar verða að leysast snemma í næstu viku,“ sagði Andri- essen. Svartsýnismenn óttast að takist ekki að ná samkomulagi, þá geti það leitt til viðskiptastríðs milli EB og Bandaríkjanna. EYÐNI: KVENMENN OG BORN MEÐAL ÁHÆTTUHÓPA Tálað hefur veríð um að hommar og ffldar séu líklegarí en aðrir til að fá eyðni. En nú hafa fleiri áhættuhópar bæst við. í skýrslu, sem Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) lét frá sér fara í gær, kemur fram að konum og börnum sé hættara við aö fá eyðni en körlum. I skýrslunni kemur fram að við samfarir karls og konu sé meiri hætta á að karlinn smiti konuna en konan karlinn. Samkvæmt útreikningum WHO eru konur um einn þriðji af þeim 10 milljónum fullorðinna sem eru sýktar af veirunni, en WHO býst við að eftir fimm ár verði jafn- margar konur sýktar og karlar. Hlutfallslega fleiri konur með eyðni þýðir að hlutfalls- lega fleiri börn munu sýkjast, því að um 30% af þeim börnum sem sýktar konur eiga fæðast með veiruna. í dag er haldið að tala sýktra sé 10-11 milljónir, en WHO telur að árið 2000 verði 20-25 milljónir sýktar. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Soffa - Forsætisráöherra Búlgaríu, Andrei Lukanov, ætlaði að segja af sér seint í gær. Hann hafði ekki gert það þegar blaðið fór í prentun. Jerúsalem - fsraelskur réttur dæmdi 19 ára gamlan Palestínuaraba til lifstíðar- fangelsisvistar fyrir að hafa stungiö þrjá Gyðinga til bana og sært þann fjórða. Beijing - Kínastjórn hóf réttarhöld yfir tveimur stúd- entum í gær. Þeír eru sakaðlr um að hafa verið f aðalhlut- verki I lýðræöishreyfingunni sem gerði tilraun til valdaráns i fyrra. Talið er að stjórnin i Kina vonist til að Bandaríkin verði ekki með neinar hefnd- araðgerðir, vegna þess að hún getur beitt oddaaðstöðu sinni í Öryggisráöi Sþ. Brussel - Skoðanaágrein- ingur hefur komið upp hjá Evrópubandalaginu um hversu nauðsynlega Sovét- ríkin þarfnast mátvælaað- stoðar. ftalir segja að ef þau fái hana ekki strax þá geti það veriö um seinan. Bonn - Þjóðverjar ætla að veita Sovétríkjunum þúsundir tonna af matvælum. Kaíró «Egyptar hafa skipað nýjan yfirmann yfir 14 þúsund manna herafla sínum við Persaflóa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.