Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. nóvember 1990 Tíminn 7 TÓNLIST Gulir sinfóníutónleikar Eins og þeim er kunnugt, sem með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands fylgjast, er í vetur gerð tilraun með „tónlist í öllum regnbogans lit- um“ — rauða, gula, græna og bláa. Hugmyndin er sú, að þannig geti sem flestir valið sér tónleikaröð við hæfi, enda mun kerfi sem þetta tíðk- ast sums staðar úti í heimi. Það verður að sjálfsögðu ráðamanna hljómsveitarinnar að ákveða hversu til hefur tekist, en sé það vilji manna að halda „nútímatónlist“ að hljóm- leikagestum, er sú aðferð sennilega líklegri til árangurs, sem hingað til hefur verið notuð, nefnilega að hafa eitt „nútímaverk" með á hverjum tónleikum, fremur en að hafa sér- staka tónleika af því tagi (bláa röð- in). Hins vegar er hugsanlegt að áhugamenn um samtímatónlist gleðjíst yfir bláu röðinni, því hún losi þá við þá kvöð að sitja undir alls konar gömlu drasli til þess eins að geta heyrt eitt almennilegt verk. Sinfóníuhljómleikarnir 22. nóvem- ber töldust til gulu raðarinnar: Páll P. Pálsson stjórnaði og á efnisskrá voru þrjú verk: Le corsaire eftir Hec- tor Berlioz (1803-69), Sinfonietta concertartte eftir Pál P. Pálsson og Konsert fyrir hljómsveit eftir Witold Lutoslavskí (f. 1913). Páll P. Pálsson er að ýmsu leyti heppilegur stjórn- andi fýrir tónleika sem þessa, þar sem mikið ríður á nákvæmni og taktfestu ef ekki á allt að riðlast, enda leysti hann þann þáttinn vel af hendi. Hitt er Iíklega umdeilanlegra hvort honum tekst að innblása hljómsveitina verulega. Ég held að svo sé ekki, en Stravinsky mundi hins vegar hafa sagt að enginn vett- vangur sé fyrir neinn innblástur af slíku tagi: ef allir spila sínar nótur eins og þær standa á blaðinu og fylgja í hvívetna skrifuðum fyrir- mælum tónskáldsins, þá er verkið rétt og vel flutt, og betra getur það ekki orðið. Le corsaire (Sjóræningjann) segir tónleikaskráin hafa bakgrunn í kvæði eftir Byron. Einhvern veginn finnst mér Berlioz alltaf tilheyra síð- ari hluta 19. aldar, en hið rétta er að hann lagði drög að verki þessu 1831. Það ár var Jónas Hallgrímsson skrif- ari hjá Ulstrup bæjarfógeta í Reykja- vík og að skjóta sig í Kristjönu Knudsen í frístundum, en sjö ár lið- in síðan 9. sinfónía Beethovens var frumflutt í Vínarborg. Páll P. Pálsson samdi Sinfóníu concertante í Austurríki haustið 1988, og hafði þá í huga einleikar- ana þrjá, Ásgeir Steingrímsson trompet, Þorkel Jóelsson horn og Odd Björnsson básúnu. Verkið er í þremur þáttum og ekki lengra en svo, að margir tónleikagestir — en þó alls ekki allir — hefðu gjarnan viljað heyra það aftur eftir hlé. Því þetta er vel lukkað verk hjá Páli, og einleikararnir, stóðu sig prýðisvel. Og það gerði ekki síður Einar Jó- hannesson í skemmtilegri sóló í öðrum kaflanum. Tónleikaskráin segir þetta vera í Esinn sem Sinfóníuhljómsveit Is flytur Konsert fyrir hljóm- sveit eftir Pólverjann Lutoslavskí (áður í nóvember 1967 og febrúar 1978). Sem væri undarlegt ef rétt er að konsertinn beri þess merki að hann hefði verið saminn eftir for- skriftum kommúnískra valdhafa Póllands. En hafi svo verið, hefur Lutoslavskí sýnilega ekki haft neitt illt af þessu aðhaldi, því Konsertinn er litríkur mjög og líflegur og hin besta skemmtun. Þarna eystra virð- ist það nefnilega ætla að sannast, að bönn og ofsóknir duga hvergi til að kveða sálina í kútinn: kristnin, þjóð- tungurnar og þjóðerniskenndin virðast einmitt þrífast sérlega vel við þessar aðstæður, og kannski listirn- ar geri það líka, þrátt fyrir allt. í hléinu voru ýmsir að ergja sig yf- ir „intetsigende" pistlum í tónleika- skránni, og kom þá upp sú hug- mynd, að gera bæri verkefnavals- nefnd, sem núna skipa þau Rut Magnússon, Guðmundur Emilsson, Árni Tómas Ragnarsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Kjartan Óskars- son, að gera í tónleikaskrá hverju sinni grein fýrir því hvers vegna hin ýmsu verk eru valin, tónleikagest- um til upplýsingar og fræðslu. Þess- ari hugmynd er hér með komið á framfæri. Sig.St. Af háskólatónleikum Á háskólatónleikum 21. nóvem- við, enda píanfstaferill hans ekki ússon, og síðan hafa 10 tii 15 há- ber spilaði öm Magnússon píanó- Íangur. En fróðlegt verður að sjá skólatónleikar verið haldnir á vetri leikari veric eftir Carl Nielsen hvaða stefnu hann tekur næst —• hverjum. (1865-1931), Maurice Ravel áfram til nútíðar eða aftur á bak í Félagsvísindamenn Háskóians, (1875-1937) og Claude Debussy tímanum til nýrra landvinninga sem alltaf eru að rannsaka hina (1862-1918). Ömhefurverið ið- þar? ýmsu þætti þjóðfélagsins og segja inn við tónleikahald síðan hann Háskólatónleikar voru fyrst frá niðurstöðum sínum í fjölmiðl- kom heim frá námi í ýmsum lönd- haldnir veturinn 1974-75 og er um, eru ekki ennþá búnlr að rann- um 1986; m.a. hefur hann komið þessi vetur því hinn sextándi. saka heilsubætandi og afkastaörv- áður fram á háskólatónleikum. Þá Fyrstu 7 árin vom haldnir femir andi áhrif háskólatónleika á þá spilaði hann Haydn og Mozart, ef tónleikar eða svo á vetri, venjulega sem tónleikana sækja, en vonandi ég man rétt, en hefur nú fært sig á laugardögum í Félagsstofnun leggja þeir drög að slíkri rannsókn nær í tímanum, því verkin þijú stúdenta. Veturinn 1981-82 var áður en líður á löngu. Því það sem nú vom flutt em öll frá síð- hins vegar tekinn upp sá háttur, flnnur hver á sjálfum sér, að hann ustu áramótum eða yngri. sem síðan hefur haldist við sívax- er miklu sprækari tll átaka, hvort Öra Magnússon er mjög lipur pí- andi vinsældir, að haida tónleikana sem er við reiknivélina eða í um- anisti og hefur sýnilega gaman af í Norræna húsinu í hádeginu, fyrst ferðinni, eftir vel heppnaða og sál- því að spila. Á tónleikum hans rík- á fóstudögum en fljótlega á mið- bætandi stund eins og tónleikar ir léttur og glaðlegur andi. Hins vikudögum. Fyrstl flytjandi á há- Amar Magnússonar voru. vegar hefur hann ekki tekið fyrir degistónleikum, 23. október Sig.SL þung vcrk og átakamikil á tónleik- 1981, var píanóleikari eins og Öm um ennþá, svo ég hafi orðið var Magnússon, Einar heitinn Mark- Drög að stjórnmálaályktun Kjör- dæmissambands framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi 1990 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, haldið í Keflavík 4. nóvember 1990, lýsir yfir fullum stuðningi við ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar. Þingið vekur athygli á þeim mikla árangrí, sem ríkisstjómin hef- ur þegar náð í efnahagsmálum þjóðarinnar og leggur áherslu á að hún sitji út kjörtímabiiið. Þingið minnir á þá erfiðleika sem við blöstu þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum: vaxandi verð- bólga, hrun atvinnulífsins og stór- kostlegt atvinnuleysi. Með öruggum hætti hefur ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar tekist að vinna þjóðina út úr þessum vanda. Það hefur m.a. verið gert með aðhaldssamri efnahagsstefnu, markvissri leiðréttingu á gengi krónunnar og viðamikilli fjárhags- legri endurskipulagningu útflutn- ingsatvinnuveganna. Sú þjóðarsátt, sem tókst í febrúar s.l. milli stjórnvalda, fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar og launþega, at- vinnurekenda og bænda, hefur að markmiði að tryggja þá efnahags- legu endurreisn þjóðarbúsins, sem ríkisstjórnin hefur lagt grundvöll að. Sá skilningur, sem aðilar vinnu- markaðarins sýndu við þá samn- ingagerð, er afar mikilvægur. Árum saman hafa margar ríkis- stjórnir sett sér það markmið að verðbólga hér á landi verði ekki meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þetta hefur loks tekist. Árs- hraði verðbólgu er nú um 4 af hundraði, sem er minnsta verðbólga um áratuga skeið og Þjóðhagsstofn- un telur að verðbólga á árinu 1991 verði aðeins um 6 af hundraði að óbreyttu. í fyrsta sinn um árabil hefur orðið afgangur af vöruskiptum og heildar- viðskiptahalli lækkað í innan við 2 af hundraði. Vextir hafa lækkað verulega og því dregið mjög úr fjármagnskostnaði fyrirtækja og einstaklinga. Þetta staðfesta þeir sem skulda. Þessi árangur stuðlar að stöðug- leika í efnahagslífi og eykur um leið möguleika þjóðarinnar til hagvaxtar. Þingið fagnar þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að afnema lánskjara- vísitöluna og treystir því að við það fyrirheit verði staðið. Andstaða bankakerfisins má ekki valda því að frá þessari ákvörðun verði horfið. Þrátt fyrir þann mikla árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum, er Ijóst að vel þarf að halda á málum á næstu árum. Jafnvægi í efnahags- málum þarf að treysta. Því verður að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu, og það krefst styrkrar stjórnar. Þingið bendir á nauðsyn þess að landsframleiðslan aukist hér á landi svipað og gerist í okkar helstu við- skiptalöndúm. Til þess að svo megi verða þurfa að koma til nýjar og þróttmiklar atvinnugreinar. Þingið lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við byggingu álvers á Keilisnesi, enda verði gætt ýtrustu mengunar- vama. Með því em orkulindir þjóð- arinnar nýttar til að auka hagvöxt og atvinnu. Á því er mikil þörf nú, ekki síst á Suðurnesjum. Þingið hvetur þingmenn flokksins í kjördæminu til að fylgja þessu mik- ilsverða máli vel eftir. Þingið vekur athygli á nauðsyn þess að aðrar atvinnugreinar á svæðinu fái að njóta sín og bendir á mikla möguleika svæðisins til nýrra at- vinnuþátta, m.a. tengda Bláa lóninu og ferðamannaiðnaði. Þingið lýsir áhyggjum yfir þróun fiskveiða og fiskvinnslu í Reykjanes- kjördæmi og telur óhjákvæmilegt að endurskoða reglur um útflutning sjávarafurða til að tryggja að fiskur verði nægur á fiskmörkuðum og til fiskvinnslu innanlands. Þingið lýsir ánægju sinni með framkvæmdir í samgöngumálum á Amarneshæð og endurbætur á Reykjanesbraut, en ítrekar nauðsyn þess að bætt verði úr miklum sam- gönguerfiðleikum á höfuðborgar- svæðinu og að tryggja þurfi enn frekar öryggi vegfarenda um Reykja- nesbraut. Ljóst er að á þeim vegi mun umferð aukast til muna vegna væntanlegs álvers á Keilisnesi. At- huga ber hvort lýsing vegarins sé ekki hagkvæmur kostur, svo og tvö- földun hennar. Við íslendingar stöndum nú í samningum við Evrópubandalagið, sem geta ráðið úrslitum um það hvort við íslendingar verðum áfram sjálfráða og sjálfstæð þjóð. Að sjálf- sögðu er afar mikilvægt að fá toll- frjálsan aðgang að Evrópumarkaðn- um fyrir allar okkar sjávarafurðir. Þingið varar við og hafnar vanhugs- uðum tillögum um fulla aðild að EB og leggur á það áherslu að ekki kem- ur til greina að fórna yfirráðum ís- lendinga yfir auðlindum, hvorki til lands né sjávar og ekki heldur sjálf- stæði þjóðarinnar. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi vekur athygli á að Alþingiskosningar eru innan fárra mánaða. Mikilsvert er að Framsóknarflokk- urinn hljóti í þeim öflugan stuðning landsmanna, þannig að hann geti áfram verið forystuafl íslenskra stjómmála. Reynslan sýnir að undir forystu hans hafa framfaraskeið þjóðarinnar orðið mest. Þingið minnir á þann stórsigur sem Framsóknarflokkurinn hlaut í Reykjaneskjördæmi við síðustu Al- þingiskosningar og skorar á stuðn- ingsfólk hans og aðra velunnara að veita honum öflugan stuðning í komandi kosningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.