Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 30. nóvember 1990 Föstudagur 30. nóvember 1990 Tíminn 9 Umfangsmesta æfing Almannavarna ríkisins hófst í gær, þegar Almannavarnaráð var kallað saman vegna tilbúinna lýsinga á óróleika á svæðinu við TIU DAGA NATTURUHAMFARIR FYRIRHUGAÐAR A REYKJANESI I gær hófst æfing hjá Almannavörnum ríkisins þar sem æfa á viðbrögð við um- brotum á Reykjanesskaga. Fyrsta lota hófst með því að Almannavarnaráð var kallað til fundar í stjórnstöð vegna atburða á svæðinu við Kleifarvatn. Lesendur eru beðnir að taka það til greina að það sem hér fer á eftir er tilbúin lýsing á atburðum, samin af Páli Imsland jarðfræðingi. Æf- ingin Krísa, eins og Páll kallar hana, er ætluð Almannavarnanefndum Suðvestur- lands og almannavarnaráði ríkisins til um- hugsunar og viðbragða eins og um náttúr- lega atburðarás væri að ræða. „Á þessu ári hefur af og til orðið vart við jarðskjálfta á Krísuvíkursvæðinu og hafa einstöku þeirra fundist greinilega í höfuð- borginni og orðið fréttaefni fjölmiðla. Jarðskjálftamælar í nágrenni svæðisins hafa skráð nokkra skjálftahrinur á þessu svæði síðan í byrjun febrúar. Þetta er greinilega aukning á skjálftavirkni á þessu svæði og hafa skjálftahrinur heldur farið vaxandi, þ.e.a.s. fjöldi skjálfta í hrinu virð- ist vaxa og styttra er á milli hrinanna nú upp á síðkastið en var fyrr á árinu. Á milli tveggja fyrstu hrinanna á árinu liðu meir en tveir mánuðir, en hrinur hafa komið með um það bil hálfs mánaðar millibili nú í haust. Upptök skjálftanna eru á allstóru svæði. Þungamiðja þess er undir Sveiflu- hálsi. Yfirleitt virðast þessir skjálftar vera grunnir, ná niður á svo sem 4 km dýpi. í skjálfta, sem kom um eftirmiðdaginn þann 16. ágúst og veiðimenn við Kleifar- vatn urðu mjög vel varir við, hrundi grjót á veginn undir hömrunum við vatnið vest- anvert og lenti fólksbifreið þar á hnullungi og skemmdist lítillega. Einnig urðu menn þá varir við að grjótkantur vegarins í vatnsborðinu, skammt frá vatnshæðar- mælinum, hafði raskast lítillega. Náttúruskoðari, sem um þessar mundir var staddur á Innrihöfða við Kleifarvatn, sagðist hafa séð stakan sandmökk eða ryk- ský stíga upp af hlíðinni við norðvestur- enda vatnsins. Það var lítið um sig og þyrl- aðist svo sem 10 m upp í loftið og dreifðist svo eða eyddist. Logn var og kyrrt veður. Fyrirbærið varði í svo sem 3-5 mínútur. Göngumaður, sem gekk um Sveifluháls sunnudaginn 23. september, telur sig hafa séð merki þess að sprungur í móberginu hafa hreyfst nýlega. f þröngum smá- sprungum segist hann hafa séð að þurr sandur hafi sums staðar hrunið niður í sprungurnar. Hann telur að hér sé aðeins um mjög smávægilegar hreyfingar að ræða. Maður þessi þekkir svæðið í kring- um Móhálsa mjög vel og fer þar oft um. Veiðimenn hafa sagt ýmsar sögur af því, sem þeir telja að sé óvenjulegt eða óeðli- legt við Kleifarvatn og þeir hafa ekki veitt athygli fyrr en á síðastliðnu sumri. Til dæmis telja þeir meiri „ólgu“ í vatninu en venjulegt er. Þeir segja að hún sé bundin við afmarkaða staði og sé nokkuð óreglu- leg, komi og fari. í einstöku tilvikum hafa þeir orðið varir við dauðan fisk flotinn upp eða rekinn á land. Ekki sjást á honum áverkar. Fyrir hefur líka komið að vatnið í suðurendanum hefur skyndilega gruggast upp á smáköflum, þar sem það er grynnst, án þess að fýrir því væri sýnileg ástæða. Ekki hafa menn veitt athygli neinum um- talsverðum breytingum við hverina á Krísuvíkursvæðinu. Sumir segja reyndar að liturinn á Grænavatni sé orðinn þéttari, gruggaðri eða mettaðri en verið hefur og ekki sjáist jafn langt niður í vatnið. í gær og í dag hafa verið allmiklir jarð- skjálftar á þessu svæði. Skjálftarnir byrj- uðu strax seinni partinn í gærdag. Þeir tóku fyrst fjörkipp snemma í morgun, er tíðni þeirra óx verulega. Þeir standa enn án þess að lát sé á. Alls hafa komið hátt í 50 skjálftar það sem af er sólarhringsins." Rétt er að taka enn og aftur fram að hér er um tilbúna lýsingu á atburðum að ræða. Eins og áður sagði fundaði Almanna- varnaráð og var niðurstaða fundar þess sú að ástandið, eins og það komi fram í tilbú- inni lýsingu Páls, væri þannig að það væri full ástæða til að Almannavarnanefndir á Suðurnesjum væru í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftahrinu við Kleifarvatn. Hrinan sé stærri en gerst hafi á þessu svæði. Hugsanlega megi búast við frekari umbrotum, þó ekki sé hægt að spá um framvindu mála á þessu stigi. Ráðið telur að fólk ætti ekki að vera á ferli á svæðinu í myrkri að nauðsynjalausu, vegna hættu á sprungumyndunum og grjóthruni. Tíu daga tímabil sem endar með hamförum Æfingin sem hófst í gær er umfangs- mesta æfing Almannavarna, sem haldin hefur verið, og mun hún standa næstu 10 daga. Auk Almannavarna ríkisins og 8 al- mannavarnanefnda á höfuðborgarsvæð- inu, Suðurnesjum og Keflavíkurflugvelli, munu 14 stofnanir og stórfýrirtæki, 3 ráðuneyti, 4 félagasamtök, 4 vísindastofn- anir, 10 fjölmiðlar og 7 sjúkrahús tengjast æfingunni á einn eða annan hátt. Æfingin gerir ráð fyrir að náttúruógn muni steðja að höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem í lok tímabilsins muni enda með hamförum. Verður leitast við að reyna að sjá fyrir afleiðingar og hvernig bregðast megi við þeim til varnar og hjálp- ar undir slíkum kringumstæðum, ef upp kæmu. Æfingin verður ekki samfelld á öllu tímabilinu, heldur þannig að stjórn- stöðvar Almannavarna ríkisins og al- mannavarnanefnda verða við störf daglega frá kl. 16 til 18 a.m.k. Unnið verður að úr- lausn mála og samantekt á viðbrögðum á Eftir Stefán Eiríksson öðrum tímum. Páll Imsland jarðfræðingur sér um að skapa náttúruógnina og Will H. Perry, fyrrum forstöðumaður almannavarna í stjómstöð Almannavarna ríkisins í kjallara lögreglustöðvarinnar í Reykjavík. Fyrstutilkynningar um „náttúruhamfarimar" á Reykjanesi eru að berast og menn reyna að meta raunverulega hættu. Timamynd: pjetur. Contra Costa County í Kaliforníu, býr til vandamálin sem skapast samfara þeim. Þeir sem taka þátt í æfingunni vissu ekki fyrr en kl. 15 í gær í hverju fyrsta ógnin var fólgin og klukkan 15 í dag kemur næsta tilkynning og þannig koll af kolli næstu 8 daga í viðbót. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, sagði að þeir fengju daglega forskrift af at- burðunum, en vissu ekkert um það fyrir- fram hvernig þeir væru. „Við settum fram ákveðnar óskir um að við vildum fá æfingu sem reyndi á höfuðborgarsvæðið og Suð- urnesin, á grundvelli náttúruógnar, en síðan létum við þá búa til sviðið,“ sagði Guðjón. Hann sagði í gær, rétt áður en fyrsta tilkynningin barst, að þeir biðu mjög spenntir eftir að sjá hvað myndi ger- ast. „Við fáum upplýsingarnar inn klukkan þrjú og dreifum þeim síðan til almanna- varnarnefndanna á svæðinu og þeirra stofnana sem við teljum að þetta geti varð- að beint. Síðan kemur Almannavarnaráð saman klukkan fjögur, sem og vísinda- mannaráð, og stjórnstöðin er mönnuð. Sama gera almannavarnanefndirnar á hverjum stað. Þá er tekin afstaða til þeirra upplýsinga sem berast, metið hvað þurfi að gera og ef það þarf að fela ákveðnum stofnunum að skipuleggja aðgerðir sínar sérstaklega eða leita upplýsinga hjá þeim, þá hafa þær tíma til þess fram að hádegi daginn eftir til að bregðast við vandanum, allt eftir því hvað fyrirvari er góður. Dag- inn eftir klukkan fjögur er farið yfir það sem gert var og afstaða tekin til nýrra upp- lýsinga og þannig rúllar þetta áfram eins og umalvöru væri að ræða,“ sagði Guðjón. Margfalt betur undirbúnir undir alvöru hamfarir Aðspurður sagðist Guðjón ekki óttast það, ef alvaran tæki við á æfingatímanum. „Þetta kerfi er þannig upp byggt, að ef til þess kemur, þá söðlum við um yfir f alvör- una. Það má segja það, að ef eitthvað gerð- ist núna, þá erum við margfalt betur und- irbúnir heldur en áður því við höfum upp- lýst alla aðila um þessa æfingu og þeir hafa farið vel í gegnum allt sitt kerfi, því þetta er hugsað sem þjálfunaræfing en ekki prófunaræfing. Þess vegna hafa menn virkilega unnið ötullega undanfarna daga að því að þeir geti sem best tekist á við þetta og lært sem mest á þessu, en ef eitt- hvað gerðist í alvöru á æfingatímanum og eftir hann, þá erum við miklu betur undir það búnir að takast á við atburðinn heldur en áður,“ sagði Guðjón. Hann sagði að þeir hefðu lent í því að á æfingatímabili gerðist alvöru atburður, sem þurfti að taka af- stöðu til, og þá var einfaldlega söðlað yfir. Hann sagði að allar upplýsingar um at- burði væru sendir til viðkomandi aðila á faxtækjum og væru vandlega stimplaðir ,Æfing“. Eins og áður sagði, þá stendur æfingin yf- ir í tíu daga og kemur hún til með að enda með hamförum. Guðjón sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig hún kæmi til með að þróast. Atburðarásin gæti verið róleg í fyrstunni eða þá að það yrði byrjað með látum, sem síðan myndu liggja niðri í nokkra daga. „Ég þekki ekki hvernig sér- fræðingarnir setja þetta fram og þeim væri alveg trúandi til að hrekkja okkur," sagði Guðjón. Guðjón sagði aðspurður að æfingar væru í rauninni leikur, en þetta væri alvöruleik- ur að því leyti að þeir væru að reyna að vega og meta styrkleika sína og veikleika og finna út hvað megi betur fara og hvar þekkingin bresti. í lok æfingarinnar verð- ur gerð heildarskýrsla um æfinguna þar sem úttekt verður gerð á þessum þáttum. Almannavarnaæfing af þessari stærðar- gráðu hefur aldrei verið framkvæmd áður á íslandi. „Við höfum haldið svipaðar æf- ingar úti á landi, þar sem u.þ.b. tvær al- mannavarnanefndir hafa verið þátttakend- ur í einu, en þessi er sú allra viðamesta," sagði Guðjón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.