Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.11.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogoiu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS A • NORÐ- AUSTURLANO Á AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 Alþjóöaráðstefna bænda í Brussel fjallar um mannlega þáttinn í tengslum við Úrúgvælotu GATT-viðræðnanna: Islenskir bændur skunda til Belgíu Um 30 þúsund bændur hvaðanæva úr heiminum fjölmenna til Brússel n.k. mánudag í tilefni af ráðherrafundi GATT, en á hon- ura verða Úrúgvæ-viðræðumar svonefndu til lykta leiddar. Vilja bændur með þessu leggja áherslu á taka verði tillit til fleiri sjón- armiða en viðskiptalegra í hugsanlegu GATT-samkomulagi. Þennan sama dag, mánudag, verður í Briissel alþjóðleg ráð- stefna, sem samtök bænda innan EB gangast fyrir. Þar mæta full- trúar frá bændasamtökum EB- ríkja og einnig verða þar fulltrúar frá öðrum ríkjum. Tveir fulltrúar íslenskra bænda verða þar einnig viðstaddir, þeir Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, og Haukur Halldórsson formaður og sitja þeir einnig fund forystumanna bændasamtaka í EFTA-löndunum. Með þessum uppákomum vilja bændur brýna fyrir ráðherrafundi GATT mikil- vægi landbúnaðarins. „Það er fyrst og fremst verið að leggja áherslu á að GATT-sam- komulagið má ekki verða ein- göngu á viðskiptalegum forsend- um, heldur þarf að taka tillit til annarra þátta einnig," sagðj Hák- on í samtali við Tímann. Bændur hafa bent á ao gagn- kvæmt viðskiptasamkofnulag GATT-ríkja sé ótvírætt hagsmuna- mál búvðruframleiðenda um allan heim. Bændur mótmæla því hins veg- ar að þröngir viðskiptahagsmunir ráði ferðinni í viðræðum sem snerta jafn viðkvæmt og vanda- samt svið og búvöruframleiðsla er, Þeir telja slíkt geta valdið óstöðugleika á heimsmarkaðs- verði, auk þess að stofna matarör- yggi í heiminum í voða, auk stór- aukinnar hættu á rányrku, um- hverfisspjöllum og byggðahruni. Bændur benda á að GATT-viðræð- j urnar skili því aðeins árangri að fjallað verði raunsætt um málefni landbúnaðarins og tekið mið af öllum þáttum hans. „Þessar að- gerðir bænda í Brússel eru ekki til að mótmæla GATT-samkomulag- inu í sjálfu sér, heldur leggja áherslu á að fleira skiptir máli,“ sagði Hákon að lokum. -hs. Tíniiim FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER1990 Kosning í bankaráð Seðlabankans dregur dilk á eftir sér: Guðmund- urerfa^ inn í fýlu Guðmundur Ágústsson, þing- flokksformaður Borgaraflokksins, hefur lýst því yfir að hann sé hætt- ur stuðningi við ríkisstjómina. Hann hefur gert forsætisráðherra grein fyrir ákvörðun sinni. Guð- mundur segist vera ósáttur við ýmis- legt sem þessi ríkisstjórn hefur tekið sér fyrir hendur. Kornið sem fyllti mælinn var, að sögn Guðmundar, að Borgaraflokkurinn fékk ekki fúlltrúa í bankaráð Seðlabankans. Borgara- flokkurinn setti fram kröfu um að fá fulltrúa í bankaráðið og var talað um að Guðmundur yrði fulltrúi flokks- ins í ráðinu. Guðmundur segir að hann muni eftir sem áður greiða atkvæði með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar, þegar þau koma til atkvæða- greiðslu í sameinuðu þingi. Guðmundur situr í efri deild, en þar hefur ríkisstjórnin tryggan meirihluta þrátt fyrir þessa ákvörð- un Guðmundar. -EÓ Gísli Sigurðsson læknir: Svíarnir fara í dajg en Gísli situr eftir Gísli Sigurðsson læknir fær ekki að fara með Svíunum sem fengið hafa leyfi til að yfirgefa írak. Svíamir munu yfirgefa Irak í dag. Að sögn Finnboga Rúts Araarsonar hjá ut- anríkisráðuneytinu er verið að kanna ýmsar leiðir til að fá Gísla lausan. Hann vildi ekki upplýsa hvaða leiðir það væm. Sænski sendiherrann í írak talaði máli Gísla við ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins í írak á dögunum. Gísli segir sjálfur að það geti tekið viku til tíu daga að sjá hvort eitthvað komi út úr þessari málaleitan sænska sendiherrans, en er bjart- sýnn á aö málið leysist. Ættingjar Gísla hafa farið þess á leit við Albert Guðmundsson, sendi- herra í París, að hann fari til íraks til að fá Gísla lausan. Albert mun vera tilbúinn til þess, en er sagður bíða fyrirmæla frá Jóni Baldvini Hanni- balssyni utanríkisráðherra. Finn- bogi Rútur kannaöist ekki við að ut- anríkisráðuneytið væri í sambandi við Albert út af þessu máli. —khg. Ekiö var á gangandi vegfaranda á Suðurgötu á móts við Hótel Sögu í Ijósaskiptunum í gærkvöldi. Konan, sem ekið var á, handleggs- brotnaði og marðist illa. Timamynd: Ámi Bjama DaIm am 9 llAvfAlct Dclra wil ð nonoiM Harður árekstur varð á gatnamót- um Lönguhlíðar og Miklubrautar síðdegis í gær. Tveir bflar rákust saman. Slysið varð með þeim hætti að bfll, sem var ekið suður Lönguhlíð, hugðist beygja til austurs inn á Miklubraut, en lenti við það á bíl sem ók norður Lönguhlíð. í öðrum bflnum var stúlka, sem siasaöist tnikið, en í hinum voru tveir drengir sem siösuðust minna. Aðkoma á stys- stað var siæm og var um tíma ótt- ast að kvikna myndi í bflunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.