Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 1. desember 1990 ms SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri Súkkulaðiterta með koníaki Notið FLÓRU smjörlíki og baksturinn bregst ekki! Botnar: Hrærið 200 g sykur, 200 g Flóru smjörlíki og 3 egg. Sigtið 200 g hveiti, 3 msk. kakó og V3 tsk. lyftiduft og hrærið allt saman. Bakist í tveimur formum við 200 gráður C í 8-11 mínútur. Krem: Þeytið saman 200 g flórsykur og 200 g Flóru smjörlíki. Bætið í V2 stk. af ljósum súkkulaðihjúp og 2 msk. af koníaki. Skreyting: Rifið súkkulaði og marsípan. Verði ykkur að góðu! BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK - SÍMl 26102 Hverfaskipulag, Borgarhluti 2 Vesturbær sunnan Hringbrautar Orðsending frá Borgarskipulagi til íbúa og hagsmunaaðila Borgarskipulag Reykjavíkur boðar til fundar um drög að hverfaskipulagi borgarhluta 2, Vestur- bæjar sunnan Hringbrautar. Borgarhlutinn af- markast af sjó og mörkum Reykjavíkur og Sel- tjarnarness að vestan, Hringbraut að norðan og Óskjuhlíð að austan. Fundurinn verður haldinn í Hagaskóla, Fornhaga 1, miðvikudaginn 5. des- ember kl. 20:30. Á fundinum verður kynning á byggð í borgarhlutanum, umferð, leiksvæðum og öðrum útivistarsvæðum. íbúar og aðrir hags- munaaðilar á þessu svæði eru hvattir til þess að mæta á fundinn. Vilborgarsjóður Starfsmannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst 5. desember og stendurtil 18. desember. Umsækj- endur komi á skrifstofu félagsins eða hafi sam- band í síma 681150 eða 681876. Stjóm Starfsmannafélagsins Sóknar. Kvenfélagasamband Kópavogs heldur jólakökubasar og selur kaffi með vöffium sunnudaginn 2. desember kl. 15-18 í Félags- heimili Kópavogs á 2. hæð. Óvænt skemmtiatriði! Fjáröflunamefndin. Inn til fjalla. PÁLMI EYJÓLFSSON, HVOLSVELLI: Komin er út III. bókin „Græðum ísland — Landgræðslan 1989- 1990“. Bókin er eins og áður fal- lega útgefln. Meðal efnis: - Landgræðslustarfið - Brot úr sögu jarðvegs og gróðurs - Búfjárframleiðsla og gróðurvemd - Lausaganga búfjár - Ferðamál og gróðurvemd - Gróðurvemd í öðrum löndum - Svipmyndir úr landgræðslustarfi áhugafólks - Leiðbeiningar um landgræðslu - Rannsóknastörf og nýjungar í landgræðslu í bókinni eru 20 kaflar eftir ýmsa höfunda og fjölmargar litmyndir, sem sýna mikinn og góðan árangur við uppgræðslu örfoka lands. Þegar komið er að Gunnarsholti á sunnudegi vekja hinir grónu sandar athygli og bera vitni um árangurs- ríka starfsemi undir stjórn áhuga- samra kunnáttumanna, svo og hinn stóri og velhirti trjágarður. Þá er og umhirða utan húss og innan með þeim hætti, að þeir sem sjá um opin- berar stofnanir hafa þar góða fyrir- mynd. Þeir hafa skoðað gróður og gróður- leifar fyrir ofan 200 til 400 metra hæðarmörk og reynt að geta í eyð- urnar. Þeir hafa beitt þekkingu sinni til þess að álykta um gróðurfar fýrir 500 til 2000 árum með samanburði staðhátta og veðurfars, sem lesa má úr ýmsum gögnum, við núverandi aðstæður. Niðurstaðan er ekki ein- hlít og getur aldrei orðið það. Oftast er sagt sem svo að um 60-65% lands hafi verið gróin fyrir um 2000-2500 árum. Samkvæmt því gæti hlutfallið hafa verið orðið um 50-55% með versnandi veðurfari á tíð landnáms. Sumir telja reyndar að 2/3 hlutar Iands hafi enn verið grónir við land- nám. Reyndar skiptir okkur ekki megin- máli hvert hlutfall þetta var, heldur er hitt mikilvægast að núverandi gróðurfar meginhluta lands neðan 400-600 metra hæðarlínu er ekki f neinu samræmi við meðalárferði. Um orsakir má deila. Sumir halda því fram að náttúruöflin ein eigi alla sök. Aðrir halda því fram að land- búnaðurinn sé ein meginorsök eyð- ingarinnar. Hvorugt er í sjálfu sér rétt ef litið er á landið í heild; um samverkandi áhrif þessara og fleiri áhrifavalda er að ræða. Öfgar og for- dómar á báða vegu hafa orðið til að seinka því að okkur takist að sigrast á eyðingunni og bæta það sem úr- skeiðis hefur farið. Fræðsla og mark- viss þekkingaröflun er því mikilvæg, ekki síst til að tryggja að nýting lands verði í samræmi við náttúru- gæði svo og til að veita yfirvöldum fjármála þá hvatningu og aðhald sem nauðsynleg er til að efla starfið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.