Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 1. desember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK> OLDRUÐ EKKJA MYRT Tl L FJÁR! Það var eldsnemma á laugardagsmorgni þann 25. júní 1983 að kona ein í Walla Walla í Washington-ríki leit út um glugga og sá op- ið garðshlið og nethurð í næsta húsi. Henni fannst þetta einkar óvenjulegt, því Christine Zacharías, 88 ára gömul grannkona henn- ar, lokaði undantekningarlaust dyrum sínum með nethurðinni og hlið hennar stóð aldrei opið, ekki einu sinni meðan hún fékk sér stutta gönguferð meðfram næstu húsum. - Mér datt helst í hug aö hún hefði skroppið í gönguferð, sagði konan seinna við lögregluna. - Ég hringdi í konuna í húsinu hinum megin við Christine til að spyrja hvort hún hefði séð hana á gangi, en svo var ekki. Þegar hliðið og nethurðin voru enn óhreyfð um hádegið fannst konunni hún þurfa að gera eitthvað, svo hún hringdi til bestu vinkonu gömlu kon- unnar, en sú bjó handan götunnar, allnokkru neðar. Klukkan var rétt rúmlega eitt þegar vinkonan fór að heiman frá sér og gekk yfir götuna að húsi Christine. Hún ákvað að fara eld- húsdyramegin og kom þar að opnum dyrum. Hún kallaði á Christine en fékk ekkert svar. Þá læddist hún var- lega inn, en ekki leið nema andartak þar til hún kom hlaupandi út, fór rak- leitt í næsta hús og hringdi á sjúkra- bíl. - Christine er meidd og þarfnast hjálpar, sagði hún grannkonunni. Hún vissi hins vegar ekki að enginn mannlegur máttur gat lengur hjálpað Christine. Það hefði ekki verið útilok- að ef hún hefði komið á vettvang svo sem 16 tímum fyrr. Dan Seese hjá slökkviliðinu kom fyrstur á staðinn og sá þegar í stað að gamla konan hafði verið látin í að minnsta kosti hálfan sólarhring. Blóðugt lík hennar lá á rúminu í svefnherberginu sem vissi út að göt- unni. Seese fór þegar inn í stofu til að hringja á lögregluna. Hann vildi ekki nota talstöðina í sjúkrabílnum, því hann vissi að öll samtöl þar voru hler- uð, ekki aðeins af blaðamönnum heldur ýmsum áhugamönnum sem áttu nauðsynleg tæki. Hann vildi vekja sem minnsta athygli á málinu. Hins vegar reyndist síminn hafa verið slitinn úr veggnum þannig að Seese neyddist til að nota talstöðina. Walla Walla er í suðaustanverðu Washington-ríki, skammt frá landa- mærum Oregon-ríkis, og þar eru rík- isfangelsin. Hins vegar er fátt um glæpi í bænum og morðið á gömlu konunni varð fólki mikið áfall, eink- um nágrönnunum. Nágrannar sáu ekkert Mike Kyle frá rannsóknarlögregl- unni og tæknimaðurinn Steve Ruley voru kallaðir út af heimilum sínum og sérfræðingum rannsóknarstof- unnar í Kennewick gert viðvart. Lög- reglulæknirinn kom á vettvang og kvað óhjákvæmilegt að meinafræð- ingur í Seattle annaðist krufningu líksins. Ekki var hægt á staðnum að ákvarða nákvæmlega dánarorsökina, en svo virtist sem Christine hefði verið bar- in, ef til vill með krepptum hnefum eða sljóu barefli, og hugsanlega hafði henni verið misboðið kynferðislega. Blóðslettur voru á veggjum og í lofti herbergisins en mestar þó á rúllu- tjaldinu fyrir glugganum, en hann var við höfðagafl rúmsins. Meðan Ruley kannaði aðstæður og leitaði sönnunargagna, ræddi Kyle við nágrannana. Fyrst hitti hann kon- una sem leit út um gluggann sinn klukkan sex um morguninn. Hún sagði að þótt þær Christine hefðu ekki verið nánar vinkonur hefðu þær stundum litið inn til hvor annarrar og spjallað saman þegar þær hittust úti í samliggjandi görðum sínum. Konan kvaðst fyrst hafa reynt að hringja til Christine um hálftíuleytið, en ekkert svar fengið. Upp úr hádeg- inu hefði hún síðan hringt til vin- konu gömlu konunnar og beðið hana að athuga málið. Það var vinkonan sem fann líkið. Þar sem ljóst þótti að Christine hefði verið myrt kvöldið áður spurði Kyle konuna hvort hún hefði veitt nokkru óvenjulegu athygli þá. Hún sagðist hafa haft öll böm sín og fjölskyldur þeirra í heimsókn; að hjá sér hefðu því verið 15 til 20 manns og því eng- inn tími aflögu til að fylgjast með neinu utanhúss. Þar næst fór Kyle til konunnar sem bjó í húsinu við hina hlið húss Christ- ine. Hún hafði búið þar síðan 1943 og þær Christine sátu iðulega á verönd- inni hvor hjá annarri og spjölluðu saman. Konan sagði að Christine hefði vissulega ekki verið ljúf í um- gengni oft á tíðum. Hún hefði verið ákaflega vanaföst, dómhörð og for- dómafull og látið hvem sem var heyra skoðanir sínar óþvegnar. - Ef hún var hjá mér og sagði eitt- hvað sem mér Iíkaði ekki, bað ég hana bara að fara heim til sín og hún gerði það, sagði konan. - Hún kom oftast aftur eftir einn eða tvo daga og spurði hvort hún mætti tala við mig núna. Við settumst á pallinn og gátum átt góðar samræður þar til hún byrjaði að tala um eitthvað sem mér líkaði ekki. Þá bað ég hana bara að fara heim. Þannig var samband þeirra og þessi kona gat ekki, fremur en grannkonan hinum megin, ímyndað sér neinn sem vildi Christine feiga. Gamla kon- an var síður en svo auðug, húsgögn hennar voru gömul og verðlítil og einu tekjur hennar vom ellilífeyrir- inn. Mikið leitað í húsinu Vinkonan sem fann líkið sagði að Christine hefði ekki átt bankareikn- skugga um að klukkan var í besta lagi. Tómt veski Christine fannst á borði í stofunni og skammt frá var síminn slitinn úr sambandi. Morðinginn hafði greinilega einnig leitað í stof- unni, en ekki jafn rækilega og í her- berginu. Vírklippur fundust á gólfinu við rúmið og framan við dymar lá hand- fang sem virtist vera af kommóðu- skúffu. Á því var blóð og nokkur grá hár. Báðir þessir hlutir gátu hafa ver- ið notaðir sem barefli og í eldhúsinu var einnig hamar. Blóðugar húðtægj- ur fundust á stofugólfinu við eldhús- dyrnar og benti það til að ráðist hefði verið á Christine í stofunni og hún síðan dregin inn í svefnherbergið. Á rúminu lá innihald veskisins en engir peningar. Líkið var alklætt, þótt fötin væru öll úr lagi færð af átökunum. Um hálsinn var bundinn svartur trefill úr þunnu efni. Mikið blóð var á rúmfötunum við höfuð líksins og stór blettur á koddaveri. Slettur vom um allt her- bergið. Einkennilegt ávarp Gorski sérfræðingur frá Kennewick kom á staðinn um fimmleytið síðdeg- is og hóf þegar að gera sér grein fyrir hvernig glæpurinn hefði verið fram- inn. Hann var mjög nákvæmur í at- hugunum sínum og útreikningum. Hann veitti athygli skrýtna blettinum á koddaverinu og sagði að blóðugur hlutur hefði verið lagður á koddann, Joe Aguilar var verkamaður þar til hann kynntist Susan Cummings. Hún taldi hann á að gerast heldur morðingi. ing, en geymt peningana sína í hús- inu, oftast undir mottu eða púða í hvíldarstól sínum. Hún hefði jafnan gætt veskis síns vel og yfirleitt van- treyst öðmm til að fara með peninga sína. Að því lögreglan komst næst hafði verið þröngt í búi hjá gömlu konunni, svo jaðraði við skort. - Hvemig stóð á að þú fórst til henn- ar í þetta sinn? spurði Kyle. - Grannkona hennar hringdi til mín og sagði að eitthvað hlyti að vera að hjá Christine, þar sem nethurðin og garðshliðið stæði hvort tveggja opið. Þau væm ævinlega lokuð. Þá skrapp ég yfir til að líta eftir gömlu konunni. Konan lýsti aðkomunni: - Hún lá þversum á rúminu og breitt var yfir hana alla nema höfuðið. Andlitið var blátt. Ég vissi að hún var dáin og hraðaði mér út til að kalla á hjálp. Ruley tæknimaður sagði Kyle að svo virtist sem morðið hefði verið framið milli klukkan níu og hálftíu kvöldið áður. Leitað hefði verið rækilega í herberginu og rafmagnsklukka slitin úr sambandi. Hún hafði stansað kl. 9.17 og var því rökrétt að álykta að morðinginn hefði verið í húsinu á þeim tíma. Síðar var gengið úr Susan Cummings tjáöi lögreglunni aö hún hlyti aö vera grunuð, þar sem hún hafði unniö fyrir gömlu konuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.