Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. desember 1990 HELGIN 19 KmAl sakamál sakamál sakamál sakamál sakamál greinilega ójafri. Sléttur hlutur hefði skilið eftir öðruvísi blett. Til fóta í rúminu fannst vinnuvett- lingur og Gorski taldi eftir gaumgæfi- lega athugun að bletturinn á koddan- um gaeti verið eftir hann. Ljóst var að gamla konan gæti ekki átt slíkan vett- ling. Því taldist rökkrétt ályktun að morðinginn hefði verið með hann. Ef til vill var hann enn með þann á móti og ekki yrði ónýtt fyrir lögregluna að grípa kauða þannig. Leitin að sönnunum barst nú út fyr- ir húsið. Að húsabaki var viðarstafli. - Við leituðum í honum að einhverju vopni, útskýrði Ruley síðar. - Þá fund- um við hinn vettlinginn. Á honum var ögn af blóði, en of lítið til að greinast. Talið var næsta víst að allt blóðið væri úr fómarlambinu, því Christine var bæði gömul og veik- burða og því ólíkleg til að hafa sært árásarmanninn. Trefjar úr gólftepp- inu í stofunni fúndust í húsasundinu út frá bakdyrunum og því var talið að morðinginn hefði flúið þá leiðina. Kyle leitaði niður sundið en fann ekkert merkilegL Hann rak nefið nið- ur í sorptunnur en morðinginn kynni að hafa fleygt einhverju en varð einskis var. Meðan á því stóð teiknaði Doug Stender félagi hans gmnn- mynd af húsinu og merkti inn á hana hvar helstu sannanir fúndust. Þegar Kyle nálgaðist enda stígsins kom hann auga á tvær unglingsstúlk- ur í bakgarði húss sem sneri út að næstu götu. Önnur þeirra gekk rak- leitt að girðingunni hjá Kyle og sagði ósköp blátt áfram: - Mér skilst að ég sé gmnuð. Vissulega kom þessi athugasemd Kyle mjög á óvart. Nafn stúlkunnar hafði borið á góma í viðtölum við ná- grannana, því hún hafði þekkt Christ- ine og unnið fyrir hana í garðinum stöku sinnum. Hins vegar hafði ekki hvarflað að neinum að gmna stúlk- una. Raunar vom allir jafngmnaðir á þessu stigi málsins, þangað til þeir vom útilokaðir af listanum. Kyle spurði 16 ára stúlkuna hví hún segði þetta og hún svaraði að bragði að sögusagnir þess eðlis væm famar að berast um nágrennið. Hún hefði vissulega hjálpað Christine og oft far- ið inn til hennar og spjallað við hana. Það vissu allir og því væri kannski eðlilegt að fólk tengdi hana morðinu. Sjálfri fyndist sér eðlilegra að fólk legði spilin á borðið í stað þess að pískra. Peningabudda horfin Af svo ungri stúlku að vera fannst Kyle hún skörp. Hún vissi ekki frem- ur en aðrir í grenndinni um morðið fyrr en um morguninn. Stúlkan sagði að Christine hefði verið indæl, en stundum dálítið erfið. Varla væri það samt ástæða til að myrða hana. Meðan stúlkan talaði skrifaði Kyle hjá sér ýmis atriði, þar á meðal þá staðreynd að heimili hennar var inn- an við 30 metra frá garðshomi gömlu konunnar. Morðinginn hlaut að hafa flúið fram hjá heimili stúlkunnar. ,Jdér skilst að ég sé grunuð." Þessi orð ómuðu lengi í huga Kyles. Svona kynnti enginn sig fyrir lögreglunni. Nú hófst kmfning líksins og þegar læknirinn afklæddi það gerði hann Kyle þegar viðvart. Ljóst var að þrátt fyrir fötin hafði gamla konan verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Það atriði var nánar rannsakað síðar en ekki fannst neitt sæði. Víða á líkamanum vom áverkar eftir harðan, tenntan hluL Læknirinn taldi að morðinginn hefði barið Christine í höfuðið með hnefunum og sljóu barefli. Efri kjálk- inn, nefið, ennisbein og kinnbein vom brotin. Blætt hafði mikið inn í augun. Þá var hálsbein brotið, bringubeinið og þrjú rif. Eitt þeirra stakkst í annað lungað. Dánarorsökin var köfnun af völdum súrefniskort vegna rifbrotanna. Læknirinn var þeirrar skoðunar að höfuðáverkamir gætu verið eftir skúffuhandfangið og jafnvel vírklippumar. Þrátt fyrir nákvæmni læknisins vom Kyle og félagar engu nær því að finna morðingjann. Allt blóð sem hægt var að greina var úr Christine og ekki var hægt að ákvarða blóðflokk morðingj- ans af sæði hans. Ættingjar og vinir gömlu konunnar hjálpuðu lögregl- unni við að skrá eigur hennar og í Ijós kom að það eina sem vantaði var pen- ingabudda sem ekki gátu hafa verið nema fáeinir dollarar í. - Kannski við verðum heppnir og getum tengt einhvern vinnuvettling- unum, sagði Doug Stender bjartsýnn, þótt hann vissi að það eitt nægði ekki til ákæm. Slíkir vettlingar vom al- gengir og nánast vonlaust að byggja upp morðákæm á tilvist þeirra einni. Að kvöldi sunnudagsins var sá fyrsti gmnaði handtekinn í sambandi við morðið, en hafi menn þá haldið að málið væri að leysast skjátlaðist þeim hrapallega, því enn áttu eftir að líða tvö ár þar til nokkur var ákærður. í þetta sinn var 18 ára innbrotsþjófur handtekinn. Hann gekk laus gegn skilorði og var yfirheyrður einungis vegna þess að morðið virtist hafa ver- ið framið í tengslum við innbrot. Sögusagnir um auðlegð Lögreglan komst hins vegar að því er hún yfirheyrði piltinn að sögusagnir höfðu gengið um það á götunni að Christine Zacharias geymdi hvorki meira né minna en 80 þúsund dollara heima hjá sér. - Hver sagði þér það? spurði Kyle piltinn. - Susan Cummings, svaraði hann af bragði. Susan Cummings þessi var engin önnur en stúlkan sem ávarpað hafði Kyle með hinum undarlegu orðum við girðinguna daginn áður. Pilturinn sagðist hafa hitt hana eftir morðið og þá hefði hún verið í nýjum fötum frá hvirfli til ilja. Hann kvaðst hafa spurt hana hvemig hún hefði ráð á slíku og hún svarað því til að hún hefði fengið peninga hjá Christine. - Hún heimsótti hana og fékk kaffi og meðlæti. Auk þess sagði hún að sú gamla ætti helling af peningum, ein 80 þúsund, og geymdi þá alla í hús- inu. Pilturinn bætti því við að sér hefði heyrst á Susan að hún hefði fengið peningana með því að ræna þeim. Hann kvaðst hafa beðið Susan að segja sér hvar peningamir væru, svo hann gæti tekið þá og þau gætu síðan skipt þeim á milli sín. Susan hefði neitað því, þar sem hún og vinir hennar hefðu í hyggju að hirða þá sjálf. Susan hefði skýrt tilvist pening- anna með því að maður Christine hefði mörgum ámm áður selt búgarð og einhvers staðar hlyti ágóðinn að vera, fyrst sú gamla átti ekki banka- reikning. Auðvitað voru þessir peningar ekki til. Christine hafði lifað við fátæktar- mörk og hefði hún átt þessa peninga vom þeir löngu gengnir til þurrðar. Þegar Kyle hélt áfram að tala við pilt- inn kom í ljós að Susan hafði greini- lega oft nælt sér í peninga hjá Christ- ine, án þess að gamla konan vissi. Minningar gömlu konunnar um löngu liðna vel- mektardaga kveiktu þá flugu í kolli unglingsins að hún hlyti að lúra á peningum. Ekki dugði minna en myrða hana til að nálgast pen- ingana sem auð- vitað voru engir til. Það tók tvö ár að finna morðingjann Susan vissi augljóslega að Christine átti ekki bankareikning, heldur geymdi aurana sína undir púðum og mottum. Hún hafði oft spjallað lengi við Christine og heyrt sögur frá vel- mektarámnum þegar Zacharias- hjónin áttu búgarð sem þau sfðar seldu. Þaðan fékk Susan þá hugmynd að peningamir hlytu að vera til enn. Kyle vissi að það væm mistök að byggja upp ákæm á frásögn unga innbrotsþjófsins eingöngu. Mun meira þurfti til og þá var hann ekki viss um að Susan Cummings væri morðinginn, einkum ekki þegar hann heyrði hálfum mánuði síðar að ung- ur, mexíkanskur landbúnaðarverka- maður hefði sést á hlaupum við morðstaðinn kvöldið sem morðið var framið. Hún tilkynnti lögreglunni það. Ungi Mexíkaninn var stöðvaður fyrir umferðarlagabrot og kona sem átti leið hjá þekkti hann þegar í stað sem manninn sem hún hafði séð hlaupa út húsasundið við bakdyr Christine Zacharias morðkvöldið. Hann var löglegur innflytjandi með atvinnu- leyfi og bjó í innflytjendabúðum í út- jaðri Walla Walla, en þar réðu bændur vinnumenn sína yfir uppskemtím- ann. Böndin berast að Susan Kyle hafði þegar samband við yfir- mann búðanna sem gegndi því starfi að skrá vistmenn og fylgjast með þeim. Hann leit í skrár sínar og sagði að þessi Mexíkani hefði verið í búðun- um tiltekið kvöld. Hann minntist þess jafnvel að hafa talað við hann. Þetta virtist pottþétt fjarvistarsönn- un. Kyle fékk húsleitarheimild, lagði hald á föt mannsins og lét taka af honum blóð- og sæðissýni meðan hann sat í fangelsinu vegna umferð- arlagabrotsins. Sérfræðingar á rann- sóknarstofunni fundu ekkert sem tengt gæti manninn morðinu og auk þess kom fleira fram sem nánast úti- lokaði hann. Til dæmis vom dýrahár á nánast öllum fötum hans. Hefði hann ráðist á Christine, hlytu slík hár að hafa fundist inni hjá henni, en svo var ekki. Þannig stóðu málin næsta hálft ann- að ár, en á þeim tíma komst lögreglan í samband við afgreiðslustúlku í mat- vömverslun í hverfinu. Stúlkan sagð- ist hafa séð konu sem hefði undir höndum sérkennilega peningabuddu Christine Zacharias. Buddan væri auðþekkt, því gamla konan hefði verslað þama daglega og alltaf borgað í reiðufé úr buddunni. - Yfirleitt var hún með seðla, sagði stúlkan. - Þegar fór að líða á mánuð- inn þurfti hún hins vegar að hrista smápeningana úr buddunni. Stúlkan gat lýst veski gömlu konunnar ná- kvæmlega, en það hafði lögreglan fundið heima hjá fómarlambinu. Buddan var gömul og slitin og fóðrið að mestu laust, svo að smápeningam- ir festust gjaman í því. Stúlkan kvaðst hafa orðið hrædd þegar hún sá skyndilega budduna í höndum ann- arrar konu í búðinni. Haft var samband við viðkomandi konu, sem var í tengslum við Susan Cummings. Hún neitaði að hafa séð budduna eða haft hana undir hönd- um og allra síst hefði hún fengið hana hjá Susan. Lögreglan fann budduna aídrei. Búðarstúlkan var svo staðföst í framburði sínum að hún var seinna mikilvægt vitni við réttarhöldin. Þær upplýsingar sem urðu til þess að morðingi Christine Zacharias fannst loks, í ársbyrjun 1985, komu frá ólík- legasta aðila: Yfirvöldum í Texas. Þar hafði ung stúlka á flækingi verið tekin í vörslu lögreglunnar grunuð um aðild að morði. Hún játaði aðild- ina og bæti við að hún hefði líka verið vitni að morði á gamalli konu í Walla Walla. Þegar lögreglan hringdi til Ky- les og spurði hvort hann hefði í fórum sínum óupplýst mál um morð á gam- alli konu, var sem rafstraumur færi um hann. Vitni að morðinu Unga stúlkan var flutt til Washing- ton eftir að Texas-lögreglunni hafði ekki tekist að finna neitt sem tengdi hana morðinu í Texas, þótt hún vildi endilega hafa það þannig. Stúlkan leysti þegar frá skjóðunni og sagði allt sem hún vissi um morðið á Christine Zacharias. Hún hafði aðeins verið 14 ára þá, en vinkona hennar, Susan Cummings, 16 ára. Þær höfðu verið að drekka ásamt nokkrum piltum og reykt marijuana fyrr um daginn. Um kvöld- ið börðu þær að dyrum hjá Christine og var hleypt inn. Einn piltanna, Joe Aguilar, ruddist inn á hæla þeim. Stúlkan sagðist ekki hafa haft hug- mynd um hvert erindið til gömlu konunnar væri, enda hefði hún verið svo hátt uppi að hún fylgdist ekki með samræðum hinna. Hún sagði að Joe hefði verið með gyllt hnúajám, en hann hefði ekki slegið gömlu konuna í gólfiö með þeim, heldur gúmmí- kylfu og þau Susan síðan dregið hana inn í svefnherbergið. Sjálf hefði hún orðið eftir frammi við dyr og verið skipað að huga að mannaferðum. Hún heyrði óp og kvein innan úr her- berginu. - Ég var gersamlega frosin, sagði stúlkan. - Gamla konan hljóðaði og kveinaði, sífellt lægra og loks þagnaði hún. - Loks kom Susan og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Við fórum út um bakdymar og heim til hennar. Fram til þessa hafði lögreglan ekki haft nægar sannanir til að tengja Sus- an morðinu. Hins vegar virtist Ijóst að hún hafði skipulagt allt og fengið Joe Aguilar til liðs við sig. Það var frá- sögn stúlkunnar sem leysti málið. Mike Kyle tókst með dyggri aðstoð margra félaga sinna að byggja upp mál gegn Susan Cummings, þá 18 ára, og Joe Aguilar sem orðinn var tví- tugur. Þau vom formlega ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði í febrúar 1985. Vitað var að Susan hafði átt upptökin og skipulagt verknaðinn. Þegar Joe Aguilar bauðst til að vitna gegn henni í staðinn fyrir að fá dóm sinn mildað- an, féllust yfirvöld á það. Joe játaði á sig annarrar gráðu morð og fékk 20 ára fangelsi áður en réttar- höld yfir Susan hófust. Framburðir Joes og 16 ára vinkonu Susan felldu hana. Seint í maí 1985 féll yfir henni lífstíðardómur án möguleika á náð- un. Dómnum var áfrýjað en hæsti- réttur staðfesti hann árið eftir. Christine Zacharias var 88 ára og lifði nánast við fátæktarmörk en eitt sinn hafði hún selt búgarð sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.