Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur4. desember 1990 Tveir togarar Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hafa stöðvast og sá þriðji er að stöðvast: DEILT UM HEIMA- LÖNDUNARÁLAGIÐ Sjómenn á togurunum Barða og Bjarti frá Neskaupstað hafa lagt niður störf og liggja togararnir nú við festar í höfninni í Neskaup- stað. Sjómenn segjast krefjast þess að fá heimalöndunarálagið hækkað upp í 28%. Þessari kröfu hafa forráðamenn Sfldarvinnsl- unnar hafnað, en vilja tengja lausn deilunnar við hlutdeild í útflutt- um físki. Barði átti að fara út á föstudag og Bjartur á sunnudaginn. Þriðji togari Síldarvinnslunnar, Birtingur, er enn á veiðum, en kemur inn á morgun. Hann fer ekki út aftur vegna þess að hann er búinn að veiða upp í þær fiskveiðiheimildir sem hann hefur. Sjómenn á Birtingi standa með fé- lögum sínum á Barða og Bjarti. Sjómenn á Eskifirði og Fáskrúðs- firði stóðu í aðgerðum í haust og segja sjómenn á Neskaupstað að þeir séu að krefjast þess sama og félagar þeirra víða um land hafa þegar feng- ið. Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar segir þetta ekki rétt. Kjör sjómanna á Neskaup- stað séu síst verri en annars staðar á landinu. Síldarvinnslan hefur boöið 30% álag á heimalandaðan fisk ef að sjó- menn sleppa allri hlutdeild í útflutt- um fisk. Sjómenn hafa alfarið hafn- að þessu tilboði og segja að ef þeir myndu taka því væru þeir að stíga skref áratugi aftur í tímann. „Við eru að berjast fyrir því að fá það sama og aðrir hafa þegar fengið allvíða um landið", sagði Jón Ingi Kristjánsson trúnaðarmaður á Bjarti. Hann tók sem dæmi að krafa sjómanna á Nes- kaupstað væri um að njóta sömu kjara og sjómenn á Fáskrúðsfirði njóta. Jón Ingi sagði að mikil harka væri að færast í þetta mál allt. Sjómenn væru búnir að berjast fyrir breyt- ingu á heimalöndunarálagi síðan í september. Ekkert hefði verið komið á móts við kröfur þeirra og því væri málið komið í þann farveg sem það er í núna. Finnbogi Jónsson vildi engu spá um framgang málsins. „Málið er í biðstöðu“, sagði Finn- bogi. Verkalýðsfélagið á Neskaupstað hefur þrýst á lausn málsins, en horf- ur eru á að lítið verði að gera hjá fiskvinnslufólki hjá Síldarvinnsl- unni ef togararnir koma ekki með afla að landi. Aflinn sem Birtingur kemur með á morgun mun þó væntanlega duga fram eftir vikunni. -EÓ Kratar á Austur- landi stilla upp Alþýðuflokkurinn í Austur- landskjördæmi samþykkti á kjördæmisþingi á Reyðarfirði um helgina, framboðslistann rrir Alþingiskosningamar í vor. efsta sæti verður Cunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Breiðdal, annar Hermann Níels- son íþróttakennari á Egilsstöð- um og þriðja er Magnhildur Gísladóttir húsmóðir í Horaa- firði. Aðrir á listanum veröa Magnús Guðmundsson skrifstofumaður á Seyðisfirði, Ásbjöra Guðjóns- son bifvélavirki Eskiflrði, BjÖra BjÖrnsson bóndi Norðflrði, Katrín Ásgeirsdóttir bóndi Jök- uldal, Arí Hallgrímsson vél- gæslumaður Vopnaflrði, Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri Reyðarfirði og Stefán Bene- diktsson þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. -hs. Neytendasamtökin: ÁLYKTUN UM LANDBÚNAÐ „Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á að röng stjómun í land- búnaði hefur leitt af sér allt of hátt verð á landbúnaðarafurðum. Jafnframt hefur fjölmörgum bændum verið gert nær ókleift að lifa af því sem þeim er heimilt að framleiða**, segir í ályktun, sem samþykkt var á landbúnaðarráð- stefnu Neytendasamtakanna um helgina. Samtökin telja óhjákvæmilegt að þegar verði breytt um stefnu í landbúnaðarmálum og að núver- andi kerfi verði afnumið. „Bænd- um verði gert kleift að framleiða vörur sínar án framleiðslutak- markana á eigin ábyrgð og jafn- framt verði gerður skýr greinar- munur á framleiðslu og vinnslu búvara. Um leið verði tryggt með aðgerðum stjórnvalda að jarðnýt- ing verði með þeim hætti, að um- hyerfinu sé ekki hætta búin.“ í ályktuninni segir ennfremur að markmið með kröfunni um stefnubreytingu sé tvíþætt; aö lækka verð til neytenda og að gera bændum kleift að lifa af fram- leiðslu sinni. „Neytendasamtökin lýsa sig reiðubúin og hvetja til samstarfs neytenda, bænda og annarra framleiðenda, aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, til að ná þessum markmiðum", segir að lokum í ályktun landbún- aðarráðstefnu Neytendasamtak- anna. -hs. Ljóðabók eftir blinda og heyrnarlausa konu Jakobína Þormóðsdóttir, 28 ára gömul kona, sem hefur verið blind, heyrnarlaus og hreyfihömluð allt frá bamæsku, hefur nýlega sent frá sér ijóðabókina, „Horfnir dagar“. Jakobína getur talað en hefur komið sér upp ótrúlegri tækni við að skilja annað fólk. Hún hlustar með því að leggja fingur á barka þess, sem talar til hennar, einnig er hægt að gera sig skiljanlegan með því að teikna stafi á kinn hennar. Þegar Jakobína var tveggja ára gömul kom í ljós að hún hafði hrörnunarsjúkdóm. Smám saman missti hún sjón, heyrn og jafnvægi og þegar hún var orðin 17 ára hafði hún bæði misst sjón og heyrn og komin í hjólastól. Ættingjar og vinir hjálpast að við að skrifa niður kvæði Jakobínu þegar hún mælir þau af munni fram. Áætlað er að setja hagnað af sölu bókarinnar í sjóð sem ætlaður er til að styrkja rannsóknir á sjúkdómi Jakobínu. Það er Skákprent sem gef- ur bókina út og mun hún kosta 1.500 krónur. Bókin verður ekki seld í búðum heldur er búið að opna reikning í íslandsbanka, nr. 7000, og getur fólk borgað inn á reikninginn með gíróseðli ef það hefur áhuga á að kaupa bókina. khg. Konum mun fjölga í þingliði Framsóknarflokksins eftir kosningar: Ingibjörg mun leiða listann á Vesturlandi Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæj- arstjómar á Akranesi, mun skipa fyrsta sæti lista Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi í næstu kosningum. Davíð Aðalsteinsson, bóndi og fyrrverandi alþingismað- ur, skipar annað sætið og Ragnar Þorgeirsson nemi þriðja sætið. Þetta var ákveðið á aukakjördæmis- þingi sem haldið var í Borgarnesi um helgina. „Þetta er mikil traustsyfirlýsing við mig og ég er eins og nærri má geta afskaplega þakklát fýrir hana. En það fylgir því líka mikil ábyrgð að taka við slfku trausti. Nú er komið að því að vinna,“ sagði Ingibjörg í samtali við Tímann. Aðal- og varafulltrúar á kjördæmis- þinginu, alls 125 manns, kusu í efstu sætin. Ingibjörg fékk 95 at- kvæði í fyrsta sætið og 30 í annað. Davíð Aðalsteinsson fékk samtals 64 atkvæði í fyrsta og annað. Sigurður Þórólfsson bóndi fékk 58 atkvæði í fyrsta og annað og lenti þar af leið- andi í þriðja sæti. í fjórða sæti lenti Ragnar Þorgeirsson nemi frá Rifi og í fimmta lenti Stefán Jóhann Sig- urðsson bæjarfulltrúi í Ólafsvík. Eftir að niðurstaða kosninganna var Ijós lýstu Sigurður og Stefán Jó- hann því yfir að þeir myndu ekki taka sæti á listanum. Sigurður hefur verið fulltrúi Dalamanna á listanum í mörgum liðnum kosningum og hefur m.a. setið á Alþingi sem vara- þingmaður. Hann sagðist ekki vera fullkomlega sáttur við hvernig unn- ið var að kjörinu fyrir þingið og þess vegna hefði hann tekið ákvörðun Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæj- arstjómar Akraness. um að eftirláta sigurvegurunum í prófkjörinu að vinna að sigri flokks- ins í næstu kosningum. Kjördæmisþing mun ganga endan- lega frá listanum á næstu vikum. -EÓ Davíö Aðalsteinsson bóndi. Rimmu Alþýðubandalagsmannanna Einars Más og Hjörleifs ólokið? Hjörleifur efstur á lista á Austurlandi Hjöríeifur Guttormsson alþingismaður hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti í forvali Al- þýðubandalagsmanna á Austuriandi sem haldið var um helgina. Annar varð Einar Már Sigurðarson kennari á Neskaupsstað og þriðji Bjöm Grétar Sveinsson verkalýðsfor- kólfur á Höfn. Alls tóku 766 manns þátt í forvali Alþýðu- bandalagsins og var kosníng í fyrsta sæti bindandi. Hjörleifur ftkk 368 atkvæði í fyrsta sætl, en 529 atkvæði í það heila. Ein- ar Már fékk 372 atkvæði í fyrsta og annað sæti, þar af 296 í fyrsta sætf. Bjöm Grétar fékk 318 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Stuðningsmenn Einars Más og Bjöms Grét- ars eru ósáttir við niðurstöðuna og ræða nú sín í milli um sérframboð hans; GG-lista. Hvort af því verður mun koma í ljós á fundi kjördæmlsráðs flokksins um næstu helgL Hjörleifur sagðist í samtali við Tímann vera sáttur við þessi úrslit og vonaðist til að í framhaldinu yrði um gott framboð að ræða. í fréttum ríldsútvarpsins í gær var greint frá grunsemdum um að beitt hefði verið óheið- ariegum vinnubrögðum við atkvæðasmölun f sjúkrahúsinu á Neskaunsstað, en þar er kona Hjörleifs yfiriæknir. „Eg er alveg steinhissa á þeim ásökunum sem þaraa voru fram boraar, ekki aðeins hvað mig snertir heldur einnig þá sem sjá um framkvæmd þessa for- vals á Neskaupsstað, þ.e. stjóra Alþýðu- bandalagsins þar, ennfremur að ætla að fara að blanda eiginkonu minni í þetta mál með alveg sérstaklega ósmekkiegum hætti. Fyrir þessum aðdróttunum er ekki flugufótur." Hvorki Einar né Björn vildu við þessar ásakanir kannast og sagði Einar fréttina ekki eftir sér hafða. Hann kvaðst þó hafa orðið var ákveðinnar reiði og óánægju með hversu langt var gengið í þessum efnum, og sagði síðan: „En ég vil ekkert með þetta gera. Þetta eru leikreglur sem voru samþykktar og ég hef ekki orðið var við að út af jæim hafi verið brugðið“. „í svona kosningabaráttu blanda ég ekki slíkum málum inn í. Annað hvort vinn ég, eða tapa og í þessu tilfelli tapaði ég. Við því er ekkert að gera“, sagði Björa Grétar. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.