Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. desember 1990 Tíminn 5 Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ákvað í gær að sitja hjá við afgreiðslu bráðabirgðalaganna. Þar með er Ijóst að kosið verður í vor en ekki í janúar: Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður Alþýðubandalagsins, batt enda á það óvissuástand sem ríkt hefur í íslenskum stjómmálunum síðustu daga þegar hann lýsti því yfir við upphaf þingfundar í gær að hann ætlaði að sitja hjá við afgreiðslu bráðabirgðalaganna. Þar með eru líkur á að 20 greiði atkvæði með lögunum, 19 á móti og einn sitji hjá. Geir Gunnarsson og Stefán Valgeirsson hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði gegn lögunum líkt og Sjálfstæðisfiokk- urinn og Kvennalistinn ætla að gera. „Ég fagna mjög þessari niðurstöðu og tel að ríkisstjómin hafi unnið mikinn sigur. Þjóðin mætti hins vegar minn- ast þess hversu óábyrgir sjálfstæðis- menn eru. Ég vona að það gleymist ekki strax,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra eftir að ákvörðun Hjörleifs lá fyrir. Um helgina voru mikil fundarhöld f herbúðum stjórnarliða. Rætt var um hvemig bregðast ætti við þeirri stöðu sem upp kom eftir samþykkt þing- flokks sjálfstæðismanna. Forsætisráð- herra mun hafa haft það í huga að rjúfa þing og boða til kosninga 19. janúar. „Ég var ákveðinn í því að verja þessa þjóðarsátt með öllum ráðum,“ sagði Steingrímur í samtali við Tím- ann. Þing hefði að öllum líkindum verið rofið í dag og ríkisstjómin setið fram yfir kosningar. Reiknað var með að sett yrðu ný og breytt bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir kollsteypu í efnahagsmálum. Steingrímur átti fund með forustu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í gær- morgun. Hann sagðist hafa óskað eftir að þessi fundur færi fram, þar sem upplýsingar hefðu komið fram um að flokkurinn myndi hugsanlega endur- skoða afstöðu sína til bráðabirgðalag- anna. Það hefði hins vegar ekki reynst rétt. Tíminn hefur heimildir fyrir því að mikil óeining hafi verið í þingflokki sjálfstæðismanna vegna þessa máls. Matthías Bjarnason, Ingi Björn Al- bertsson, Guðmundur H. Garðarsson og Eyjólfur Konráð Jónsson voru allir með það í huga að sitja hjá við af- greiðslu málsins á þingi. Þorsteinn Pálsson bar sig hins vegar vel í gær- morgun og sagðist fagna því ef kosið verður um þjóðarsáttina í vetur. Hjörleifur sagðist hafa tekið þessa ákvörðun í framhaldi af ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Hann sagðist telja mjög óskynsamlegt að fara út í kosningar um hávetur í þeim tilgangi að greiða atkvæði um hina svokölluðu þjóðarsátt. „Ég tel að al- þingiskosningar um þetta einstaka mál hefðu verið kosningar í blindgötu. Það er mitt mat að þessi þjóðarsátt rísi ekki undir nafni, því að þátttakendur í henni eru bara hluti af samfélaginu. Hún er skammtímaaðgerð. Gatan hef- ur ekki verið vörðuð til framtíðar eins og þarf að gera, heldur þvert á móti. Menn eru hér að undirbúa aðgerðir í efnahagsmálum, sem munu sprengja þessa þjóðarsátt f tætlur, en ég á þar við byggingu nýs álvers.“. Hjörleifur tók fram að hann hefði ekki verið beittur þrýstingi af hálfu stuðningsmanna stjórnarinnar. Hann sagðist hafa tekið þessa ákvörðun sjálf- ur, en hann sagðist gera sér grein fyrir að hún væri umdeilanleg. Hjörleifur neitaði því að kjósendur Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi hefðu beitt sig þrýstingi. Ekki eru allir sammála þessari síð- ustu fullyrðingu Hjörleifs. Björn Grét- ar Sveinsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn í Homafirði og framámaður í Alþýðubandalaginu í Austurlandskjördæmi, sagði í samtali við Tímann að mikil óánægja væri fyr- ir austan með fyrri afstöðu Hjörleifs til bráðabirgðalaganna. „Ég fagna því mjög að maðurinn hef- ur útvegað sér afruglara,“ sagði Björn Grétar. „Þingmaðurinn hefur fengið upplýsingar um það hér í kjördæminu að afstaða hans til bráðabirgðalaganna nyti ekki fylgis. Hann hefur þess vegna ákveðið að sjá að sér og ég fagna því mjög. Ég túlka það svo að hann hafi séð að ef hann ætlaði að ná einhverj- um árangri í komandi kosningum yrði hann að skipta um skoðun." Bjöm Grétar sagðist ekki verða með á lista flokksins ef Alþýðubandalagið fýr- ir austan yrði í andstöðu við ríkis- stjórnina. Björn Grétar lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins sem fram fóru um helgina. Hann sagðist styðja þessa ríkisstjórn og vilja reka kosn- ingabaráttu í samræmi við þá stefnu. Líklegt er talið að bráðabirgðalögin verði afgreidd frá nefnd í dag og er bú- ist við að þau komi á dagskrá fyrir ára- mót. Forsætisráðherra sagði í gær að Félag eldri borgara: Aldraðir ókeypis með SVR Félag eldri borgara ítrekaði áskor- sig á árinu 1991. Samkvæmt fjár- un sína til Borgarráðs Reykjavík- lagagerð á að innheimta 350-370 ur um að ellilífeyrisþegar fái að milljónir kr. en framlag til Fram- ferðast ókeypis með strætisvögn- kvæmdasjóðs aldraðra á að skerða um SVR, á féiagsfundi félagsins um 1/3 þeirrar upphæðar eða 9. nóvember s.l. Þá fagnar félagið framlagið á að nema 240 miUjón- þeirri samþykkt Borgarráðs um kr. til sjóðsins. Reykjavíkur að veita 300 milljón- Félagsfundur hjá Félagi eldri ir kr. til byggingar nýs hjúkrunar- borgara krefst þess að sú fjárhæð heimilis fyrir aldraða. sem merkt er á skattseðli renni Á fundinum kom fram að fram- óskert til sjóðsins. Einnig telur lag til framkvæmdasjóðs aldraðra félagið það orka tvímælis að átti að vera á árinu 1990 260 tekjutengja almennan ellilífeyri, milijónir kr. og innheimt gegnum en verði það gert leggur félagið skattakeríið. Þessi fjárhæð var áherslu á að skerðing byrji ekki skert og fékk framkvæmdasjóður fyrr en aðrar tekjur hafl náð kr. 197 milljónir kr. á árinu. Að öllu 90.000 hjá einstaklingi. óbreyttu endurtekur sama sagan khg. hann vildi reyna að flýta afgreiðslu laganna. Forystumenn VSÍ hugðust ræða við formenn stjórnarflokkanna og Stefán Valgeirsson í dag, en fundunum hefur verið aflýst í framhaldi af ákvörðun Hjörleifs. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ sagðist vera ánægður með að nú væri útlit fyrir að bráðabirgðalögunum hefði verið tryggður meirihluti. Hann minnti á að ríkisstjórnin hefði lofað því að gera sitt ýtrasta til að tryggja framgang þeirra efnahagsmarkmiða sem getið er um í kjarasamningunum. Það hefði ríkis- stjórnin gert og samþykkt bráða- birgðalaganna skipti þar höfuðmáli. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Davíð Oddsson, varaformaður flokksins, boðuðu í gær til fundar á Hótel Borg til að ræða bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. Yf- irskrift fundarins átti að vera „Nýja ríkisstjóm til þjóðarsáttar." Eftir að Hjörleifur tilkynnti ákvörðun sína á Alþingi eftir hádegið í gær var þessum fundi aflýst. Fyrir hádegið héldu forustumenn Sjálfstæðisflokksins og fulltrúar frá VSÍ og VMS fund. Fundarefnið var hvemig hægt væri að tryggja þjóðar- sáttinni líf. Á fundinum gerðu fulltrú- ar vinnuveitenda sjálfstæðismönnum grein fyrir sínum sjónarmiðum. Engin formleg niðurstaða varð af fundinum enda ekki við því búist. Þorsteinn Páls- son sagði að sú ákvörðun þingflokks- ins að greiða atkvæði á móti lögunum stæði óhögguð. Davíð Oddsson vara- formaður flokksins sagðist vera sam- mála þingflokknum í þessu máli. Sú kenning hefur verið sett fram að Davíð hafi átt stóran þátt í að þingflokkurinn tók þessa óskynsamlegu ákvörðun gegn bráðabirgðalögum. Víst er að for- maður flokksins hefur verið í mikilli vöm undanfarna daga. -EÓ Forusta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lenti í þungum andróðrí með „einróma" samþykkt sína um að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Myndin er tekin í Valhöil í gærmorgun er forustumenn atvinnurekenda reyndu að tala formann, varaformann og formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins til. Hjörleifur Guttormsson bjargaði þeim síðamefndu í gærfrá því að éta andstöðu sína við bráðabirgðalög- in ofan í sig. Tímamynd; Ámi Bjama Er ógerilsneydd mjólk hollari en gerilsneydd? Nokkur umræða hefur verið um það að undanfömu að mjólk sé hollari fyrir gerilsneyðingu en eftir. Halldór Magnússon Iæknir sagði í viðtali við Tímann að hann teldi að miðað við þær hreinlætiskröfur sem gerðar eru og eru viðhafðar við mjaltir, væri hollara aö drekka mjólkina ógerilsneydda eða eins og hún kemur úr kúnum. Benti Halldór á könnun sem gerð var í Danmörku á kálfum. Þar var kálfunum skipt í tvo hópa: Nærðist annar hópurinn á geriisneyddri mjólk en hinn á ógerilsneyddri. Nið- urstaðan var ótvíræð ógerilsneyddu mjólkinni í hag. Hann benti einnig á að mjólk væri seld bæði gerilsneydd og ógerilsneydd í Þýskalandi. Hall- dór sagði að til að koma í veg fyrir að sýking bærist með kúnum sjálfum væri hægt að hafa eftirlit með þeim sem t.d. dýralæknir sæi um. f fréttatilkynningu frá Landlæknis- embættinu segir m.a.: „Mjólk og mjólkurafurðir eru góð næring fyrir sýkla. Sýklar geta borist í mjólkuraf- urðir frá sýktum kúm og frá þeim sem hugsa um þær. Þegar sýklar berast í mjólk getur þeim fjölgað verulega. Til að drepa sýkla og fækka bakteríum, sem geta skemmt mjólk- ina, er hún gerilsneydd. Gerilsneyð- ing byggist á því að mjólkin er hituð upp í hátt hitastig en síðan snögg- kæld. Þessi meðferð drepur sjúk- dómsvaldandi örverur, en hitaþoln- ar bakteríur eins og ákveðnir keðju- kokkar og mjólkursýrugerlar íifa gerilsneyðinguna, enda súrnar ger- ilsneydd mjólk og skemmist við geymslu. G-mjólk er hins vegar hit- uð nægjanlega til að drepa þessar hitaþolnu bakteríur. Það kemur því ekki á óvart að þar sem ógerilsneyddrar mjólkur og mjólkurafurða er neytt eru sýkingar tengdar þeim vandamál. f Englandi og Wales var til skamms tíma hægt að kaupa ógerilsneydda mjólk í verslunum, þótt langstærsti hlutinn hafi verið gerilsneyddur. Á árunum 1951-1980 voru 233 smitsjúkdómar tengdir mjóik og mjólkurafurðum í þessum löndum og yeiktust í þeim um 10.000 manns. í Skotlandi var sala ógerilsneyddrar mjólkur bönn- uð 1983, en þar hafði ógerilsneydd mjólk valdið 50 salmonellufaröldr- um 1970- 1980, sýkt 3518 og dregið 12 til dauða. Frá 1983 hafa sýkingar tengdar mjólk hins vegar verið nán- ast óþekktar í Skotlandi. Enn í dag virðast nokkur brögð vera á því að fólk sýkist á íslandi af völdum salm- onellu og campylobacter eftir að hafa neytt ógerilsneyddrar mjólkur. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er því miður líklegt að áróðri fyrir ógeril- sneyddri mjólk verði haldið á lofti, en þau rök sem færð hafa verið fyrir neyslu ógerilsneyddrar mjólkur eru léttvæg miðað við þá hættu á sýk- ingu tengdum neyslu á ógeril- sneyddri mjólk, sem valdið getur miklum veikindum, kostnaði og stundum dauða". Gerilsneyðing var fyrst tekin upp á íslandi af Mjólkurfélagi Reykjavíkur árið 1917, en var lögboðin árið 1934 með mjólkurlögunum svokölluðu. Um tíma, eftir að lögin voru sett, var heimilt að selja ógerilsneydda mjólk beint frá kúabúum og enn eru óger- ilsneyddar mjólkurafurðir nýttar til sveita. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.