Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 4. desember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sfml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðarsáttin og þingið Morgunblaðið komst að þeirri niðurstöðu á sunnudaginn að þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins beri að styðja þjóðarsáttina og greiða fyrir samþykkt bráðabirgðalaganna á Alþingi. Blaðið segir að almenningur í landinu eigi kröfu á hendur stjórnmálamönnum í öllum flokkum að þeir taki höndum saman um að leysa þetta mál og minnir í því sambandi á að það (Mbl.) hafí frá fyrstu tíð stutt efni bráðabirgða- laganna. Sú skoðun, sem hér er túlkuð í Morgunblaðinu, á mikið fylgi í Sjálfstæðisflokknum, þótt for- maður flokksins, Þorsteinn Pálsson, og formað- ur þingflokksins, Ólafur G. Einarsson, hafí lýst yfír því á sérstökum fréttamannafundi að þing- flokkur sjálfstæðismanna myndi ekki greiða fyr- ir samþykkt bráðabirgðalaganna. Að vísu hefur komið fram að þingflokkurinn afgreiddi þetta mál ekki með formlegri ályktun sem greidd væru atkvæði um, heldur byggjast yfírlýsingar flokksforystunnar á þeim skilningi sem leggja hefði mátt í umræður á fámennum þingflokks- fundi um hver afstaðan væri. Málsmeðferð Þor- steins Pálssonar er að þessu leyti afar óvenjuleg og síður en svo trúverðug um hvemig afstaða einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins er í þessu máli. Miðað við hin hörðu viðbrögð margra áhrifa- manna úr Sjálfstæðisflokknum gegn afstöðu og yfirlýsingum Þorsteins Pálssonar, er ósennilegt að þingmenn flokksins séu eins einhuga um að fella þjóðarsáttarlögin eins og flokksforystan vill vera láta. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins, Einar Oddur Kristjánsson, hefur látið svo ummælt, að hann hafí haft fullvissu fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn styddi þjóðarsáttina og þær aðgerðir sem gera þurfti til þess að hún héldist. Þar kemur ekkert annað að haldi en að bráðabirgðalögin verði samþykkt á Alþingi. Fari svo að þau hljóti ekki samþykki, fer launaskrið- an af stað með tilheyrandi óðavexti verðbólg- unnar og gengislækkunum á næsta leiti. Allir þeir þingmenn sem verið hafa í vafa um stuðning sinn við þessi mikilvægu bráðabirgða- lög, ættu því að skoða vel hug sinn áður en þeir greiða atkvæði. Sérstaklega á þetta við um þá ör- fáu þingmenn stjórnarflokkanna sem hér eiga hlut að máli. Þeir ættu að hugsa sig vel um áður en þeir ráðast undir áraburð hjá Þorsteini Páls- syni og Davíð Oddssyni um pólitísk hrekkja- brögð. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu reyndar einnig að varast slíka hegðun. Þeim yrði hún ekki til sæmdar. Þótt forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins sé gjarnt að láta eins og þeir séu ábyrgðarlausir í stjómarandstöðu, er ósennilegt að allir þingmenn flokksins hugsi eins. Reynsla næstu daga sker úr um það. GARRI Ekki hefur gengiö á ööru meira um helgina en ftásögnum af sjálftlauö- um ftski. Lax í einhvetjum mæli baföi drepist í eldlsstöd, en verift an hefur veriÖ, Það var ekki fyrr en stórakariegt að fiskur yröi sjálf- sem er allt ótmur Eila. markaö. Rannsóknariögreglati í Reykjavtk er kumin á fleygifetö eftir horsld og öörum sjávarafla, sem berst á land án nokkurs eftiriits meö Kæsta skatan Þött búiö sé viöast hvar að ákveöa eöaekkLÞettaermjögalvariegt mái og eins gott aö þaö frfttist eklri 12 ót* móti getur þefskyn okkar íiært okkur heint sanninn um hvenarr fiskur er tnargt annaö, að iflt er öörum aö trúa um þefskyn. Maöur vonar bara aö nef þefaranna sé ekki sjálfdautt Sjálfdauðum fískt mis- munað Þaö var ekki fyrr en umræöan um þeitnan sjálfdauða lax hófst sem menn áttuöu sig á því, aö hciibrigö- iseftiriitiö leggur mikiö upp úr því aö eimingis iihtndi fiskur fari í Um aflan sjó í kringum ísland er á degi hverjum veriÖ að fást viö sjálf- dauðan fisk, þvf ekki tekst svo vei til aö allur sá fisltur sé Bfondi, sem dregitin er á skip. Enginn tnunur er geröur á sjálfdauðuni fiski og Bfondi fiski, þegar aðgerö hefst, og sjáif- dauður fiskur er flathir og ftystur eins og lifandl flskur án þess nokkur fetti fingur út ( það. Sjálfdauður ftskur er senduráeriendan markað, og meira að segja rifist um það, hvort fiyfja eígi hann nær óunnínn Ekki hefur enn vitnast hvemig far- ið er að því aö verka fisk sent ekki er dauöur. En álita veröur aÖ hann sé vericaöur lifandi, þar sem engar sjónvarpsfréttir hafa birst um sjálf- dauöan þorsk eða ýsu, og heilbrigð- isyfirvöld og lögregia hefur alveg lát- ið afsláptalaust þótt komió sé með þessar fisktegundir dauöar að landL Um laxinn hlýtur því aö giida sér- stakt lögmál. Næst veröur eflaust framhjá fiskÖíös í ftysiihúsl Engu að sföur þarf lykt af fiski að vera l»að hentar einmitt vel nú í upphafi m»Ii, enda löngu hætt að selja fóta- baötaekið Clariol, og menn orðnlr iöngu letöir á því að nota það undir þurftir katta. En auðvttað er hcr hrikalegur mis- að býsnast yfir sjálfdauðum hud cr þaö að meina skemmdan lax. Vfö er- um bara orðin svo fín í tungunni að á nafn ööru vísi en roðna. Þess vegna hefur verið brugðið á þaö ráö aö verka hatin. Lokalausnin er aö senda fiskinn t gúanó. Engum dett- ur í hug að taia um sjálfdauðan fisk í svona tíifeflum. En svo er aitnar fiskur, alveg dýrindis vara, sem Hann hefur með vissum hætti llk áhrif á nef manna og „sjálfdauður" fiskur. Þetta er siginn flskur, harð- flskur, sigin grásleppa og kæst skata, áð Ógleyntdum yfitrétti allra „sjálfdauðra“ fiska, hákariL Nú fer senn að koma tími kæstu skötunnar, því hún er almennt boðuð á Þorláks- messu. Þegar fólk boröar þann „sjálfdauða“ fisk streymir ammon- íaktð upp t nasimar. Skötunni var yf- iriritt hent aftur í báta, þar sem memi höfðu hlé tfl að létta á sér. Sagt hefur vcrið að eldd hafi amm* onfekfö minnkað víð þaö. Garri VITT OG BREITT Sátt um ósætti Mikill fítonskraftur hljóp í þjóð- málaumræðuna undir helgina sem leið og hefur staðið óslitið síðan og er dyggilega viðhaldið af rauðglóandi fréttamönnum sem rjúfa dagskrár og fréttatíma til að koma nýjustu ummælum einhverra til skila. Þjóðarsáttin er sprengd í tætlur upp á hvem dag og púslað jafnoft saman aftur í fjölmiðlavílinu. Þing er rofið enn og aftur, ríkisstjómin ýmist látin segja af sér eða starfa áfram sem starfsstjóm, auðvitað að því tilskildu að bráðabirgðalögin um þjóðarsátt- ina, eöa þannig, verði felld á þingi eða að ekki komi til atkvæðagreiðslu um þau. Sprenglærðustu prófessorar í stjómlagafræði eru kvaddir til leiks til að útlista hvað stjómarskráin, lög og hefðir segja um heimild starfs- stjómar til að setja bráðabirgðalög um bráðabirgðalög, sem annað hvort em felld eða hafa ekki verið tekin til atkvæðagreiðslu fyrir þingrof. Niður- stöðumar em út og suður, jamm og já og kannski, jafnvel og ef til vill. Skruðningar Flokksforingjar í ráðherrastólum hafa verið furðu fúsir að rjúfa þing og fara í starfsstjómir og hafa þá ráð á hverjum fingri, að þvf er þeir segja Mogga og þjóðarsálum ríkisútvarp- anna, eða þeim sálarfylgsnum sem flokkuð eru undir fféttastofur. Sá eini sem neitar að taka þátt í spauginu er forsætisráðherra, sem auðvitað er sá eini aðili sem hefur þingrofsréttinn í hendi sér. En þeim mun fleiri em fúsir að ræða málin sem þeir hafa minna með þau að gera. Hvert er svo tilefni allra þessara skmðninga í byrjun aðventu? Jú, að þingflokkur sjálfstæðismanna tjáði sig andvígan hálfs árs gömlum bráðabirgðalögum. Tdkynnti for- maðurinn að flokksmenn hans mundu allir greiða atkvæði á móti bráðabirgðalögunum. Síðan hefur einn og einn þing- manna flokksins verið dreginn fram í dagsljósið og segjast þeir ekkert vera búnir að ákveða hvemig þeir muni greiða atkvæði um marg- og títt- nefnd bráðabirgðalög. Þingflokksfor- maður hefur síðan látið þau boð út ganga að honum þætti ekkert at- hugavert við það þótt einhverjir íhaldsþingmenn verði lasnir þegar atkvæði verða greidd um málið í neðri deild. En nokkrir stjómar- þingamanna sem þar sitja segjast vera á móti eins og formaður Sjálf- stæðisflokksins. Málin standa því þannig að Þor- steinn Pálsson, Kvennalistakonur, og tveir þingmenn Alþýðubandalagsins em ömgglega á móti samþykkt bráðabirgðalaganna og á þessu liði byggist öll umræðan um þjóðarsátt, þingrof, stjómarskrá, starfsstjóm, kosningar og ailt móverkið. Hver stjómar Flateyri? Allir aðilar segjast standa með þjóðarsáttinni og þeir mest sem hóta að fella hana á þingi. Þorsteinn Pálsson segir drýgin- dalega að Sjálfstæðisflokknum sé ekki stjórnað úr Garðastræti, en er búinn að steingleyma hvert stjórnandi flokksins var sóttur. Einar Oddur er floginn suður, sestur á skrifstofu sína í Garða- stræti og er farinn að ávarpa for- ystulið Sjálfstæðisflokksins það- an. Er ekki að sökum að spyrja: sáttatónn er kominn í forystulið- ið og er orðið lítið að marka hvað það sagði fyrir og um helgina. Vinnuveitendasambandið passar upp á sína þjóðarsátt sem fyrr. Þá er allt í einu farið að segja fréttir af því að stjórnarflokkarnir sé ekkert áfjáðir í að samþykkja bráðabirgðalögin á þingi, allt eins gott að láta kjósa um þjóðarsátt- ina sem fyrst. Stefnir nú allt í það að forystulið Sjálfstæðisflokksins á þingi verði höfuðhvatamenn þess að bráða- birgðalögin verði tekin fyrir og þau samþykkt með pompi og pragt, en stjórnarliðið kæri sig ekkert um að þau verði að lögum. Stendur nú allt á haus miðað við það sem áður var, nema það að Sjálfstæðisflokknum er stjórnað úr Garðastræti sem fyrr og Garðastrætinu er stjórnað frá Flateyri, en hver stjórnar Flateyri veit sá einn sem alla tauma hefur í höndum sér. En upp úr stendur að sátt er um að hafa ósætti og mun sú þjóðar- sátt lengi lifa og snarborulegir fjölmiðlungar halda í henni líf- inu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.