Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn j3riðjudagur^£lesembfirJ£9D„ Þriðiudaaur 4, desember 1990 Tíminn 9 Þungt hljóð er í smábátaeigendum vegna tilraunaúthlutunar á kvóta og telja margir að þeir geti ekki lifað af þeim kvóta sem þeir fengu úthlutað: JUNGUR SMA LAUPANA? Smábátaeigendur hafa margir hverjir heldur verið óhressir með tilraunaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins á kvótum til smábáta. Ifyrrakvöld var haldinn fundur f Keflavík þar sem smábátaeigendur á Suður- nesjum fjölmenntu. Að sögn Guðmundar Gestssonar, en hann var fundarstjóri á fundinum, var mjög þungt hljóð í mönn- um. „Menn eru mjög óhressir með þessa niðurstöðu, sumir fá ekkert, aðrir fá örfá tonn, sem gagnast þeim ekkert. Það lítur út fyrir að 30-40% af smábátaeigendum á Suð- urnesjum geti nú strax lagt upp laupana", sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að niður- staða fundarins væri sú að smábátaeigend- ur hefðu gert kröfu um að fá stærri hlut- deild í heildaraflanum. „Menn óttast mest, að eigendur þeirra báta, sem reyna að lifa af, neyðist til að róa einir því útgerðin beri ekki tvo menn á hverjum bát. A mörgum bátum hafa verið tveir og upp í þrír menn, og þrír eða fjórir menn í landi. Þetta leggst allt af“, sagði Guðmundur. Hann sagði að smábátaútgerðin hefði verið lyftistöng á Suðurnesjum eftir allan þann kvótamissi sem þeir hefðu orðið fyrir. „Smábátaútgerð- in var orðin það góð að það var farið að verða aftur lífvænlegt á stöðum eins og Sandgerði, en það virðist ekki ætla endast lengur en fram að þessum áramótum", sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að rót vandans mætti að stórum hluta rekja til þeirra hömlulausu fjölgunar sem orðið hefur á smábátum á undanförnum árum. Smíði og aukning í skipaflotanum var bönnuð eftir að kvóta- kerfið komst á en engar hömlur voru á aukningu báta undir 10 tonnum. Guðmundur sagði að þessi úthlutun knúi menn til að auka aflahlutdeild sína með því að róa sem allra mest frá nóvember til febrúar, því það gefi möguleika á tvöföldun á kvótanýtingunni. „Það getur munað því hvort þeir geta haft lifibrauð af þessari út- gerð ef þeir nýta þessa fjóra mánuði vel, en þá erum við að fara út í ansi hættulegt mál með því að knýja þessa menn til að róa eins og vitlausir í svartasta skammdeginu", sagði Guðmundur. Aðspurður hvað hægt væri að gera sagði Guðmundur að ýmislegt mætti leiðrétta í sambandi við kvótatilfærslur milli lands- hluta. „Eftir að sóknarmarkið var tekið af stóru skipunum er verið að úthluta þeim sárabótum fyrir það og við erum að rekast á það að skip sem ekki hafa farið á sjó í tvö, þrjú ár fá kannski 500-600 tonna uppbót, hvað svo sem þeir gera við þann kvóta“, sagði Guðmundur. Hann sagði að ef það væri vilji til þess að leysa þessi mál, væri hægt að finna leiðir sem menn gætu sætt sig við. 6% skerðing hjá smábátum umfram önnur fískiskip Samkvæmt úthlutuninni skipta 2070 smá- bátaeigendur á milli sín 45 þúsund lesta þorskkvóta. Útreikningar Landsambands smábátaeigenda benda til að 25% vanti upp á að heildarkvóti hvers smábáts sé svipaður því sem hann var að meðaltali 1987 til 1989 þegar tvö bestu árin eru valin. Þá eiga smá- bátaeigendur eftir að taka á sig þá skerðingu sem önnur skip hafa orðið að sæta og býst Landsambandið við að sú skerðing verði um 6% umfram önnur fiskiskip. Arið 1989 komu 45.800 tonn í land frá smábátum og voru það 12,91% af heildarþorskaflanum. Örn Pálsson, formaður Landsambands smá- bátaeigenda, sagði að þeir hjá Landsamband- inu hefðu ekki verið að gagnrýna þessa hluti því það væri staðreynd að undanfari þessarar tilraunaúthlutunar hafi verið starf nefndar sem hann hafi átt sæti í sem fulltrúi Lands- ambandsins. Niðurstaða þeirrar nefndar var sú að þessi tilraunaúthlutun væri færasta leiðin samkvæmt lögunum sem samþykkt voru 18. maí sl. „Ég hef heyrt það á mínum mönnum að þeir eru mjög ósáttir við sinn hlut og ég get alveg tekið undir það að kvót- inn er ansi rýr hjá mörgum aðilum", sagði Örn. Hann sagði að eigendur báta undir 6 tonnum hefðu heimild til að velja á milli banndagakerfisins og kvóta en þeir sem væru á bátum yfir 6 tonn og upp í 10 tonn hefðu það ekki. Örn sagðist telja að þar væri ástandið hvað erfiðast sökum þess að þeir fengju engan aðlögunartíma. Aðspurður hvaða 6% skerðingu smábáta- eigendur ættu eftir að taka á sig sagði Örn að þeirra hlutdeild í heildaraflanum væri nú reiknuð út frá árinu ‘89. Áramótin ‘89 og ‘90 voru afiaheimildir allra skipa í landinu skertar um 10% og nú verði þær einnig skertar um 10%. „Þá geta menn séð að afla- hlutdeildin ‘89 byggist á tölum sem ekki hafa verið skertar um þessi tvisvar sinnum tíu prósent", sagði Örn. Smábátarnir fá að velja tvö bestu árin af ‘87 til ‘89 og í mörg- um tilfellum liggja bestu árin á ‘87 eða ‘88. „Þess vegna hafa sumir bátar lagt minna í heildarhlutdeildina heldur en þeir fá úr henni. í þeim tilvikum sem betra árið er annað heldur en ‘89 þá skerðir það hlutinn hjá viðkomandi aðila“, sagði Örn. Eftir Stefán Eiríksson Það sem gerir það einnig að verkum að um skerðingu er að ræða hjá smábátaeigendum, er að þeir bátar, sem komu nýir inn í kerfið eftir 31. janúar 1988 til síðustu áramóta, voru uppreiknaðir miðað við eðlilegan út- haldstíma og taka sinn afla eingöngu frá þeim sem fyrir eru í kerfinu. Örn sagði að þeir hefðu farið fram á það við þingið að heimildirnar yrðu teknar af öllum skipum. .Alþingi féllst ekki á það en féllst á að afla- heimildir þeirra báta, sem kæmu inn á þessu ári, myndu skerða kvótann hjá öllum skip- um“, sagði Örn. Þeir bátar koma til með að fá úthlutað 6000 tonnum og skiptist það þann- ig að 5300 tonn koma frá bátum sem eru yf- ir 10 brúttórúmlestir og 700 tonn koma frá smábátum, sem er í samræmi við hlutdeild í heildarþorskkvóta. „Þetta eru þeir hlutir sem gera það að verkum að heimildirnar skerðast umfram það sem var búið að skerða í heild- arþorskkvótanum", sagði Örn. Þau skip sem hafa ekki verið á aflakvótum undanfarin ár, hafa ekki orðið fyrir þessum 10% skerðing- um sem hafa dunið yfir. Banndagarnir eru jafnmargir og þeir voru í upphafi tímabilsins ‘88. Lögin heimiluðu að úthluta 8,5 tonna báti 100 tonna aflahámarki 1988. Það hefði orðið á næsta ári, ef lögin hefðu gilt áfram, 78 tonn. „Með þeim lögum sem nú ganga í gildi verður kvóti þessa báts 73 tonn. Það eru um 5 tonnum minna sem er u.þ.b. 6% skerð- ing“, sagði Örn. Aðspurður sagðist Örn ekki telja að hægt hefði verið að útfæra lögin á annan máta. Hann sagði að farsælast hefði verið ef eig- endur báta, sem væru á milli 6 og 10 tonn, hefðu fengið að velja milli aflamarks og banndagakerfis, líkt og þegar þetta kerfi var tekið upp á bátum yfir 10 tonn árið 1984 og líkt og það er nú hjá bátum undir 6 tonnum. Útlitið siæmt hjá þeim sem eru á sóknarmarki Eins og áður sagði er talsverður urgur í mönnum vegna úthlutunarinnar. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagði í sam- tali við Tímann, að endanlegar tölur væru ekki komnar en þessi úthlutun hefði komið illa við eigendur báta sem væru á sóknar- marki. „Útlitið er slæmt því þetta er allt að rýrna og meira hjá bátum sem hafa verið á sóknarmarki“, sagði Þorlákur. Hann sagði að margir væru núna nýbúnir að kaupa báta og væru á sama tíma að basla við íbúðar- kaup. „Þetta kemur einfaldlega þannig út að menn sjá ekki að aflaheimildin geti gefið af sér lifibrauð og einnig staðið undir þeim kostnaði sem fylgir", sagði Þorlákur. Hann sagðist vita af minnsta kosti tveimur í eyj- unni sem ættu bát í félagi sem hygðust selja bátinn og kvótann með til að bjarga sér. „Þetta er að sjálfsögðu afleitt, ég tala nú ekki um ef menn yfirgefa nú eyjuna í fram- haldi af þessu, þá er þetta alveg grábölvað", sagði Þorlákur. Hann sagðist hafa heyrt í Halldóri Ágrímssyni, sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum í gær þar sem hann hefði tekið sem dæmi þrjá staði, Grímsey, Bakkafjörð og Borgarfjörð eystri, sem hefðu sérstöðu að því leyti að þar væri atvinnulíf svo ein- hæft, sem það gæti verið, byggði nær ein- göngu á sjósókn og úrvinnslu afla. „Hann tók sem dæmi að hann vildi ekki að Gríms- ey færi í eyði og það finnst mér gott að heyra. Ég hef ekki í gegnum þessa oddvita- tíð mín heyrt annað á ráðamönnum annað en að þeir vilji eyjunni vel“, sagði Þorlákur. Ekki við hæfí að afhenda vinnuplagg úr ráðuneytinu í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um stjórnun fiskveiða kvartaði Halldór Blöndal, nefndarmaður í sjávarútvegsnefnd, yfir því að að nefndarmönnum hefði verið neitað um skrár um tilraunaúthlutun sjávarút- vegsráðuneytisins á kvótum til smábáta. Halldór Ágrímsson, sjávarútvegsráðherra, svaraði því til að sjávarútvegsráðuneytið hefði haft forgang um það að kynna drög að reglugerð um aflaheimildir smábáta í sjáv- arútvegsnefndinni og tekið hefði verið tillit til athugasemda nefndarmanna sem frekast var unnt. Hann sagði að ekki væri um loka úthlutun að ræða heldur tilraunaúthlutun. Það væri vitað mál að það væru villur í þessari til- raunaúthlutun og jafnframt vitað mál að ýmsir myndu gera athugasemdir við það sem þeir hefðu þar fengið. Halldór sagði að þeir hefðu ekki talið það við hæfi að aðilar utan ráðuneytisins fengju þennan lista í hendur, þar sem um vinnuplagg frá ráðu- neytinu væri að ræða, en að sjálfsögðu muni allir fá lokaúthlutunina þegar hún væri tilbúin. Halldór vék einnig að málefnum Grímsey- inga. Hann sagði að árin ‘87 til ‘89 væru þar, eins og annars staðar, tekin til viðmið- unar við úthlutunina. Árið 1987 var afli báta undir 10 tonnum í Grímsey, 639,5 tonn, árið ‘88 var hann 662,5 tonn og árið ‘89 tæplega 860 tonn. Halldór sagði að það væri alveg ljóst að ekki væri hægt að hafa aflann svipaðan nú og hann var árið ‘89 þegar hlutdeild smábáta var hæst í heildar- aflanum. Ástæðurnar væru aflasamdráttur, fleiri bátar væru komnir inn f úthlutunina og einnig væru tvö bestu árin tekin til við- miðunar. Meðalafli áranna 1987 og 1989 er ríflega 721 tonn, en í tilraunaúthlutuninni eru áætlaðar aflaheimildir f Grímsey 741,5 tonn, eða u.þ.b. 20 tonnum meiri en meða- lafli áranna 1987 og 1989. Halldór sagði að margir væru þeirrar skoðunar að fyrir löngu hefði átt að setja lög sem stöðvuðu fjölgun smábáta. Tillög- ur voru uppi um það frá sjávarútvegsráðu- neytinu að frumvarp yrði flutt á Alþingi sl. haust, um það að loka fyrir fjölgun smá- bátanna, en ekki hafi náðst samstaða um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.