Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 4. desember 1990 Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: TINDASTÓLSSIGUR í NORÐANSLAGNUM Tindastóll sigraöi nágranna sína úr Þór, 89-100, í úrvalsdeildinni í körfuknattieik á Akureyri á sunnu- dagskvöld. Leikurinn var spennandi og um 700 áhorfendur mættu til aö fylgjast meö framvindu mála. Fyrri hálfleikur var jafn og spenn- andi og liðin skiptust á um að hafa forystuna. í leikhléi voru Tindastóls- menn yfir, 40-42. í síðari hálfleik tóku Tindastólsmenn völdin á vell- inum, eftir að Jón Örn Guðmunds- son var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot. Lokatölur 89-100. Stig Þórs: Sturla 26, Evans 26, Guð- mundur 14, Jóhann 9, Konráð 6, Dav- íð 4, Jón Öm 2 og Ágúst 2. Tindastóll: Ivan Jonas 33, Einar 19, Pétur G. 18, Valur 14, Haraldur 8 og Sverrir 8. Óvæntur Valssigur í Keflavík Valsmenn komu heldur betur á óvart á sunnudagskvöldið er þeir lögðu Keflvíkinga að velli í Keflavík, 73- 77. Þar með hafa Keflvíkingar og Grindvíkingar tapað jafn mörgum leikjum í deildinni eða fjórum. í leikhléi höfðu Valsmenn yfír, 34- 43. Stig ÍBK: Tomas Lytle 19, Falur 18, Jón Kr. 15, Albert 8, Hjörtur H. og Sigurður 6. Valur: Grissom 27, Magnús 23, Matthías 12, Guðni 9, Ragnar4og Jón2. Haukar sterkari en ÍR ÍR-ingar náðu ekki að fylgja sigrin- um á Snæfelli eftir er þeir mættu Haukum á Hafnarfirði á sunnudag. Haukar unnu sanngjarnan sigur, 89-70, eftir að staðan í leikhléi var 43-29. ÍR-ingar léku þokkalega framan af, en undir lok fyrri hálfleiks hrundi leikur liðsins og Haukar tóku afger- andi forystu. í síðari hálfleik tókst ÍR-ingum að minnka muninn í 6 stig 62-56, en nær komust þeir ekki og Haukar tryggðu sér sigur, 89-70. Jón Arnar var í strangri gæslu í fyrri hálfleik, en náði að rífa sig lausan í þeim síðari og laga stigaskorið. ívar Ásgrímsson var jafnbestur Hauk- anna í leiknum og Noblet var sterkur í fráköstunum. Hjá ÍR var Douglas Shouse bestur, Hilmar Gunnarsson var sterkur í vörninni í fyrri hálfleik, Jóhannes Sveinsson barðist af krafti og Björn Bollason átti góðan sóknar- sprett í síðari hálfleik. Stig Hauka: ívar 26, Jón Arnar 24, Noblet 14, Henning 9, Pálmar 6, Hörður 6 og Sveinn 4. ÍR: Shouse 30, Jóhannes 16, Björn B. 12, Björn L. 4, Halldór 4, Gunnar 2 og Karl 2. Stórsigur UMFN Njarðvíkingar tóku Snæfellinga í gegn í Njarðvík á laugardag. Vestan- menn eru enn án erlends leik- manns, en þeir ráku Sovétmanninn Gennadij Peregeoud á dögunum. Njarðvíkingar höfðu yfirburði í leiknum og tryggðu sér sigur, 102- 52, í leikhléi var staðan 42-30. Stig UMFN: Robinson 23, Teitur 21, ísak 16, Ástþór 11, Friðrik 11, Krist- inn 10, Rúnar 4, Daníel 3, Gunnar 2 og Hreiðar 1. Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: A-riöill: Njarðvík......13 10 3 1191-986 20 KR............13 8 5 1061-1020 16 Haukar........13 7 6 1073-1073 14 Snæfell .....14 2 12 962-1168 4 ÍR............13 1 12 973-1216 2 B-riðill: Tindastóll ....13 11 2 1294-1162 22 Keflavík ....14 10 4 1331-1247 20 Grindavík...13 9 41135-1074 18 Þór...........13 4 9 1216-1208 8 Valur...........13 4 9 1068-1140 8 BL Jón Amar Ingvarsson lék vel í síðari hálfleik gegn fR á sunnu- daginn. Til vamar er Gunnar Öm Þorsteinsson Tímamynd, Pjetur. Vinningstölur laugardaginn 1. des. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 4.276.704 2. 4^ 9 133.544 3. 4af 5 297 6.980 4. 3af 5 10.346 467 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.936.650 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Sveitakeppni JSÍ: Góður árangur hjá KA-mönnum Júdóíþróttin er greinilega í ör- um vexti á Akureyri, það sýndi sig i sveitakeppni júdósambandsins, sem haldin var t Grindavík um heigina. KA-menn sigruðu í tveimur af þeim þretnur flokkum sem keppt var í. í þriöja flokkn- um, fuilorðinsflokki voru það heimamenn, Grindvíkingar, sem bóru sigur úr býtum. í drengjaflokki tóku þátt 5 sveitir. Sveit KA skipuð þeim Víði Guðmundssyni, Stefáni Stefánssyni, Ómari Arnarsyni og Friðriki Pálssyni. í öðru sæti i A-sveit Ármanns og í þriðja sæti varð sveit UMFG. f unglingaflokki 15-21 árs sigr- uðu KA-menn einnig. Sveitina skipuðu Sævar Sigursteinsson, Baldur Stefánsson, Freyr Gauti Stefánsson og Amar Hreinsson. í öðru sæti varð A-sveit Ármanns og B-sveit Ármanns varð í þriðja sæti. Grindvíkingar sigruðu f fullorð- insflokki. f sveitinni vóru þeir Hilmar Kjartans, Gunnar Jóhann- esson, Jóhannes Haraldsson, Stan- islaw Micholski, Þór Hólm, Ómar Sígurðsson, Magnús Hauksson og Sigurður H. Bergmann. BL Opinn fundur Keflavíkurflugvöllur og framtlð hans Almennur fundur verður haldinn í félagsheimili Framsóknarmanna að Hafnargötu 62, þriðjudaginn 4. des. kl. 20.30. Frummælandi: Jóhann Einvarðsson formaður Utanríkismála nefndar. Allir velkomnir Borgnesingar - Bæjarmálefni I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbrauf 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Norðuriand vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum f Fljótum. Hægt er að ná í rit- stjóra alla daga i sima 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmfudögum kl. 15.00-17.00. Siminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Reykjanes Skrífstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Borgarnes — Nærsveitir Spiluð verður Telagsvist I Félagsbæ föstudaginn 7. desember kl. 20.30. Síðasta kvöldið i 3ja kvölda keppni. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Kópavogur— Bæjarmálaráð Munið fundinn fimmtudaginn 6. desember nk. að Hamraborg 5 kl. 20.30. Nefndarmenn ásamt stjómum félaganna eru sérstaklega beðin að mæta. Stjórnin. Jólafundur Félag framsóknarkvenna i Reykjavlk heldur jólafund miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30 að Halælveigarstöðum við Túngötu (sal B.K.R:). Jólasaga - Jólaljóð - Jól apakkar — Súkkulaði og kökur. Takið með ykkur gesti og gleymíð ekki jólapökkunum. Stjómin. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, veröur á staönum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið verður i Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fýr- ir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91- 674580. Framsóknarflokkurinn Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferð tíl Akureyrar fyrír 2, gist á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverölaun. Mætíð öll. Sljómin Jólahappdrætti S.U.F. Eftirfarandi númer hafa verið dregin út ( Jólahappdrætti S.U.F.: 1. des. 2036 og 974 2. des. 3666 og 20 3. des. 3203 og 3530 Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des. Munið að greiöa heimsenda glróseðla. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknrflokksins, Hafnarstræti 20. Slmi 91-624480 eða 91-28408. Með kveöju. S.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.