Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINCASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS LJáá. J i s NORD- AUSTURLAND \ AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartröföa 2 Sfmi 91-674000____ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER1990 EINK MAPUR LffiTUR LÍFIÐ í FLUGSLYSI Ungur maður lést þegar lítil einkaflugvél hrapaði á Mosfellsheiði um miðjan dag í gær. Maðurinn, sem var einn um borð í vélinni, var á æflngaflugi þegar atburðurinn átti sér stað. Hann fór frá Reykjavík klukk- an 14.01 í gær og ætlaði að vera á æfingaflugi í u.þ.b. klukku- tíma. Síðast var samband haft við vélina klukkan 14.08 og var hún þá stödd yfir Mosfellsheiði í grennd við Geitháls og var á austurleið. Þegar ekkert heyrð- ist frá vélinni fór flugstjórnar- miðstöðin í Reykjavík að svipast um eftir henni og klukkan 17.35 fann flugvél Flugmálastjórnar vélina rétt utan við nýja hita- veituveginn að Nesjavöllum. Björgunarsveitir fóru þegar af stað og þegar að var komið var maðurinn látinn. Hann hafði um 120 klukkustunda flug- reynslu, en menn fá einkaflug- mannspróf eftir um 60 tíma. Vélin, sem hann flaug, var af gerðinni Cessna 172 Skyhawk, sem er fjögurra sæta einshreyfils vél. Ekkert neyðarkall kom frá vél- inni eða annað sem gaf til kynna að eitthvað væri að. Yfirleitt fer neyðarsendir í gang þegar högg kemur á hann, en þó er það ekki algilt og gerðist ekki í þessu til- viki. Það gerði björgunarsveit- um erfiðara fyrir og því gekk seint að finna vélina. Flugslysa- nefnd og Loftferðaeftirlitið fóru strax á slysstað í gærkvöldi og hófu þegar rannsókn á slysinu. -hs. Ij Viðurkenning fyrir fræðistörf Innflutningur flestra vörutegunda, nema matvæla og lyfja, hefur stórminnkað ár frá ári síðan 1987: Tveimur milljörðum minna í fatakaup? Sr. Einari Sigurbjörnssyni var í gær veitt viðurkenning fyrir fræðiritið „CREDO, Kristin trú- fræði". Það er Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu- Jólasvein- arnir í Þjóð- minjasafninu Samvinna hefur tekist milli Þjóðminjasafnsins og Þjóð- leikhússins um að skipu- leggja hina opinberu heim- sókn jólasveina í Þjóðminja- safnið nú í desember. Munu starfsmenn og leikarar Þjóð- leikhússins sjá um þessar uppákomur og verður sú fyrsta á Nikulásmessu, sem er hinn 6. n.k. og hefst k.l. 14.00. Dagana 12.-24 des- ember koma hinir hefð- bundnu jólasveinar síðan hver af Öðrum í stutta hehn- sókn á hverjum morgni kl. gagna, sem veitti Einari viður- kenninguna og hefur Hagþenkir veitt viðurkenningar fyrir vel unnin fræðistörf undanfarin ár. Að þessu sinni var viðurkenning- Sovétmenn urðu í gær Olympíu- meistarar í skák með 39 vinninga en þeir unnu íslendinga í fjórtándu og síðustu umferðinni með tveimur og hálfum vinning gegn einum og hálf- um vinning Islendinga. Englend- ingar urðu í öðru sæti með 35 og hálfan yinning eins og Bandaríkja- menn. íslendingar urðu meðal efstu þjóða með 32 og hálfan vinning. í viðureigninni við Sovétmenn gerðu Helgi og Ivanchuk jafntefli á fyrsta borði, Margeir gerði einnig jafntefli á ööru borði við Gulfand, á þriðja borði gerði Jón L. Árnason jafntefli við Beljavski en á fjórða borði tapaði Jóhann Hjartarson fyrir Yusepov. 13. umferðinni, sem tefld var á laugardaginn, gerðu íslendingar in 150 þúsund krónur. Á mynd- inni er sr. Einar að taka við við- urkenningunni af Guðnýju Gunnarsdóttur, formanni Hag- þenkis. jafntefli við Englendinga. Helgi Ól- afsson gerði jafntefli eftir 20 leiki við Nigel Short, Margeir Pétursson gafst upp fyrir Jonathan Spielman eftir 44 leiki, Jón L. Árnason vann John Nunn eftir 26 leiki og Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Murray Chandler eftir 26 leiki. Meðal annarra úrslita í 13. umferð má nefna að Sovétmenn unnu Ind- verja, Bandaríkjamenn og Kínverjar skildu jafnir og Hollendingar og Júgóslavar skildu jafnir. I tólftu umferð, sem tefld var á föstudag, unnu íslendingar Portú- gala með þremur og hálfum vinning gegn hálfum. Helgi, Margeir og Jó- hann unnu allir sínar skákir en Jón L. Árnason gerði jafntefli. khg. Innflutningur fjölmargra vöruteg- unda hefur verið að dragast saman ár frá ári síðan 1987. Lætur t.d. nærri að innflutningur á fatnaði hafl dregist saman um einn millj- arð króna frá 1987 til 1989 og inn- flutningur húsgagna litlu minna. Þama er miðað við innkaupsverö. Smásöluverslun með þessar vörur gæti því hafa minnkað í kringum 4 milljarða króna á þessum tveim ár- um. Árið 1987 var að vísu algert metár í innflutningi flestra tegunda versl- unarvarnings annars en matvæla. Innflutningur drógst síðan töluvert saman árið 1988 og enn meira árið 1989 samkvæmt nýjum verslunar- skýrslum Hagstofunnar fyrir það ár. Og sá samdráttur virðist enn hafa haldið áfram á mörgum sviðum svo langt sem tölur ná á þessu ári. Landsmenn virðast ekki síst hafa dregið stórlega úr húsgagnakaupum þegar buddan skrapp saman. Árið 1987 voru flutt inn 8.100 tonn af húsgögnum. Árið eftir minnkaði magnið í 7.100 tonn og áfram í 5.500 tonn á síðasta ári, eða um þriðjung á aðeins tveim árum. Þótt gengi eriends gjaldeyris hafi hækað um 44% milli 1987 og 1989, minnk- aði innflutningur á húsgögnum í krónum talið um 100 milljónir á þessum árum. Tímabilið janúar- september á þessu ári hefur hús- gagnainnflutningur aukist minna á milli ára heldur en sem nemur verð- hækkun erlendra gjaldmiðla, sem gefur til kynna áframhaldandi sam- drátt. Innflutningur á fatnaði (að með- töldum skóm) hefur þróast með svipuðum hætti. Hann var nær 2.800 tonn árið 1987, minnkaði í 2.600 tonn árið eftir og áfram niður í 2.300 tonn á síðasta ári. Samdrátt- urinn er því um 500 tonn eða 17% á þessum tveim árum, samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofunnar. Og nokkur samdráttur virðist hafa haldið áfram á þessu ári. Innflutningur þessara tveggia vöru- flokka var samtals 5,7 milljarðar króna, eða um 9,3% af heildarinn- flutningi landsmanna árið 1987. Sú upphæð svaraði til um 8,8 milljarða kr. á síðasta ári miðað við hækkun á gengi erlendra gjaldmiðla og 4% ár- lega verðhækkun erlendis. Innflutningur fatnaðar og hús- gagna nam hins vegar „aðeins" rúmlega 6,3 milljörðum króna í fyrra, sem var 7,9% heildarinnflutn- ings landsmanna það ár. Fyrstu níu mánuði þessa árs var hlutfall hús- gagna og fatnaðar 6,5% af heildar- innflutningi. Þótt fatnaður og húsgögn hafi ver- ið tekin sem dæmi, eru þetta langt frá því að vera einu vöruflokkanir sem stórlega hafa dregist saman í innflutningi. Innflutningur heimil- istækja var t.d. nokkurn veginn óbreyttur í krónum talið á milli 1988 og 1989 þótt verð erlendra gjaldmiðla hafi hækkað um 26% á sama tíma. Innflutningur fólksbíla minnkaði úr 6% af heildarinnflutningi niður í 3,3% frá 1988-1989. Aukning í almennum innflutningi virðist óvíða að finna nema á neyslu- vörum fyrir munn og maga. Matvör- ur og drykkjarvörur námu 7,3% heildarinnflutnings árið 1988. En hlutfall þeirra hækkaði í 8,6% á síð- asta ári. Hlutur lyfja og lækningavara hefur einnig aukist hröðum skrefum: Úr 480 tonnum árið 1987 upp í 574 tonn á síðasta ári, þ.e. 20% að magni til á tveim árum. Innflutningsverðið var um 920 milljónir árið 1987 og hafði hækkað í 1.510 milljónir í fyrra. Tölur, það sem af er ársins, benda til að innflutningur lyfja fari nálægt 1.800 milljónum króna á þessu ári, sem er þá hátt í þreföldun frá árinu 1987. Það er kannski tímanna tákn að íslendingar hafa á þessu ári flutt inn lyf fyrir svipaða upphæð og greidd hefur verið fyrir alla innflutta ávexti og grænmeti. - HEI SOVÉTMENN URÐU ÓLYMPÍUMEISTARAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.