Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 1
Ymislegt bendir til þess að þau vandræði, sem tjöl- margir húseigendur hafa átt í nú í haust þegar hita- veituinntök hafa stíflast, hafi ekki bara átt rætur að rekja til ryðs í leiðslum og óhreininda frá Nesjavöll- um heldur sé einnig og ekki síður orsakanna að leita í því, að þegar magnesíumríkt upphitað vatnið úr Þingvallavatni kemur frá Nesjavöllum og bland- ast hitaveituvatninu í Reykjavík, verði miklar magnesíumsílíkatútfellingar. Þessar útfellingar setj- ist í heitavatnsæðar hitaveitunnar, í síur í inntökum húsa og í leiðslur og ofna og eyðileggi. í skýrslu Orkustofnunar um magnesíumsílíkatútfellingar í hitaveitum frá 1983 er varað sérstaklega við hættu á útfellingum þegar blandað er saman fersku vatni og hitaveituvatni. Á fundi stjórnar veitustofnana sl. föstudag kom fram að stjórnarmönnum var ókunn- ugt um að slíkar viðvaranir hefðu veríð gefnar. Borgarstjórí hefur krafist skýrslu um málið frá hita- veitustjóra. • Blaðsíða 5 „Ef sterklega þeir styðja á skautum..." Vélfryst skautasvell var opnað í gær í Laugardal í Reykjavík. Fjöldi bama og fuUorðinna brá sér á skauta þegar í stað. Vélfryst skautasvell var um tíma á sjöunda áratugnum í húsi Fordumboðsins í Skeifunni en hvorki fýrr né síðar. Skautaáhugafólk hefur nú loks fengið langþráða aðstöðu. Tímamynd; Ámi Bjama Stefán Valgeirsson spyr um ferðakostnað ráðuneyta 1989 og 1990: YERÐA „FERÐATÖSKUR w RAAIINFYTA QlíftAAAAR? Blaösíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.