Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 5. desember 1990 UTLONDÍ Hersveitir kristinna farnar frá Beirút: Ráðherrar í Rústir í Beirút Nú virðist sem það muni takast að koma á friði. Þýskalandi segja af sér Ursula Lehr, ráðherra félags- og heilbrigðismálaráðherra í ríkis- stjórn Helmut Kohls sagði af sér í gær. Þetta er annar ráðherrann sem segir at' sér eftir þýsku þingkosning- arnar sem fram fóru á sunnudaginn. Á mánudaginn sagði Helmut Hauss- man efnahagsmálaráðherra af sér eftir slæma gagnrýni sem hann hafði fengið á sig síðastliðna þrjá mánuði. Ástæðuna fyrír afsögn Lehrs má rekja til harðrar gagnrýni innan hennar eigin flokks (hún er ráð- herra kristilegra demókrata) sem utan, um að hún sinnti málefnum kvenna lítið. Lehr sagði í yfirlýs- ingu, sem hún lét fara frá sér, að hún segði af sér til að geta snúið sér að fræðilegum rannsóknum. Framtíð tveggja annarra kvenna í ríkisstjórn Kohls er óviss. Dorothee Wilms er ráðherra í ráðuneyti, sem sá um tengsl við Austur-Þýskaland, en það er nú augljóslega óþarft. Sa- bine Bergmann-Pohl fyrrverandi þingmaður á austur-þýska þinginu og einn af fjórum þingmönnum Austur-Þýskalands sem fengu að ganga í ríkisstjórnina eftir samein- inguna í október hefur ekki fengið neinn málaflokk til að sjá um. Eina konan í ríkisstjórn Kohls, sem lfkleg er til að vera það áfram, er Gerda Hasselfeldt byggingamálaráð- herra. Reuter-SÞJ Forseti Bangla- desh segir af sér Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Bangladesh, sem höfðu reynt að koma forsetanum frá síðastliðnar vikur, höfnuðu alfarið sáttatillög- um hans, sem földu í sér tilskipun bráðabirgðaforseta og almennar kosningar. Þeir töldu að tilboð forsetans væri gildra. Hann hefði verið með áætlanir um að halda völdum áfram. Átta klukkustunda allsherjarverk- fall var í gær og sagði stjórnarand- staðan að það hefði verið fyrsti lið- urinn í röð aðgerða sem átt að halda áfram þar til Ershad segði af sér. Yfir 70 manns hafa látið lífið og um 500 manns hafa særst í átökum mótmælenda og gæslumanna síðan Ershad kom á neyðarástandslögum í síðustu viku. Nítján þingmenn, sem tilheyra stjórnmálaflokki Ershads, sögðu af sér þingmennsku í gær í ljósi stjórn- málaástandsins í landinu. Það var því mikill þrýstingur á Ershad að segja af sér sem og hann gerði síð- degis í gær. Ershad bað stjórnarand- stöðuna að tilnefna bráðabirgðafor- seta sem mundi stjórna landinu þangað til nýr forseti hefði verið val- inn. Hann sagði einnig að þingkosn- ingar yrðu haldnar á undan forseta- kosningunum. „Nú er boltinn hjá stjórnarandstöðunni", sagði Ershad sem hefur stjórnað landinu í nær 9 ár en íbúar þess eru 110 milljónir. Reuter-SÞJ Varanlegur frið- ur í Líbanon? Nú eftir að sveitir kristinna manna í Líbanon hafa dregið her- sveitir sínar frá Beirút í Líbanon virðist sem varanlegur frið- ur sé að komast á í landinu eftir 15 ára ófrið. í gær unnu jarðýtur við að afmá markalínuna sem hefur skipt Beirút síðan árið 1975 og verkfræðingar unnu við að aftengja jarðsprengjur. ina að störfum. Fyrrverandi sölumaður sagði að hann hefði alltaf verið efagjarn um að friðaráætlanir næðu fram að ganga þar til nú, því nú sæi hann þær raunverulega í fram- kvæmd. Aðalverkefni nýju stjórnar- innar mun verða að leysa upp samfélög hinna 9 sértrúarhópa sem orðin eru nokkuð sjálf- Þúsundir íbúa Beirúts fögn- uðu hermönnum Elias Hrawis forseta þegar markalínan var eyðilögð og borgarhlutar krist- inna og múslímskra manna sameinuðust. „Við höfum ver- ið að bíða eftir þessu í 15 ár...Við getum nú heimsótt hvert annað um alla Beirút“, sagði gamall grænmetissali þegar hann horfði á hermenn- stæð með sín eigin félagslegu kerfi að sögn fréttaskýrenda. Margir borgarar töldu að margir af uppreisnarhermönn- um klæddust nú borgaralegum klæðum og feldu vopn sín. Samkvæmt upplýsingum frá heryfirvöldum munu hermenn handtaka menn sem hefðu byssur í fórum sínum. Friðaráætlun, sem þjóðþingið samþykkti í fyrra og naut al- þjóðlegan stuðning, gerir ráð fyrir að það verði búið að Ieysa upp hersveitir uppreisnar- manna fyrir 21. mars og einnig skerða stjórnmálavöld kristna minnihlutans. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit BAGDAÐ - frak ætlar að leyfa öllum þeim 3.300 sovésku borgurum, sem eftir eru í Kú- væt og írak, að fara heim frá deginum i dag. PARÍS - Franski varnamála- ráðherrann, Jean-Pierre Che- venement, sagði aö hægt væri að breyta landamærum Kúvæts ef Saddam Hussein forseti fr- aks samþykkti að flytja herlið sitt á brott frá landinu. MOSKVA - Rússneska al- þýðulýðveldið hefur leyft eín- staklingum að elgnast land en allt land i Sovétríkjunum hefur verlð í ríkiseign. MOSKVA - Gorbatsjov hefur ákveðið að senda aðalfulltrúa utanríkisráðuneytisins tíf Óslóar 10. desember til að taka á móti nóbelsverðlaununum fyrír sína hönd, en elns og kunnugt er getur Gorbatsjov ekki farið frá vegna annríkfs. Fulltrúinn, sem er 67 ára, heitir Anatoly Ko- valev og er gamalreyndur stjórnmálamaður. MOSKVA - Mikhaíl Gorbat- sjov ætlar að halda embættí forsætisráóherra eftír breyting- ar sem nú fara fram á valdi æðsta leiðtoga Sovétríkjanna en þær verða til þess að hann hefur beina stjóm á ríkisstjóm- innl. BONN - Viðræður eru nú mann ásamt tveimur sovéskum hafnar á mSlli krístílegra og geimförum, tengdist við sov- frjálslyndra demókrata um éska geimstöð í gær. stjómarmyndun. Frjálslyndir, sem styrktu stöðu sína í kosn- ingunum, vilja aukin áhrif í stjómarsamstarfinu og hefur það leitt til nokkurs ágreinings. BRUSSEL - Ekkert gekk í GATT- viðræðunum í gær. Fóru viðræður um styrki til landbún- aðarins i sjáifheldu. Nokkrir full- trúanna í viðræðunum voru þó bjartsýnir og sögðu að nú færi eitthvað að rofa til. BERLÍN - Maður háttsettur í austur- þýsku leyniþjónustunni segir í bók, sem kemur nú út í BUENOS AIRES - Argent- desember, að hún hafi þjálfað insk stjómvöld brutu uppreisn- PLO menn. ina, sem var gerð i hernum á mánudag, á bak aftur. Lögregl- SOFÍA - Stjómarmaður búlg- an er í viðbragðsstöðu vegna arsks stéttarfélags sagði að smásprengingar sem varö í út- Peter Beron, sem hefur verið hverfi Buenos Aires. George leiðtogi stjómarandstöðunnar, Bush, forsetí Bandarikjanna, en er nú að hætta þvi starfi, hafi kemur til Argentinu í dag. njósnað fyrfr leynflögreglu kommúnistaflokksins í 21 ár. HOUSTON - Galla varð vart í gær í tölvuforriti bandarísku MOSKVA - Sovéska geímfar- geimferjunnar Kólombíu. ið, sem ber japanskan frétta- Reuter-SÞJ Detroit: Flug- slys Flugslys varð í Detroit í Bandaríkj- unum síðdegis á mánudag þegar tvær farþegaþotur skullu saman með þeim afleiðingum að eldur kom upp í annarri vélinni og að minnsta kosti 150 slösuðust og átta létu lífið. Farþegaþoturnar voru báðar á Metroflugvellinum í Detroit þegar þær skullu saman. Vélarnar, sem voru af gerðinni DC-9 og Boeing 727, ráku vængina saman þannig að það kviknaði í DC-9 vélinni og var eldur laus í henni í tuttugu mínútur án þess að farþegar kæmust út. Eng- ar verulegar skemmdir urðu á Bo- eing vélinni. Stuttu áður en áreksturinn átti sér stað hafði flugvellinum verið lokað vegna slæms skyggnis og skyggnið var enn mjög slæmt þegar árekstur- inn varð. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.