Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn •' Fö’stuclagúr 7. désembér'1990 Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti auka fylgi sitt. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings taeplega fjórðungs kjósenda: Meirihluti landsmanna styður ríkisstjórnina Meirihluti iandsmanna virðist vera fylgjandi ríkisstjóminni, ef marka má skoðanakönnun sem DV gerði um síðustu helgi. í könn- uninni kemur einnig í Ijós að fylgi Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Kvennalistans hefur aukist frá síðustu skoðana- könnun DV, sem gerð var í október, en fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað. 55% þeirra er tóku afstöðu voru fylgjandi ríkisstjórninni, en 45% þeirra er tóku afstöðu voru á móti henni. Úrtakið í skoðanakönnun- inni voru 600 manns, jafnt skipt niður á milli kynja og jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggöarinnar. Ef tekið er mið af öllu úrtakinu voru 44,3% fylgjandi ríkisstjórninni, en það er aukning upp á 9,8 prósentustig frá síðustu skoðanakönnun DV. Andvígir ríkis- stjórninni voru 36,3%, óákveðnir voru 16,8% og þeir sem svöruðu ekki voru 2,5%. Ef tekið er mið af skoðanakönnun- um DV, sem gerðar hafa verið áður, þá virðist fylgi ríkisstjórnarinnar meðal almennings hafa verið að aukast jafnt og þétt alveg frá því í júní 1989, en þá voru aðeins 23,6% af þeim sem tóku afstöðu fylgjandi ríkisstjórninni. 28,3% voru henni fylgjandi í október 1989, 37,6% í apríl 1990 og 45,5% í október 1990. Fylgi Sjálfstæðisflokksins virðist hafa minnkað töluvert síðustu vik- urnar, eins og fylgi Alþýðuflokks- ins, á meðan fylgi Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins og Kvennalistans hefur aukist. Ef eingöngu er miðað við þá sem taka afstöðu, þá fær Alþýðuflokkur- inn 12,4% fylgi, Framsóknarflokk- urinn 22,7% fylgi, Sjálfstæðisflokk- urinn 43,1% fýlgi, Alþýðubandalag- ið 11% fylgi, Kvennalistinn 9,9% fylgi og aðrir miklu minna. Ef þingsætunum 63 er skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnun- arinnar, myndi Alþýðuflokkurinn fá 8 þingsæti, en þeir fengu 10 í síð- ustu kosningum. Framsóknar- flokkurinn myndi fá 14 þingsæti en fékk 13 í síðustu kosningum, Sjálf- stæðisflokkurinn myndi fá 28 þing- sæti í stað 18 í síðustu kosningum, Alþýðubandalagið myndi fá 7 þing- sæti í stað 8 í síðustu kosningum og Kvennalistinn myndi fá 6 þing- sæti eða jafnmikið og í síðustu kosningum. Aðrir flokkar myndu ekki fá nein þingsæti. Samkvæmt skoðanakönnuninni er Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem myndi bæta við manni frá síðustu kosningum fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, en hafa ber í huga að Borgaraflokkurinn fær ekki neitt þingsæti samkvæmt könnuninni, en fékk 7 í síðustu Ágúst Einarsson prófessor hefur verið skipaður formaður bankaráðs Seðlabankans: Ráðning bankastjóra dregst Einhver bið verður á að nýr Seðlabankastjóri verði ráðinn til starfa. Lögum samkvæmt verður bankaráð Seðlabankans að skila viðskiptaráðherra áliti áður en nýr bankastjóri er ráðinn. Óvíst er hvenær þetta álit liggur fyrir, en fyrsti fundur nýs bankaráðs verður haldinn í dag. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur skipað Ágúst Einarsson, prófessor, formann nýs bankaráðs Seðlabankans og Geir Gunnars- son, alþingismann, varaformann. Ágúst er fulltrúi Alþýðuflokksins í ráðinu og Geir er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Tíminn spurði viðskiptaráðherra hvenær væri von á ákvörðun hans um hver fær stöðu seðlabanka- stjóra. Hann sagðist ekki geta til- tekið neinn sérstakan tíma í því sambandi, en ákvörðunin yrði ekki tekin á allra næstu dögum. Birgir ísleifur Gunnarsson er kandídat sjálfstæðismanna í emb- ættið, en hefð er fyrir því að það skipi sjálfstæðismaður. Ráðherra vildi ekki svara því hvort Birgir ís- leifur væri öruggur um að hljóta stöðuna. Hann minnti á að nýr bankastjóri væri skipaður af við- skiptaráðherra, en ekki þingflokki sjálfstæðismanna. -EÓ kosningu. Ef miðað er við síðustu skoðanakönnun DV sem gerð var í október s.l. og aðeins miðað við þá er taka afstöðu, þá hrapar fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 47,9% í 43,1%. Af þeim flokkum sem auka fyigi sitt miðað við októberkönnun DV, þá eykst fylgi Framsóknar- flokksins mest eða í 22,7% úr 19,7% . „Mér lýst vel á fylgi ríkisstjórnar- innar og Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að haga sér þannig undanfarna daga að það er undarlegt að þó þetta margir skuli halda tryggð við hann. Ég orða það þannig að flokkurinn byrji allar orrustur á að skjóta sig í lappirnar og ég held að þeir hafi rækilega gert það í þessari orrustu. Sjálfstæðisflokkurinn hefði vafa- laust komið mjög illa út úr kosn- ingum í vetur. Það er engu að síður Ijóst að það verður kosið um þjóð- arsáttina og þann árangur sem hún hefur náð í efnahagsmálum. Þjóð- arsáttin og Evrópumálin verða stærstu kosningamálin í komandi kosningum. Ég vonast til þess að kjósendur hafi séð það á síðustu dögum að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi í þessu máli,“ sagði Páll Pétursson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins. „Það sem skiptir máli í þessari könnun er afstaða kjósendanna til flokkanna. Þrátt fyrir þetta fjöl- miðlastríð gegn Sjálfstæðisflokkn- um, gefur könnun DV til kynna að flokkurinn fái bestu útkomu í sög- unni. Þetta sýnir með öðrum orð- um að þessi glannaskapur ríkis- stjórnarflokkanna að ætla að rjúfa þing og brjóta stjórnarskrána enn á ný með því að gefa út fallin bráða- birgðalög, hefur verið hinn mesti afleikur. Það er augljóst eftir þess- ari könnun að á nýju þingi hefði ekki verið meirihluti fyrir lögun- um,“ sagði Þorsteinn. -EÓ/khg. Verktakafyrirtækið ístak stend- ur í framkvæmdum í israel: íslensk höfn senn í ísrael Verktakafyrirtækið ístak er um þessar mundir að vinna við segl- bátahöfn í Tel Aviv í ísrael fyrir 800 seglskútur. Að sögn Ólafs Gísla- sonar hjá ístak eru framkvæmdim- ar nýbyrjaðar og standa þær í tvö ár. ístak mun aðallega sjá um tilboðs- gerð og undirbúningsvinnu fyrir hafnarframkvæmdiraar. Ólafur sagði að eins og er sé það ekki ráðgert að starfsmenn frá þeim verði þarna í vinnu, en þeir hefðu sent þangað eitthvað af tækjum. Fyrir jól er fyrirhugað að flytja grjótpramma til Tel Aviv og mun skipið Árvakur, fyrrum vita- og varð- skip, sjá um flutningana. Að sögn Jóhannesar Lárussonar hjá Dýpkun- arfélaginu, sem er eigandi Árvakurs, munu þeir reyna að komast af stað með bátinn fyrir jól. Búast má við að ferðin til ísraels með prammann taki 22 daga, en alls búast þeir við að verða 7 vikur í ferðinni. Aðspurður hvernig þátttaka ístaks í þessum framkvæmdum í ísrael hefði komið til, sagði Ólafur Gísla- son að hann hefði verið þarna áður og hann hefði verið beðinn um að standa fyrir þessum undirbúningi. Hann sagði að á þessu stigi væri ekkert frekar hægt að segja um mál- ið, þar sem framkvæmdir væru rétt nýhafnar. —SE w Hitaveitustjóri um Nesjavallavatnið: Útfelling að vísu en þó engin hætta Hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur gekk á fund borgarstjóra í gær til að gera honutn grein iyrir ástandi mála viö Nesjavallavirkj- un. Eins og kom fram t fjölmiðium í gær þá gæti magnesíumút- felling, sem skapast við blöndun upphitaðs fersks vatns og jarð- hitavatns, hugsanlega valdið miklum skaða á hitaveitulögnum Hitaveitu Rcykjavíkur. Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að ekkert hefði bent til þess ennþá að ekki sé hægt að nýta Nesjavallavirkjun á þann hátt sem gert er nú. Það væri nú ekki kom- in löng reynsla á hana, en það væri vei fylgst með stöðinni með reglulegum rannsóknum og til- raunum og þeir væru bjartsýnlr. Gunnar sagði einnig að sér hefði komið fréttaflutningur gærdags- ins á óvart, því að þeir hefðu gert stjórn veitustofnana grein fyrir þessu sérstaka vandamáli á tveim síðustu fundum hjá þeim, ásamt öðru sem hefur verið á ferðinni hjá þeim, því það hefur verið ryð, sandur og útfelling f vatninu. Þeim hjá hitaveitunni hafi verið kunnugt um skýrslu Orkustofn- unar frá 1983, þar sem fram kom hættan á magnesíumútfellingu ef upphitað ferskvatn og jarðhita- vatn biandaðist. Að sögn Gunnars gerði hann borgarstjóra greín fýrir stöðu málsins frá upphafi og eins og það stendur í dag. Gunnar sagði að hitaveitan hefði rcist tilraunastöð á Nesjavöllum árið 1984 þar sem fram fóru tilraunir á framleiðslu á heitu vatni úr köldu fersku vatni, hveraig best værí að haga upphit- un, afloftun og hvort þyrftl að bæta í það brennisteini, sem varð úr auk þess sem gufu er bætt f vatnið. A sama tíma var Hitaveitan með tllraunir í Reykjavík þar sem könnuð var blöndun Nesjavalla- vatnsins við jarðhitavatnið í Reykjavík. Þessum tilraunum lauk árið 1986 og upp frá því var ákveð- ið að hafa þann háttinn á að taka kalt vatn frá Nesjavallavirkjun, senda það til Reykjavíkur og blanda við vatn af jarðhitasvæð- inu, vegna þess að menn töldu slg hafa nægjanleg svör við áhættu- þáttum, sagði Gunnar. „Við höfum verið að keyra Nesja- vallastöðina frá því í lok ágúst s.L Að vísu fóru fyrstu mánuðimir í að keyra til stýritækin þar. 18. október verðum við varir við það að í þeim óhrelnindum sem við er- um að hreinsa finnast útfellingar af magnesíumsilikati. Þetta var nú ekki álitið neitt alvarlegt mál, en það var ákveðið að breyta samsetn- ingu vatnsins, þannig að aðferð- um við m.a. suðu og afloftun til þess að fá fram fyrst og fremst hæfilegt hitastig. Við þreifuðum okkur áfram með það, og fyrir um tveim vikum síðan þá teljum við okkur vera komnir með gott vatn, en það er ekki hægt að segja um það nákvæmlega strax, því útfell- ing kemur fram á löngum tíma,“ sagði Gunnar að auki í samtali við Tfmann í gær. Gunnar sagði einnig að það hefði ekki komið betur út að veita Nesja- vallavatnið sérstaklega. Nú er Nesjavallastöðin notuð sem grunnaflstðð sem dælir alltaf rúmum 90 megavöttum á klst. ..GEÓ Flutningar á mlluböggum hafa veríð bændum erfiðir. Fyrírtækið Astra sér nú um framleiðslu og dreifingu búnaðar sem á að leysa þetta vandamál. Dráttarspil fyrir rúllu- bagga Fyrirtækið Astra á Seltjaraamesi hefur í samráði við bændur leyst flutningavandamál á rúlluböggum við fóðurgjöf, samkvæmt fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Búnaðurinn, sem ætlað er að Ieysa flutningavandamálið, samanstendur af dráttarspili með þráðlausri fjar- stýringu, kló til að draga rúllur úr stæðum og kló til að afrúlla á fóður- gangi. Fyrir bændur sem hafa hlaupaketti verður einnig hægt að fá kló til að hífa rúllubaggana Finnið leiðir Smábátaeigendur í smábátafélaginu Skalla á Norðurlandi vestra héldu sl. miðvikudag fund þar sem skorað er á stjóravöld að leita allra leiða til leiðréttinga á veiðiheimildum hjá þeim smábátaeigendum, sem fara sérstaklega illa út úr þeirri úthlutun sem framkvæmd hefur verið. Fundurinn bendir á að sjávarkuldi hafí valdið sáralítilli fiskgengd á grunnslóð fyrir Norðurlandi þau ár sem notuð séu til viðmiðunar í til- raunaúthlutuninni. -SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.