Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. desember 1990 Tíminn 3 Spá Þjóðhagsstofnunar fyrirjúlí 1991: Verðbolgan 40% án bráðabirgðalaganna Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar hefði verðbólgan í júlí á næsta árs orðið á bilinu 22% til tæplega 40% ef bráðabirgða- lög á kjarasamning BHMR hefðu ekki komið til framkvæmda. Til samanburðar má geta þess að nýleg verðlagsspá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir um 7% verðbólgu á næsta ári, miðað við óbreyttar forsendur. Þetta kemur fram í svari Þjóðhags- stofnunar við beiðni Steingríms Hermannssonar um hugsanlega verðþróun á næstu mánuðum, ef bráðabirgðalögin féllu úr gildi. Þjóðhagsstofnun setur þó marga fyrirvara á sína útreikninga og sér- staklega þarf að taka tillit til þess að túlkun kjarasamnings BHMR sé ekki vafalaus. Þá er óljóst hvernig aðrir aðilar vinnumarkaðarins hefðu brugðist við ýmsum atriðum og einnig er álitamál hvaða gengis- forsendur skuli leggja til grundvall- ar í slíkum útreikningum. Þar sem um nokkra óvissuþætti var að ræða fór Þjóðhagsstofnun þrjár leiðir í útreikningum. Helstu niður- stöður Þjóðhagsstofnunar að gefn- um nokkrum forsendum urðu þær, að með víxlhækkunum verðlags, launa og gengis hefði stefnt í stöð- ugt vaxandi verðbólgu. Ljóst yrði að á nokkrum mánuðum yrði þriggja mánaða hraði verðbólgunnar miðað við heilt ár kominn í tugi prósenta. „í þeim dæmum sem reiknuð voru var verðbólga á þennan mælikvarða í fyrsta dæminu komin í 22% í júlí 1991,27% í öðru dæminu og í tæp- lega 40% í því þriðja," segir í bréfi Þjóðhagsstofnunar til forsætisráð- herra. Þar segir ennfremur að í öllum þessum dæmum mun kaupmáttur launa aukast umtalsvert fyrst í stað og líklegt að almenn eftirspurn færi vaxandi. „Það má reikna með, ef þessi þróun gengur eftir, að þau markmið um viðskiptahalla og litla aukningu þjóðarútgjalda, sem sett voru fram í þjóðhagsáætlun 1991, standist ekki. Rétt er hins vegar að leggja áherslu á að þetta eru ekki ótvíræðar niðurstöður, því óvissuat- riðin eru mörg í þessum dæmum,“ segir að lokum. Þess má geta að ný- leg spá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir rúmlega 7% verðbólgu ef þjóð- arsátt heldur. -hs Fjöllistamaður hyllir Reykjavík í málverkum: Sigfús Hall- dórsson á Kjarvals- stöðum í tilefni af sjötugsafmæli Sigfúsar Halldórssonar 7. september s.l., verður haldin sýning á málverkum hans á Kjarvalsstöðum, Einnig ákvað Bæjarstjórn Kópavogs fyrr á þessu ári að standa að útgáfu bókar með lögum Sigfúsar. Allar myndirnar á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru vatnslitamyndir úr Reykjavík, enda er sýningin helg- uð höfuðborginni. Sigfús hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði innan lands og utan. Þetta er 8. sýning hans þar sem hann sýnir eingöngu Reykjavíkurmyndir. Flestar mynd- anna eru málaðar árin 1989 og 1990. Sýningin er sölusýning. Flestar myndanna eru úr gamla miðbænum, nokkrar eru vestan af Á myndinni sjáum við Sigfús Halldórsson, annan ftá hægrí, skoða sönglagabókina ásamt fleirum. Vesturgötu og Mýrargötu og frá slippnum. Þá eru t.d. myndir frá Laugavegi, Frakkastíg og Bergþóru- götu. í bókinni með lögum Sigfúsar eru fyrst og fremst lög sem ekki hafa birst áður, auk nokkurra af hans vin- sælli lögum, s.s. Litla flugan, Aust- urstræti og Seyðisfjörður. Lagaval í bókinni hafa þeir Guðni Þ. Guð- mundsson organisti og Friðbjörn G. Jónsson söngvari annast í samráði við tónskáldið. Nýju lögin í bókinni hefur Guðni Þ. Guðmundsson búið til prentunar, en Magnús Kjartans- son tónlistarmaður sá um tölvu- setningu. Auk framantaldra hafa Guðni Stefánsson, forseti bæjar- stjórnar, og Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, verið í út- gáfustjórn. khg. Loðnuflotinn lagstur við festar Loðnuflotinn er nú sem óðast að leggjast að landi, en tilmæli þar að lútandi hafa komið frá Sjávarútvegsráðuneytinu vegna óvissu um ástand loðnustofnsins. Ljóst er að margir koma til með að missa vinnu sína, ekki síst loðnusjómenn sem flestir hafa þegar fengið uppsagnarbréf. Tilmæli hafa komið frá Sjávarút- vegsráðuneytinu um að loðnuflot- inn hætti veiðum síðustu vikur þessa árs, svo ekki þurfi að koma til veiðibanns. Samkvæmt upplýsing- um frá Hafrannsóknastofnun er út- lit loðnustofnsins ekki gott og ekki hefur dræm veiði undanfarið bætt úr skák. Loðnuflotinn er því allur á leið til lands, ef ekki kominn, og loðnusjómenn standa frammi fyrir lengra jólafríi en þeir áttu von á. Þegar hefur undirmönnum á loðnu- skipum verið sagt upp störfum, en uppsagnarfrestur þeirra er ein vika. Reikna má með að um 50 skip séu í loðnuflotanum og 700 sjómenn, þar af um 400 undirmenn. Ljóst er að einhverjar uppsagnir verða einnig í fiskimjölsverksmiðj- um og fjöldi landverkafólks stendur einnig frammi fyrir atvinnuleysi, þó sums staðar sé unnin síld. Alls eru starfandi 20 loðnubræðslur og þar vinna á milli 400 og 500 manns, að sögn Jóns Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda. Það sem af er þessari haustvertíð hefur loðnuaflinn verið nálægt 85 þúsund tonnum, sem er lakari afli en verið hefur. Jón sagði horfurnar vera slæmar. „Við þjáumst af hráefn- isleysi og þar af leiðandi er inntektin engin, en fastakostnaðurinn heldur áfram að rúlla. Þetta er hins vegar ekkert sem kemur okkur í opna skjöldu. Við vissum hvernig fór f fyrra og þó menn hafi ekki vonað að sá leikur endurtæki sig, þá virtist það samt vera að gerast.“ En hverju vildi Jón spá um fram- haldið? Verður stopp til lengri tíma? „Nei, við byrjum að veiða strax eftir áramótin. Þó að Hafrannsóknastofn- un hafi ekki mælt meira núna, þá er það ekki vegna þess að ekki er meira að finna, heldur er loðnan illsjáan- leg á þeirra mælitæki á þessum tíma. Loðnan er í þannig ástandi, að hún er ekkert farin að hópa sig í göngur og þar af leiðandi er hún dreifð um allan sjó f ætisleit. Því kemur hún ekki fram á mælunum." Jón sagði að samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar væri nú samdráttartímabil í gangi. „En við höldum alls ekki að við séum hættir loðnuveiðum um einhvern tíma. Við sátum um þetta leyti í fyrra með niðurstöður stofnunarinnar upp á 54 þúsund tonn, á móti þessum 360 þúsund tonnum núna. Við lentum þó á metvertíð eftir áramótin í fyrra. Ég er ekki að segja að við fáum met- vertíð í framhaldi af þessu, en það sýnir hversu loðnan er óáreiðanlegt kvikindi. Við höfum því fulla ástæðu til að halda að veiðar hefjist eftir ára- mótin." Margir sjómenn taka undir þessi orð Jóns og telja sumir hverjir að mælingar Hafrannsóknastofnunar gefi ekki endanlega mynd af ástand- inu. Þeir benda á að ástandið hafi verið svipað og í fyrra, en þrátt fyrir það varð síðasta vertíð metvertíð. Þá benda þeir einnig á að sjórinn á loð- numiðunum sé óvenju heitur og ekki sé nema von að lítil loðna finn- ist. í hlýjum sjó er einnig betri skil- yrði fyrir loðnuna, sem ætti að þýða betri vaxtarskilyrði stofnsins en oft áður og því sé ástæða til að vera bjartsýnir um framhaldið. Gísli Runólfsson, skipstjóri á loðnubátnum Bjarna Ólafssyni frá Akranesi, sagðist lítast illa á horf- urnar og ekki væri gott að þurfa að stoppa nú. „Það verður veiði eftir áramót og þetta er keimlíkt og í fyrra,“ sagði Gísli. Gísli og félagar voru nýkomnir á miðin þegar kallið kom um að stoppa veiðar. Hann seg- ir að ekki hafi verið nein loðna að ráði fyrr en núna að eitthvað fór að glæðast. Sigurður Sigurðsson, skipstjóri á Erni KE 13, sagðist hafa stóra ástæðu til að efast um niðurstöður Hafrannsóknastofnunar. „Það veit enginn um það hvað er mikið af loðnu núna. Þegar við fórum í land var hins vegar að koma vísir að því að hægt væri að sjá það. Við sáum mikið af loðnu vestur af Kolbeinsey, og það var stór og falleg loðna. Ég tel mig vera búinn að sjá helmingi meira af loðnu núna, miðað við sama tímabil í fyrrahaust." Sigurður sagði þetta bann vera slæmt að því leyti til, að nú væri enginn til að fylgjast með miðunum. „Að vísu má segja að líkur séu til að hægt sé að sjá þetta eftir áramótin, þó er það ekki víst.“ -hs. KJÖRBÓK ...spakra manna siður Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.