Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 7. desember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason SkrffstofurLyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Utanstefnur Sú var tíð að íslendingar frábáðu sér utanstefnur og var ástæða til. Áþjóðveldistímanum leituðu höfðingj- ar til Noregskonunga og báðu þá liðsinnis gegn öðr- um höfðingjum og þegar frá leið vöndust norskir konungar því að hafa úrskurðarrétt um íslensk mál- efni. Þeir héldu íslenskum mönnum í gíslingu þegar svo bar við að horfa og að því kom að norskir valds- menn kölluðu þá íslendinga á sinn fund sem þeim þótti þurfa og skipuðu íslenskum málefnum að eigin geðþótta. Þegar þjóðveldið leið undir lok gerðu íslandingar vanmáttuga kröfu: Utanstefnur viljum vér engar hafa. Sagan er óljúgfróð um hvernig við henni var orðið. Utanstefnur urðu svo ríkur þáttur í stjórnskipaninni sem þjóðin varð að búa við öldum saman að jafnvel dómsvaldið hvarf til útlanda og það var ekki fyrr en með fullveldinu, þegar komið var fram á þessa öld, að æðsta dómsstig komst á ný í hendur íslendinga. Á síðustu tímum eru dæmi um að nokkrir íslending- ar hafí leitað til erlendra, eða öllu fremur fjölþjóð- legra, dómstóla og leitað eftir leiðréttingu mála sinna, þegar þeim hefur fundist á sig hallað af inn- lendu réttarfari. Enn hefur ekki fallið úrskurður um að innlendir dómstólar hafí gerst offarar gagnvart þessum aðilum. Nú ber það til tíðinda að fjölmenn samtök vel menntaðra starfsmanna ríkisins stefna ágreiningsefni sínu og hins sama ríkisvalds til erlends aðila til úr- skurðar. BHMR hefur ótilneytt kært ríkisstjórn íslands fyrir Alþjóðavinnumálastofnuninni og hefur uppi grófar ásakanir um svik og brigð af hálfu ríkisvaldsins og eignaupptöku á réttmætum og umsömdum launum. Ástæðan eru bráðabirgðalögin sem sett voru til að koma í veg fyrir verðbólguholskeflu og þar með að vemda efnahagslegt sjálfstæði landsins og þar með hagsmuni landsmanna allra, ekki síst launþega, sem sannarlega verða hvað harðast úti í sviptingum verð- bólguæðis. Félagar í BHMR eru þar ekki undanskild- ir. Stjórn BHMR hefur fullan rétt á að kæra setningu bráðabirgðalaganna og hefur einnig stefnt stjórnar- herrum fyrir Bæjarþing Reykjavíkur. En jafnframt er kært fyrir fjölþjóðlegum samtökum, eins og komið hefur fram. Hverju menntamenn í þjónustu íslenska ríkisins ætla að ná fram með slíkum klögumálum hljóta þeir að vita. Ef þeim þykir við hæfí að fjölþjóðleg samtök fari að ávíta íslensk stjórnvöld og skipa þeim fyrir verkum vegna lagasetningar sem er sjálfsögð og lög- leg samkvæmt íslenskum lögum, þá þeir um það. En smekklegt er athæfíð ekki. Þjóðhollusta er sennilega úrelt þing á tímum skrýt- innar blöndu sérgæða og fjölþjóðahyggju. En þann sóma ættu íslenskir þegnar að geta sýnt ættlandi sínu að halda klögumálum sínum innan íslenskrar lög- sögu. Það er ekki víst að lög og dómstólar séu réttsýnni eða mildari annars staðar. verið „rangfærsJum og fölsun- uto" ( oiöurstööuTO sfcoóanalcönn- unar Galhip, «em gerð var á ís- landt í nóvember s.1. um útvarps- htustun. Auglýsingastofan Gott fólk (sem samkvaemt þesSu gsti verió betra) bjó út dreiflrit fyrir Byigjuna og Stjörnuna, sem var g úr garói gert, að Ríkisút falsanir" þyki snjallar í bisness uppana að stunda sltkan bisness í hjjómþlötuútglfu, samanber yfir- lýsingar Bubba Morthens ura aft þekktir uppar hafa tamið $ér f við- sidptum, er rétt fyrir útvarpsrétt- arnefndina aft snúa sér til eigenda útvarpsstöðvanna tveggja og kreijast skýringa. Það mi nefni- fyrir plötusölu. Og annað er að rugia i poppfataverslunum á ötvarpsstöðvamar tvær fyrir Sifta- nefnd um auglýsingar. Tilvitnuðu orðín eru ur úrskurði siöanefndar, sem hefur flallað um hinn faisaða solubæklíng Bylgjunnar og Stjömunnar. f þessum bæfclingi er skoöanakönnun Gallup tekin og skírð eftir geðþótta til að sýna ein- hverja ímyndaöa yfirburði Byigj- unnar og Stjörnunnar yfir Rílds- útvarpið. Það vekur athygii að Bylgjan og Stjaman er í eigu frægra uppa sem sýnilega telja að ekki geri mikið tii að beita „rang- færsium og fölsunum“, enda aldir upp í heimi óraunveruieikans, poppinu, sem um þessa helgi minnist guðs síns, sjálfs Lenn- ons, út af einhverju afmæii. Á aö skrækja og veina á Stöð 2 af þessu tllefni, en Jón ÓJafsson í Skffunni sá tii þess að Bylgjunni var bland- aft vlft Stöð 2. Hann hefur lengi verið heisti andlegur leiðtogi Bylgjunnar og Stjömunnar og læturekki halla á sig i vinsætdum. hans nóta, en Lennons og Þessi kæra út af skoðanakönnun Gallups er í rauninni upplýsandi um takmarkalausa ósvífni þeirn, sem komist hafa til valda í fjöl- miðlun á íslandi og ráða Bylgj- unni og Stjömunni ásamt Stöð 2. Vel getur verið að „rangfærslur og poppistunum mildft á aft sanna andlega yfirburði Lennons og Jóns í Skífunni yfir Rikisútvarpið, sem líka er í poppi, en takist það ekki í raunveruleikanum er hægt að beíta uppastílnum og láta yfir- burðina gerast með fölsunum staðrcynda. Ósómanni verðtir að stöðva Þeir sem veita leyfi ti! reksturs útvarpsstöðva, sem eru ábyrgar frammi fyrir aiþjóð fyrir „rang- færslur og falsanir", ættu að at- huga sinn gang, áður en þcir aðii- ar verða valdamciri, Sem virðist skorta siðferðisþrek til að bera ábyrgð á fjölmiðium. Það er alveg Jjóst, að útvarpsréttamefnd verð- ur að taka afstöðu til svona máls, þegar það kemur upp, og beita hörðum viðurlögum. Best væri ef hægt væri að losna við þá aðiia innan útvarpsslöðvanna tveggja, sem hafa með einum eða öðmm hætti samþykkt birtingu á „rang- færsium og föisunum“ á skoðana- könnun virtrar stofnunar eins og Gallup. Ósómann verður aft stöðva, og þar sem ætla má aft bann sé einstaklingsbundinn og tengdur því viftskiptasiðferði, sem ingur í of mikiö í húfi tfl þess aö hann verftl tátinn standa óvartnn framrai fyrtr aftflum, sem fara með „rangfeerslur og falsanir" f Popparar á sextugsaldri En kannski verftur þetta Iátift eiga sig, svo hægt veröi að halda áfiram aft fara meft „rangfærslur og falsanir" í naftú Bylgjunnar og Stiömunnar. Það eru nefnflega komnar upp kynslóftir sem þekkja varta orftiö muninn á réttu og röngu. Þær hafa verift heilaþvegn- ar meft stanslausum dægurlaga- textum og myndbandasýningum þar sem liftiö sýnir tilburöi og takta í draumaveröid sinni, sem ciga aft færa áhorfendum og heyr- endum hcim sanninn um aft þama séu mikJbr menn á ferft, samanber alia Lennonana, en John Lennon stóð hvað lengst í einhverri skuggaglímu við Nixon Banda- ríkjaforseta. Þeir eistu af dægur- lagakynslóðinni eru nú komnir á sextugsaldur og hafa alltaf haft fasta búsetu í draumum. Þeim verður ekki bjargað út í raunveru- leikann og heldur ekki þeim sem yngri eru. Yfirleitt fór þetta dæg- urlagaæðl af fófld fyrir þrítugt hér áður fyrr. Dómur Siðanefndar um auglýsingar er harður, en hann rý- fur engar draumaveraldir dægur- lagakynsióöanna. Garrí „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ í gangi eru ótal hugtök um rentuna og er mikiu hugviti beitt til að gera svo einfált fyrirbæri flókið og illskilj- anlegt öllum þorra manna. Þeir sem leiknir eru í peningatali nefna nafn- vexti og raunvexti í sömu andrá og fylgist sú vaxtaruna ávallt að. Verð- bætur og verðtrygging sem stjómast af lánskjaravísitölu er mikið í um- ræðunni og er yfirleitt ekkert við hana að athuga, nema þegar kaup- gjaldsvísitala er nefnd á nafn hleypur hland fyrir hjartað á öllum þeim sem hryllir við ef svo færi að hún gæti hækkað. Þar með hrynur efnahags- kerfið í rúst. Hér er fátt eitt nefnt af þeirri fjöl- skrúðugu flóru orðatiltækja pen- inga- og efnahagsspekinnar sem tröllríður allri þjóðfélagsumræðunni ár og síð. Tíminn birti i gær frétt um vaxta- pólitík lánastofnana og hefst hún með þessari klausu: „Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa verða allt að tvöfalt hærri að meðaltali á þessu ári heldur en i fyrra, eða 8,6% borið saman við 4,7% á síðasta ári að mati Seðlabankans. Og raunvextir vísi- tölubundinna lána verða allt að fjórðungi hærri, eða að meðaltali 7,5% á þessu ári borið saman við 6% á því síðasta. Að árinu 1988 frátöldu hafa raunvextir aldrei verið hærri en áyfirstandandiári" Haft er eftir Guðmundi J„ sem er einn af sérstökum ábyrgðarmönnum þjóðarsáttar, að gróði bankanna verði allt að 3 milljarðar á árinu og samt ætli lánastofnanir að hækka vextina um prósent eða svo á næst- unni. Sem vænta má fer allt þetta vaxta- hjal fyrir ofan garð og neðan hjá öll- um þeim sem endanlega borga vext- ina, enda er til þess ætlast Gunna og Siggi sætta sig við sömu laun og í fyrra og árið þar áður, af því þau vita að það er svo erfitt fyrir vinnuveitendur þeirra að borga vext- ina af offjárfestingarævintýrum sín- um og bankinn verður að fé sitt, því annars missa þau vinnuna. Þau verða líka að borga allar stóru, fi'nu og mörgu búðimar sem kaupmenn- imir eru svo stoltir af að bjóða þeim að kaupa í. Svo verða þau að borga vextina af vöruvíxlunum, en sem bet- ur fer er þeim aldrei sagt frá því. Þau halda að eina rentan sem þau borga sé af íbúðarlánunum og af tékkareikningnum hans Sigga þegar hann misstígur sig. í blámóðu fram- tíðarinnar eru vaxtagreiðslur af svo- kölluðum erlendum Iánum, en hverjum koma þau við? Vegna þess að atvinnuvegimir eru ekki megnugir að hækka kaup og Gunna og Siggi þurfa að hafa lifi- brauð, var gerð þjóðarsátt, verðbólg- an lamin með lurk og allir segjast Ieggja eitthvað af mörkum til að sættin megi haldast. Nema lánastofnanir. Bankamir hækka sína vexti eftir þörfum, raun- vexti og nafnvexti, og eftir því sem stöðugleikinn verður meiri og betri grípur óróinn bankana þeim mun meira. Útbelgt bankakerfi er óhemju dýrt í rekstri og árum saman hefur verið talað um að minnka umsvif þess, þótt ekki væri nema að minnka hús- næðið. En allt kemur fyrir ekki. Sama er hve margir bankar samein- ast, ekki minnkar húsnæðið né fækkar útibúum. Hvert tölvukerfið af öðru er keypt inn í bankana til að spara starfskraft og liðka fyrir í um- svifunum. En allt fer á einn veg, rekstrarkostnaður eykst og svo kaupa bankamir og stofna kauphall- ir, verðbréfasölur, kaupleigufyrirtæki og allt keppir þetta hvað við annað, því samkvæmt bókinni er það undir- staða allra heilbrigðra viðskipta að samkeppnin sé nægileg. Er svo komið að ábyrgir menn sjá sér þann nú grænstan að fé erlendar lánastofnanir til að opna útibú á ís- landi til að veita íslensku bönkunum samkeppni. Þá verður kannski ein- hver von til þess að samkeppnin leiði til lækkunarvaxta. Eins og nú standa sakir er alls ekki um neina siíka samkeppni að ræða milli innlendra lánastofnana. Þegar ein þeirra hækkar vexti og svokölluð þjónustugjöld ijúka hinar upp til handa og fóta og hækka líka til að geta grætt nóg, því aldrei skal slegið af. Veldi bankanna er svo magnað að þegar nær öll skepna gerir sátt um að vemda þjóðarhag, hlaupa peninga- stofnanir út undan sér og spila sig stikkfrí. Og komast upp með það. Nú geta stjómendur allra peninga- stofnana stigið á stokk og tekið með stolti undir með ofstækismanninum sem sagði hér um árið: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.