Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 7. desember 1990 Föstudagur 7. desember 1990 Tíminn 9 Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar mælir með að bráðabirgðalögin verði samþykkt óbreytt: II ' m i II ■ Bráðabirgða lögin brjóta ekki stjórn- arskrána Páll Pétursson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, mælti í gær fyrir áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar á margumræddum bráð- birgðalögum. Nefndin hefur haft lögin til umfjöllunar í nokkrar vikur. Á fund nefnd- arinnar komu Páll Halldórsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Eggert Lárusson frá BMHR, Ögmundur Jónasson og Sjöfn Ing- ólfsdóttir frá BSRB, Ásmundur Stefánsson frá ASÍ, Þórarinn V. Þórarinsson frá VSÍ og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar. Nefndin varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meirihlutinn leggur til að frum- varpið verði samþykkt óbreytt. Minnihlut- inn er andstæðrar skoðunar. Friðrik Sop- husson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins, mælti fyrir sínu áliti í gær, en að því búnu var umræðunni frestað. Þórhildur Þorleifsdóttir, alþingismaður Kvennalist- ans, skilar sérstöku áliti. Óvíst er um af- stöðu Matthíasar Bjarnasonar, alþingis- manns Sjálfstæðisflokksins sem einnig sit- ur í nefndinni, en hann er veikur. Matthías skrifaði ekki undir álitið sem Friðrik skil- aði. Fyrirhugað er að umræða og atkvæða- greiðsla um málið fari fram næstkomandi þriðjudag. Hér fer á eftir hluti af áliti meirihluta nefndarinnar og hluti af skýrslu Gunnlaugs Claessen ríkislögmanns, sem lögð hefur verið fram í bæjarþingi Reykjavíkur, en þar hefur félagsmaður í BHMR höfðað mál á hendur ríkinu vegna setningar bráða- birgðalaganna. Lögin sett til að varna holskeflu í efnahagsmál- um Um setningu bráðabirgðalaganna má segja almennt að ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar mátu ástand efnahags- og launamála svo, að brýna nauðsyn bæri til að setja bráðabirgðalög í ágúst síðastliðn- um. Annars hefðu skollið á ófyrirséðar launahækkanir sem leitt hefðu til víxl- hækkana verðlags og launa. í kjölfarið hefði fylgt óðaverðbólga. Sú þjóðarsátt sem gerð var í febrúar var m.ö.o. í hættu og í stað stöðugleika og öryggis hefði riðið yfir þjóðina glundroði og efnahagsóvissa. Gátu ábyrg stjórnvöld alls ekki horft á slíkt að- gerðarlaus. Með endanlegu orðalagi 1. gr. kjarasamnings ríkisins og BHMR taldi fjár- málaráðherra tryggt að ekki kæmi til launahækkana ef þær væru taldar raska hinu almenna launakerfi í landinu. Þegar fyrir lá að svo reyndist ekki hlutu forsendur samningsins hvað þetta snertir að teljast brostnar. Við þessar aðstæður og í ljósi þeirra afleiðinga sem fram kæmu, yrði ekk- ert að gert, átti ríkisvaldið ekki annarra kosta völ en að beita bráðabirgðalagasetn- ingu til þess að koma í veg fyrir holskeflu í efnahagsmálum og óðaverðbólgu, eins og áður segir. Ríkisstjórnir hafa áður breytt kjarasamn- ingum með bráðabirgðalögum sem Alþingi hefur samþykkt. Alþingi hefur einnig breytt kjarasamningum með lögum. Löggjafinn hefur þannig breytt samningum milli vinnuveitenda og launafólks, óháð því hver vinnuveitandinn er. Flestir stjórnmála- flokkar hafa staðið að slfku. Það er langt frá því að um einsdæmi sé að ræða í þessu til- viki. Jafnframt er rétt að vekja sérstaka at- hygli á þeim útbreidda misskilningi að bráðabirgðalögin hafi numið úr gildi nið- urstöður Félagsdóms. Þeim niðurstöðum er í engu raskað. Eftir að niðurstöður Fé- Iagsdóms lágu fyrir var hins vegar hluta samnings BHMR og fjármálaráðherra breytt með lögum þannig að greiðslur féllu niður frá 1. september 1990. Það þýðir hins vegar ekki að niðurstöðum Félagsdóms sé breytt, heldur þeirri réttarheimild sem greiðsluskylda studdist við. Þjóðarsáttinni lýkur verði lögin ekki staðfest Að gefnu tilefni er rétt að nefna hvað gerist ef staðfestingarfrumvarpið verður ekki samþykkt á Alþingi. í fyrsta lagi féllu bráða- birgðalögin niður, en afleiðingin af því er yfirleitt hin sama og af ógildingu annarra laga. Bráðabirgðalögin yrðu úr sögunni að því er til framtíðarinnar tekur. Þau stofna því hvorki rétt né skyldu frá þeim tíma er þau ganga úr gildi. Hins vegar stendur óhaggað það réttarástand er þau hafa áður skapað. Gildir það eins þótt Alþingi hafi fellt lögin. Gildi bráðabirgðalaga er því hið sama og annarra laga á meðan það helst, enda þótt því Ijúki með ákveðnum hætti. Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni forsætis- ráðherra reiknað út 3 dæmi um hugsanlega verðþróun á næstu mánuðum ef bráða- birgðalögin um launamál frá 3. ágúst sl. falla úr gildi. í niðurstöðu Þjóðhagsstofn- unar segir: „Niðurstöður þessara útreikninga sýna að verði víxlhækkanir verðlags, launa og gengis með þeim hætti sem að framan greinir stefnir í slík dæmi langt fram í tím- ann. Ljóst er að á nokkrum mánuðum yrði þriggja mánaða hraði verðbólgunnar miðað við heilt ár kominn í tugi prósenta. f þeim dæmum sem reiknuð voru var verðbólga á þennan mælikvarða í fyrsta dæminu komin í 22% í júlí 1991, 27% í öðru dæminu og í tæplega 40% í því þriðja. í öllum þessum dæmum mun kaupmáttur launa aukast umtalsvert fyrst í stað og líklegt að almenn eftirspurn fari vaxandi. Það má því reikna með að ef þessi þróun gengur eftir að þau markmið um viðskiptahalla og Iitla aukn- ingu þjóðarútgjalda, sem sett voru fram í þjóðhagsáætlun 1991 standist ekki. Rétt er hins vegar að leggja áherslu á að þetta eru ekki ótvíræðar niðurstöður, því óvissuat- riðin eru mörg í þessum dæmum." Svo sem fram kemur í könnun Þjóðhags- stofnunar er ljóst að „þjóðarsáttinni" lýkur, efnahagsmarkmið fara úr böndunum, fram koma víxlhækkanir verðlags og launa og vaxandi verðbólga mun ekki láta á sér standa. Afleiðingarnar eru því skýrar. Úrskurður dómstóls þýðir ekki að komin sé óbreytan- leg niðurstaða Hér fer á eftir hluti af áliti Gunnlaugs Cla- essen ríkislögmanns sem lagt hefur verið fram í bæjarþingi Reykjavíkur. Millifyrir- sagnir eru blaðsins. „Stefnandi heldur því fram, að löggjafinn geti ekki gripið fram fyrir hendur dómstóla með þeim hætti, sem gert var. Löggjafan- um sé óheimilt að taka aftur eignarréttindi afmarkaðs hóps manna, sem honum höfðu sérstaklega verið dæmd örfáum dögum áð- ur af æðsta dómstól á sviði vinnuréttar. Með þessu sé brotið gegn meginreglunni Páll Pétursson, formaöur flárhags- og viðskiptanefndar neöri deildar, mælir týrir áliti meirihluta nefhdarinnar. Tímamynd Arni Bjarna um þrískiptingu rfkisvaldsins, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Á þessi sjónarmið verður ekki fallist. Með dómi sínum kvað Félagsdómur á um, hvernig skýra bæri tilteknar greinar í kjarasamningi fjármálaráðherra og BHMR. Niðurstaða dóms um tiltekið sakarefni bindur ekki hendur löggjafans til að breyta gildandi rétti. Með 1. nr. 89/1990 er hluta kjarasamnings BHMR og fjármálaráðherra breytt þannig, að 4,5% launahækkun, sem fólst í kjarasamningnum óbreyttum, féll niður frá og með 1. september 1990. Með því var breytt þeirri réttarheimild, sem greiðsluskylda skv. dóminum var byggð á. Ekki verður fallist á það með stefnanda, að löggjafinn sé bundinn til frambúðar við það réttarástand, sem dómstólar hafa kveðið á um að sé gildandi réttur, er dómur gekk. Löggjafinn hefur óumdeilanlega vald til að breyta gildandi rétti. í 2. gr. stjórnarskrár- innar felst ekki það hlutverk eða staða dómsvalds, að þegar dómstóll hafi kveðið upp dóm sé þar með komin óbreytanleg niðurstaða til frambúðar, sem önnur grein ríkisvalds, þ.e. löggjafarvald, fái ekki hrófl- að við. Brýnt var að bráðabirgða- lög yrðu sett B. Um 28. gr. stjórnarskrár. Stefnandi telur, að skilyrði 28. gr. stjórn- arskrár um að brýna nauðsyn hafi borið til útgáfu nefndra bráðabirgðalaga, hafi ekki verið fyrir hendi. Hvað sem eldri viðhorfum líði, skuli dómstólar taka til sjálfstæðrar skoðunar, hvort slík skilyrði séu til staðar. Málatilbúnaður stefnanda sé miðaður við að slík sjálfstæð skoðun fari fram. Þessi sjónarmið stefnanda verður heldur ekki fallist á. Bráðabirgðalöggjafinn á sjálf- ur endanlegt mat um það, hvenær hin brýna nauðsyn er fyrir hendi. Dómstólar eru ekki bærir til að taka til endurskoðunar hið huglæga mat bráðabirgðalöggjafans um það, hvort brýn nauðsyn hafi legið til grundvallar lagasetningu eða ekki. Jafnvel þótt fallist yrði á sjónarmið stefn- anda þess efnis, að dómstólar gætu tekið mat bráðabirgðalöggjafans að þessu leyti til endurskoðunar, er hafið yfir vafa, að brýn nauðsyn í skilningi 28. gr. stjórnarskrár- innar var fyrir hendi við setningu laga nr. 89/1990. í bréfi fjármálaráðuneytis til emb- ættis ríkislögmanns á dskj. nr. 22 er rakið, hvernig mál horfðu við ríkisstjórninni eftir að dómur Félagsdóms lá fyrir í máli BHMR hinn 23. júlí 1990. Samkvæmt því, sem þar kemur fram, er alveg víst, að brýn nauðsyn krafðist þess að ríkisstjórnin gripi til þeirr- ar lagasetningar, sem sett var hinn 3. ágúst sl. Hér verður að líta til þeirra afleiðinga, sem það hefði haft í för með sér, ef til laga- setningar hefði ekki komið. Núgildandi kjarasamningar í landinu, þar á meðal kjarasamningar BHMR og fleiri, hafa marg- ir hverjir að geyma ákvæði þess efnis, að fái launþegar sem taka laun skv. öðrum kjara- samningum launahækkun, skuli viðkom- andi einnig fá þá launahækkun. Stundum eru forsendur kjarasamninga byggðar á því, að aðrir launþegar fái ekki launahækkun umfram það, sem viðkomandi kjarasamn- ingur segir. Þetta á við um þjóðarsáttar- samninga ASÍ frá febrúarmánuði sl. Hefði ekki verið gripið inn í með lögum, hefðu launahækkanir til BHMR-félaga hrint af stað launahækkunum annarra launþega, sem gert höfðu kjarasamninga, og þar með hækkun launa og verðlags í þjóðfélaginu. Þar með var kollvarpað þeim stöðugleika, sem að var stefnt með þjóðarsáttarsamn- ingunum og þeim mikla árangri í baráttu við verðbólgu, sem þegar á sl. sumri hafði náðst með þessum samningum. Þessar víxl- hækkanir hefðu dunið yfir strax í kjölfar Félagsdóms. Ókleift var að bíða þess að Al- þingi kæmi saman. Með því að gera það hefði skaðinn þegar verið skeður. Á það skal jafnframt lögð áhersla, að ekki var gripið til lagasetningar fyrr en fullreynt var að ekki tækjust samningar milli fjár- málaráðherra og BHMR um breytingu á kjarasamningnum, þannig að hann gæti samrýmst þjóðarsátt. Óunnin vinnulaun eru ekki eign C. Um 67. gr. stjórnarskrár. Þá heldur stefnandi því fram, að bráða- birgðalög nr. 89/1990 feli í sér ólögmæta skerðingu á eignarrétti. Þau svipti afmark- aðan hóp launþega hluta þeirra Iauna, sem þeir fengu greidd frá 1. júlí 1990, án þess að nokkrar bætur komi fyrir og séu að því leyti ólík öðrum tilvikum, þar sem gripið hafi verið með lögum inn í gildandi kjara- samninga. Skerðing sú á eignarrétti, sem felist í bráðabirgðalögunum, sé ekki al- menn, heldur sérstök í þeim skilningi, að hún beinist að afmörkuðum hópi manna og lækki laun hans frá því sem ákveðið hafði verið. Ekki verður fallist á réttmæti þessara sjónarmiða. Kemur þar fyrst til, að ekki er unnt að telja vinnulaun, sem ekki hefur verið unnið fyrir, eign í skilningi 67. gr. stjórnarskrár. Gagnstæð niðurstaða myndi gilda um laun, sem þegar hefur verið unn- ið fyrir. Launakrafa stofnast að megin- stefnu til ekki fyrr en vinnuframlagið hef- ur verið innt af hendi og launþegi hefur ekki þær heimildir, sem felast í eignarrétt- indum, þegar um væntanleg laun er að ræða. Löggjafinn hefur ótvíræða heimild til að breyta reglum um laun, sem ekki hefur verið unnið fyrir, á þeim grundvelli, að þau njóta ekki verndar 67. gr. stjórnar- skrár. Skiptir þá engu, hvort um er að ræða stærri eða þrengri hóp, sem ákvörð- unin beinist að. Þannig hefur löggjafinn á ýmsum sviðum sett því skorður, á hvaða verði vinna eða vörur eru seldar. Ekki fæst séð að ákvæði stjórnarskrár séu því til fyr- irstöðu, sbr. einkum 69. gr. Þá er ekki heldur unnt að samsinna þvf, að skerðing launa skv. bráðabirgðalögun- um sé sérstök í þeim skilningi, að hún beinist að afmörkuðum hópi manna. Sam- kvæmt 1. gr. laganna taka þau til þeirra kjarasamninga, sem skv. ákvæðum sínum eru í gildi við gildistöku laganna. Eins og fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytis á dskj. nr. 22 ná lögin þannig til kjarasamn- inga um það bil 90% launþega í landinu. Áð auki kemur fram í gögnum málsins, að ASÍ hafi þegar eftir uppkvaðningu Fé- lagsdóms haft uppi kröfur á hendur sínum viðsemjendum um sömu Iaunahækkun og BHMR fékk og vísað þar til orðaðra for- sendna í samningum sínum. Ennfremur, að VSÍ og VMS hafi fallist á að verða við þeirri kröfu. Lögin eru því ótvírætt al- menn með því að þau svipta stærstan hluta launþega í landinu með sama hætti launahækkun, sem þeim hafði verið ákveðin. Þar eru félagsmenn í BHMR ekki í neinni sérstöðu. Það verður því ekki á það fallist, að skerðing Iauna skv. lögun- um hafi beinst að afmörkuðum hópi manna, svo sem segir í málatilbúnaði stefnanda. Það voru einmitt þessar vænt- anlegu Iaunahækkanir til annarra en BHMR- félaga og þar af leiðandi víxlhækk- anir launa, sem beinlínis voru tilefni til lagasetningarinnar. Bráðabirgðalögin tak- marka ekki félagafrelsi D. Um 73. gr. stjórnarskrár. Loks telur stefnandi, að lög nr. 89/1990 og einkum 2. og 4. gr. þeirra, séu andstæð félagafrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrár- innar. Stefnandi telur, að slík löggjöf grafi undan starfsemi frjálsra stéttarfélaga og leiði til þess að félagsmenn glati trú á gildi þess að starfa í skipulögðum félagsskap með löglegum hætti til að bæta kjör sín og réttindi. Telur stefnandi að bráðabirgða- lögin grafi undan þeim hugmyndum, sem 73. gr. stjórnarskrárinnar er reist á. Vandséð er, hvernig 73. gr. stjórnarskrár getur varðað kröfugerð stefnanda þessa máls. Ákvæði þeirrar greinar snýr að fé- lagasamtökum sem slfkum. Stéttarfélag stefnanda er ekki aðili málsins. 73. gr. stjórnarskrár er máli stefnanda óviðkom- andi. Samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar eiga menn rétt á að stofna félög í sérhverj- um löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi til þess. Ekkert félag má heldur leysa upp með stjórnarráðstöfun. f málatilbúnaði stefnanda felast staðhæf- ingar um annað innihald 73. gr. stjórnar- skrár, en skýr orð hennar segja til um. Bráðabirgðalög nr. 89/1990 um launamál takmarka á engan hátt rétt manna til að stofna stéttarfélög. Stéttarfélag hefur heldur ekki verið leyst upp eða bannað með lögunum. Þau stéttarfélög, sem aðild eiga að BHMR, geta haldið uppi starfsemi sinni eftir gildistöku bráðabirgðalaganna sem fyrir setningu þeirra. Það grefur ekki undan tilvist stéttarfélaga, hvorki nú né endranær, þótt löggjafinn grípi við erfiðar aðstæður inn í kjarasamning viðkomandi félags, sem iðulega gerist hér á landi. Ekki verður heldur fallist á að lagasetn- ing, sem löggjafinn sér ástæðu til að setja með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, verði til þess að félagsmenn glati trú á því að starfa í stéttarfélögum. Að minnsta kosti er alveg ljóst að lögin verða ekki dæmd ógild vegna hugsanlegra hugrenn- inga einstakra félagsmanna, sem kunni að falla í þennan farveg. Við umfjöllun bæði 67. og 73. gr. stjórn- arskrár skal á það bent, að Iögin eru tíma- bundin og gildistími þeirra er tiltölulega skammur. BHMR er heimilað að semja um launanefnd skv. 3. gr. laganna, sem enn getur stytt þann tíma, sem samningar eru bundnir." ■weJ j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.