Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 1
8.-9. desember 1990 Allt var kennt við Konráð konan, húsið og útgerðin J Menningarsjóður hefur nú sent frá sér þriðja hluta af Mjófírðingasögum Vilhjálms Hjálmars- sonar. Með því lýkur að segja frá býlum og bú- endum og fleira fólki í sveitinni. Bændaskrár ná frá 1700 til þessa dags, en æviágrip byrja nálægt miðri 19. öld. Ritið í heild er orðið rösklega 1400 blaðsíður, æviágripin vel á fjórða hundrað og myndir af býlum og bátum, landslagi og þó einkum fóíki eru 870 talsins. Mjóifjörður liggur milli Seyðisfjarð- ar og Norðfjarðar. Á meðan fullbyggt var dreifðist byggðin á um 40 km strandlengju. Á fyrri hluta 19. aldar voru íbúar löngum nærri 150, fjölgar síðan smátt og smátt í rösklega 400 manns 1902. Eftir það fór fólkinu fækkandi, fyrst hægt og hægt. En upp úr 1950 datt íbúatalan niður í hálft hundrað eða svo og hefur nú um ára- bil verið sem næst hálfur fjórði tugur og skiptist í tíu heimili. Fyrsta bindið af Mjófirðingasögum er sérstætt að því leyti að þar segir Vilhjálmur aðeins frá forverum sín- um á Brekku, þremur kynslóðum. ft- arlegust er frásögn hans af ömmu og afa, Vilhjálmi Hjálmarssyni og Svan- björgu Pálsdóttur. En einnig segir þar frá langafanum, Hjálmari Hermanns- syni, og foreldrum Vilhjálms og föð- urbræðrum, sem bjuggu félagsbúi á Brekku. Lýst er nokkuð ítarlega heimilisháttum þar á bæ í hundrað ár og svo bjargræðisvegum, sem höf- undur segir að hafi, í stórum drátt- um, verið hinir sömu allt í kringum fjörðinn. Ef til vill má skoða fyrsta bindið sem nokkurskonar inngang að hinum tveimur. En í þeim er farin boðleið um sveitina frá Nípu að Dalatanga og komið við á hverju byggðu bóli. Æviágrip í seinni bindunum eru mjög mislöng, allt frá örfáum stað- reyndum upp í nokkurra blaðsíðna frásagnir af fólki sem höfundur hefur þekkt eða hefur verulegar heimildir um. Þótt bæjaröð sé fylgt í báðum bind- unum eru þau talsvert ólík að inni- haldi. í 2. bindi er til dæmis, auk ævi- ágripa, alllangur þáttur um athafnir Norðmanna á Mjóafirði, fyrst við síld- veiðar upp úr 1880, og svo á hvalveið- um eftir aldamótin. En þá byggði Hans Ellefsen og rak á Asknesi stærstu hvalveiðistöð í heimi. í þessu bindi er einnig langur kafli um Svein Ólafsson alþingismann í Firði. Hann var á sinni tíð landskunnur gáfu- og málafylgjumaður og sérstæður per- Útdráttur úr Mjófirð- ingasögu eftir Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrverandi mennta- málaráðherra sónuleiki. - Frásagnir hliðstæðar þessum eru ekki í 3. bindi. Ef til vill er nokkur blæmunur á mannlífinu í Mjóafirði eftir sveitar- hlutum. En fyrst og fremst eru það ólíkar manngerðir og misjöfn aðstaða frá einum tíma til annars og á býlun- um, sem gefur þessum frásögnum fjölbreytni. í 2. bindi eru til dæmis þeir Jónas skáldi, Víglundur á Krossi, Benedikt Pálsson og Björn á Reykj- um, býsna ólfkir menn og svo þeirra ævislóðir. Og Fjarðarbýlin og fólkið þar, allt frá Hermanni Jónssyni, sem bjó í Firði beggja megin aldamóta 1800, til loka byggðarinnar um miðja þessa öld, er kapítuli út af fyrir sig, en með ýmsum blæbrigðum. í þriðja og síðasta bindinu er þrædd byggðin norðan Fjarðar frá Skógum að Dalatanga (að frádregnu því sem sagt er um Brekkubændur í því fyrsta). Bókinni er skipt í þætti eins og hinum fyrri og er sá langlengstur sem segir frá íbúum Brekkuþorps. En þeir voru um skeið rösklega hundrað, og stóðu sumir stutt við en aðrir bjuggu þar allan sinn búskap. í þessari bók er ekki síður sagt frá misjöfnum kjörum og ólfkum mann- gerðum en í 2. bindi, og hér nær frá- sögnin nánast til útgáfudags. Sagt er frá ísaki Jónssyni sem innleiddi frost- húsin og tónskáldinu Þórarni Jóns- syni sem samdi lagið um heiðbláu fjóluna fríðu í fiskiróðri og risti á ár- arblað sem enn er til. Og það er sagt frá húsfreyjunni á Hofi, sem lét son sinn ungan sitja á þúfnakollunum og spila valsa á harmoniku meðan hún sló túnþýfið, og frá frænku hennar á Jón Konráðsson Hesteyri, sem 17 ára gömul seldi jarð- arhundruð fyrir móður sína 50% yfir gangverði og rak seinna verslun í höf- uðstað Austurlands. í stuttu máli eru þarna á ferðinni - á síðum þriðja bindis - allt í senn, út- vegsbændur í Brekkuþorpi og víðar, vitaverðir á Dalatanga, prestar, bænd- ur og húsmenn og þeirra heimilis- fólk. Skal héraðeins nefnt eitt nafn til viðbótar, Benedikt Sveinsson á Borg- areyri, „einn af öldungum þorpsins", segir í myndartexta. En hann virðist hafa verið greindur maður, vel lesinn og ritfær - og átti þrettán börn með konu sinni, Margréti Hjálmarsdóttur, og komust öll til manns. Hér verður birtur hluti kaflans um Konráð Hjálmarsson, kaupmann og útgerðarmann í Brekkuþorpi og seinna á Norðfirði. En hann var í senn gætinn og umsvifamikill athafna- maður og svipmikill persónuleiki. Konráð var tvíkvæntur og eignaðist fjögur börn. Tveir synir hans drukkn- uðu ungir að árum. Hin börnin tvö náðu háum aldri og sjálfur lést Kon- ráð Hjálmarsson liðlega áttræður. Hafði hann þá látið gera sér grafhýsi - ofan jarðar - í kirkjugarðinum á Brekku og hvílir þar. Árabátaútgerð Konráð Hjálmarsson getur þess í æviferilsskýrslu að hann hafi byrjað „sjálfstæða atvinnu" þegar er hann hætti störfum hjá Liverpool, „sem í nokkur ár var aðallega fólgin í sjávar- útvegi og gerði ég út árabáta frá Mjóa- firði." Tíundarskýrslur greina aðeins tölu báta í eigu framteljenda. En þar er hvorki getið um aflabrögð né skips- hafnir, né heldur skýrt frá tilkostnaði, Konráð Hjálmarsson, Sigríður Jónsdóttir og Sigfríður tekjum og hlut sjómanna. Fyrstu árin tíundar Konráð aðeins einn árabát. En brátt verða bátarnir tveir, þrír og síðan fjórir, en sex til átta þegar þeir voru flestir. Sumir sjómannanna voru vitanlega heimilisfastir í Mjóa- firði. Þeir munu þó hafa verið miklu fleiri sem aðeins voru sumarlangt og flestir komnir að sunnan. Yfir höfuð var fiskisælt fyrir Austur- landi á þessum árum og hefur áður verið að því vikið. Mest var róið með línu, en góð beita var stundum tor- fengin og örðugt að geyma hana þar til menn komu sér upp frosthúsum. Það var slíkt framfaraspor að mati Konráðs, að helmingur æviferils- skýrslu hans fjallar um frosthúsmál- ið. Var hann og ekki einn um þá skoð- un eins og fjölmörg skrif merkra Sævaldur Konráðsson manna, bæði fyrr og síðar, bera með sér. Frosthúsið ísak Jónsson stóð fyrir smíði frost- hússins hjá Konráði, en það varð hið fyrsta á íslandi. Það stóð spölkorn fyr- ir innan Konráðshús, inn við svokall- aðan Brunnhúslæk. Tjörn til ístöku var gerð í mýrinni ofan við Konráðs- húsið, bakkar hennar hlaðnir upp og snyrtir svo að til prýði var. Torfið ofan af tjarnarstæðinu var notað í veggi fyrstu ísgeymslunnar, sem gerð var haustið 1894, og fyllt með ísi um vet- urinn. Frystiklefinn var síðan byggður um vorið, úr timbri og járni, og sömu- leiðis ískjallarinn sem svo var nefnd- ur, ég hygg mjög fljótlega. í fyrstu stóðu þeir að byggingu frost- hússins tveir saman, Konráð og Vil- hjálmur bróðir hans á Brekku. En síðan gerðust flestir útvegsbændur í Mjóafirði meðeigendur. Frosthúsið var fyrst og fremst ætlað til beitu- geymslu þótt fljótlega væri farið að geyma þar matvæli meðfram. Þorskur - og fleiri sjókindur Árabátaútgerð Konráðs var býsna umfangsmiki! sem fyrr segir. Báta- fjöldinn mun hafa verið mjög breyti- legur og byggðist það meðal annars á því hversu auðvelt virðist hafa verið að ráða „sunnlenska" sjómenn með skömmum fyrirvara. Aflinn var fyrst og fremst þorskur. Var hann allur saltaður eins og margir vita, síðan blóðskorinn og þveginn og mestur hluti hans þurrkaður fyrir Suður- Evrópumarkaði. Sfld var einkum veidd til beitu og þá í lagnet.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.