Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. desember 1990 HELGIN 13 Stormskerið Sverrir hefur sent frá sér nýja skífu, sem gefin er út Friðrik Karlsson. Point Blank: Friðrik Karisson gítarleikari sendlr frá sér sína fyrstu sólóplötu fyrir þessi jól. Geisladiskurinn ínniheldur tíu lög og þar af níu sem ern að Öllu leyti eftír Friðrik sjálfan. Skífan ber nafnið Point Blank, eftir samncfndu lagi, en iögin eru öll titiuð á ensku, enda diskurinn jafnframl hugsaður fyrir eriendan markað. í stuttu máli má segja að tónlíst- in á Point Blank sé ákaflega ,dtíezzoforteleg“, enda fær Friðrik til liðs við sig félaga sína úr Mezzo- forte í flestum laganna. Það er síð- ur en svo sagt plötunni til lasts Iíkja henni viö Mezzoforte, eina framsæknustu og bestu hljóm- sveit sinnar tegundar sem við höf- um átt Lögin eru eíns og lög Mezzoforte afskaplega notakg og beinlínis renna, slrpuö og fáguð, inn um evrun á þeim sem á hlýðir. í titillaginu Point Blank má greina viss áhrif frá Pat Metheny og jafn- vel víðar frá, en þar er ekki leiðum aðhkjast í heild er Point Blank mjög heilstæður gripur og ber þess vítnl að mikið hefur verið í hana lagt LÖgin eru í rólegri kantinum og vel til þess fallin að skapa notalega stemmningu, stemmningu sem mætti kenna við rautt vín og kerta- þ'ós. Þrátt fyrir að hér sé ekki á ferðinni neitt framúrstefnuveric er full ástæða til þess að óska Friðriki Karissyni tíl hamingju með grip- inn og hvefja alla unnendur góðrar tónUstar til að láta eftír sér að elgn- ast Point Blank. — AG af Stórgróðahljómplötufyrirtækj- afabri- kku Sverris Stormskers, (skammstafað Stórgróðahljóm- plötufyrirtækjafabri- kka S.S.), en dreift af Skífunni. í tilefni þessar- ar nýju skífu, sem ber nafnið Glens er ekkert grín, hafði Tím- inn samband við sinn gamla vin Sverrir Stormsker og innti hann eftir því hvað væri á döfinni hjá honum. „Það er afskaplega mikið að ger- ast núna fram að jólum, en það er ekki mér að kenna. Mér lætur best að liggja upp í bæli og hugsa skynsamlegar, nú eða algalnar hugsanir," sagði Sverrir. — Þú lifir algerlega af tónlist- inni? „Jú, eftir því sem ég best veit.“ — Hvernig gengur það? „Ég er a.m.k. lifandi. Geri meira segja gott betur en að tóra. Já, já, ég er bæði frískur og góður til heilsunnar og ég á bæði bíl og börn og buru og bú. — Nú fysir án efa allar stúlkur á gelgjuskeiðinu að vita hvort þú sért maður ólofaður. „Við skulum að minnsta kosti segja að ég á afskaplega fallega eins árs dóttur og er bundinn henni afskaplega sterkum bönd- um. Látum annað liggja á milli hluta. — Af hverju gefur þú út nýju skífuna sjálfur? Er það hagkvæm- ara? „Ef platan selst vel og maður hefur tröllatrú á því sem maður er að gera kemur þetta tvímæla- laust betur út, en ef platan verður „flopp“ ársins er þetta aftur á móti hið versta mál.“ — En hefur Sverrir Stormsker tröllatrú á nýju skífunni? „Já, ég hef trú á þessari plötu, jafnvel þó að hún sé góð og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef hana út sjálfur." — í textunum ert þú kjaftfor að vanda? „í þessum textum? Ég veit það ekki. Ég mundi ekki segja að ég væri beint kjaftfor, það er miklu nær sanni að ég sé siðprúður og jákvæður." — Þú meinar þá venju fremur? „Já, við getum sagt það.“ — Og hvernig stendur á því? Ertu að mýkjast með aldrinum? „Ég held að það fari ekki á milli mála. A.m.k. er afskaplega lítið á þessari plötu sem hægt er að flokka undir klám og þaðan af síð- ur guðlast, en það er kannski því meira um græskulaust gaman, eins og eldra fólkið segir. Ef þetta heitir að mýkjast, er ég örugglega orðinn hinn dæmigerði mjúki maður.“ — Nú er að fínna á þessari skífu lag sem heitir Negrablús og byrj- ar eitthvað á þessa leið: „Þú villt surt/svartan durt..." Flokkast þetta ekki undir rasisma? „Nei, nei, það er sem ég segi, þetta ber að taka sem glens. Ef menn ætla að taka textana á plöt- unni mjög alvarlega, minni ég á þessa gullvægu setningu: „Glens er ekkert grín“. Sjálfur flokka ég textana sem glens. Svo eru nátt- úrlega margir sem vilja meina að glens sé ekkert grín og þá er þetta orðin háalvarlegur hlutur, og ég sjálfur rasisti eða eitthvað þaðan af verra.“ — Þú stóðst í ritdeilu við Árna Helgason í sumar, þar sem þið skiptust á skoðunum um hóf- drykkju. Hafa þessi skoðanaskipti breytt viðhorfi þínu til áfengis á einhvern hátt? „Bara til batnaðar ef eitthvað er. Ég er enn þeirrar skoðunar að hófdrykkja sé afskaplega góð, það er að segja ef hún fer fram f hófi, en ekki fram úr hófi, því það verð- ur líka að vera hóf í hófinu, þú skilur. Auðvitað eiga menn að drekka sem allra mest, í hófi. En )essi ritdeila við Áma var ekkert annað en glens og gaman, þetta er mér alls ekki neitt hjartans mál. Það var hann Leifur kunn- ingi minn sem manaði mig út í þetta. í raun og veru er mér alveg nákvæmlega sama hvort fólk drekkur sig út úr heiminum, eða bara hvað það gerir yfirleitt." — Ef litið er á „popparastéttina" yfir höfuð virðist nokkuð algengt að þar á bæ hafi menn farið í meðferð og slegið svo í gegn upp á nýtt. Hefur þú eitthvað velt þessum möguleika fyrir þér? „Þetta þykir afskaplega fínt. Það hefur orðið mörgum tónlistar- manninum til framdráttar að ger- ast dópæta og síðan afturbatapíka. Þetta er hið blessaðasta mál, en í raun og veru held ég að það verði aldrei hægt að frelsa mig frá einu eða neinu. Ég vil að minnsta kosti ekki frelsast frá þessari hóf- drykkju minni. Ég vil halda henni áfram alveg fram í rauðan dauð- ann og ef ég drepst úr einhverju verður það örugglega ekki úr áfengiseitrun, kannski úr ein- hverju öðru.“ — Þú ætlar ekki að eiga með- ferðina í bakhöndinni, ef plöturn- ar þínar hætta að seljast? „Jú, ef þetta fer að ganga eitt- hvað verulega illa og ég sé fram á að geta ekki lifað af músíkinni, þá náttúrlega fer ég í meðferð. Ég mundi a.m.k. segja að ég væri ný- kominn úr meðferð svo að þetta færi nú að ganga aftur." — Hverjum vilt þú þakka að lok- um? „Ég vil gjarnan koma þakklæti mínu á framfæri til eins manns, sem eflaust má kalla afturbatap- íku. Sá heitir Bubbi og ég vil koma til hans kærri þökk fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Hann hefur að vísu aldrei reynt að frelsa mig frá hófdrykkjunni, en hann hefúr frelsað mig frá ýmsu á tónlistar- sviðinu og því persónulega. Ætli hann sé ekki sá besti drengur sem ég þekki í þessum bransa, fyrir ut- an sjálfan mig. — Ámi Gunnarsson / t Síðan skein sól. Halló í þriöja sinn á jafnmörgum ár- alltaf skemmtileglr á sinn ljúfa um hellir „Sólin“ geislum sínum hátt, Samt hefur maður á tilfinn- yfir landsmenn í svartasta ingunni að það vanti elnn gír, yf- skammdeginu. Halló ég elska þig irgírinn, keyrsluna sem þeir ná er beint framhald af hinum skíf- svo vel á túnleikum, þar sem þeír unurn, ennþá er sungið um ást- njóta sín best, enda er Helgi líf- ina, um mannlegar hliðar lífsins, legasti söngvari landsins. Og um pabbastráka og -stelpur. Allir þrátt fyrir að hann hafi ekki mjög geta baðað sig í sólinni, amma, góða söngrödd þá bætir hann það afi, pabbi, mamma, börnin og upp með sérstökum karakter sem engin hætta á bruna eða sólsting. orðinn er einkennlsmerkl hans. Hún rennur Ijúft í gegn og þeir Ef skammdegisþunglyndið hrálr kunna sítt fag, Helgi, Jakob, Ing- þá skelltu þér á plötu með Síðan óifur og Eyjólfur, stundum ærsla- skein sól. fullir, stundum alvörugefnir en —FÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.