Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. desember 1990 HELGIN T 17 „Lífiö er eins konar odda- flug“ segir Ármann Kr. Einarsson, sem gefur út nýja unglingasögu, Gegnum fjallið, eftir fimm ára hlé Eftir fímm ára hlé kemur nú enn út ný ungiingabók eftir Ármann Kr. Ein- arsson og nefnist hún „Gegnum fjall- ið“. Þetta langa hlé er nokkur ný- lunda á ferU Ármanns, sem vanalega hefur gefíð út einar tvær bækur ár hvert og í tilefni af hinni nýju bók átt- um við stutt spjall við Ármann og spurðum fyrst hve margar bækur hans væru orðnar. „Þetta munu vera einar fjörutíu bæk- ur," segir Ármann. „En ég hef verið svo lánsamur að það hafa verið að koma út endurútgáfur af gömlu bók- unum, svo útgáfurnar eru miklu fleiri. Fyrsta bókin mín? Það voru smásög- ur fyrir fullorðna, sem hét „Vonir". Hún kom út 1934, þ.e. fyrir bráðum sextíu árum. Ég var þá nítján ára. Það snerti því viðkvæman streng í mér, þegar Kristín Loftsdóttir vann bama- bókaverðlaunin fyrir sögu sína „Fugl í búri“, þvf hún var þá einmitt nítján ára. Ég hef staðið að barnabókaverð- laununum með Vöku- Helgafelli og hafa þau nú verið veitt fimm sinnum. Þeir sem unnið hafa til verðlaunanna (þau hafa nú verið veitt fimm sinum) hafa ailir fengið þau fyrir sína fyrstu bók. Þannig héld ég að þau hafi átt þátt í að örva fólk til þess að skrifa fyr- ir böm og unglinga, en því miður hafa bækur fyrir þessa lesendur löngum verið álitnar eins konar „annars flokks" bókmenntagrein. En þetta er að breytasL" Hvað um nýju bókina? „Flestar mínar bækur hafa gerst í sveit, því þar þekki ég best til. En ég hef gaman af að prófa eitthvað nýtt og þessi síðasta bók mín gerist í litlu sjávarplássi, mjög afskekktu, og sam- gönguerfiðleikar því miklir. Þótt hún gerist í samtímanum á hún rætur nokkra áratugi aftur í tímann, í þeim árum er síldin og fiskurinn hvarf. Nú er þama fólksflótti og menn hafa misst trúna á framtíð þorpsins. En hins veg- ar eru ekki allir íbúamir úrtölumenn, sem vilja gefa byggðina upp á bátinn. Þeirra á meðal er presturinn, sem verður til þess að taka forystuna og sanna það sem ég hef löngum haldið fram að lífið er eins konar oddaflug: þeim er fylgt sem er fremstur. Aðal- söguhetjan, sem heitir Broddi, verður helsti samverkamaður prestsins og saman verða þeir til að snúa þróuninni við. Það er ekki síst því að þakka að Ármann Kr. Einarsson: ,Ég er þegar farinn að hugsa til næstu bókar. Broddi er greindur drengur, glúrinn og kjarkmikill. Samt kemur fram í sögunni að hann á við margvísleg til- finningaleg vandamál að stríða. M.a. er hann lagður í einelti, er uppnefhdur og verður fyrir barðinu á köldum körl- um, sem kallast „Litli skratti" og „Stóri skratti". En Broddi reynist mað- ur til þess að yfirstíga þetta and- streymi. Það er ekki síst að þakka skólasystur hans, sem er elsta dóttir prestsins." Þetta mun talsvert ævintýraleg saga? „Já, víst er hún það, eins og vel fer á í unglingasögu. Sagan er líka unnin með það í huga. Ég hef t.d. fylgt þeirri reglu að setja kaflaheiti, en það álít ég nauðsynlegt í barna- og unglingabók- um. Söguþráðurinn er kannske ekki svo ýkja flókinn, en samt ekki heldur mjög einfaldur, þvf það kæmi niður á spennunni. Það þarf að þræða ákveð- inn meðalveg f skrifum fyrir þessa les- endur. Bækur mínar hafa talsvert mikið ver- ið þýddar. Ég trúi því t.d. varla ennþá að tvær bækur eftir mig, sem gefnar voru út austur í Rússlandi, „Niður um strompinn" og „Víkingaferð til Surts- eyjar", og sem voru prentaðar í hundr- að þúsund eintökum, seldust upp á þremur dögum. Þá hafa bækur mínar gengið vel á Norðurlöndum, en fimm- tán hafa komið út á norsku. Nei, maður getur ekki látið það vera að skrifa, þótt maður sé orðinn þetta gamall, en ég er nú 75 ára. Ég er þegar farinn að hugsa til næstu bókar. Þá hefur leikrit eftir mig beðið uppfærslu um tíma og býst ég við að það fari senn að komast á fjalimar." B ÖGU ÞJÓBAR ^A/orfnir starfsliættir og leiftur frá liánum öldum eftir GuðmunJ Þorsteinsson frá Luncii. Ómetanleg keimild um korfna starfskætti og mannlíf sem einu sinni var, meá miklum fjölda ljósmynda sem margar kverjar kafa ekki kirst ááur. ^emskan, svipmynJir úr leik og starfi íslenskra kama eftir Símon Jón Jókannsson og BrynJísi SverrisJóttur. Prýdd á annaá kundraá ljósmyndum. Kjörin kók til aá kynnast leikjum íslenskra kama fyrr og nú á skemmtilegan og lifandi kátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.