Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 8. desember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÍj Varö sjónarvottur að morði en þagði í tvö ár Lengi vel leit út fyrir að morð hinnar 22 ára Kimberiey upplýstist aldrei. Loks þegar vitnið þorði að tala var því tæplega trúað og hrossakaup urðu til þess að morðing- inn hlaut dóm sem talinn var allt of mildur. Kefth Woyciechowski var sannfærður um að moröið á unnustu hans upplýstist aldrei. Lengi vel leit út fyrir að morð hinn- ar 22 ára Kimberley Yates yrði aldrei upplýst. Raunar var vitni að morð- inu, en lögreglan vissi ekkert um það. Vitnið þagði yfir því sem það sá og þorði ekki að segja neitt í meira en tvö ár. Kimberley átti heima í smábænum Wilmington, skammt frá Joliet f 111- inois. Síðast sást til hennar mánu- dagsmorguninn 1. júní 1987 þegar hún ók inn á bflastæðið hjá General Electric í Morris í Grundy-um- dæmi. Hins vegar kom hún aldrei til vinnu sinnar á skrifstofu verk- smiðjunnar þar sem hún starfaði sem ritari. Seinna um morguninn veitti starfsfélagi Kimberley því at- hygli að bflstjórahurðin á Escort-bfl hennar lá að stöfum og skellti henni aftur. Laust eftir hádegið hringdi unnusti Kimberley, hinn 33 ára Keith Woyciechowski sem hún var í sam- búð með. Honum var sagt að Kim- berley hefði ekki komið til vinnu. Keith vissi að hún hafði farið í vinn- una svo hann fékk lánaðan bfl í vinnunni hjá sér og ók yfir að verk- smiðjunni. Hann skoðaði bfl Kim- berley og þegar hann hafði gengið úr skugga um að hún væri hvergi innandyra á vinnustaðnum, gerði hann lögreglunni viðvart um hvarf hennar. Terry Marketti yfirmaður og fleiri lögreglumenn fóru á staðinn og spurðu starfsfélaga Kimberley. Eng- inn minntist þess að hafa séð hana eftir að hún ók inn á bflastæðið um áttaleytið. - Þetta var eitt það einkennilegasta sem ég hafði fengið til meðferðar, sagði Marketti. - Ég trúði ekki að manneskja gæti horfið svo gersam- lega á þessum tíma dags án þess að nokkur tæki eftir því. Keith afhenti lögreglunni mynd af Kimberley og lét þess getið að þau ætluðu að gifta sig í september. - Kim er lágvaxin og grönn, sagði hann. - Hún er dökkhærð með sítt, slétt hár og brún augu. Þegar hún fór að heiman í morgun var hún klædd svörtum samfestingi, svört- um skóm og með fjóra hringa á hvorri hönd. Hann fór síðan með lögreglunni að bflnum og skýrði frá því að í hann vantaði kaffifant sem Kim hefði tek- ið með sér til að dreypa á á leið til vinnu. Svarta veskið hennar væri líka horfið. Klukkan hálfþrjú um daginn var maður frá hreinsunardeildinni að tína upp rusl við þjóðveginn til Dwight um 30 km sunnar. fruslinu var innihald kvenveskis dreift með- fram veginum. Þar á meðal voru peningaveski og skilríki Kimberley Yates og greiðslukort, en engir pen- ingar. Keith staðfesti að hún hefði haft peningaveskið í svarta veskinu. Nú þótti lögreglunni augljóst að um mannrán væri að ræða og mannafli var efldur til muna. Barín tíl dauðs Bfll Kimberley var dreginn á rann- sóknarstöð lögreglunnar þar sem leitað var að fmgraförum á honum. Engin fundust nema eftir Kim sjálfa, Keith sem einnig notaði bflinn og starfsstúlkuna sem skellti bflhurð- inni fyrr um daginn. Morguninn eftir leitaði Marketti til almennings eftir upplýsingum um týnda ritarann. Hann sendi út lýs- ingu á Kimberley og bað alla þá að hringja sem hefðu ef til vill séð eitt- hvað. Keith kom einnig fram í sjón- varpi og bað alla að hjálpa sér að finna unnustuna. Leitin beindist einkum að svæðinu við þjóðveginn umhverfis staðinn þar sem veskið fannst. Þetta var í annað sinn á einni viku sem ung kona hafði verið numin á brott í norðanverðu Illinois. Þann 27. maí fór hin 19 ára Timmy TYacey að bóna bflinn sinn. Daginn eftir fann lögreglan bflinn læstan við bónstöð- ina. Engin merki voru um átök og Tammy fannst hvergi. Hundruð sjálfboðaliða leituðu nú Kimberley á svæðinu umhverfis GE- verksmiðjuna. Talið var útilokað að mannræninginn hefði farið langt með hana af ótta við að sjást um há- bjartan daginn. Strjál byggð er á svæðinu og landslagið úfið og óslétt. Olson lögreglustjóri lét þau orð falla að svo virtist sem viðkomandi hlyti að vera vel kunnur svæðinu næst verksmiðjunni. Leitin að Kimberley Yates tók enda á laugardagsmorgun um það bil 5 km frá verksmiðjunni. Bóndi einn var á leið á akra sína og gekk þá fram á líkið hálffalið undir runnum í brenninetlubreiðu, aðeins 2 metr- um frá afleggjara af veginum til Morris. Höfuðið var nánast molað. Líkið var fullklætt að öðru leyti en því að annan skóinn vantaði. Ekkert benti til nauðgunar. Líkið var flutt til krufningar í Morris og reyndist dán- arorsökin höfuðáverkinn. - Hún var barin með sljóu barefli, ef til vill hafnaboltakylfu, sagði læknirinn. Auk þess fannst byssu- kúla í bringu hennar. - Við erum þá ekki að leita að kyn- ferðisglæpamanni, sagði Olson. - Ástæðan gæti verið rán eða að þetta var látið líta út sem rán til að villa um fyrir okkur. Við verðum að at- huga alla möguleika. Ákveðið var að skýra fréttamönn- um frá því að Kimberley hefði verið banað með sljóu barefli, en nefna ekki að hún hefði líka verið skotin. Aðeins morðingi hennar og lögregl- an vissu það og þær upplýsingar skyldu geymast þar til farið væri að yfirheyra einhvern grunaðan. Það hjálpaði Iíka til við að útiloka hvern þann sem kynni að vera nógu rugl- aður til að koma og játa morðið á grundvelli þess sem hann hefði lesið í blöðunum en oft kemur slíkt fyrir. Þekkti hún morðingjann? Hvernig á því stóð að veski Kim- berley hafnaði meira en 30 km frá líkinu var enn leyndardómur. - Við þekkjum engan í Dwight eða þar í grennd, sagði faðir Kimberley. Þetta er allt svo ruglingslegt. Kimberley var vel liðin og átti enga óvini. Nú var leitað vandlega á svæðinu umhverfis verksmiðjuna, en hvorki fundust skórinn, veskið, bfllyklarnir né kaffifanturinn. Læknirinn sagði fréttamönnum að Kimberley hefði að líkindum verið myrt á mánudeginum og ekki á þeim stað sem líkið fannst. Enginn færi að halda kyrru fyrir í brenni- netlubreiðu. í mesta lagi væri hægt að fleygja líki þar. Marketti þóttist viss um að Kim- berley hefði þekkt morðingja sinn og farið fúslega með honum þegar hún yfirgaf bflinn. - Ekkert benti til átaka umhverfis bflinn eða í honum, sagði hann. - Hún hefði heldur ekki tekið kaffið með sér nema hún þekkti viðkomandi. Ekkert hafðist upp úr viðtölum við ættingja henn- ar og vini. Enginn gat ímyndað sér nokkra ástæðu fyrir morðinu. Kim- berley hefði verið elskuleg stúlka, heimakær og lítt gefin fyrir hið ljúfa líf. Allir hölluðust að því að morð- inginn hefði vitað gjörla um ferðir hennar og því hlyti hún að hafa þekkt hann. Nú var samband þeirra Keiths skoðað niður f kjölinn. Þau höfðu kynnst rétt eftir að Kimberley lauk stúdentsprófi og verið saman síðan. Þau höfðu búið saman í Wilmington í fjögur ár, en ætlað að gifta sig með haustinu. Rækileg leit í íbúð þeirra leiddi ekkert í ljós og greining á blóðslettum sem þar fundust var neikvæð. Útför Kimberley fór fram og unn- usti hennar keypti veglegan leg- stein. Hann hét því að hefna fyrir dauða hennar, en nokkru síðar hætti hann rekstri bifreiðaverk- stæðis síns og flutti til Flórída til að byrja nýtt líf. Lögreglan gafst ekki upp á málinu, þótt engar vísbendingar fyndust og á næstu tveimur árum var rætt við meira en 300 manns, suma oftar en einu sinni. Þrátt fyrir það kom ekk- ert fram sem máli skipti. Safnað var meira en 13 þúsund dollurum til að veita þeim sem gefið gæti upplýs- ingar er leiddu til handtöku morð- ingjans, en allt kom fyrir ekki. Skór Kimberley, bflíyklarnir, kaffi- fanturinn eða veskið komu aldrei í leitirnar, né heldur bareflið sem henni var banað með. Sjónarvottur þagði Hins vegar var það kaldhæðnislegt að í nær hálft þriðja ár þagði mann- eskja sem auk morðingjans vissi ná- kvæmlega hvað komið hafði fyrir Kimberley Yates. Kona í Wilmington, Carolyn Bell, sem þekkti bæði Kimberley og Keith, hafði séð morðið. Sjónin hafði slík áhrif á hana að í stað þes að fara til lögreglunnar, reyndi hún að útiloka atvikið úr huga sér og lifa lífinu eins og ekkert hefði gerst. Það dugði þó ekki. í tvö ár, jafnvel eftir að Carolyn flutti til annarrar borgar, hélt hún áfram að fá mar- traðir þar sem hún sá Kimberley myrta hvað eftir annað. Loks gat hún ekki lengur Iifað við samvisku- kvalirnar og trúði vini sínum fyrir öllu saman. Vinurinn lét upplýsing- arnar ganga til fulltrúa saksóknara sem hann þekkti. Fulltrúinn kom síðan á fundi Carolyn með lögreglu- mönnum frá Grundy-umdæmi. Saksóknari hringdi til Olsons lög- reglustjóra og tjáði honum að loks væri séð fram á að morðingi Kim- berley Yates fengi að svara til saka fyrir ódæðið. Þegar Carolyn Bell hitti lögreglumennina, sagði hún eftirfarandi sögu: - Ég var á heimleið frá vinnu þann 1. júní og þegar ég kom að vegamót- um sá ég hvítan Dodge-bfl standa í vegarkantinum. Ég ók hægt og horfði á bflinn. Ég þekkti strax Kim- berley sem sat í framsætinu. Ljóst var að hún og ökumaðurinn voru í hávaðarifrildi. Á næsta andartaki laut hann niður, greip kylfu og barði hana tvisvar í höfuðið af miklu afli. Ég sá hana síga niður í sætið. - Þú sást þetta gerast og þagðir yfir því þar til núna, sagði Olson þrumu lostinn. - Ég var svo hrædd, svaraði Caro- lyn kjökrandi. - Ég hafði alltaf verið hrædd við manninn. Nú óttaðist ég um fjölskyldu mína. Ég veit að hann er óskaplega skapbráður. Olson vildi að sjálfsögðu fá að vita um hvern Carolyn væri að tala. - Ég þekkti hann og hafði nokkrum sinn- um hitt hann, svaraði Carolyn. - Það var Keith Woyciechowski. Olson trúði varla sínum eigin eyr- um. Keith hafði aldrei gerst brotleg- ur við lögin og verið vel liðinn í samfélaginu. Ekki bar á öðru en hann hefði hjálpað lögreglunni eftir megni við rannsókn málsins, jafnvel komið fram í sjónvarpi og beðið um hjálp við að finna morðingjann og gengið úm og safnað peningum til að launa þeim sem gæti bent á hann. - Ef þú segir þetta satt, er maður- inn besti lygari sem ég hef nokkurn- tíma komist í kast við, sagði Olson. Hvíti bíllinn fínnst Þegar hér var komið sögu var Keith búsettur einhvers staðar í Flórída. Lögreglan hafði uppi á honum, en fyrst varð Olson að byggja upp ákæru gegn honum. Vitnið sagði að morðið hefði verið framið í hvítum Dodge, en ekkert kom fram sem benti til að Keith hefði átt slíkan bfl. Hins vegar fannst vitni sem minnt- ist þess að hafa séð hann á hvítum Dodge sumarið 1987. Loks kom upp úr dúrnum að um- ræddur bfll hafði lent í árekstri og verið sendur til viðgerðar hjá Keith. Bfllinn var ótryggður og því hafði Keith neitað að afhenda hann fyrr en eigandinn greiddi viðgerðina og notað hann stöku sinnum. Um það bil mánuði eftrir morðið seldi Keith síðan bflinn til að hafa upp í viðgerðarkostnaðinn og vel það. Fyrir peningana flutti hann svo til Flórída. Nú kom fram vitni, Paul Cohen að nafni, sem sagði að Kimberley og Keith hefðu rifist heiftarlega að morgni 1. júní og haft hátt. Paul sagði að þeir Keith hefðu verið sam- an síðar um morguninn, en Keith skroppið frá í um það bil klukku- stund. Haft var uppi á bflnum og farið með hann til rannsóknar í þeirri viku von að finna í honum hár af Kimberley eða trefjar úr fötum hennar en það kom fyrir ekki. Hálft þriðja ár var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.