Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 12. desember 1990 Jólabókaflóðið í ár. Jöfn og góð sala, segja bóksalar: Jólabókasalan er, að sögn bóksala, bæði jöfn og góð það sem af er bókavertíðinni, en aðal söluvikan er þó enn eftir, ef marka má reynslu undanfarinna ára. Svo virðist sem ævisögur tveggja ólíkra manna verði með söluhæstu bókum ársins. Það eru ævisögur þeirra Bjöms bónda og fýrrv. alþingismanns á Löngumýri, og Bubba Morthens poppara. Tfmamynd pjetur. íslendingar eru bókaþjóð, sú staðreynd sannast á ný í jólaver- tíðinni á hverju ári. Þá er gósen- tíð útgáfu, sölu og auglýsinga á bókum og nú er engin undan- tekning þar á, nema síður sé. Margir nýir íslenskir titlar eru gefnir út nú í ár, eða allnokkru fleiri en t.d. á síðasta ári. Tíminn kannaði hvaða nýjar ís- lenskar bækur væru vinsælastar í ár hjá bókaverslunum og kom þá í Ijós að bók Bubba og Silju Aðalsteins- dóttur, Bubbi, og bók Bjöms á Löngumýri, Ég hef lifað mér til gam- ans, sem Gylfi Gröndal skráði, eru söluhæstu bækumar enn sem komið er. Einnig var bók Megasar nefnd all- oft sem mikil sölubók. En flestir bók- salar vom sammála um að salan væri mjög jöfn og að það seldist jafnt og þétt af mjög mörgum titlum. Margar fleiri bækur vom nefndar. Þær skáldsögur sem bóksalar nefndu oftast vom bók Péturs Gunnarssonar Hversdagshöllin, Steinunnar Sigurð- ardóttur Síðasta orðið, Fríðu Á. Sig- urðardóttur Meðan nóttin líður og Rauðir dagar Einars Más Guðmunds- sonar. Bók Ómars Ragnarssonar er einnig spáð mikilli sölu, en hún var að koma í bókaverslanir. Yfir ísland eftir Björn Rúriksson selst einnig mjög veí, tjáðu nokkrir bóksalar Tímanum, svo og bókin um Einar Benediktsson, bók Kristjáns Péturssonar Margir vildu hann feig- an, bók Kristjáns Gíslasonar Af fisk- um og flugum, og bók Jóns Óttars Ragnarssonar Á bak við ævintýrið. Þá vom nokkuð nefndar til sögu bækur eins og Þá hló þingheimur eftir Árna Johnsen, Forsetar íslenska lensk samtíð 1991. Bók Þorgríms Þráinssonar, Tár, bros og takkaskór, er söluhæsta unglinga- bókin í ár, ef marka má bóksala. Þá virðast vinsælar bama- og unglinga- bækur bókin um Pétur Pan, bækur Guðrúnar Helgadóttur, Nú heitir hann bara Pétur og Undan illgresinu, bók Iðunnar Steinsdóttur Skuggam- ir í fjallinu og bækur Andrésar Indr- iðasonar. Mesta söluvikan er nú enn eftir, en ef heldur áfram eins og nú horfir er óhætt að segja að Bubbi Morthens sé stórstjarna Islands, því sama virðist vera hvort það er bók eða plata sem frá honum kemur: allt kemst efst á sölulista. Af þýddum skáldsögum má nefna Eva Luna segir frá eftir Isabel Al- lende, Ódauðleikinn eftir Milan Kundera og Seiður sléttunnar eftir Jean M. Auel sem söluháar bækur, að mati bóksala. —GEÓ Áhöfn Erlings KE bjargaó eftir strand Áhöfn af bátnum Erling KE var bjargað um borð í Þor- stein GK seinni hluta dagsins í gær. Erling KE strandaði við Borgarfjarðarboða skammt fyrir vestan Homarfjarðarós. Þettán menn voru um borð í Erling og eru þeir allir heilir á húfi. Erling KE strandaði vlð það að keyra á boðann og kom við það stórt gat á bátinn og seig hann jafnt og þétt í sjó- inn. Við því var búist að hann myndi jafnvel sökkva alveg fyrir nóttlna. Að sðgn Gunnars Gunn- laugssonar, skipstjóra á Þor- steini GK, þá gekk vel að bjarga mönnunum um borð og eru þeir allir heilir á húfi. Erling KE strandaði rétt fyrir kl. 6.00 og var áhöfnin komin um borð í Þorstein GK um kl. 6.30. Eriing KE er um 330 tonn og var við sfldveiðar við Hom- arfjarðarós. Orsakir strands- ins eru óljósar, en ekki var slæmt veður þegar strandið varð. —GLíÓ Skólahljómsveit Um helgina opnaði Sigfús Hall- dórsson málverkasýningu í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Við opnunina lék m.a. Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar, en ekki Lúðrasveit Reykjavíkur eins og mishermt var í frétt um opnun- ina. Goði hf. tekur við af Búvörudeild SÍS í gær var í Reykjavík haldinn stofnfundur nýs hlutafélags, Goða hf. Félagið tekur við starfsemi Bú- vörudeildar Sambandsins. Stofn- endur em tuttugu sláturleyfishafar víðs vegar um landið, Samband ís- lenskra samvinnufélaga, svo og önnur kaupfélög innan Sambands- ins. Félagið tekur til starfa 1. janú- ar næstkomandi. Heildarhlutafé hins nýja félags er 300 milljónir króna og er það að fullu innborgað. Skiptist hlutaféð nokkurn veginn að jöfnu á milli Sambandsins og sláturleyfishafa. í öllum aðalatriðum tekur Goði hf. við þeim verkefnum sem Búvöru- deild Sambandsins hefur sinnt. Goði hf. á að annast kaup, sölu og dreif- ingu fyrir aðildarfélögin utan við- skiptasvæðis þeirra. Félaginu er ætl- að að versla með óunnið kjöt, slát- urafurðir, unnar kjötvörur og aðrar búvörur. Félaginu er einnig heimilt að annast kaup og sölu afurða fyrir ófélagsbundna aðila. Þá á Goði hf. að annast gæðaeftirlit og vöruþróun á kjötiðnaðarvörum fyrir aðildarfé- lögin og rekstur kjötiðnaðarstöðvar þar til og ef sú starfsemi verður færð út til aðildarfélaganna. í fyrstu stjórn félagsins voru kosin: Guðjón B. Ólafsson Reykjavík, Guð- steinn Einarsson Blönduósi, Jör- undur Ragnarsson Egilsstöðum, Sigrún Magnúsdóttir Óspakseyri oj Þorsteinn Sveinsson Egilsstöðum. varastjórn eru: Guðjón Stefánsson Keflavík, Jón E. Alfreðsson Hólma- vík og Þorgeir Hlöðversson Húsavík. Formaður stjórnar félagsins er Jör- undur Ragnarsson. Framkvæmda- stjóri Goða hf. verður Árni S. Jó- hannsson, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins. -EÓ „ELDGOSKP AFSTAÐIÐ Tíu daga viðbúnaöaræfingu Al- mannavama ríkisins og almanna- vamanefnda á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum lauk um helgina. Jóhannes Nordal, formaður ráðgjafanefndar iðnaðarráðuneytis, segir talsverða vinnu eftir í innri málum Atlantsáls-fyrirtækjanna: Tíma- og verkáætlanir viröast munu standast „Þessi fundur í dag snerist nú fyrst og fremst um að fara yfir tíma- og verkáætlanir á ýmsum sviðum," sagði Jóhannes Nordal, formaður ráðgjafanefndar iðnaðarráðuneytis- ins, um þær viðræður sem hann og Geir Gunnlaugsson, samnefndar- maður hans, áttu í gær við fulltrúa Atlantsál- fyrirtækjanna í Bandaríkj- unum í gær. Jóhannes sagði að enn sem komið væri virtist sem þau markmið, sem menn hefðu sett sér um að ganga endanlega frá málinu í mars, myndu standast. Aðspurður um það hvort það gæti tafið málið að Átlantsál-fyrirtækin þrjú ættu eftir að koma sér saman um ýmis at- riði, m.a. varðandi fjármögnun hins nýja fyrirtækis, sagði Jóhannes að það hafi í sjálfu sér legið fyrir í nokk- urn tíma „að meiri vinna væri eftir í þeirri hlið málsins og ýmsu sem varðaði þeirra innri samninga held- ur en við héldum í október. Það er eitt af því sem veldur því að þetta hefur tekið lengri tíma, þó í raun- inni hafi ekkert nýtt komið fram í því máli núna á þessum fundi. Það má segja að við séum á sama róli með þetta og eftir fundinn í Kaup- mannahöfn." Jóhannes sagði að jafnt málið í heild sem einstakir þættir, s.s. ábyrgðir og endurskoðunarákvæði, þokuðust áfram með eðlilegum hætti og það ætti ekkert að mæla gegn því að ráðherra gæti lagt heim- ildarlagafrumvarp um að ganga til samninga fyrir það þing sem nú sit- ur. Næsti fundur með Atlantsál- fyr- irtækjunum er ekki fyrirhugaður fyrr en upp úr áramótunum. - BG Tilgangur æfingarinnar var að kanna virkni og skipulag almannavamakerf- isins á þessu svæði með hliösjón af viðbúnaði, vömum og neyðarvið- brögðum, ef náttúmógn steðjaði að þessum fjölmennasta hluta landsins. Gengið var út frá því í æfingunni að eldgos hefði hafist á þessu svæði. Var tilgangurinn sá að þjálfa yfirmenn Al- mannavarna í að starfa við slíkar að- stæður og þar með að meta hversu langt bæri að ganga í viðbúnaði og viðbrögðum meðan slíkt ástand varir. Æfingin tók til átta almannavama- nefnda auk almannavarnaráðs fiöl- margra annarra aðila. Alls voru um 125 manns sem í æfingunni þurftu að starfa saman og samhæfa krafta sína, en fiölmargir aðrir tengdust að auki æfingunni. í kjölfar þessarar yfirgripsmiklu æf- ingar verður unnið að skýrslugerð um niðurstöður hennar í samvinnu við viðkomandi almannavarnanefndir og aðra þátttakendur í æfingunni, en sú vinna tekur nokkurn tíma. Æfingin mun hafa tekist vel og allir megin- þættir hennar gengið upp, en þó sýn- ist aðstandendum hennar að ýmis at- riði þurfi að fínpússa, svo betur fari en ella, ef til slíkra atburða kemur. - hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.