Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 3 Nokkrir af höfundum bókanna sem tilnefndar voru. Tfmamynd: Ami Bjama Bækur tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í annað sinn: Fimmtán bækur voru tilnefndar Tilnefndar hafa verið fimmtán bækur til íslensku bókmenntaverð- launanna 1990. Að þessu sinni verða tvær bækur verðlaunaðar, annars vegar bók úr flokki fagurbókmennta og hins vegar bók úr flokki handbóka, fræðirita, frásagna o.fl. Átta bækur voru tilnefndar í flokki fagurbókmennta. Þær eru: „Meðan nóttin líður“ eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, „Svefnhjólið" eftir Gyrði El- íasson, „Vegurinn upp á fjallið" eftir Jakobínu Sigurðardóttur, „Fótatak tímans" eftir Kristínu Loftsdóttur, „Einn dag enn“ eftir Kristján Árna- son, „Hversdagshöllin" eftir Pétur Gunnarsson, „Nautnastuldur" eftir Rúnar Helga Vignisson og „Síðasta orðið" eftir Steinunni Sigurðardótt- ur. f hinum flokknum voru tilnefndar sjö bækur, en þær eru: „íslenskar fjörur" eftir Agnar Ingólfsson, „Hraunhellar á íslandi" eftir Björn Hróarsson, „Perlur í náttúru ís- lands" eftir Guðmund P. Ólafsson, „Skálholt II - Kirkjur" eftir Hörð Ág- ústsson, „íslensk samtíð 1991“ eftir Vilhelm G. Kristinsson, „íslenska kynlífsbókin" eftir Óttar Guð- mundsson og „íslenska alfræðiorða- bókin“. Petta er í annað sinn sem bækur eru tilnefndar til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Fyrstur til að fá verðlaunin var Stefán Hörður Grímsson Ijóðskáld. Nokkrar deilur urðu um það snemma á þessu ári hvort rétt væri að veita einni bók verðlaun eða hvort réttara væri að skipta verðlaununum í tvennt. Sú Svanfríður ekki hætf í pólitík Nú hafa alþýðubandalagsmenn í Norðurlandskjördæmi eystra stillt upp sínum lista. í fyrsta sæti verð- ur Steingrímur J. Sigfússon ráð- herra og í öðru sæti verður Stefan- ía Traustadóttir, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Það vekur athygli að Svanfríður Jónasdóttir kemur hvergi nærri list- anum að þessu sinni, en hún skipaði annað sæti hans fyrir síðustu alþing- iskosningar. Eins og kunnugt er hef- ur ekki verið mikill kærleikur á milli hennar og Steingríms, enda tilheyra þau sitt hvorum armi flokksins. Tímanum lék því forvitni á að vita hvort Svanfríður væri hætt í pólitík, eða hvort hún hygðist fara í framboð annars staðar. „Nei, ég er ekki hætt í pólitík, en það liggur ekkert sérstakt fyrir um framboð af minni hálfu," sagði Svanfríður þegar Tíminn bar þessi mál undir hana. -hs. leið verður farin að þessu sinni að veita tvenn verðlaun, annars vegar verðlaun fyrir íslenskt skáldverk og hins vegar verðlaun fyrir flokk bóka sem kalla má handbækur, frásagnir, fræðirit o.fl. í reglum um íslensku bókmennta- verðlaunin segir að stefnt skuli að því að dómnefndirnar spegli eins og kostur er viðhorf almennra lesenda. Því er það að í dómnefndunum áttu sæti menn frá aðilum vinnumarkað- arins, Kvenfélagasambandi íslands, Búnaðarfélagi Islands, auk fulltrúa frá Rithöfundasambandi íslands og Félagi íslenskra bókaútgefenda. Eftir að búið er að velja bækurnar sem keppa um verðlaunin er skipuð ný dómnefnd sem fær það verkefni að velja verðlaunabækurnar. í henni sitja fulltrúar frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Ungmennafélagi ís- lands, Alþýðusambandi íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og embætti forseta fslands. Þessi nefnd á að ljúka störfum fyrir 15. febrúar næstkomandi. -EÓ EINDAGI STAÐGREBSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlegal KJÖRBÓK ...mikilvœgur liður íþjóðarskútuútgerð okkar litla lands Landsbanki íslands Banki alira landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.