Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 12. desember 1990 Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 9 Seðlabankinn óttast að erlend lán kunni að aukast og innlendir vextir hækka: Svikalogn Eftir Heiði Helgadóttur lánamarkaðnum? „Vissar líkur benda til þess að nú sé „svika- logn“ á lánamarkaðinum og að það geti breyst skyndilega þegar efnahagslífið kemst upp úr lægðinni," segir Seðlabankinn í nýrri greinargerð um lánsfjáreftirspurn. Það jafnvægi sem verið hefur á lánamark- aðnum um sinn er fyrst og fremst því að þakka að atvinnufyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og borgað niður skuldir sínar á þessu ári. Auk þess sem ríkis- sjóður hefur sótt mikið í lánsfé bankanna, sem alþekkt er, hafa heimilin (einstaklingar) verið dugleg við „sláttinn" á árinu. Eigi að skapast rúm fyrir óhjákvæmilega lánsfjár- miðlun til atvinnulífsins á ný sé afar brýnt að dregið verði úr þessari miklu lánsfjárþörf heimilanna og hins opinbera. Ekki eykur það bjartsýni Seðlabankamanna að nýjustu tölur þykja benda til þess að útlán bankanna hafi farið vaxandi að undanförnu á sama tíma og dregið hefur verulega úr nýj- um innlánum hjá bankakerfinu. Telur Seðlabankinn það áhyggjuefni að hægar hefur dregið úr almennum útlánum heldur en búast hefði mátt við. Lánin nær öll til ríkis og heimila Frá áramótum til októberloka jukust útlán bankakerfisins um tæpa 16 milljarða króna, eða rúmlega 9%. Þar af fóru um 7 milljarðar til ríkis og sveit- arfélaga og nær 5 milljarðar króna í ný lán til heimila (einstaklinga), eða um 15% á tíma- bilinu. Þetta þýðir að bankalán einstaklinga hafa aukist um nær 9% eða 3 milljarða króna umfram verðbólgu á 10 mánaða tímabili, þ.e. bróöurpart þeirra 4 milljarða kr. sem at- vinnuvegirnir hafa lækkað skuldir sínar að raungildi frá áramótum. Seðlabankinn teiur varlegt að treysta því að fyrirtækin haldi áfram að halda svo að sér höndum á lánsfjármarkaðnum. „Hér þarf ekki mikið út af að bera til að aðstæður breytist verulega svo að hið opinbera eða aðrir geirar þurfi að sætta sig viö meiri er- lend lán en að er stefnt. Slík staða kynni einnig að leiða til þess að vextir á innlendum lánamarkaði hækkuðu," segir Seðlabankinn. Fljúga ríkisvíxlakrónurnar út landi? Þessi „sparsemi" fyrirtækja í lántökum hef- ur gert ríkissjóði kleift að afla óvenjulega mikils lánsfjár innanlands. Innlendar langtímalántökur ríkissjóðs nettó stefna í ár í 1,5% af vergri landsfram- leiðslu (6 milljarða kr.), sem er meira en tek- ist hefur að afla síðan 1987 þegar samsvar- andi hlutfall var 0,9% af VLF. Þar við bætast miklar upphæðir í skammtímalánum. Reiknað er með að ríkisvíxlum upp á 1,1% VLF. Sala ríkisvíxla getur þó brugðið til beggja vona, þar sem bankarnir geta fullnægt lausa- fjárskyldu sinni með ýmsu öðru móti. „Skammtímavextir eru nú háir erlendis og gæti það leitt til þess að innlánsstofnanir freistuðust til að geyma lausafé sitt í erlend- um skammtímaverðbréfum. Lánsfjárhorfur ríkisins eru að þessu leyti ekki einhlítar og mjög viðkvæmar fyrir vaxtakjörum," segir Seðlabankinn. Afkoman betri en sumar- spár ,Afkoma ríkissjóðs til loka september var heldur betri en gert var ráð fyrir í áætlunum fjármálaráðuneytisins á miðju sumri," segir Seðlabankinn í kafla um ríkisfjármálin. Tekjuhallinn var 8,1 milljarður kr. fýrstu níu mánuðina í stað 11,1 milljarðs samkvæmt áætlunum. Seðlabankinn telur flest benda til að halli ársins verði jafnvel heldur minni en spár ráðuneytisins gefa til kynna. Ekki er það þó vegna minni útgjalda, heldur hitt að inn- heimta virðisaukaskatts kunni að verða meiri heldur en ráðuneytið hefur reiknað með. Sjóðimir, BR, BV og LÍN, áhyggjuefni Um 5 milljarða króna halli sem nú stefnir í á ríkissjóði segir Seðlabankinn varla langt umfram það sem við sé að búast í efnahags- lægð. Og jákvætt að tekist hafi að fjármagna hann innanlands. „Meiri áhyggjum veldur fjármögnun B- hlutastofnana og þá einkanlega Byggingar- sjóðs ríkisins, Byggingarsjóðs verkamanna og Lánasjóðs námsmanna." Ríkissjóður hefur frá miðjum síðasta áratug snarlækkað framlög sín til allra þessara sjóða, sem hlutfall af útlánum þeirra: Fram- lag til BR úr 50% af útlánum niður í ekki neitt á fjárlögum næsta árs, framlag til BV úr 37% niður í 19% og framlög til LIN úr 76% útlána niður í 52%. Miðað við 2% vaxtamun tekinna lána og veittra hjá BR segir Seðlabankinn þurfa framlag úr ríkissjóði sem nemur 25% af lán- veitingum til að viðhalda eiginfjárstöðu sjóðsins. BV, með 5% vaxtamun, þurfi fram- lög sem nema 60-65% útlána. Og LÍN, sem lánar vaxtalaust, þurfi framlög sem nema 70- 80% af útlánum sjóðsins. Tekju- og eignaskattar snarhækkað Skýrsla Seðlabankans sýnir m.a. hvernig helstu tekjustofnar og útgjaldaflokkar ríkis- sjóðs hafa þróast síðasta áratuginn mælt í hlutfalli af landsframleiðslu. Teknamegin vekur ekki síst athygli hvað tekjuskattur, sem fór lækkandi til ársins 1987, í 2,4% af landsframleiðslu hefur síðan snarhækkað, eða upp í 4,2% í ár og áfram upp í 4,3% VLF á næsta ári. Þessi hækkun svarar t.d. til um 6 milljarða kr. á yfirstand- andi ári, eða yfir 30 þús.kr. á hvern framtelj- anda að meðaltali. Þó hafa eignaskattar hækkað hlutfallslega enn meira á síðustu ár- um. Tekjur af söluskatti og nú síðast virðisauka- skatti hafa sömuleiðis hækkað hlutfallslega. Hið sama er að segja um álögur á launa- greiðslur og bifreiðagjöld hafa tvöfaldast. Á hinn bóginn hafa almenn innflutnings- gjöld dottið niður í þriðjung þess sem áður var (nú 0,9% VLF), síðast með breytingum á tollskrá 1988. Svipað er að segja um vöru- gjöld og álgjald. Tekjur af gjaldeyrissölu hafa líka snarlækkað og svo er um nokkra aðra tekjustofna. Aftur á móti hafa arðgreiðslur ríkisfyrir- tækja margfaldast síðustu árin. Hafa Seðla- bankinn, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli og Póstur og sími þar átt stærstan hlut að máli. í heild hafa tekjur ríkissjóðs hækkað úr tæplega23,8% afVLFáárunum 1981-85 upp í 27,6% á þessu ári. „Ríkiskontóramir“ þanist út... „Veruleg hækkun hefur orðið á almennum útgjöldum, sem einkum varða æðstu stjórn ríkisins og aðalskrifstofur ráðuneyta ásamt þeim málum sem nú heyra undir umhverfis- ráðuneytið," segir Seðlabankinn m.a. um þróun á gjaldahliðinni. M.v. VLF er þessi út- gjaldaliður sem svarar um 1.700 milljónum króna hærri á þessu ári heldur en að meðal- tali árin 1981-85. Heilbrigðiskernð 100.000 kr. á mann Mikill vöxtur hefur verið í útgjöldum til heilbrigðismála, sem jafnframt er lang- stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Kostnaður við læknaþjónustu, sjúkratryggingar og sjúkrahús er áætlaður samtals nær 25 millj- arðar króna á þessu ári (um 100.000 kr. á hvern íslending) eða rúmlega fjórðungur af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Að mati Seðla- bankans hefur þessi kostnaður hækkað frá 1986 sem nemur 1,3% af VLF, eða sem svar- ar 4-5 milljörðum króna, auk þeirrar hækk- unar sem stafar af breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Lífeyris- og atvinnuleysistryggingar eru annar stærsti útgjaldapóstur ríkissjóðs. Hann var nokkuð stöðugur framan af ára- tugnum, hækkaði nokkuð árið 1987 og síðan aftur á þessu ári, m.a. vegna aukinna fram- laga til atvinnuleysistrygginga. Þessi liður (4,3% VLF) er um 15% heildarútgjaldanna, eða um 14,4 milljarðar króna á þessu ári (um 56.000 kr. á hvern ísiending). Málefni fatlaðra og vextir þrefaldast Málefni fatlaðra er hins vegar sá útgjaldalið- ur sem mest hefur vaxið, eða hlutfallslega þrefaldast frá 1981 til 1990, sem hlutfal! af VLF. Til þessa málaflokks renna tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eini útgjaldaliðurinn sem vaxið hefur ámóta eru vaxtagreiðslur. En sá vöxtur er að stórum hluta vegna kerfisbreytingar á milli A- og B- hluta ríkissjóðs. Vaxtagreiöslur eru áætlaðar um 8,8 milljarðar kr., eða um 9% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á þessu ári (og t.d. hærra hlutfall VLF heldur en flestar Evr- ópuþjóðir verka til her-/varnarmála). En þar á móti fær ríkissjóður aftur um 4 milljarða vaxtatekjur. Dýrt að ná í skattana Kostnaður við skattheimtu og tollamál hækkaði um þriðjung árið 1988, við upptöku staðgreiðslu og virðisaukaskatts og enn nokkuð í ár. Áætlað er að það kosti ríkissjóð um 1,4 milljarða kr. að nálgast skatta lands- manna í ár (7-8 þús.kr. á skattgreiðanda). 2ja milljarða búvöruskattur Landbúnaðarframlög og niðurgreiðslur námu að meðaltali um 2% af VLF fyrri helm- ing áratugarins, lækkuðu um þriðjung á ár- unum 1986- 87, en hækkuðu síðan í 2% VLF á ný eftir að söluskattur og síðan 14,5% virð- isaukaskattur (matarskattur) var lagður á landbúnaðarvörur. Seðlabankinn áætlar að skattlagning á landbúnaðarvörum nemi nú nálægt 2 milljörðum króna (0,6% af VLF). Minna til löggu og vegakerfis Athygli vekur að hlutur dómsmála, lög- gæslu og fangamála hefur heldur rýrnað sem hlutfall af VLF á umliðnum áratug og enn meira sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Þessi málaflokkur kostar ríkissjóð um 4 milljarða króna á þessu ári. Það sama á við um hlut Vegagerðar ríkisins, sem áætlað er að fái um 4,7 milljarða á árinu. Sömuleiðis er athyglisvert að hlutur skóla- kerfisins af þjóðarkökunni (nema fatlaðra og LÍN) hefur nær ekkert vaxið undanfarinn áratug og m.a.s. heldur minnkað sem hlut- fall af rfkisútgjöldum. Skólakerfið fær rösk- Iega 10 milljarða kr. í ár. Útgjöld vegna ann- arra mennta- og menningarmála hafa á hinn bóginn vaxið hröðum skrefum. Sá liður kost- ar rúmlega 2 milljarða kr. á árinu. Ýmsir liðir ríkisútgjaldanna hafa hlutfalls- lega lítið breyst á umliðnum árum. Einn útgjaldaliður hefur síðan snarlækkað, þ.e. byggingarsjóðirnir. Ekki vegna þess að útgjöld hafi minnkað, heldur vegna þess að vandanum er slegið á frest, eins og áður er lýst. Ríkisgeirinn stækkað 1,5-2% afVLF í heild hafa ríkisútgjöldin vaxið úr um 25% af VLF á árunum 1981-1987 í um 29% hin síðustu ár að mati Seðlabankans. Þar af eru 2-2,5% talin stafa af niðurgreiðslum upp í virðisaukaskatt af landbúnaðarvörum, breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tilfærslu lánastarfsemi úr A- í B-hluta rík- issjóðs. „Eftir stendur 1,5-2% hækkun gjalda miðað við landsframleiðslu," er niðurstaða Seðla- bankans. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.