Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 13 L LANDSVIRKJUN Utboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sandskeið — Hamranes) í samræmi við útboðsgögn BFL-12. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 13. desember 1990 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. Smíða skal úr ca. 50 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvan- húða eftir smíði. Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 28. desember 1990 fyrir kl. 12:00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 10. desember 1990. Góð bújörð til sölu Til sölu er jörðin Akurey 2 í Vestur-Landeyja- hreppi. Jörðin verður seld í fullum rekstri, með öllum bú- stofni og vélum, ásamt hlutdeild í kornræktarfé- lagi. Mikill framleiðsluréttur í mjólk. Á jörðinni eru góðar byggingar, þar á meðal stórt og gott íbúðarhús. Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu. Góð kjör og möguleiki á að taka góða húseign á höfuðborgarsvæðinu sem hluta af greiðslu. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Skarphéð- insson. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTAN Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur. Sími 98-78440. Sigurbjörn Skarphéðinsson, löggiltur fasteigna- og skipasali. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Afleysingastaða sérfræðings við Bæklunardeild F.S.A. er laus til umsóknar frá og með 01.03.1991. Ráðningartími er 6 mánuðir. Upplýsingar gefur yfirlæknir Bæklunardeildar í síma F.S.A. 96- 22100 eða heimasíma 96-21595. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 15. janúar 1991. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Dráttarvél til sölu URSUS 85 ha. með öflugum moksturstækjum og framdrifi. Fylgt getur skurðgrafa (bakko), út- búin til tengingar við vélina. Upplýsingar í síma 98-66688. Til sölu Til sölu ZETOR 7045 árgerð 1984, ekinn 1900 tíma, og ný ALÖ 540 ámoksturstæki. Upplýsingar í síma 94-4824 eða 93- 51252 á daginn. AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS John Hurt dáist hér að syni sínum Sasha og Jo dáist að John. John Hurt sest að í írlandi með nýja konu og barn Leikarinn John Hurt er að byrja á nýjum kafla í lífi sínu. Nú, þeg- ar hann stendur á fimmtugu, er hann búinn að fá sér nýja konu, Jo, sem er helmingi yngri en hann, og orðinn faðir í fyrsta sinn. Þetta tvennt hefur haft þau áhrif að John finnst tími til kominn að setjast að á einhverj- um ákveðnum stað til frambúð- ar og varð írland fyrir valinu. John Hurt hefur lengstan hluta ævi sinnar verið heldur eirðarlaus. Hamingjan hefur ekki elt hann á röndum og gengu frægar sögur af drykkjulátum þeirra félaga Richards Burton og hans á árum áður. Hann er fæddur Bandaríkjamaður, en hélt til Kanada til að stunda háskóla- nám. Þaðan lá leið hans í ævintýra- leit til Englands og þar varð hann innlyksa. Hann segist að öllum lík- indum hafa gert það upp við sig ein- hvem tíma að flytjast ekki aftur til Bandaríkjanna, en sú ákvörðun hafi ekki haft áhrif á líf hans. En hvers vegna vill John Hurt nú flytja til írlands? Faðir hans er reyndar írskur, en móðir hans rússnesk og kann hann ævintýralega sögu af því hvemig stóð á því að hann á til Rússa að telja. Afi hans varð að yfirgefa ættland sitt í snatri 1913, rétt áður en fýrri heimsstyrjöld braust út. Hann var kennari í litla sveitaþorpinu þar sem hann bjó, og hann söng líka í kirkjukórnum. Rétt fyrir jólin var hann staddur á þorpskránni ásamt félögum sínum í kórnum. Þeir vom í góðu skapi, sungu jólasálma og dmkku vodka. Þá slóst í hópinn ungur aðalsmannssonur og fór vel á með mönnum til að byrja með. En ekki leið á löngu þar til aðalsmaður- inn ungi gerðist dmkkinn og kallaði þá þessa nýju félaga sína „bændak- urfa“. Þetta tók afi Hurts illa upp, greip koníaksflösku og sló henni þéttingsfast í höfuð hrokagikksins, sem missti við það meðvitund. Ungi maðurinn reyndist vera son- ur dómarans á staðnum og þótti augljóst að afa Hurts biði ekkert annað en fangavist í Síberíu. Hann gekk þess vegna í rússneska sjóher- inn, strauk frá borði í Liverpool og komst þaðan til Bandaríkjanna, þar sem hann kynntist fljótlega 16 ára gamalli rússneskri stúlku, sem varð „Ekki skil ég hvemig nokkur manneskja geturfúndið ástina sína til el- lífðar þegar maður er bara 23ja ára,“ segir John Hurt, en Jo var ekki eldri en það þegar þau kynntust. amma Hurts. En það var sem sagt heimaland Johns Hurt, Jo og Sasha írland sem varð fyrir valinu sem litla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.