Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 15 IÞROTTIR Birgir Sigurðsson átti góðan leik í gærkvöld og skoraði 9 mörk fýrir Víkinga gegn Selfýssingum. Timamynd Pjetur Körfuknattleikur — Landsliðið: ísland mætir Kýpur í Cardiff í dag — margir leikmenn forfallaðir, en liðið þó hávaxið Handknattleikur — VlS-keppnin: Víkingssigur í mjög kafla- skiptum leik Víkingar unnu sinn 16. sigur í jafn mörgum leikjum í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöld, er þeir tóku á móti hinu vaxandi liði Selfyssinga. Lokatölur voru 24-20. Leikurinn var í járnum framan af og jafnt á öllum tölum. Gestirnir komust yfir 3-4, en þá hrökk allt á baklás og Víkingar gerðu 10 mörk í röð, 13-4. Selfyssingar gerðu síðasta mark fyrri hálfleiks úr vítakasti 13- 5, en þá höfðu þeir ekki skorað mark í einar 20 mínútur. Staðan í leikhléi var því 13-5. Víkingar hafa vafalaust ekki reikn- að með mikilli mótspyrnu af hálfu gestanna í síðari hálfleik. Kæruleys- ið var allsráðandi og leikmenn Sel- fossliðsins minnkuðu muninn jafnt og þétt. Ótrúleg umskipti frá því í fyrri hálfleik. Um síðir tókst Selfyss- ingum að minnka muninn í 1 mark 18-17, 19-18 og 20-19, en á loka- mínútunum reyndust Víkingar sterkari og þeir sigruðu eins og áður segir 24-10. Sóknarleikur Selfyssinga leið fyrir það að Einar G. Sigurðsson var tek- inn úr umferð allan leikinn, en slíkt á vart að koma á óvart núorðið. Varnarleikur Víkinga var sem fyrr góður, þó sér í lagi í fyrri hálfleik. Leikurinn var á köflum mjög hraður og var þá mikið um slæmar send- ingar á báða bóga. Á milli sýndu Vík- ingar þó vel útfærð hraðaupphlaup. Einar Guðmundsson og Gústaf Bjarnason voru frískastir Selfyss- inga í leiknum, Einar G. Sigurðsson lék vel í vörninni og Sigurður Þórð- arson skoraði skemmtileg mörk. Gísli Felix Bjarnason í markinu varði 11 skot. Birgir Sigurðsson var langbestur Víkinga, en Hrafn Margeirsson varði þokkalega eða 15 skot. Mörkin Víkingur: Birgir Sigurðs- son 9, Bjarki Sigurðsson 6, Alexei Trufan 3/1, Karl Þráinsson 3, Hilmar Sigurgíslason 2 og Ámi Friðleifsson 1. Selfoss: Einar Guðmundsson 6, Gústaf Bjarnason 5/1, Sigurður Þórðarson 4, Einar G. Sigurðsson 2, Stefán Halldórsson 2 og Sigurjón Bjarnason 1. BL Körfuknattleikur— NBA-deildin: Besta staða Boston Celtics um árabil íslenska landsliðið í körfuknattleik hélt í gærmorgun áleiðis til Cardiff í Wales, en þar tekur liðið þátt í Evrópuleikum smáþjóða, Promoti- on cup, næstu daga. Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Kýpur. Margir leikmenn forfölluðust af ýmsum ástæðum og í 11 manna liðinu, sem hélt utan, eru fjórir nýliðar. Landsliðið, sem Torfi Magnússon landsliðsþjálfari teflir fram í Wales, er skipað eftirtöldum leikmönnum: Nafn fél.hœð ald.leik. Jón Kr. Gíslason ÍBK......193 28 77 Pálmar Sigurðss. Haukum 185 28 61 Pétur Guðmunds. UMFT ...21832 39 Teitur Örlygsson UMFN.....189 24 15 ívar Ásgrímsson Haukum ..190 25 10 Sigurður Ingimundars.ÍBK 193 24 5 Magnús Matthíasson Val 204 23 6 Jóhannes Sveinsson ÍR...187 23 0 Friðrik Ragnarsson UMFN ....182 20 0 Jón Amar Ingvars.Haukum ..18418 0 Albert Óskarsson ÍBK..........0 Margir leikmenn áttu ekki heiman- gengt í þessa ferð, svo sem Páll Kol- beinsson sem ekki gaf kost á sér, Guðmundur Bragason sem verður í prófum, Valur Ingimundarson sem er veikur og Falur Harðarson sem er meiddur. íslenska liðið leikur í riðli með Kýpur, Möltu og Wales, en í hinum riðlinum leika írland, Lúxemborg, Gíbraltar og San Marínó. í dag leik- ur íslenska liðið gegn Kýpur, á morgun gegn Möltu og á föstudag gegn Wales. Á laugardag og sunnu- dag verður leikið um sæti. Boston Celtics er nú með næst besta árangur allra liða í NBA-deild- inni bandarísku, aðeins Portland Trail Blazers hefur náð betri ár- angri það sem af er keppnistíma- bilsins. Langt er síðan Bostonliðið hefur verið á eins mikilli siglingu og nú, eða allt frá því halia fór und- an fæti hjá liðinu fyrir um það bil fjórum árum. Drengirnir frá baunabænum hafa aðeins tapað fjórum leikjum og eru með 80% vinningshlutfall. Portland hefur aðeins tapað einum leik og er langefst í deildinni með 94,7% vinn- ingshlutfall. Yfirmenn NBA-deildarinnar hafa komist að samkomulagi við get- raunir í Oregonfýlki um að ekki verði veðjað á úrslit í leikjum í deildinni í fylkinu í það minnsta næstu fimm árin. Þeir NBA-menn hafa ávalt verið andsnúnir því að fýlkisrekin getraunafýrirtæki noti NBA-leiki á getraunaseðla sína. Úrslitin undanfarna daga hafa verið sem hér segir: Föstudagur Miami Heat-Seattle Supers...103-105 Minnesota Timberw.-LA Lakers.. 73- 83 Houston Rockets-Charlotte H. ..116-110 Sacramento Kings-Washington 104- 86 Laugardagur NJ Nets-Phoenix Suns........110-129 Philadelphia-Denver Nuggets .. 135-126 Orlando Magic-Seattle Sup...106-100 Atlanta Hawks-Milwaukee B. ... 103-104 Indiana Pacers-Portland TB..105-127 Chicago Bulls-NY Knicks.....108- 98 Dallas Mav.-Boston Celtics..104-112 Utah Jazz-LA Lakers.........101- 79 Golden State Warr.-Detroit.113-110 Sunnudagur Charlotte Horn-Denver Nugg. . 119-126 Orlando Magic-Phoenix Suns ...109-113 Atlanta Hawks-NY Knicks....... 99- 86 Indiana Pacers-Cleveland C..114- 99 Chicago Bulls-Portland TB ..101-109 Dallas Mavericks-Houston R.... 107-113 SA Spurs-Boston Celtics.....102- 96 LA Clippers-Utah Jazz....... 95-105 Sacramento Kings-Detroit P. .... 93-104 Mánudagur Milwaukee B.-Seattle Supers. .. 105- 99 LA Lakers-Washington Bullets 106- 99 Þriðjudagur Houston Rock.-Boston Celtics . 95-107 NJ Nets-Charlotte Homets .....121-115 Staðan í deildinni er nú þessi, heildarleikir, unnir, tapaðir, vinnings- hlutfall: Austurdeild—AtlantshafsriðiU: Boston Celtics .20 16 4 80,0 Philadelphia ‘76ers 19 13 6 68,4 New Jersey Nets 19 8 11 42,1 New York Knicks 18 7 11 38,9 Washington Bullets 19 6 13 33,3 Miami Heat 17 5 12 29,4 Austurdeild - Miðriðill: Detroit Pistons 20 14 6 70,0 Milwaukee Bucks 20 14 6 70,0 Chicago Bulls 19 12 7 63,2 Cleveland Cavaliers 20 10 10 50,0 Charlotte Homets 19 8 11 42,1 Indiana Pacers 20 8 12 40,0 Atlanta Hawks 18 7 11 38,9 Vesturdeild — MiðvesturriðiU: San Antonio Spurs .15 10 5 66,7 Utah Jazz 19 12 7 63,2 Houston Rockets .20 11 9 55,0 Dailas Mavericks 17 611 35,5 Minnesota Timberwolves 18 612 33,3 Denver Nuggets 19 4 15 21,1 Orlando Magic 16 3 13 18,8 Vesturdeild— Kyrrahafsriðill: Portland Trail Blazers ... 19 18 1 94,7 Goiden State Warriors .. 19 12 7 63,2 Los Angeles Lakers 17 11 6 62,5 Phoenix Suns 17 10 7 58,8 Los Angeles Clippers 18 9 9 50,0 Seattle Supersonics 17 5 12 29,4 Sacramento Kings 17 3 14 17,6 BL BL fslenska landsliðið í körfuknattleik ásamt Torfa Magnússyni þjálfara. Á myndinni eru Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson sem ekki komust í férðina, en á myndina vantar Teit Orlygsson, Friðrik Ragnarsson og Albert Óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.