Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 14. desember1990 Tekjur af húsinu áttu, samkvæmt erfðaskrá, að renna til skógræktar í Dalasýslu. Þangað hefur aldrei farið króna: Skógræktargjöf leigð fv. skógræktarstjóra Árið 1972 gaf Hákon J. Helgason kennari Skógrækt ríkisins hús- eign sína, einbýlishús að Sunnuvegi 6 í Hafnarfirði. Tekjur af hús- eigninni áttu að renna til eflingar skógrækt í Dalasýslu, einkum í Hörðudal, þaðan sem Hákon var upprunninn. í þau átján ár, sem síðan eru liðin, hefur ekki ein einasta króna af tekjum hússins runnið til skógræktar í Dalasýslu. Húsið hefur verið í leigu síðan 1975. Núverandi leigjandi í húsinu er Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri. Hann greiðir í leigu á mánuði 11.327 krónur. Leigutekjur af Sunnuvegi 6 nema rúmum 11 þúsundum á mánuði. Timamynd: pjetur Ný reglugerð um nýtingarhlutfall frystitogara tekur gildi um áramót: FRAMLEIÐSLAN UM BORD RÆÐUR NÝTINGARHLUTFALLI „Mér er ekki kunnugt um öllu stærri gjöf til átthaganna en þessi er og víst er að engin slík gjöf getur komið sér betur. Það munu þeir sanna sem fylgjast með henni eftir tvo til þrjá áratugi." Þetta sagði Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri í ársriti Skógræktarfélags íslands, ár- gangi 1972-1973, í tilefni af höfð- inglegri gjöf Hákonar J. Helgasonar kennara til Skógræktar ríkisins. Hákon J. Helgason fæddist 1883 á Hóli í Hörðudal í Dalasýslu og ólst upp á Ketilsstöðum í sömu sveit. Hákon varð kennari og kenndi um tíma í Hörðudal, síðar í Stykkis- hólmi og Hafnarfirði. í Kennaratal- inu segir að Hákon hafi ræktað fagran trjágarð við hús sitt og hirt hann til síðustu stundar. Hákon lést árið 1972, ókvæntur og barnlaus. Húsið að Sunnuvegi 6 í Hafnarfirði hefur verið í leigu síðan 1975. Leigutekjur frá 1975- 1981 námu rúmum 515 þúsund gömlum krón- um. Leigutekjur síðan 1981 nema rúmlega 847 þúsund krónum. Að sögn Steingríms Sigfússonar land- búnaðarráðherra hafa leigutekjurn- ar verið notaðar til viðhalds á hús- inu, en húsið var tekið rækilega í gegn á árunum 1977- 78. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í svari við fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni aiþingismanni. Eiður sagði málið allt hið einkennileg- asta. „Framgangsmáti opinberra aðila í þessu máli er ekki til fyrir- myndar og ekki til þess fallinn að hvetja fólk til að gefa stórgjafir í al- mannaþágu, eins og hér var gert. Það er sorgarsaga hvernig yfirvöld hafa staðið að þessu rnáli." Landbúnaðarráðherra sagði í svari sínu að húseignin hefði verið ávöxt- uð vel, þar sem henni hefði verið haldið vel við utan sem innan. Eið- ur sagðist ekki sammála þessari fullyrðingu ráðherrans. „Ég sé ekki að þessi eign hafi verið ávöxtuð með hagkvæmasta hætti, ef hún er leigð á verði sem er þrefalt eða fjórfalt undir því sem hægt væri að fá á al- mennum leigumarkaði. Ég tel að þeir embættismenn, sem bera ábyrgð á þessu, verði að skýra þetta nánar. Á málinu hljóta að vera skýr- ingar og þær eiga að koma fram í dagsljósið." Eiður sagðist ekki ásaka núverandi landbúnaðarráðherra fyrir hvernig haldið hefur verið á málinu. Málið ætti sér átján ára sögu og á þeim tíma hafa setið margir ráðherrar og margir skógræktarstjórar. Landbúnaðarráðherra sagði í svari sínu að á næstu mánuðum yrði hús- ið að Sunnuvegi 6 selt og söluverð- ið og aðrar tekjur af eigninni yrðu notaðar til að efla skógrækt í Hörðudal, eins og kveðið er á um í erfðaskrá Hákons sem dagsett er 17. júní 1972. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að finna heppilegt land í Hörðudal undir skógrækt. -EÓ í nýrri reglugerð sem tekur gildi um áramótin er gert ráð fyrir breyttu skipulagi varðandi nýtingar- hlutfall um borð í frystitogurum. Samkvæmt henni verður í framtíð- inni einstaklingsbundin nýting látin ráða nýtingarhlutfalli hverju sinni og því getur það verið breytilegt eft- ir því hvernig menn standa að fram- leiðslunni um borð í frystitogurum. í reglugerðinni er kveðið á um að nýtingarstuðlar skuli taka mið af mælingum um borð í einstökum veiðiskipum. Til þess að svo geti orð- ið, verða að liggja fyrir fullnægjandi mælingar frá síðustu mánuðum árs- ins 1990 fyrir viðkomandi veiðiskip að mati Sjávarútvegsráðuneytisins. Liggi þær hins vegar ekki fyrir, þá taka breytingar ekki gildi fyrr en 1. mars n.k. hvað viðkomandi skip varðar, enda liggi þá fyrir mælingar fyrir fýrstu tvo mánuði næsta árs. Eftir að nýtingarstuðullinn hefur verið fundinn og staðfestur af ráðu- neytinu, er gert ráð fyrir því að nið- urstöður úr mælingum hverrar veiðiferðar gildi 50% á móti fyrri nýtingarstuðli og myndi þar með nýjan stuðul fyrir næstu veiðiferð. Þær breytingar ganga síðan fyrir sig án staðfestingar ráðuneytisins, nema sérstakar breytingar verði á stuðlum. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif- stofustjóra hjá Sjávarútvegsráðu- neytinu, er sjómönnum treyst til að gera þessar nýtingarmælingar sjálfir um borð, en verða síðan undir eftir- liti veiöieftirlitsins. Veiðieftirlitið fýlgist með framkvæmd mælinga og ber saman sýni úr aflanum og mæl- ingar sem framkvæmdar eru um borð í veiðiskipinu. „Skipin hafa sem sagt einstaklingsbundna nýt- ingarstuðla og því getur nýtingin orðið mismunandi eftir því hvernig menn standa að sinni framleiðslu," sagði Jón. Verði þessum mælingum ekki sinnt um borð, gerir reglugerðin ráð fyrir því að nýtingarstuðlar við- komandi skipa lækki í hverri veiði- ferð um 1% frá gildandi stuðlum. Sama gerist ef mælingar eru ekki í samræmi við leiðbeiningar þar að lútandi, sem gefnar voru út í októ- ber. Ef í ljós kemur að mælingar séu vísvitandi framkvæmdar þannig að þær gefi ranga mynd af raunveru- legri nýtingu um borð í veiðiskipi, verða allir nýtingarstuðlar hlutað- eigandi skips lækkaðir um 3%. Einnig getur ráðuneytið svipt veiði- skip heimild til fiskveiða, ef uppvíst verður um þessi mál. Samkvæmt reglugerðinni eru nýt- inga- og afurðastuðlar lagðir til grundvallar við útreikning á afla veiðiskipa, sem ekki hafa áunnið sér ákveðna nýtingarstuðla. í því sam- bandi má t.d. nefna þorsk, en þá verða stuðlarnir eftirfarandi: Nýtingar- Afurða- stuðull stuðull Hausaður..................70,0 1,428 Flök með roði og beinum...44,5 2,247 Flök, roðflett og með beinum.,41,5 2,410 Flök, roðflett án þunnilda, með beinum......41,5 2,410 Flök, með roði, beinlaus...40,0 2,500 Flök, roðflett og beinlaus.37,0 2,703 Þyngd afla er reiknuð út með því að margfalda þyngd afurðar með af- urðastuðli. Reglugerðin tekur gildi, eins og áð- ur sagði, frá og með næstu áramót- um. -hs. EinarÖm Gunnarsson rithöfúndur. Nýr höfundur Ungur Reykvíkingur, Einar Örn Gunnarsson, hefur nú sent frá sér sína fyrstu skáldsögu. Heitir hún „Næðingur" og fjallar um nokkra mánuði í lífi ungs háskólanema. Einar Örn er fæddur árið 1961 og hefur áður sent frá sér smásögurn- ar „Bréf til mömmu“ og „Gísla- sögu“. Útgefandi er Grágás hf. Atvinnuleysisdagar í nóvember: 13 þúsund dögum færri en í fyrra Atvinnuleysisdögum fjölgaði um leysisdagamir 47 þúsund, eða tæp- 7,5% í nóvember sl. frá því sem þeir lega 13 þúsund fleiri en nú. Meðal- höiðu verið í mánuðinum á undan. tal síðustu fimm ára er 22 þúsund f nóvember voru dagamir aHs tæp- atvinnuleysisdagar í nóvember. lega 35 þúsund -—-18 þúsund hjá Það sem af er árinu til og með nóv- konum en 17 þúsund þjá körium. ember hafa verið skráðir 539 þús- Þannig hafði atvinnuleysisdögum und atvinnuleysisdagar en vora á flölgað um 2400 frá því sem var í sama tímabili í fyrra 495 þúsund. október. Skráð atvinnultysi það sem af er ár- 35 þúsund atvinnuleysisdagar í inu svarar til þess að 2300 manns nóvember jafngilda því að 1600 hafi að jafhaði verið á atvinnuleysis- manns hafl til jafnaðar verið á at- skrá. Það er 1,8% af mannafla. vinnuleysisskrá allan mánuöinn. f nóvembermánuði var atvinnu- Það jafngildir 1,3% af áætluðum leysi minnst á Vestfjörðum, 0,1%. mannafla á vinnumarkaði í mánuð- Mest var það í báðum Norðuriands- inum samkvæmt spá Þjóðhags- kjördæmum, eða 2,6%. Á höfuð- stofnunar. Hlutfallslegt atvinnu- borgarsvæðinu var það 0,8%, á leysi hefur því aukist um 0,2% milli Vesturiandi 2,1%, á Austuriandi mánaða, en það er innan maria 1,5%, á Suðuriandi 1,9% og á Suð- reglubundinnar árstíöasveiflu. umcsjum 1,4%. Landsmeðaltal Borið saman við atvinnuástandið í meðal kvenna var 1,6% og landsm- nóvember í fyrra, þá vora atvinnu- eðaltal karla reyndist 1,0% —*sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.