Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 14. desember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrHstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 íhaldið klofið Forysta Sjálfstæðisflokksins fór mikla hrakför í atkvæða- greiðslu í neðri deild Alþingis í fyrradag. Þegar greidd voru atkvæði um að vísa frumvarpi til laga um staðfestingu á bráðabirgðalögum til tryggingar þjóð- arsátt í efnahags- og kjaramálum til þriðju umræðu, kom í ljós að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins afneit- uðu flokksforystunni og vildu greiða för frumvarpsins gegnum þingdeildina með því að tíika ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni. Þessir fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins neituðu að hlýða kalli Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar um að allur þingflokkur sjálfstæðismanna greiddi atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Með afstöðu sinni staðfestu þeir það sem verið hefur á almannavitorði um skeið, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, flokksformaðurinn Þorsteinn Pálsson, varaformaðurinn Davíð Oddsson og formaður þingflokksins, Ólafur G. Einarsson, greindu rangt frá niðurstöðu þingflokksfundar um afstöðu þing- manna til bráðabirgðalaganna. Þegar forystumennirnir héldu því fram að í þingflokknum væri einhugur um að allir þingmenn greiddu atkvæði gegn lögunum, var sannleikurinn sá, að margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins studdu bráðabirgðalögin, töldu setningu þeirra nauðsynlega og vildu ekki verða til þess að fella þau, hvað sem liði stuðningi þeirra við ríkisstjórnina að öðru leyti. Afstaða stuðningsmanna þjóðarsáttarlaganna í Sjálf- stæðisflokknum kemur vel fram í orðum Eggerts Hauk- dals, þingmanns Suðurlands, sem lét svo um mælt, að þrátt fyrir það að þjóðarsáttin sé ekki fullkomin, þá hafi hún orðið til „fyrir forgöngu aðila vinnumarkaðarins og því beri að virða hana“. Gömul reynsla Þorsteini Pálssyni og Davíð Oddssyni hefur orðið á sú augljósa skyssa allrar forystu að kljúfa flokk sinn í af- stöðu til málefnis sem með sanni hefur grundvallargildi fyrir þróun efnahags- og fjármála í íslensku þjóðfélagi. Foringjar Sjálfstæðisflokksins reyndust ekki menn til að meta þýðingu þjóðarsáttarinnar almennt fyrir þjóðfélag- ið né heldur hversu mikinn stuðning þetta mál á meðal flokksmanna þeirra. Fyrir Þorsteini og Davíð hefur öllu ráðið það heilaga stríð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum talið sig verða að heyja í stjórnarandstöðu, þar sem tilgangurinn helgar meðalið en ekki málefni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að tefja eða rjúfa þjóðarsamstöðu í mikilsverðum málum, ef foringjar hans telja að þeir séu að koma pólitísku höggi á and- stæðinga sína. Þessarar tilhneigingar hefur alltaf gætt, þegar sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu. Hegðun Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu er sér- stakur kafli í íslenskri stjórnmálasögu. Meginboðskapur forystunnar hefur verið að halda uppi hörku í stjórnar- andstöðu, en þetta fortaksleysi boðskaparins hefur vald- ið því að vopnin hafa oft snúist í hendi foringjanna. Þau gerðu það í landhelgismálinu á sínum tíma, þegar Her- mann Jónasson og Olafur Jóhannesson gegndu embætti forsætisráðherra og héldu íhaldinu utan stjórnar. Vopn- in hafa ekki síður snúist í höndum núverandi foringja Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa lítið lært af reynslunni. Aö gera betur Eins og eÖIUegt getur talist vinnst ekki tími til að skrifa um allar út- komnar bækur í blöð. Þótt míkið sé lagt upp úr umfjöilun um bæk- ur í sjónvörpum vinnst heldur ekld tími til að Qalla þar um allar nýjar bækur. Engu að stður er ávaltt mikið skrifað og talað um bækur fyrir hver jól hér á landi og er það góður siður. Að vísu feliur þetta tal stundum í einkennilega farvegi, vegna þess að menn eru að leggja pólitískar áherslur á sérstaka höf- unda. En það virðast taktar á útleið og hefur þess ef til vill aldrei gætt eins mikið og nú hvað pólitíska matið er orðið áhrifaiaust. Margt er vel gert í bókaútgáfunni í ár, en helftin af því sem út kemur skáld- skaparkyns er f ætt við fjöidafram- leiðsiuna, sem sem kveðið var um, var um „sextán skáld í bekk" Menntaskólans í var alvöru- mál að gefa út skáldskap. Eitt eða tvö þeirra skáida, sem kveðið var um í fjórða bekk urðu skáld síðar á ævinni. Nú hefðu þau öll orðið skáld, sextán að töíu, og brotist fast um á menningarplaninu. Fólk getur svo gert upp við sjálft sig hvoit þetta hefur orðið til fram- dráttar skáldskapnum í iandinu, bæði f lausu og bundnu máli. í leit að hlöðukálfum Tvennt ræður þeim viðtöfcum á skáldskap, sem hér hefur gert hannað óstöðvandi flaumi með Öll einkenni ósjálfráðrar skriftar. I fyrsta lagi ræður velvildin miklu. Þcir sem starfa á fjölmiðlun standa alls efcki f því böðulsstarfl að segja útgefendum á hinni úsjálfráðu sfíift, að bækur þeirra beföi átt að stöðva áður en þær fóru f prent- vínuslu. ÖIIu er vel teldð, Vltað er að höfundar skáldverkanna koma með fangið fuflt af vonum og væntingum og telja jafnvel að svo geti farið, að þeir slái í gegn. Eng- inn viil taka sig til og segja sem svo, að það sem skiptir máli í bók- um hafi orðið eftir einhvers staðar á leiðinnl, eða það sem verra er, aldrei verið til. Að hinu leytinu standa lúnar pdlitísku Ijósmæður blóðugar upp fyrir axiir við að taka á móti frumhurðum skáldskapar- ins. Þær eru fljótar að sjá hvort skólakerfió hefur skilað árangri, og hvort á ferðinni er vænlegur hiöðukálfur, sem hægt er að beina á enn frekari leiðir öfga og sér- visku, sem engum skáldskap kem- ur við. I því tilfelli skiptir engu máU hvernig ósjálfráða skriftin hefur ráðist, aðeins ef fyrirflnnst efniviður sem Uklegur er tiJ að tál- gast rétt. BlÖskrar gagmýnendum? En það virðist samt vera að byjja að rofa til. Gagnrýnendur eru byij- aðir að verða meiri efaseindamcnn þeim blöskmr hvað þeir hafa látíð sullast í gegnúm hendur sinar á liðnum áratugum. Hér á landi hafa ráðandi öfl f menningarmálum næstum því tilkynnt hvaða höf- undar eru þóknanlegir. Gagniýn- endur, sem hafa gengið gegn þess- um sjónarmiðum, hafa hrcinlcga verið taldir ófærir. Bestír hafa þeir þótt sem hafa fimbulfambað um bækur án þess að hafa skoðanir. Þelr voru þó efcki taldir til skaða. í þessu andrúmslofö var svo efnt til stórfelldra bókmcnntaverðlauna þar sem úlvaldir fulltrúar f menn- iogarmálum eru látnir ráða ferð- innií sfyjóli æðstu nafna. Það verð- ur gainan að sjá í ár hvar þessi út- hiutun lendir. í fyrra bjargaðist hún fyrir hom. í ár getur eldtert orðið henni tii bjargar, nema efþað væri alfræðiorðabðk eða þjóðlegur fróðleikur. Bókmenntaslysí blaði Sw rekur menn allt í einu í ro- gastans. í DV í gær segir í fyrir- sögn á ritdómi um bók eftir konu á VestfjÖrðum, sem hefur verið að skrifa sér til dægrasfyttingar eins og 90% hofunda: „Það hefói mátt gera betur.“ Hver ósköpin eru þetta? Hvers vegna er þessi einl höfundur tckinn á bt inið og fundið að því sem hann var að skrifa að garooi sfnu um sumar f sveit? Svona fyrirsögn á ritdómi hefur ekki sést hér á landi ánim saman. Það hfýtur eitthvað að hafa bilaö í kerfinu, vegna þess að næstum má fuliyröa að bók þessa Vestfirðings er ekki verr skrifuð eða verr frá- gengin en helftin af skáldskapnum fyrir þessí jól. Sextán skáid í fjóröa bekk þótti fyndin setning í Ijóði á sínum tíma. Skáldin sextán hafa verið lengi að springa út En nú eru þau orðin helsti grundvöliur jólabókaútgáfunnar í landinu. Og þrátt fyrir þetta „slys“ hjá gagn- rýnanda DV þarf ekki að búast við að upp verði tekin viðunandi gagn- rýni á bækur á næstunni. Að minnsta kosti veröur langt að bföa þess að hlöðukálfar mennlngan'it- anna fái sinn sléttan dóm. VITT OG BREITT Valdníðsla hinna vammlausu í fyrr voru birtar niðurstöður um- fangsmikilla rannsókna um fíkni- efni í Bandaríkjunum. Þar kom í ljós að reykingar eru sú fíkn sem fólk ánetjast á hvað skemmstum tíma og að ekki er eins erfitt að venja sig af neinum öðrum fíkni- efnum og tóbaki. Ef rétt er munað var kókaín og ópíum í öðru sæti og alkóhól í hinu þriðja. Önnur eitur- efni eru svo neðar á listanum. Fíkniefnaneysla og smekkur fyrir vímuefnum er nokkuð misjöfn og einstaklingsbundin. Það er t.d. vel þekkt að margir geta innbyrt alkó- hól án þess að fara sér og öðrum að voða, en aðrir þurfa að taka sér al- varlegt tak til að geta hætt eða verða eilífðarsjúklingar ella. En heildarniðurstaðan er sú að tóbak sé það fíkniefni sem flestir falla fyrir og fæstir geta hætt að nota nema með miklum viljastyrk og langvarandi afneitun. Þeir reyk-, ingamenn sem segjast hafa hætt áreynsluiaust hafa annað tveggja aldrei verið alteknir af níkótínfysn, þótt þeir hafi reykt sér til dundurs, eða eru búnir að gleyma hve hræðilega erfitt það var að venja sig af tóbaksnotkun og hve lang- varandi sú barátta getur verið. Boð og bönn Sá mikli áróður sem rekinn hefur verið gegn reykingum er af hinu góða, enda skaðsemi þeirra ótví- ræð. Mesti og besti árangurinn er sá að unglingar byrja ekki á óvan- anum og sýna kannanir að mjög hefur dregið úr reykingum ung- menna hér á landi og vonandi verð- ur hægt að bæta þann árangur svo að enginn ungur íslendingur byrji að nota tóbak og þá mun sú vonda neysla leggjast af sjálfkrafa. Hitt er verra þegar heilbrigðis- frömuðir fara að banna forhertum nikótínistum að iðka fysn sína með boðum og bönnum og neyða þá með hörku til að hætta reykingum. Á síðari árum hefur sífellt fækkað þeim stöðum sem ieyft er að reykja. Er það gert undir því yfirskini að verið sé að vemda þá sem ekki reykja og í mörgum tilvikum er eitthvað hæft í því. En þegar heilu vinnustöðunum er Iokað fyrir reykingafólki fer öll þessi umhyggja að bera keim af kúgun. Dæmi eru um að einstaka atvinnurekendur ráða ekki reyk- ingafólk í vinnu og hljóta þeir að ráða því. Verra er samt þegar algjört reyk- ingabann er sett á á stórum vinnu- stöðum og fólki sagt miskunnar- laust að það geti bara hypjað sig, ef það ef það getur ekki látið vera að reykja í húsakynnum atvinnu- rekstrarins. Ráðskast með lífsstíl Ríkisspítalarnir setja algjört reyk- ingabann á í sínum húsum frá ára- mótum. Þeir sem ekki sætta sig við það geta einfaldlega farið. Hér á greinilega að kúga fólk með valdboði og telur stjórn ríkisspítal- anna sig þess umkomna að ráðsk- ast með lífsstíl starfsmanna sjúkra- húsanna og ákveða upp á eigin spýtur hvað sé þeim fyrir bestu. Hér er ekki um að ræða að banna starfsfóiki að reykja innan um sjúk- linga, á kaffistofum eða annars staðar þar sem nikótínistar geta angrað aðra með fíkn sinni. Nei, hvergi má reykja innan veggja sjúkrahúsanna og er m.a. borið við að hvergi sé smuga fyrir reykinga- herbergi fyrir fíklana. í sumum sjúkrahúsum eru heilu álmurnar ónotaðar og það er algjör fyrirslátt- ur að ekki sé hægt að hola niður af- lokuðu reykingaherbergi fyrir að- framkomna. Vinnutími starfsfólks sjúkrahúsa getur numið allt að 24 klukku- stundum og er skammt að minnast upplýsinga um vinnutíma aðstoð- arlækna. Það getur því verið erfitt fyrir reykingafólk að þreyja þann þorra og góu og mega aldrei láta undan fíkn sinni. Ljóst er að nær allir reykinga- menn vilja hætta og losna við nik- ótínþörf sína. En það er hægara sagt en gert. Flestir virðast skilja að það er erf- itt að stöðva heróínneyslu og fíkn í önnur sterk eiturefni. Átak þarf til að hætta alls kyns pilluáti og sjálf- sagt þykir að veita drykkjusjúkum alla aðstoð sem hægt er til að þeir geti hætt og er jafnvel góður skiln- ingur á að þeir skuli falla í alkóhól- neyslu aftur og aftur. En gagnvart þeirri fíkniefnaneyslu sem erfiðast er að losna við er ekk- ert umburðarlyndi sýnt. Forstjórar ríkisfyrirtækja reka reykingafólk úr vinnu án nokkurrar miskunnar og vanvirða persónufrelsi starfsfólks með grófum hætti. Svona fólki er treyst til að ráðskast með hagi annarra og væri það á einhverju öðrum sviðum en að sporna við ósið eins og reykingum, væri háttariagið kallað valdníðsla. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.